Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 28

Morgunblaðið - 03.09.1989, Side 28
28: O MQRGUNBUAiÐIÐ; MINMINGARSpNUDAGtllt 3. IflH!) t Ömmusystir mín, GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést 1. september í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Ása B. Árnadóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Björn Ólafs Björns- son frá Mýrarhúsum Hann er nú kvaddur og það gefur mér ríkt tilefni til að minn- ast hans og þakka gömul og góð kynni. Björn Ólafs fæddist 1913 og ólst upp í Mýrarhúsum, Seltjarnar- nesi. Faðir hans var Björn Ólafs togaraskipstjóri, útgerðarmaður og bóndi þar. V&lgerður Guð- mundsdóttir, móðir hans, var elst 9 þjóðkunnra Nessystkina. Meðal bræðra Valgerðar var Einar skip- stjóri í Bollagörðum og Guðmund- ur skipstjóri í Móum. Björn varð lögfræðingur 1937 og starfaði sem slíkur á Akureyri fyrstu tvö árin og var ráðinn lög- fræðingur við Landsbankann árið 1939. Bankaheimurinn í gömlu ríkis- bönkunum þremur í stríðsbyrjun var þá ekki stór og gaman að minnast þess, að sá sem þetta skrifar var þá sendill í Útvegs- bankanum, og snerist þá m.a. í kringum bróður Björns, Guðmund Ólafs, sem þá var leiðandi maður í bankanum. Þar starfaði og tengdafaðir Björns, Bjarni Jónsson frá Unnarholti, er hafði verið úti- bústjóri bankans á Akureyri, og síðast en ekki síst Guðfinna dóttir Bjarna, er þá var gjaldkeri við bankann og varð kona og lífsföru- nautur Björns. Mín fyrstu sex ár í Landsbank- anum sem lögfræðingur voru í nánu samstarfi og undir öruggri AEG s í ð sumartilboð AEG AEG Borhamar PHE 20 RL-N Verö áöur 20.730,- 18.498,- AEG Rafhlööuborvél ABS 10 RL m/hleöslutæki í tösku Verö áöur 14.901,- 13.497,- AEG Hefill H 500 935 316 300 Verö áöur 10.325. 8.998,- AEG Ryk- og vatnssuga NT 900 935 316 775 Verö áöur 13.819,- 12.495,- Li----- u AEG Brauörist AT 23 L Verö áöur 2.415. 2.098,- AEG Þeytivinda SV 4528 Verö áöur 16.598. 13.900,- stgr, AEG Kæliskápur Santo 2500 kg Verö áöur 44.856.- 38.900,- stgr. AEG Gildir frá 15.08 til 22.09. 1989 B R Æ Ð -U R N I R DJOKMSSONHF Lágmúli 9 E3 8760 128 Reykjavik SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND AFKOST ENDING GÆÐI leiðsögn Björns. Hann var góður yfirmaður, ekki afskiptasamur, bráðsnjall, vinnusamur og traustur og bjó yfir mikilli reynslu, jafn- framt því að vera harður í viðskipt- um fyrir bankann, þegar því var að skipta. Hann naut þess að vera í löngum og flóknum samninga- gerðum við viðskiptamenn og hafði lag á því að láta samningum lokið þannig, að viðskiptamaður væri ánægður. Þekking hans á útgerð á fiskiskipaflotanum og vinnslustöðvum var yfirgripsmikil og ótrúleg. Hann kom úr líku umhverfi, enda íaðir og frændur togaraskipstjórar og útgerðar- menn eins og áður er rakið. Björn hafði mikið viðskiptavit og fram- sýni um þróun efnahagsmála. Hann var ótrúlega minnugur, sem er ómetanlegur hæfileiki lögfræð- ings í flóknum bankastörfum. I kringum Björn og Þorgils Ingvarsson á annarri hæð í Lands- bankanum, í káífinum við Pósthús- stræti og í Ingólfshvoli, þar sem lögfræðideild og afurðalánadeild voru, stóðu útgerðarmenn og físk- verkendur dögum saman, stundum eina til tvær vikur í bið eftir niður- stöðu bankastjórnar um lán eða ekki lán fýrir komandi vertíð. Pen- ingar voru ekki þá (né nú) á lausu við Landsbankann. Bankinn var þá þungur og yfirmenn harðir í horn að taka. Bankinn var í senn aðalviðskiptabanki landsins, jafn- hliða því að vera seðlabanki og bankastjórnin daglega í stríði við sjálfa sig að halda sett mörk um endurkaupahlutföll milli seðla- bankans og viðskiptabanka Lands- bankans. Lengi reynir á þá samninga, sem bankalögfræðingar gera við viðskiptamenn. Veit ég ekki betur en að samningar Björns hafi vel staðist tímans tönn, eins traustur og öruggur og hann var með góð- an metnað fyrir sína stofnun. Björn var ekta íhaldsmaður og harður kapítalisti. Stóð í erfiðustu verkefnum fyrir bankann með meirihluta sjávarútvegsfyrirtækja Landsbankans á herðunum, ásamt Þorgils Ingvarssyni. Hann stóð öðrum bankamönnum framar í því að sjá um fyrri og seinni nýsköp- unina sem var endurnýjun fiski- skipaflotans, og fóstraði frá upp- hafi Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins við bankann. Veiting, af- greiðsla og eftirfarandi innheimta útgerðar- og afurðalána hvíldi og á Birni og Þorgils. Auk þess sá Björn um önnur lögfræði- og rétt- argæslumál Landsbankans fram til 1957. Þá urðu þáttaskil, er aðskilnað- ur seðlabanka og viðskiptabanka Landsbanka hófst. Björn var í hópi þeirra tæplega 60 Lands- bankamanna, er fluttu yfir til seðlabankahlutans það ár. Hann var forstöðumaður Stofnlánadeild- ar sjávarútvegsins áfram fram til 1966, er hún var flutt til undir Fiskveiðasjóð íslands. Hann varð lögfræðingur Framkvæmdasjóðs 1966-1972 það tímabil, sem sjóð- urinn starfaði innan vébanda Seðlabankans og lögfræðingur Ríkisábyrgðarsjóðs. Frá 1973 kom hann mikið við sögu um öll þau skuldamál Viðlagasjóðs, er urðu til í kjölfar Heimaeyjargossins 1973. Björn hætti störfum í bankanum í árslok 1980 eftir rúmlega 40 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.