Morgunblaðið - 03.09.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER ,1$89 ,
C 31
heldur tón-
leika á Norð-
urlöndunum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Frönsku krakkarnir sem komu hingað til lands í tengslum við
vinarbæjarmót Gravelines og Fáskrúðsflarðar.
HLJOMSVEITIN Islandica
heldur í þriggja vikna tónleika-
ferðalag um Noreg, Svíþjóð,
Finnland og Alandseyjar 3.
september. Ferðin er skipulögð
af Menningar- og fræðslusam-
bandi alþýðu og hliðstæðum
félögum þess á Norðurlöndum.
Hljómsveitin heldur tónleika á
ýmsum stöðum í þessum löndum,
heimsækir vinnustaði og stofnanir
og kemur fram á samkomum og
fundum. Á efniskránni eru aðal-
lega íslensk þjóðlög og lög eftir
meðlimi hljómsveitarinnar.
Með í farteskinu verður hljóm-
plata sem hljómsveitin hefur ný-
lokið upptökum á. Ber hún heitið
„Folks Songs and Fantasies/Þjóð-
lög fyrr og nú“ og inniheldur
blöndu af islenskum þjóðlögum
og lagasmiðum hljómsveitarmeð-
lima.
Tónleikaferðalag Islandica er
liður í samvinnu MFA-samtak-
anna á Norðurlöndum.Áður hafa
íslenskir tónlistarmenn heimsótt
Noreg og Svíþjóð og Svíar og
Danir hafa heimsótt Island. Ann-
að samstarf MFA-samtakanna á
Norðurlöndum felst í Norrænu
MFA-skólunum sem er árlegt
tveggja vikna námskeið, sameig-
inlegri útgáfu fræðslurita og ráð-
stefnum um fræðslu- og menning-
armál launafólks.
Hljómsveitina Islandiea skipa
Gísli Helgasson, Guðmundur
Benediktsson, Herdís Hallvarðs-
dóttir og Ingi Gunnar Jóhannes-
son.
Fáskrúðsfi örður:
Franskir
krakkar
í heimsókn
Fáskrúðsfirði.
KRAKKAR frá Gravelines ásamt
fylgdarliði hafa verið í heimsókn
á Fáskrúðsfirði undanfarna
daga, en heimsóknin byrjaði sl.
ftístudag og lýkur í dag, laugar-
daginn 2. september. Þau halda
áleiðis til Frakklands á sunnu-
dagsmorgun.
Þau hafa farið til Þingvalla og
síðan að Gullfossi og Geysi, þau
fóru suðurleiðina austur til Fá-
skrúðsfjarðar með viðkomu í
Skaftafelli og sigldu á bátum á
Jökulsárlóni, síðan skoðuðu þau
Austurland. M.a. var farið með þau
á Snæfell þar sem þau gistu eina
nótt. Þau láta mjög vel af veru
sinni hér á íslandi og finnst margt
mjög merkilegt að sjá. Höfðu þau
orð á því að þeim fyndist að sjá
teppi á gólfunum í Flugstöðinni í
Keflavík og að hægt sé að borða
berin beint af lynginu.
Með í ferðinni er einn úr bæjar-
stjórn Gravelines, Christian Marq-
vis, ásamt eiginkonu sinni. Túlkur
kom með hópnum og er það Lilja
Skaftadóttir, sem búsett er í París.
Unnið er að vinarbæjartengslum
milli Gravelines og Fáskrúðsfjarðar
og var fundað um það hér við komu
þeirra hingað. Sveitarstjórnarmenn
og krakkar héðan fóru til Graveli-
nes í maí sl. vor. - Albert
sem hann hefur starfað sem félags-
málafulltrúi í samtökum blindra í
Vestur-Noregi og hún á endur-
hæfingarheimili fyrir áfengissjúkl-
inga sem Hjálpræðisherinn rekur
þar.
Þau hjónin munu veita forstöðu
Vistheimilinu Bjargi á Seltjarnar-
nesi, en það heimili rekur Hjálp-
ræðisherinn í samvinnu við
Ríkisspítalana. Majór Lív Krötö
sem undanfarin tólf ár hefur stjórn-
að heimilinu af miklum myndar-
skap mun nú láta af stjórn og síðar
meir taka við öðrum verkefnum
innan Hjálpræðishersins.
Erlingur og Ann Merete munu
einnig taka þátt í safnaðarstarfi
Hjálpræðishersins í Reykjavík.
Þeim til heiðurs verður samsæti
fyrir alla herflölskylduna sunnu-
daginn 3. september eftir hádegi
og um kvöldið. verður fagnaðar-
samkoma fyrir þau. Deildarstjóra-
hjónin, kapteinarnir Anne og Dan-
íel Oskarsson, munu stjórna þess-
um samkomum.
Morgunblaðið/BAR
Hljómsveitin Islandica, Guð-
mundur Benediktsson, Gísli
Helgason, Jón Gunnar Jóhanns-
son og Herdís Hallvarðsdóttir.
Islandica
Nýir foringjar
til starfa
Hingað til lands eru komin til
starfa hjá Hjálpræðishernum
hjónin Ann Merete Jakobsen og
Erlingur Níelsson, lautinantar,
ásamt börnum sínum, Jan Her-
mann, fjögurra ára, og Rebekku,
tveggja ára.
Erlingur er Akureyringur, sonur
hjónanna Hermínu Jónsdóttur og
Níelsar Jakobs Erlingssonar, 27
ára gamall. Að loknu skólanámi
starfaði Erlingur við Vistheimilið
Sólborg á Akureyri. Samanlagður
starfstími hans þar er þijú ár. Árið
1981 fór hann utan til Noregs til
að nema við foringjaskóla Hjálp-
ræðishersins. Þar kynntist hann
einnig konu sinni, Ann Merete, og
að námi loknu giftust þau á gaml-
árskvöld 1983.
Ann Merete er norsk, frá Bodö
í Norður-Noregi. Saman hafa þau
starfað sem flokksforingjar í Lille-
hammer og á ísafirði. Þar starfaði
Erlingur einnig við þjálfunar- og
þjónustumiðstöðina Bræðratungu,
m.a. í tvö ár sem forstöðumaður.
Frá ísafirði fluttust þau fyrir rúmu
ári til Björgvinjar (Bergen), þar
Hjónin Ann Merete og Erlingur
Níelsson, lautinantar.
Hjálpræðisherinn:
Einingar fyrir:
1. Kæli- og ‘frystiklefa.
2. Iðnaðar- bg geymsluhúsnæði.
3. Milliveggi
4. Stjórnklefa.
Ásamt hurðum og hurðabúnaði.
(Meðmæli: Fakafrost, Hafnarfirði.)
/ Tfet.
OFFICE 354-1-670057
354-1-670720
TELEFAX 354-1-670056
Cestokennori vetrorins
Happy Miller
kemur aö þessu sinni
frá Bandoríkjunum.
Honn hefur kennnt víöo
og á sér oö boki litríkan
donsferil.
Aörir kennoror eru:
Sóley,
Emelío,
Jón Egill
og Bjorgey
ÓLEYJAR
1 vetur bjóöum viö uppá
12 vikno námskeiö í
jazz - modern - ballet
fyrir byrjendur og fram-
holdshópa á öllum
oldri. Houstönn hefst I 7.
sept. og lýkur meö nem-
endosýningu.
Innritun hefst 4. sept. / símum 687701 - 687801 í Dansstúdíói Sóleyjar