Morgunblaðið - 03.09.1989, Page 32

Morgunblaðið - 03.09.1989, Page 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 TILBOÐ ÓSKAST Sala varnarliðseigna. í Chevrolet Blazer S-10 4x4 árgerð '86 (ekinn 43 þús. mílur), Mazda E2200 diesel Van árgerð '87 (ekinnn 47 þús. km.), Ford Escort L árgerð '84, J.l. Case hjólaskófla 1 cu.yd. model W7DN (ógangfær), Pettibone gafallyftari 6000 Ibs. árgerð '77 (ógangfær), ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 5. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. V Vió bjóóum uppó donsnámskeiö fyrir börn 5 ára og eldri. I boöi er jazz-funk og jazz-ballet, þoö ollra nýjasto frá New York, meö áherslu á leikræno tjáningu m.o. viö donso úr þekktum söngleikjum. Einnig sértímor þor sem fariö er í Michoel Jockson donso ásamt öörum góöum dönsum. Innritun hefst 4. sept. í síma 687701 — 687801 # Dansstúdíó Sóleyjar: Bhðió sem þú vaknar við! Kveðjuorö: Ingveldur Ástgeirs- dóttir, Brúnastöðum Ingveldur Ástgeirsdóttir, áður húsfreyja á Brúnastöðum, lést 6. ágúst sl. tæplega sjötug að aldri. Hér lauk ævi sinni kona er lokið hafði óvenju miklu ævistarfi. Ung gekk hún að eiga Ágúst Þorvalds- son á Brúnastöðum, síðar alþingis- mann, og tók þá þegar við hús- stjórn þar o"g bjuggu þau á Brúna- stöðum meðan bæði lifðu. Frá því um aldamót og fram yfir 1930 bjuggu á Brúnastöðum hjónin Guðlaug Sæfúsdóttir, vinnusöm kona og hógvær og Ketill Arnodds- son. Ketill var ákaflega sérstæður maður, hinn mesti þrekmaður, hraustur, stálminnugur með af- brigðum og svo fróður að ótrúlegt var. Naut Ágúst þekkingar Ketils um menn og málefni síðar á ævinni er hann hafði valist til trúnaðar- starfa. Ketill og Guðlaug voru barnlaus en ólu upp systkinin Ágúst og Jó- hönnu og arfleiddu þau að öllum eignum sínum. Hvergi sem ég þekkti til voru búhættir felldir betur að sjálfs- þurftarbúskap en hjá Katli og Guð- laugu. Búið var lítið en gagnsamt á þess tíma vísu. Ekkert var keypt sem gat verið heima fengið og lítið selt, aðeins til að. mæta óhjá- kvæmilegum útgjöldum. Þar sem búið var skuldlaust gat þetta geng- ið en lausafé varð ekki til og því erfitt um allar framkvæmdir. Agúst og Jóhanna tóku svo við búsforráð- um á Brúnastöðum 1932 en heims- kreppan var í algleymingi og hélt öllu í viðjum og tók fyrir allar fram- kvæmdir. Jóhanna gegndi húsmóð- urstörfum fyrstu búskaparár þeirra systkina á Brúnastöðum en hún var heilsuveil og þoldi lítt vinnu. Árið 1942 kom Ingveldur að Brúnastöðum og stofnuðu Ágúst og hún þá fljótt til hjúskapar og tók Ingveldur þegar við hússtjórn. Gömlu hjónin og Jóhanna dvöldu áfram á Brúnastöðum til dauða- dags. Þegar á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna urðu þær breytingar að sem erfiðar reyndust mörgum en óhjákvæmilegar voru, breyting frá sjálfsþurftarbúskap yfir í við- skiptabúskap. Þetta var óvenju erf- itt á Brúnastöðum, því frá náttúr- unnar hendi var varla nokkur blett- ur til, söm vélum var hægt að beita á. Börn fæddust þeim hjónum svo heimilið varð fljótt stórt eins og fyrr var sagt var bú lítið. Því mun oft hafa verið erfitt að skipta knöppum tekjum milli daglegra þarfa fjölskyldunnar og knýjandi umbóta í ræktun og auknum áhaldakosti. Þennan vanda varð húsfreyjan á Brúnastöðum að leysa. Ekki hefur annað heyrst en henni hafi tekist það vel. Þegar ko'm fram á sjötta tug aldarinnar þyngdist hagur þeirra Brúnastaðahjóna að mun. Hafði Ingveldur af því miklar áhyggjur. Heimilið hélt áfram að stækka. Þau urðu fyrir því tjóni á óþurrkasumri að heybruni varð i hlöðu. Sveitungar þeirra reyndu þó að bæta þeim skaðann. Það var þó alls ófullngæjandi, fæstir höfðu þær heybirgðir að aflögufærir væru svo nokkru'næmi. Ágúst, sem fyrr hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða, fór nú að finna til sama sjúkdóms aftur. Við það bættist þreyta vegna mikils vinnuálags. Þá kom einnig að því að reisa varð nýtt íbúðar- hús. Húsakynni sem fyrir voru voru afar léleg og lítil • fyrir þetta stóra heimili. Nýtt íbúðarhús var reist á árunum 1955-56. Að sjálfsögðu rýrði þessi framkvæmd ráðstöfun- artekjur fjölskyldunnar. Árið 1956 varð breyting á högum Brúnastaðafjölskyldunnar. Þetta vor lágu fyrir kosningar til Al- þingis. Aldraður maður sem lengi hafði skipað efsta sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Árnes- sýslu hætti þingstörfum og nú blossaði upp gamall flokkadráttur um efsta sæti listans. Fannst fieir- um en einum þeir sjálfkjörnir til að skipa það. Forystu flokksins mun ekki hafa þótt ráðlegt að bjóða fram mann í fyrsta sæti listans sem mjög hafði stutt að sundrungu innan flokksins fyrr á árum. Hún lagði því til að hafa prófkjör í kjördæm- inu. Ágúst hafði alltaf fylgt Fram- sóknarflokknum í þjóðmálum. Nú var hann beðinn að gefa kost á sér í prófkjörið. Vafasamt er hvort hon- um hafi þótt það vænlegt en lagt undir álit Ingveldar hvort hann ætti að verða við tilmælum. Ég hef heyrt að hún hafi verið hvetjandi þess. Ágúst fór í prófkjörið og sigr- að glæsilega. Var hann svo valinn til þingstarfa. Á örskömmum tíma gat hann jafnan allan ágreining innan flokksins. Allan þann tíma sem hann var þingmaður var flokk- urinn órofa heild. Þetta mun hafa orðið Ingveldi til óblandinnar ánægju. Enn varð Ingveldur að bæta við störf sín þó næg væru fyrir, að fylgjast með bústörfum utanbæjar sem synir.hennar ungir leystu af hendi. Þeir voru að visu skynugir t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Sólbakka, Borgarfirði eystra. Nanna Þorsteinsdóttir, börn og barnabörn. Útför, BJÖRNS ÓLAFS lögfræðings, fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 4. september kl. 13.30. Guðfinna Bjarnadóttir, Skúli Ólafs, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Bjarni Björnsson, Sigrún Jónsdóttir og barnabörn. Frænka okkar, MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR, Eskihlið 33, Reykjavik, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 4. sept. kl. 3. þeim, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlega beðnir að láta Langholtskirkju njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Jóhannsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.