Morgunblaðið - 03.09.1989, Síða 38
$8 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ S.UNNUDAGUR 3? SEPTEMBER 1989
H
ÆSKVMYNDIN...
ERAFELLEN KRISTJÁNSDÓTTUR SÖNGKONU
Söngdskur
dýravinur
ÞEGAR Ellen Kristjánsdóttir var fjögurra ára
grét hún yfír faginu I Wanna Hold Your Hand
með Bítlunum því henni þótti það svo hjartnæmt.
Inger systur hennar, sem er Qórtán árum eldri,
|iótti þetta sniðugt. Hún sótti vinkonu sína og
V.aman tóku þær Ellen inn í herbergi, spiluðu lag-
ið og horfðu á tárin trilla niður kinnarnar á henni.
Ellen Kristjánsdóttir er fædd 8.
maí 1959 í San Fransisco í
Bandaríkjunum þar sem hún bjó
fyrstu sex ár ævi sinnar. Móðir
hennar er Sigríður Ágústa Söebech
og faðir hennar Kristján Ingi Ein-
arsson sem er látinn. Ellen á ijögur
eldri systkini, Inger, Einar, Pétur
og Kristján.
Ellen var að verða sjö ára þegar
foreldrar hennar fluttust til íslands
og kunni hún þá ekki orð í íslensku.
Engu að síður eignaðist hún fljót-
lega vinkonu. Þær komu sér upp
sínu eigin táknmáli til að gera sig
H^skiljaniegar. Eftir eitt ár hér heima
var Ellen búin að ná góðum tökum
á íslenskunni.
Frekar til baka og feimin.
Þegár Ellen átti að syngja eða dansa hvarf
hlédrægnin.
Páfagaukurinn reytir sig
„Ellen var glaðlynt barn, en til-
finninganæm og það gat fokið í
hana. En það var auðvelt að tala
hana til,“ segir Sigríður Ágústa
móðir hennar. „Hún var frekar til
baka og feimin í stórum hópi. Hún
lék sér því oftast með einni eða
tveimur vinkonum í senn.“ Það kom
‘ fljótt í ljós að Ellen var músíkölsk
og hún bytjaði snemma að syngja.
„Þegar Ellen átti að syngja eða
dansa hvarf hlédrægnin," segir
Sigíður Ágústa.
Ellen var mikill dýravinur og átti
alltaf gæludýr. Þegar hamstrarnir
eða .naggrísirnir dóu voru þeir
grafnir með viðhöfn úti í garði. Hún
átti líka skjaldbökuna Kleópötru
sem hún fékk þegar hún var fjög-
urra ára. Kleópatra er enn á lífí og
við góða heilsu. Svo var það stóri
páfagaukurinn Boggi sem dó úr
elli fyrir nokkrum árum. Honum
þótti ósköp vænt um Ellen. Þegar
hún fór í sveit í fyrsta skipti reytti
hann af sér allar fjaðrirnar, hann
var svo miður sín.
Hestar voru líka í miklu uppá-
haldi hjá Ellen. Hún var í sveit á
hveiju sumri frá því hún var átta
til þrettán ára og þar gafst henni
tækifæri til að stunda hesta-
mennskuna. í Reykjavík á vetuma
æfði hún svo sund með Sundfélag-
inu Ægi.
Ellen skrifaði líka kvæði þegar
hún var lítil og 11 ára gömul tók
hún þátt í samásagnakeppni Morg-
unblaðsins fyrir börn á aidrinum
11-17 ára. Sagan sem hún sendi,
Pétur og litlu mennirnir, vann til
fyrstu verðlauna.
Hún syngur illa
Kristján var næstur Ellenu í
systkinaröðinni, aðeins þremur
áram eldri. Hann spilaði á gítar og
gerði Ellen ýmislegt fyrir hann þeg-
ar hún var 10 ára til að fá að sitja
og hlusta á hann æfa sig. En hún
vildi líka fá að syngja og af því var
Kristján lítið hrifinn. Fannst hún
syngja illa og skipaði henni að
þegja.
Annars voru Ellen og Kristján
oftast góðir vinir. Hann var þó ekki
alltaf jafn hrifinn af því að hafa
litlu systur í eftirdragi. Hún lét sig
til dæmis hafa það að ganga hinum
megin götunnar þegar hún var níu
ára og fékk að fara með honum í
þijúbíó. Því hann lét ekki sjá sig
úti á götu með stelpu. Ekki einu
sinni systur sinni.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
HATTAR
Hér á áram áður gat varla nokk-
ur heiðvirð kona látið sjá sig
úti á götu hattlausa. Eitthvað hefur
það nú breyst á síðustu
áram en óneitanlega
finnst manni það alltaf
glæsilegt að sjá vel
klædda konu með hatt
í stíl við fötin. Hattur-
inn var punkturinn yfir
i-ið. Vart má á myndun-
um sjá hveijir era
glæsilegri, hattarnir eða konurnar
sem bera þá, en það hefur margoft
verið sagt að fallegustu
konur í heimi megi
finna á íslandi. Er þess
skemmst að minnast að
á síðasta ári var íslensk
stúlka valin fegursta
kona heims. Ætli hún
noti hatt?
STARFIÐ
ODDNÝJÓNSDÓTTIR OG ÞORVALDUR JÓNSSON
XX-STEINASALAR
BÓKIN
ÁNÁTTBORDINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
þau höfðu sankað að sér í gegnum
árin. Fyrir fimm áram hófu þau að
selja marglita steinana í Austur-
stræti og eru nú komin með fastan
hóp steinasafnara sem kaupa reglu-
lega af þeim. Oddný og Þorvaldur
sögðu að reyndar hefði salan verið
nokkuð dræmari í sumar en áður
og kenndu um leiðinlegu veðri. Þau
ætla þó ekki að láta það aftra sér
frá því að halda áfram steinasöl-
unni næsta sumar.
ÞETTA SÖCÐU
ÞAUÞÁ...
Árni Johnsen,
Morgunblaðið
7. april 1970.
Árni er blaða-
maðurog kunn-
urbindíndis-
maður.
r
Ami Johnsen
fullur
Það er svona með ísland, það
er fullt af öllu, alls konar
veðri, fjölþættu Iandslagi, fugl-
alífí, mannlífí og svo mörgu
öðra. Þess vegna er eina ráðið
á móti að vera fullur af íslandi.
Þorvaldur Jónsson og Oddný
Jónsdóttir ásamt sonarsyn-
inum Þorvaldi Davíð Krist-
jánssyni.
Steinar í safnið
í SKJÓLSÆLU skoti í Austur-
stræti má á góðviðrisdögum sjá
mann eða konu bjóða marglita
steina til sölu. Þar eru á ferð
'y'Þorvaldur Jónsson fyrrum póst-
meistari á Fáskrúðsfirði og kona
hans, Oddný Jónsdóttir, en þau
hafa safhað steinum og selt borg-
arbúum undanfarin sumur.
Þau hjónin voru lengst af búsett
á Austfjörðum en fluttust til
Reykjavíkur fyrir átta áram. Og
'þau tóku ekki aðeins búslóðina með
sér heldur feiknin öll af steinum sem
Eyjólfur
Sigurðs-
sondeildar-
stjóri
Bókin sem ég er að lesa um þess-
ar mundir er Ævisaga Lárusar
í Grímstungu og er hún fróðleg.
Ég les töluvert af ævisögum og
sagnfræðibókum, hef gaman af því
og afla mér um leið ýmiskonar fróð-
leiks. Einnig les ég nokkuð af bók-
um um ferðamál.
Eg hef ég verið, að glugga í
Rauða Penna, nú síðast las ég
Bréf til íslensku þjóðarínmir sem
Þórbergur Þórðarson skrifaði í til-
efni af byggingu Hallgrímskirkju
og var það góð lesning. Ekki get
ég sagt að ég lesi mikið en fletti
þó stundum upp á ljóðum og legg
þá meira upp úr innihaldi en formi.
Rúnar
Bjarnason
slökkviliðs-
stjóri
Elín G. Ól
afsdóttir
kennari
*
Eg hef ákaflega gaman af óperu-
tónlist og sérstaklega er
Placido Domingo í uppáhaldi hjá
mér. Á ég þó nokkuð af lögum
hans og hlustaði síðast á plötuna
sem hann og John Denver gerðu í
sameiningu. Einnig er ég hrifinn
af djasstónlist t.d. lögum Fats Wall-
ers.
Fyrir skemmstu horfði ég á
myndina Dangerous Liaisons
og fannst mér hún mjög spenn-
andi. Annars þykir mér gott að
slappa af yfir gamanmyndum og
sá síðast Big Business sem var
bráðskemmtileg.
Platan á fóninum hjá mér er með
Bryan Ferry og heitir Beténoir.
Bryan Ferry er í miklu uppáhaldi
hjá mér, ég á þó nokkuð af plötum
hans og hlusta á þær þegar tími
gefst til. Þó ég hafi jafnframt gam-
an af nýjum ferskum hljómsveitum
hlusta ég alltaf reglulega á gömju-
kempurnar í Roxy Music.
Síðast sá ég myndina Baby Boom
og hafði gaman af. Ég er mest
gefin fyrir myndir sem ijalla um
mannleg samskipti, ástina og fleira
í þeim dúr. Starfs rníns vegna sá
ég svo fyrir stuttu söngleikinn um
Oliver Twist eftir samnefndri sögu
Charles Dickens.