Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 2
Steinullarverksmiðj- an á Sauðárkróki; 75tonn af sandi brædd fyr- ir Japani Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki mun í október bræða 75 tonn af sandi fyrir japanska stórfyrirtækið Nitto Boseki. Er sandur þessi nú á leið til landsins með skipi frá Japan. Um er að ræða tilrauna- bræðslu á sandinum. ísland er eina landið í heiminum sem notar raforku til sandbræðsl- unnar og er Nitto Boseki að íhuga að koma sér upp slíkum olhi í Japan. Tilraunabræðslan hér er liður i því að kanna hag- kvæmni þess. Einar Einarsson, framkvæmda- stjóri Steinullarverksmiðjunnar, segir að fulltrúar frá Nitto Boseki hafi fyrst komið hingað til lands fyrir tveimur árum til að kynna sér starfsemi verksmiðjunnar. Jap- anirnir nota nú koxofn við sína framleiðslu á steinull og glerull en þeir eru auk þess umfangs- miklir á sviði hvers kyns þjónustu við byggingariðnað. Velta þessa japanska fyrirtækis á síðasta ári nam um 60 milljörðum íslenskra króna. Einar Einarsson sagðist ekki eiga von á að Steinullarverksmiðj- an fengi fleiri verkefni frá þessu japanska fyrirtæki. Þó væri aldrei að vita, því samband við japanina væri til staðar eftir þetta verk- efni. Bræðslan á þessum 75 tonn- um sands mun taka Steinullar- verksmiðjuna þrjá daga og munu fjórir fulltrúar frá Nitto Boseki fylgjast með verkinu. Japanski sandurinn sem hingað kemur hefur svipað efnainnihald og sá sem Steinullarverksmiðjan notar og fær frá Borgarsandi. Hann er þó aðeins öðruvísi á lit- inn, gráleitur í stað þess að vera dökkur. Einar segir að rafbræðsluofnar í steinullarframleiðslu hafi tvennt fram yfir koxofnana. í fyrsta lagi séu gæði ullarinnar meiri og í öðru lagi sé mun minni mengun af þeirra völdum. INNLENT Mörg lögregluembætti nálgast aukavinnustopp YFIRVINNUKVÓTI þessa árs er nú því sem næst uppurinn hjá mörgum lögregluembættum á landinu. Eftir fyrstu sjö mánuði ársins var ástandið verst í Austurlandskjördæmi þar sem öll embættin voru að heita búin með sinn kvóta. A nokkrum stöðum á landinu er ástand þó gott hvað þetta varðar. Eftir sjö mánuði ættu embætti að jafnaði að vera búin með 58% af árskvótanum, að sögn Hjalta Zóphaníassonar, skrifstofustjóra hjá dómsmálaráðuneytinu, en að meðaltali eru embættin komin 7,4% fram yfir það. Innan 58% mark- anna voru Dalasýsla, Strandasýsla, Sauðárkrókur, Akureyri og Kópa- vogur en þar voru aðeins 45% árs- kvótans búin. Nálægt áætlun voru Hafnarfjörður, Reykjavík, Snæ- fellsnes og ísafjörður. Mörg emb- ætti voru búin með á bilinu 65-80% kvótans en verst var ástand í eftir- töldum umdæmum: V-Skaftafells- sýslu, þar sem 84% voru búin; Borgarnesi, þar sem 85% voru bú^ in; Olafsfirði voru 86% búin; í N- Múlasýslu, höfðu 96% áætíaðrar ársaukavinnu verið unnin í júlílok; 99% á Neskaupstað; 96% í S- Múlasýslu og 95% í A-Skaftafells- sýslu. Að sögn Hjalta Zóphaníassonar geta ýmsar ástæður legið að baki framúrakstri úr áætlunum. Oft væri um að ræða litlar einingar, þar sem einn eða tveir lögreglu- menn væru og ynnu ekki á sólar- hringsvöktum. Þá þyrfti lítið út af að bera til að allar áætlanir röskuð- ust. Svo væri til dæmis um S- Múlasýslu, þar sem kaupa hefði þurft aukavinnu í um það bil mán- uð til að gæta gæsluvarðhalds- fanga, sem grunaður var um íkveikju. Það hefði nægt til að kippa stoðum undan áætlunum. Hann sagði ljóst að aukaíjárveit- ingar yrðu ekki veittar nema að tilstuðlan Alþingis. „Almennt virð- ast menn átta sig á því að það sé úr minna að spila og það sé minni aukavinna. Þó hefur á stöku stað ekki tekist að ná tökum á þessu. Það er alltaf verra í fámenninu ef ekki er beitt stífri aðhaldsstjórn." Aðspurður sagði Hjalti að hluti vandamálsins lægi í því að íjárveit- ingatillögur embætta hefðu, í ráðu- neyti eða á alþingi, verið lækkaðar mun meira en raunveruleg þörf hefði verið fyrir, jafnvel þótt ný verkefni hefðu bæst við. Slíku hefði verið til að dreifa á Neskaupstað þar sem tveir veitingastaðir og áfengisútsala hefðu tekið til starfa á árinu, hleypt fjöri í næturlíf og þar með aukið álag á lögreglu utan venjulegs vaktatíma. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Morgunblaðid/Rúnar Þór Valdimar Pétursson og Jóhann Pétur Sveinsson leggja upp í ferðina frá Akureyri til Reykavíkur. Morgunblaðið/Bjami Borgarstjórinn klemmdi fingur í dyrum, en sagði klaufaskap sínum ekki síður um að kenna en þröngum dyrum. Á hjólastólum frá Akureyri til Reykjavikur Borgarstjórinn daglangt í hjólastól til að vekja athygli á aðbúnaði fatlaðra „ÞETTA leggst bara vel í mig,“ sagði Valdimar Pétursson í sam- tali við Morgunblaðið áður en hann lagði af stað akandi suður til Reylqavíkur í hjólastól. Ferðin hófst kl. 14.00 á sunnudag frá Ráðhústorgi á Akureyri. Með Valdimar í för eru Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar, Gunnar Sigurjónsson og Bald- ur Guðnason, auk fylgdarliðs. Aætlað er að ferðinni ljúki á Lækj- artorgi á föstudag. Ferðin er farin til að vekja at- hygli á landssöfnun Sjálfsbjargar, en m.a. er það fé sem safnast ætl- að til að ljúka framkvæmdum við Hátún 12 þar sem eftir er að setja upp brunavamarkerfi. I því sam- bandi vildi Valdimar gjaman að fram kæmi, að einn þriðji hluti íbúa hússins væri fólk af höfuðborgar- svæðinu, en aðrir kæmu af lands- byggðinni. Davíð Oddsson, borgarstjóri, lagði Sjálfsbjörg lið í gær og eyddi vinnudeginum í hjólastól, til að vekja athygli á aðbúnaði fatlaðra* „Þetta hefur verið fróðlegur dag- ur,“ sagði hann í gærkvöldi. „Það var ánægjulegt að fínna af eigin raun að þeir sem em bundnir við hjólastól geta stundað ýmsa vinnu. Hins vegar rak ég mig á það, að fatlaðir mæta ýmsum hindrunum, sem væri flestum hægt að ryðja úr vegi.“ Davíð sagði að erfitt hefði verið að fara um á hjólastól á borgar- stjórnarskrifstofunum. „Vandinn fólst í tröppum og þröskuldum og þar að auki er engin salernisað- staða fyrir fólk í hjólastólum. í ráðhúsinu, sem nú er í byggingu, er hins vegar hugsað fyrir þörfum fatlaðra, líkt og í flestum nýjum byggingum. Ég vona að augu mín hafí opnast fyrir vanda fatlaðra og ef augu annarra hafa einnig opn- ast þá er tilganginum með þessum vinnudegi mínum náð,“ sagði borg- arstjóri. Nokkrir bátar með 400 600 tonna kvóta í boði - segir Reynir Finnbogason stj órnarformaður Stapa á Patreksfírði „VIÐ ERUM aðallega að leita að 100 til 200 tonna bátum með 400 til 600 tonna kvóta á verðbilinu 40 til 130 milljónir króna og 4 til 6 slíkir eru í boði,“ sagði Reynir Finnbogason, stjórnarformaður Stapa á Patrekslírði, í samtali við Morgunblaðið. Hlutafélagið Stap- ar er einnig að athuga hvort mögulegt sé að kaupa Þrym aftur til Patreksfjarðar af Byggðastofnun en félagið var stofhað í sumar til að halda Sigurey BA og Þrym BA á Patreksfirði. „Stofiifé Stapa var 1,2 milljónir en við höfúm loforð fyrir 85 milljóna hlutafé hér á staðn- um,“ sagði Reynir. Reynir Finnbogason sagði að einnig væri hugsanlegt að Stapar keyptu 50 tonna yfírbyggðan stálbát með 500 tonna kvóta fyrir 75 milljón- ir króna eða Árna á Bakka ÞH frá Kópaskeri, sem er 230 tonn. „Við höfum mestan áhuga á að kaupa línubát en helmingur af afla þeirra í nóvember til febrúar er utan kvóta. Þrymur hefur tæplega 500 tonna þorskkvóta, um 70 tonna rækjukvóta og er ftjáls í öðrum tegundum," sagði Reynir. Brynjar ívarsson hjá skipasölunni Bátum og búnaði sagðist vera með Qóra 50 til 100 tonna báta á sölu- skrá og þeir væru með kvóta. Bátar yfír 100 tonnum seldust hins vegar strax. „Bátasalan virðist vera að glæðast eitthvað núna,“ sagði Brynj- ar. Hann sagði að verð á bátum og „varanlegum" kvóta hefði hins vegar ekki hækkað síðan í fyrra. Verð á „varanlegum" kvóta væri 25 til 30% yfir matsverði viðkomandi báts. Árskvótinn hefði hins vegar hækkað um helming síðan í fyrra og hann kostaði nú 17 til 20 krónur fyrir kíló- ið. Brynjar sagði að 50 tonna trébát- ar með kvóta kosti 23 til 28 milljón- ir króna en matsverð þeirra sé ekki nema 16 til 20 milljónir. Sjötíu tonna trébátar kosti hins vegar 28 til 32 milljónir. Hann sagði að menn fjár- mögnuðu kaup á bátum meðal ann- ars með því að selja minni báta en þá sem þeir keyptu. Kaupendur þyrftu að hafa 8 til 10 milljóna króna eigið fé við undirskrift kaupsamnings ef þeir ætluðu að kaupa 150 tonna bát sem kostaði 70 til 80 milljónir en 3 til 6 milljónir ef fest væru kaup á 70 til 100 tonna báti, sem kostaði 25 til 30 milljónir. „Menn þurfa síðan að borga 30% af kaupverðinu á árinu. Afganginn fá þeir lánaðan hjá seljanda eða banka en það hvíla hins vegar oft Fiskveiðasjóðs- og Byggðasjóðslán á skipunum. Menn semja um að greiða bátana á 5 til 8 árum og 8 til 10 árum ef um er að ræða báta sem kosta yfir 100 milljónir. “ Brynjar sagði að ekki væru hrak- farir hjá öllum í útgerðinni. „Maður hefur séð 30 milljóna króna báta í sölu og það hvílir ekki króna á þeim. Aðra báta hefur maður séð á 120 til 130 milljónir sem sáralítið hvílir á,“ sagði Brynjar. Hann sagði að sumir segðu að kvótakerfið hefði sprengt upp verð á bátum. „Það var enginn kvótaslagur kominn til greina árið 1982, þegar ég seldi 70 tonna bát fyrir 7 milljónir en hann var metinn á um 3,5 milljónir," sagði Brynjar ívarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.