Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 31 i.icii'.Lu ;ii ,c au»r)AöiJi0in«í (EaAjHMuaaoM Þjóðarflokkurinn sé reiðubúinn að fallast á málamiðlun: „Búarnir gætu fallist á að deila völdunum með blökkumönnum en vilja alls ekki afsala sér þeim með öllu. Þeir eru að öllum líkindum reiðubúnir að deila völdunum að hálfu með blökkumönnum. Einnig gætu þeir ef til vill fallist á að hvítir menn og þeldökkir skiptust á um að gegna forsetaembættinu.“ „Stæði Botha frammi fyrir kröf- um, sem hann gæti ekki fallist á, myndi hann fyllast þvermóðsku og , heift. De Klerk héldi hins vegar ró sinni, myndi vega og meta kostina ■— hann er nógu skynsamur til að vita hvenær og hvernig sættast skal á málamiðlun,“ segir Giliomee. Almenningsálitið í öðrum lönd- um gæti haft áhrif á de Klerk, eink- um ef umbunin fyrir breytingar í Suður-Afríku fælist í því að endi yrði bundinn á efnahagslega ein- angrun landsins. Mandela gæti greitt fyrir samkomulagi Afstaða blökkumannasamtaka ræður miklu um- þróunina en þau leggja nú meiri áherslu á samn- ingaviðræður en áður. Segja má að nokkurs konar „loftbrú“ hafi verið reist á milli Suður-Afríku og Zambíu, því hvítir Suður-Afríku- menn hafa farið til Zambíu til að kynnast starfsemi Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) þar. Það sem meira er: stjórnin hefur heimilað það. Stórveldunum virðist nú í mun að samið verði um frið í sunnan- verðri Afríku, ekki aðeins í Namibíu, Angóla og Mosambique heldur einnig Suður-Afríku. Friður í þessum nágrannaríkjum eftir ára- langa bardaga gæti orðið til þess að lögð yrði meiri áhersla á að sætta blökkumenn og hvíta i Suð- ur-Afríku. Svo virðist sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, Nelson Mandela, verði leystur úr haldi eftir 27 ár í fangelsi og hann gæti ef til vill greitt fyrir samkomulagi. Samkomulag í sjónmáli? De Klerk er vinalegri maður en hinn herskái Botha. Þessir mann- kostir gætu komið de Klerk til góða yrði þróunin sú að suður- afrísk stjórnvöld gengju að samn- ingaborðinu. „Þegar vandamál komu upp í ijölskyldunni var það hann sem gat alltaf leyst þau,“ sagði áttræð móðir de Klerks ný- lega um son sinn. Vandamál Suður-Afríku eru áuðvitað erfiðari viðfangs en fjöl- skylduvandamál. Engu að siður gæti lausn þeirra verið í sjónmáli. Höfundur er fyrrum ritstjóri Cape Times í Höfðaborg. Reuter Fljótandi plötuspilari Keppni fór fram í siglingu óvenjulegra fleka á fljótinu Linth í Sviss um síðustu helgi. Flekinn á myndinni státar af plötuspilara í stærra lagi en ekki fylgdi með í fréttinni hvaða farkostur hefði unnið í keppninni. x- 7 BROADWAY Vinsælustu dægurlög síðustu óratuga þar sem hefur komið við sögu sem lagasmiður eða textahöfundur Jón í bankanum heldur um þessar mundir upp ó 50 ára glæsilegan tónlistarferil. Stjórn tónlistar og sviðsetningar: ingimar Eydal og Fluttar verða perlur dægurlaga síðustu ára svo sem: Meira fjör Upp undir Eiriksjökli Kom heim, vinur, kom heim Bel Ami | Eg er kominn heim I grænum Edens garði Senn fer vorið á vængjum yfir flóann Qli rokkari Út I Hamborg Hvað varstu að gera í nótt Nína og Geiri Einsi kaldi úr Eyjunum 0 nei Eg fann þig Fjðrir kátir þrestir Eg vil fara upp i sveit Komdu í kvöld Vertu ekki að horfa svona alltaf Lóa litla á Brú ■auk fjölda annarra loga. Matseðill Forréttur Rœkjur í haustskrúða Aðalréttur Hunangsgljáður hamborgarhryggur Verð ó Dægurlagahótíðina Miðasala og til kl. 3 með kvöldverði og dansleik aðeins kr. 2.900,- í Broadway í dag fró kl. 14, sími 77500. Goshverir: Ellimörk hjá Gamla Trygg Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STÆRSTI goshver eða „geysir" í Bandaríkjunum, sem ber nafiiiö Old Faithful eða Gamli Tryggur, er í Yellowstone-þjóðgarðinum I Wyoming-ríki. Tryggur gamli var vafalaust eini hverinn, sem hefði getað boðið okkar gamla Geysi í Haukadal upp á eina bröndótta, er báðir voru upp á sitt besta. Við íslendingar söknum þess, að Geysir okkar hefir ekki verið eins öflugur og áður á undanförnum árum. En svo virðist sem elli og meðfylgjandi hrörnun leggist á stór- hveri eins og aðra. Nú berast þær fréttir frá Yellow- stone-garðinum, að ellimarka sé far- ið að gæta á Gamla Trygg. Hann er hættur að gjósa eins oft og eins hressilega og áður var. Þannig var, að hann gat gosið á hverri 68-undu mínútu en nú þykir gott ef hann skvettir úr sér einhverri óveru á 87 mínútna fresti. Menn eru að geta sér til hvað gangi að Gamla Trygg. Sumir kenna þverrandi þrótti hans háum aldri. Aðrir segja, að ástæðan sé sú að fólk hafi gert það að vana sínum að kasta allskonar sorpi og grjóti í gos- holuna. Batman-dansar Kennslustaðir: REYKJAVÍK: Brautarholt 4 (austurbær), Drafnar- fell 4 (Breiðholt), Ársel (Árbæjar- hverfi), Foldaskóli (Grafarvogur). <*SS MOSFELLSBÆR: Hlégarður. HAFNARFJÖRÐUR: Góðtemplarahúsið (Gúttó). Innritun daglega í símum: (91) 74444 og 20345 klukkan 14-18. HVERAGERÐI, SELFOSS: Innritun daglega í síma: (91) 74444. KEFLAVÍK, GRINDAVÍK, SANDGERÐI, GARÐUR Innritun daglega í síma: (92)68680 klukkan 21-22 BaUf°om L*tin r Rokk & Free style Dans er góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.