Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Vímulaus æska: Sigvrrós I.H. Gunnars- dóttir — Minning Hún Inga vinkona mín, Sigurrós Inga Hannea Gunnarsdóttir, er dá- in. Margs er að minnast, margt sem hugurinn reikar til. Við kynntumst fyrst fyrir rúmum 30 árum, er við fluttumst í Sólheima 40. Mikið var um að vera á báðum hæðum, Inga og Dengsi með sín börn á efri hæð, 'Adð Ámi á neðri hæð með okkar börn. Strax tókst með okkur sérstök vinátta, sem aldrei hljóp snurða á öll þessi ár. Seinna fluttumst við erlendis, en alltaf var sambandið eins á milli okkar Ingu, alltaf var ég viss um að fá bréf frá henni með myndum af fjölskyldunni, eftir því sem hún stækkaði. Svo alltaf bættist í myndaalbúmin hjá mér. Vil ég færa hjartans þakkir fyrir allar stundir sem ég átti með Ingu og fjölskyldu hennar. Inga var góð heim að sækja, heitt kaffi á könnunni og alltaf var hún búin að baka góðgæti, skons- ur, vöfflur og kökur sem hún vissi að mér þætti góðar. Inga var sér- staklega vönduð og góð kona. Allt- af hafði hún tíma til að hlusta á aðra og rétta hjálparhönd í smáu sem stóm. Enda var hún svo trygg og kærleikur hennar til mín og minnar fjölskyldu óendanlegur. Inga var sérstök eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma og mín besta vinkona. Svo við öll sem nutum kærleika hennar, vitum það. Og höfum við mikið fyrir að þakka og missirinn mikill. Ég tel mig lánsama að hafa átt vinskap Ingu í gegn um Iífið. Inga var mikil bænakona og mjög trúuð, svo við vitum að hún var tilbúin að mæta sínum frelsara. Seinasta ár, er við hjónin vomm í heimsókn í Reykjavík, dró skyndi- lega ský fyrir sólu. Ég hafði orðið fyrir þeirri sorg að missa mína ást- kæm móður. En síst af öllu hefði mér dottið í hug að ég, ári seinna, ætti eftir að missa Ingu, mína hjart- ans bestu vinkonu. Seinasta kvöldið áður en við fórum til baka til Kanada, komu Inga og Dengsi með Sigurði syni sínum. Þau færðu mér gjöf eins og svo oft áður, í þetta sinn var það lítil stytta, með hendi frelsarans og barninu. Augu mín fyllast támm er ég hugsa um Ingu, svo þakklát er ég fyrir kærleika hennar sem við öll erum ríkari fyr- ir. Við mannaböm emm aldrei við- búin að missa þá sem við elskum. Öll böm Ingu og Dengsa em líka yndisleg. Sigrún, ein dóttirin, er mikil vinkona Lindu dóttur minnar, skrifast þær á í öll þessi ár. Sigrún og maður hennar, Ragnar, skírðu dóttur sína eftir mér og Ingu, heit- ir hún Inga Hanna Ragnarsdóttir. Þetta sýnir líka kærleika á milli fjölskyldnanna. Siggi undi sér mikið á mínu heimili þegar við bjuggum Stofiiun meðferðar- heimilis fagnað Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fúndi framkvæmdastjóraar foreldrasamtakanna Vímulausr- ar æsku 23. ágúst sl.: „Vímulaus æska fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stofna meðferðarheimili fyrir unga ávana- og fíkniefnaneytendur, eins og fram kemur í bréfi samstarfs- nefndar ráðuneyta í ávana- og fíkni- efnamálum, dags. 23.8.1989. Vímulaus æska þakkar nefndinni fyrir gott samstarf á undanförnum mánuðum og lýsa samtökin sig reiðubúin til áframhaldandi sam- vinnu um þetta verkefni.“ „Mim dAQurhtf jAroty mdÆÁhjó/i {m FÁÍkmiAM. Hváb tnéö him ? " FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 ÞARABAKKI 3, SÍMI670100 í Sólheimunum, svo mér finnst hann alltaf vera eins og sonur minn. Alltaf þegar við komum í heim- sókn til Reykjavíkur áttum við ógleymanlegar kvöldstundir með Ingu og Dengsa, það er að segja með allri fjölskyldunni. Öll þeirra börn hafa sama eiginleika, full af kærleika til annarra. Öll gátum við komið til Ingu með alla hluti, sem okkur lágu á hjarta. Hún hugsaði vel um allt áður en hún gaf góð ráð. Það var númer eitt hjá Ingu að gleðja og hjálpa öðrum. í þessari miklu sorg bið ég Guð að gefa þér styrk, elsku Dengsi ög fjölskylda. Guð blessi og varðveiti minningu Ingu, elsku vinkonu minnar. Hanna Ragnarsdóttir Jónsson HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra Guðmundur Bjarnason heP'- ur skipað nefiid sem hefúr það hlutverk að endurskoða lög um vátrygg- ingastarfsemi. Lög nr. 50/1978 um vátryggingastarfsemi hafa verið í gildi í meira en áratug. „Miklar breytingar hafa átt sér stað í þjóðfélaginu á þessum tíma, bæði í vátryggingastarfsemi og á öðrum sviðum, og þróunin ör hin síðari ár. Því er nauðsynlegt að end- urskoða ýmis ákvæði nefndra laga og einnig að fjalia um ný svið sem ekki eða að litlu leyti er fjallað um í núgildandi Iögum. Einnig þarf að taka mið af þeirri reynslu sem feng- ist hefur af framkvæmd laganna á þeim tíma sem þau hafa verið í gildi“, segir í frétt frá ráðherra. Því hefur tryggingamálaráðherra skipað þessa nefnd sem í eiga sæti: Sigmar Ármannsson framkvæmda- stjóri, fulltrúi Sambands íslenskra tryggingafélaga, Jón Magnússon lögfræðingur, fulltrúi Neytendasam- takanna, Bjarni Þórðarson ti-ygg- ingafræðingur, Guðný Björnsdóttir lögfræðingur og Erlendur Lárusson forstöðumaður Ti-yggingaeftirlitsins og er hann formaður nefndarinnar^* Ritari nefndarinnar er Rúnar Guð- mundsson lögfræðingur. Lög um vátrygging- ar endurskoðuð .Orkin/sIa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.