Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Suður-Afríka: De Klerk yrði mildari o g raunsærri forseti en Botha Frederik William de Klerk eftirAnthony HazlittHeard DE KLERK, leiðtogi Þjóðarflokks- ins í Suður-Afríku, hefur tekið við forsetaembættinu til bráðabirgða af P.W. Botha, sem neyddist til að segja af sér eftir eijur við flokks- menn sína. Þjóðarflokkurinn hefur ákveðið að de Klerk verði áfram forseti beri flokkurinn sigur úr býtum í þingkosningunum á morg- un. De Klerk fær því líklega það erfiða verkefni að beijast eða semja við blökkumenn Suður-Afríku. Hann yrði líklega mildari forseti og brygðist við af meira raunsæi en Botha yrði hann beittur þrýst- ingi. De Klerk er yngri og nútíma- legri stjórnmálamaður en Botha. Faðir hans var ráðherra og mágur J.G. Strijdoms, fyrrum forsætisráð- herra. Hann ólst upp í flokknum í bókstaflegum skilningi. Hann er tuttugu árum yngri en Botha, sem er 73 ára. Móðir Botha var flutt í fangabúðir í Búastríðinu sem háð var 1899-1902 og dapur- legar minningar frá þessum árum sækja enn á hann. Þessir aldamóta- atburðir höfðu hins vegar engin bein áhrif á kynslóð de Klerks. De Klerk tmir einarðlega á lýð- ræðislegt stjórnarfar en öðru máli gegnir um Botha, sem var lengi í nánum tengslum við herinn. Báðir eru þeir íhaldssamir og hlynntir aðskilnaði kynþátta og því að hvítir haldi völdunum. De Klerk er hins vegar raunsærri og það gæti orðið til þess að hann gengi lengra en Botha áræddi í því að draga úr kynþáttamismunun. Eldri bróðir de Klerks, Willem, sem er fyrrum rit- stjóri og mun fijálslyndari, er 'andvígur þeirri miklu áherslu sem lögð hefur verið á aðskilnað. Hann hefur þetta að segja um bróður sinn: „Stjórnmálaskoðanir hans byggjast fremur á raunsæi en ósveigjanleika. Hann er réttsýnn og sanngjam og ekki alltaf kreddu- fastur." Fyrrum lagaprófessor Verði de Klerk forseti eftir kosn- ingarnar verður það í fyrsta sinn frá því seint á sjötta áratugnum sem leiðtogi Suður-Afríkustjómar nýtur fyrst og fremst stuðnings helstu áhrifamanna innan flokks síns. Frá þvi Strijdom var forsætis- ráðherra landsins sóttu leiðtogarnir völd sín fremur til „varðmanna" í her og lögreglu en til áhrifamanna innan flokksins. Stefna de Klerks mun að miklu leyti ráðast af úrslitum kosning- anna og því hvort flokkurinn fær stuðning vinstri- eða hægrimanna. Skoðanakannanir hafa bent til þess að innan við helmingur hvítra Suð- ur-Afríkumanna styðji Þjóðar- flokkinn. Flokkurinn hefur birt fimm ára áætlun, en helsti kostur- inn við hana er það hversu loðin hún er — og hún útilokar ekki með öllu að hafnar verði samningavið- ræður við blökkumenn. De Klerk verður líklega fyrsti leiðtogi Suður-Afríku sem fellur inn í þá ímynd sem við höfum af menntamönnum frá því Dr. Ver- woerd var stunginn til bana á þing- inu á sjöunda áratugnum. De Klerk var lagaprófessor áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum árið 1972. Botha hafði aldrei tilburði til þess að sýnast menntamaður og var það ekki. Gæti fallist á málamiðlun Hermann Giliomee prófessor, stjórnmálafræðingur er fylgst hef- ur grannt með de Klerk, telur að Ólgaá Indlandi Um 300 manns voru handteknir á Indlandi í gær þegar andstæð- ingar stjórnar- innar komu til að mótmæla því, að einn leiðtoga stj ó r n arand stö ð - unnar var myrt- ur í fyrri viku. Söfnuðust þeir saman fyrir framan heimili innanríkisráð- herrans, Buta Singh, en fljót- lega sló í brýnu með þeim og Iögrglunni. Danmörk: Ný könnun spáir Ihalds- flokknum 4% fylgistapi Kaupniamiahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, fullvissaði fréttamenn um það í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld að hann væri hvorki þreytt- ur né útbrunninn, en viðurkenndi að íhaldsflokkurinn væri orðinn dálítið fyrirgengilegur eftir sjö ára stjórnarsetu. Sehlúter lét þessi orð falla eftir að Berlingske Tidende hafði birt nið- urstöður skoðanakönnunar um fylgi dönsku stjórnmálaflokkanna. Sam- kvæmt þeim tapaði íhaldsflokkurinn 4% af atkvæðafylgi sínu og missti sjö þingsæti, fengi 28 þingmenn kjörna, ef kosið yrði nú. Þó að glöt- uðu atkvæðin fari ekki í heild yfir Electrolux Að útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn til hinna ríkisstjórnarflokkanna, Venstre og Radikala, halda borgara- flokkarnir enn meirihluta sínum, samkvæmt könnuninni, fá 89 þing- sæti á móti 86 þingsætum vinstri- flokkanna. Jafnaðarmannaflokkur- inn og Framfaraflokkurinn vinna á. Forsætisráðherrann viðurkenndi að dönsk stjórnmál hefðu verið í lausagangi frá því að ríkisstjórnin lagði fram umfangsmiklar efna- hagsáætlanir í vor. „Það er skiljan- legt að kjósendurnir krefjist þess að ákvarðanir séu teknar og hendur séu látnar standa fram úr ermum," sagði Schlúter. „Þess þarf ekki að bíða nema til haustsins." Dyrasímar frá EsnpfTyPTTn Smekklegt útlit og gæði dyrasíma- búnaðarins frá Siedle er óþarfi að kynna hér eftir áratuga frábæra reynslu íslendinga af honum. Þau þægindi og það öryggi sem hon- um er samfara réttlæta það að þú klippir út þessa auglýsingu og hafir samband við okkur. Þar færðu greinargóðar upplýsingar og myndabæklinga. í ilCimniur m 7: ; | : | ; | : | ^íscS’ö tAifa : | ; | ÍVW XíÖ.: I SMITH OG NORLAND Nóatúni 4, s. 28300. Hans Engell, þingflokksformaður Ihaldsflokksins, sagði í viðtali við Ritzau-fréttastofuna að það hefði reynst flokknum dýrkeypt að vera í minnihlutastjórn, þar sem mikið þyrfti að hafa fyrir til að koma mál- um fram og oft yrði að sætta sig við málamiðlanir. Svend Auken, formaður Jafnaðar- mannaflokksins, sagði í viðtali við sömu fréttastofu, að danskir kjósend- ur hefðu misst tiltrú sína til ríkis- stjórnarinnar. „Danmörk hefur al- gera sérstöðu í Evrópu,“ sagði hann. „Þrátt fyrir efnahagslega uppsveiflu í landinu í heild hefur atvinnulausum íjölgað um 50.000 á einu ári. Þetta sættir fólk sig ekki við.“ Pia Kjærsgárd, talsmaður Fram- faraflokksins, segir að upplausn vofi yfir ríkisstjórnararheimilinu. Grænland: Sparnaður eða ófarir Kaupinannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttarit- ara Morgunblaðsins. Grænlensku landsstjórninni er nauðsynlegt að sýna aukna ráð- deild og sparsemi, annars er hætt við, að efnahagslífið reki upp á sker innan fimm ára. Kemur þetta fram í skýrslu frá ráðgjafa danska forsætisráðuneytisins í græn- lenskum efnahagsmálum. N. V. Skak-Nielsen, formaður ráð- gjafarnefndar um grænlensk efna- hagsmál, segir í áliti sínu, að ólíklegt sé, að mikil þorskveiði síðustu ára standi öllu lengur og þar að auki verður starfsemi zink- og blýnám- unnar í Marmorilik hætt á næsta ári. Af þessum sökum einum mun landssjóðurinn verða fyrir verulegum skakkaföllum. Skak-Nielsen bendir einnig á, að rækjan, verðmætasta útflutnings- vara Grænlendinga, eigi í vaxandi samkeppni við hlýsjávarrækju frá Austurlöndum og auk þess geti Grænlendingar ekki gert ráð fyrir, að Evrópubandalagið verði fúst til að greiða háar fjárhæðir fyrir veiði- leyfi eftir 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.