Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Gagnrýni Sundsambands- ins byggð á misskilningi - segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Islenskrar getspár VILHJÁLMUR Vilhjálmsson framkvæmdastjóri íslenskrar get- spár telur gagnrýni Sundssambands Islands á fyrirhugaðar bygg- ingarframkvæmdir í Laugardal í samvinnu við íþróttasamband íslands, vera á misskilningi byggða. „Þessi samþykkt Sundsam- bandsins kemur mjög á óvart,“ sagði Sveinn Björnsson forseti Iþróttasambands Islands. „Formaður Sundsambandsins sam- þykkti þessa framkvæmd á sambandsstjórnarfundi í Borgarnesi í apríl árið 1988 en þar var hún samþykkt einróma.“ Morgunblaðið/lílfar Ágústsson Halldór Ásgrímsson og Kaj Egede, sjávarútvegsráðherra Grænlands, kynntu sér í gær starfsemina Rækjuverksmiðjunni hf. á Isafírði. Fyrirhuguð bygging verður um 2.400 fermetrar að stærð og koma rúmir 1.200 fermetrar í hlut ís- lenskrar getspár en í dag he'fur fyrirtækið 800 fermetra til afnota á tveimur stöðum í borginni. Að sögn Vilhjálms hefur verið kannað hvort hægt væri að notast við eitt- hvað af því húsnæði sem laust er í borginni en svo var ekki. „Það húsnæði sem í boði er reyndist óhentugt með tilliti til tölvubúnað- arins. Hann er í hættu þar sem hann er nú vegna vatnsaga og kominn tími til að endumýja loft- kælibúnaðinn. Þá má ekki gleyma VEÐUR öllum símalínunum, sem við verð- um að hafa aðgang að inn í húsið og erfitt er að koma fyrir í eldri húsum,“ sagði Vilhjálmur. Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur 1% af tekjum þess runnið í sérstakan sjóð og er hann nú orð- inn 30 milljónir króna. Sagði Vil- hjálmur að vonir stæðu til að það fé nægði til að koma upp fok- heldri byggingu og standa vonir til að þeim áfanga verði náð á næsta ári. Áframhaldandi bygg- ingarframkvæmdir tækju mið af því fé sem í sjóðnum væri hveiju sinni. Landhelgi Grænlands: íslendingum býðst að veiða loðnu gegn gjaldi íslendingum býðst nú í fyrsta sinn að veiða 31.000 lestir af loðnu í landhelgi Grænlands gegn gjaldi sem enn hefúr ekki verið endan- lega ákveðið, en verður væntan- / DAG kl. 12.00: r 'r 'r r r r f f Heimild: Veðurstofa Islands / / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gaer) VEÐURHORFURIDAG, 5. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Við Jan Mayen er 986 mb. lægð sem þokast norð- norð-austur og á vestanverðu Grænlandshafi er 995 mb. lægð sem mun hreyfast aust-norð-austur. Heldur mun hlýna í veðri í biii. SPÁ: Fremur hæg suð-vestanátt um mestallt landið. Lítils háttar súld eða skúrir öðru hverju á Suðvestur- og Vesturlandi en þurrt að mestu norðanlands. Bjart verður á Suðaustur- og Austurlandi framan af degi en þykknar upp síðdegis og fer að rigna. Hiti 9-14 stig, hlýjast austan til á landinu. í/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg vestan- og norð-vestan- átt. Skúrir um vestanvert Norðurland og vestanlands, en bjartari suðaustan- og austanlands. Hiti 5-8 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð-vestan gola við suðurströndina en víðast annars staðar hægviðri. Skýjað en að mestu úrkomulaust. Hiti 6-9 stig. TAKN: x Norðan, 4 vindstig: * Vindörín sýnir vind- ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celstus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * Él V Léttskýjað r r r / / / / Rigning = Þoka / / / zzz Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 9 Súld Skýjað r * r * Slydda oo Mistur r * r * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður Itkit VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 14 skýjað Reykjavík 9 úrkoma Bergen 12 alskýjað Helsinki 14 hálfskýjað Kaupmannah. 17 léttskýjaö Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 2 súld Ósló 18 léttskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 11 súld Algarve 28 þokumóða Amsterdam 16 skýjað Barcelona 23 skýjað Berlín 18 skýjað Chicago 16 alskýjað Feneyjar vanar Frankfurt 17 skýjað Glasgow 15 skýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 19 skýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Madrid 25 léttskýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 28 skýjað Montreal 10 léttskýjað New York 17 heiðskírt Orlando 24 alskýjað París 18 skýjað Róm vantar Vín 13 skúr Washington 17 hálfskýjað Winnipeg vantar Iega líkt því sem Færeyingar greiða, en það er nú um 72 dan- skar krónur fyrir tonnið. Sjávarútvegsráðherrar íslands og Grænlands funduðu á ísafirði í gær. Þeir voru sammála um að sjávar- spendýr væri auðlind sem bæri að nýta, en þó hefur engin ákvörðun verið tekin um að hefja hvalveiðar að nýju. Ráðherramir leggja mikla áherslu á að rannsóknir á fiskistofnum verði auknar. Þá ræddu þeir um aukið samstarf þjóðanna vegna samninga við Efnahagsbandalagið. Kaj Egede sjávarútvegsráðherra Grænlands sagði að Grænlendingar hyggðu á loðnuveiðar innan fárra ára, en í vetur yrði unnið að undir- búningi. Hann sagði Grænlendinga ekki hafa tekið þátt í hvalatalning- unni sem farið hefur fram undanfar- in ár, en þeir hefðu fylgst vel með, því þeir vildu nýta hvalastofnana eins og aðrar auðlindir hafsins. Hann sagði að nú væru þjóðimar farsællega búnar að semja um loðnu- veiðarnar og þá bæri að taka upp samninga um aðra stofna. Hann gat þess einnig að líklega myndu græn- lensk veiðiskip ekki landa rækju til vinnslu á íslandi eftirleiðis, þar sem grænlenskar rækjuverksmiðjur þörfnuðust meiri rækju til vinnslu og væru nú þegar farnar að kaupa rækju af Kanadamönnum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að Landssamband íslenskra útvegsmanna hefði undir- búið samninga um lodnukaupin. Þó sagði hann að nokkrir einkaaðilar hefðu leitað samstarfs við Grænlend- inga beint, svo sem loðnuverksmiðja Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Voru ráðherramir sammála um að loðnukvótanum yrði að einhveiju leyti skipt milli LÍÚ og þessara aðila. Úlfar Byggmgarmenn gera samning til áramóta SAMBAND byggingarmanna undirritaði í gær kjarasamninga, sem gilda til áramóta, en samningar Sambandsins runndu út um síðastlið- in mánaðamót. Að sögn Benedikts Davíðssonar, formanns Sambands byggingarmanna eru þeir í öllum megindráttum gvipaðir samningum Alþýðusambands íslands frá því í vor, en þeir samningar gilda til 1. desember. Samkvæmt samningnum hækka laun um 2.500 krónur frá 1. septem- ber, en ASÍ samningamir kváðu á um 1.500 króna hækkun 1. septem- ber og 1.000 krónur 1. nóvember. Orlofs- og jólauppbót sem éru ein- greiðslur samkvæmt ASÍ samning- unum er dreift jafnt á samningstí- mann vegna eðlis starfa byggingar- manna. Aðildarfélög Sambands byggingarmanna eru 21 um allt lanti. Mjólkurfræðingar funduðu með viðsemjendum sínum hjá ríkissátta- semjara í gær. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins ber talsvert í millum aðila. Samningar mjólkur- fræðinga eru lausir frá 1. september og hafa þeir aflað sér heimildar til verkfallsboðunar. Þetta er fyrsti fundurinn eftir að deilunni var vísað til rikissáttasemjara á föstudaginn var. Jón Ingimarsson látínn LÁTINN er á sextugasta og sjötta aldursári Jón Ingimarsson skrif- stofústjóri heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins. Jón fæddist að Mosfelli í Grímsnesi 27. október 1923, sonur hjónanna Ingimars Jónssonar, prests og síðar skóla- stjóra í Reykjavík, og Elínborgar Lárusdóttur skáldkonu. Jón Ingimarsson lauk stúdents- prófi frá MR 1943 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1953. Hann starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1953-1963 og við sjálf- stæð lögfræðistörf 1963-1970 er hann réðst til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, fyrst sem deildarstjóri en síðan sem skrifstofu- stjóri. Því embætti gegndi Jón til dauðadags. Jón Ingimarsson gegndi um ævina ýmsum trúnaðarstöðum fyrir íþrótta- hreyfinguna og Alþýðuflokkinn, auk þess sem hann sat í alþjóðlegum nefndum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála fyrir íslands hönd. Þá sat hann um árabil í stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna og var formað- Jón lngimarsson ur stjórnar Atvinnuleysistryggingar sjóðs. Jón Ingimarsson kvæntist eftirlil andi eiginkonu sinni, EÍínu Guf mannsdóttur tannlækni, árið 1951 Þau eignuðust þijú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.