Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 5 Málverkauppboð: 60 myndir seldust hjá Gallerí Borg UM SEXTÍU verk seldust á mál- verkauppboði, sem Gallerí Borg hélt á Hótel Borg á sunnudaginn, í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar. Alls voru boðin upp um 80 verk. Hæsta verðið fékkst fyrir Búrfell eftir Ásgrím Jónsson; 42 x 56 sentimetra vatnslitamynd. Hér var um að ræða 21. málver- kauppboðið, sem Gallerí Borg held- ur í samráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar. .Uppboðs- haldari var Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður. Næsta mál- verkauppboð Gallerí Borgar verður haldið 8. október næstkomandi. Varðhald lengt vegna 168 granima afkókaíni GÆSLUVARÐHALD yfir fjörutíu og fimm ára manni, sem verið hefúr í haldi síðast- liðinn mánuð vegna gruns um kókaínsmygl, hefur verið fram- lengt til 27. október, að kröfú ríkissaksóknara. Þrír menn hafa verið handteknir vegna þessa máls sem snýst um dreif- ingu á 6 únsum - um 168 grömmum - af kókaíni. Lagt hefúr verið hald á 56 grömm af efiiinu við rannsókn málsins. Ásgeir Friðjónsson sakadóm- ari í ávana- og fíkniefnadóm- stólnum kvað upp úrskurðinn sem byggist þó ekki á rannsókn- arhagsmunum og sætir maður- inn ekki sömu einangrun og fyrr. Leifsstöð: w w w\ // ö /, ■ Verslanir ganga í lið með Endurvinnslunni Móttaka Endurvinnslunnar á einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum færist nú smám saman í varanlegt horf. Móttökustöðum Endurvinnslunnar á höfuðborgarsvæðinu fækkar og að sama skapi fjölgar þeim verslunum sem taka við áldósum. Nítján verslanir iaka við dósum Kaupmenn hafa verið fljótir að bregðast við og sýna áhuga sinn á umhverfisvernd í verki. Nú þegar hafa verið teknar í notkun í nítján verslunum vélar sem taka við áldósum. Vélarnar prenta út inneignarnótu í viðkomandi verslun fyrir andvirði dósanna. Um 340 ný bílastæði BÍLASTÆÐUM við Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun Qölga um 340 í haust, en þau eru nú 500. Verða nýju stæðin verða norðan við veginn að flugstöðinni. Að sögn Ásgeirs Einarssonar, skrifstofustjóra flugvallarstjórans i Keflavík, hófst gerð bílastæðanna í byijun júlí og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki í október. Þá munu 340 bílastæði bætast við þau 500, sem fyrir eru við flugstöðina. Segir Ásgeir, að einnig verði lögð gras- þekja á svæði norðan við glerhýsið á flugstöðinni, þar sem bílum hafi verið lagt til þessa. Þar hafi hins vegar aldrei verið ætlunin að hafa bílastæði. Mývatnssveit: Göngur haftiar Björk. SUNNUDAGINN 3. september var farið í leit í Grafarlönd og Herðubreiðarlindir. Vel gekk að smala og var komið með 65 kind- ur á bíl til byggða. Fyrstu göngur í austurafrétt hefjast þriðjudaginn 5. september og réttað verður í Reykjahlíðarétt 7. september. Fyrstu göngur í fram- afrétt heij'ast 7. september og rétt- að í Baldursheimsrétt 10. septem- ber. Slátrun hefst á Húsavík miðviku- daginu 6. september. - Kristján Þessar verslanir eru: Á höfuðborgarsvæðinu: Mikligarður við Sund, Reykjavík. Mikligarður við Hringbraut, Reykjavík. Mikligarður við Engihjalla, Kópavogi. Kaupstaður í Mjódd, Reykjavík. Kaupstaður, Eddufelli, Reykjavík. Miðvangur, Hafnarfirði. Verslunin Bónus, Skútuvogi 13, Reykjavík. Verslunin Bónus, Faxafeni 14, Reykjavík. Verslunin Austurstræti 17, Reykjavík. Söluturninn Bræðraborg, Hamraborg, Kópavogi. Snævarsvídeó, Höfðatúni 2, Reykjavík. Eftir um það bil hálfan mánuð munu verslanir Miklagarðs, Kaupstaða og Miðvangur einnig taka á móti einnota plast- og glerumbúðum. Eftir því sem verslunum sem taka á móti umbúðum fjölgar loka upphaflegir móttökustaðir Endurvinnslunnar. Móttökustöðunum í Breiðholti og Kópavogi hefur þegar verið lokað og innan skamms verður einnig lokað við Eiðisgranda og í Hafnarfirði. Áfram verður opið í Dugguvogi 2 og þangað er hægt að skila beygluðum og illa leiknum umbúðum. Söfnunarstaðir eru áfram um allt land. Endurvinnsla er þáttur í sjálfsagðri umhverfisvernd og stuðlar að heilbrigðara verðmæta- mati. Þar við bætist að hún er dágóð búbót fyrir duglega safnara. tHOUKVimiAK Hf Nýtt úr notuðu! Á landsbyggðinni: Skagaver, Miðbæ 3, Akranesi. Söluskáli KASK, Höfn. Matvörumarkaður OLÍS, Hveragerði. Kaupfélag Árnesinga, Vöruhús, Selfossi. Kaupfélag Vestmannaeyja, Verslun Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum. Verslunin Bára, Grindavík. Verslunin Veiðibær, Sandgerði. Samkaup, Keflavík. YDDA Y30. 4/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.