Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 56
Hvor þessara manna er George Michael? Jú, það er sá til vinstri.
Sá sem er með leðurhanskann heitir Jim Arilotta.
TVÍFARAR
Þau líkjast frægu fólki
Þeir sem líkjast frægu fólki geta haft nóg að starfa í Bandaríkjunum.
Þar í landf er vinsælt að fá tvífara frægs fólks til að mæta í veislur
eða opna verslanir.
Bandaríska tímaritið National Enquirer“ bað lesendur sína að senda inn
myndir af sér ef þeir teldu sig líkjast einhveiju frægu fólki og fann þann-
ig tvífara leikkonunnar Elisabeth Taylor, söngvarans George Michael og
leikarans Pee-wee Herman, sem einkum er vinsæll hjá börnum.
En það er ekki alltaf tekið út með sældinni að líkjast þekktum leikur-
um. Kvikmyndaleikarinn Rob Lowe fékk almenningsálitið á móti sér ný-
lega þegar hann var kærður fyrir að táldraga 16 ára stúlku. Þeir ungu
menn sem áður höfðu grætt á því að líkjast Rob, urðu nú allt í einu fyr-
ir aðkasti á götum úti og reyndu helst að halda sig innan dyra á meðan
umtalið var sem mest.
SKEMMTANAIÐNAÐUR
Paula Abdul sækir fram
Paula Abdul er 26 ára gömul
söngkona og danshöfundur
sem á þessu ári hefur komið tveim-
ur af lögum sínum í efsta sæti
bandaríska vinsæidalistans. Hún er
ekki há í loftinu, rétt um 155 cm
á hæð en hún hefur enga minni-
máttarkennd. Hún veit hvað hún
vill og nú hafa draumar hennar
ræst.
Paula hóf feril sinn 19 ára göm-
ul sem klappstýra hjá körfuboltalið-
'inu L.A. Lakers. Undir hennar
stjórn vöktu klappstýrurnar athygli
fyrir skemmtilegá dansa og óvenju-
legar sýningar. Það var á körfu-
boltaleik sem Jackson bræðurnir
komu auga á Paulu. Þeir eru sjálfir
þekktir fyrir glæsileg dansatriði í
tónlistarmyndböndum áínum og
þeir buðu henni að semja dansa
fyrir eitt slíkt myndband. Hún hefur
einnig samið dansa fyrir systur
þeirra, Janet Jackson.
En Paula Abdul vildi sjálf fá að
standa í sviðsljósinu. Henni tókst
að fá plötusamning og vann að
upptökum á kvöldin eftir langan
og strangan vinnudag. Hún byijaði
að vinna kl. sjö á morgnana með
því að semja dansa fyrir sjónvarps-
þátt Tracy Ullman, eftir hádegið
leiðbeindi hún George Michael um
sviðsframkomu fyrir tónleikaferð
hans og því næst kenndi hún afrísk-
um dönsururum í kvikmynd Eddies-
Murphys „Prinsinn kemur til
Ameríku." En erfiði hennar hefur
skilað árangri. Hún er nú vinsæl
söngkona og eftirsóttur danshöf-
undur og dansari, Henni bjóðast
fleiri spennandi verkefni en hún
hefur tíma til að sinna. Hún lítur á
sjálfa sig sem alhliða skemmtikraft
eins og komu fram í gömlu söngva-
og dansamyndunum fyrir þremur
áratugum. En þótt Paula Abdul
hafi náð svona langt þá stefnir hún
hærra, „Ég myndi vilja koma fram
í og leistýra söngleik á Broadway,
leika í nokkrum kvikmyndum og
það væri ágætt að koma fleiri lög-
um í fyrsta sæti vinsældaiistans,“
segir hún.
KVIKMYNDIR
Roseanne leikur kvendjöfulinn
Nú er búið að gera kvikmynd
eftir sögu Fay Weldon um kven-
djöfulinn. Margir muna vafalaust eft-
ir sjónvarpsþáttunum sem sýndir
voru í íslenska sjónvarpinu í fyrra
og gerðir voru eftir sömu sögu. í
nýju kvikmyndinni fer Roseanne Barr
með hlutverk kvendjöfulsins en þetta
er sú sama Roseanne og leikur í sam-
nefndum gamanþáttum. Þessi tvö
hlutverk Roseanne eru mjög ólík og
því reynir virkilega á Ieikhæfileika
hennar. Hin þekkta leikkona Meryl
Streep fer með hlutverk skáldkonu
sem stelur eiginmanninum frá kven-
djöflinum en Ed Begley jr. leikur hinn
þjáða eiginmann.
Kennsla hefst
18. september
Byrjenda- og
framhaldsflokkar
frá 4ra ára aldri.
Innritun og allar
upplýsingar í síma 611459
frá kl. 11 — 14 daglega.
Afhending skírteina fer
fram í skólanum laugardag-
inn 16. sept. frá kl. 15—17.
LETT
Atk:
Eldri nemendur
Kennsla fyrir
byrjendur og
lengra komna.
BALLE TTSKOLI
Guðbjargar Björgvins,
Ipróttahúsinu, Seltjamamesi.
Félag ísl. listdansara.
ROKK
Rolling Stones
á tónleikaferð
Rokkararnir Rolling Stones eru aldeilis ekki af baki dottnir. Nýjasta
platan þeirra var að koma í verslanir og þeir eru nú farnir í sína
fyrstu tónleikaferð í átta ár. Þeir ætla að sanna að þeir lifi ekki bara á
fornri frægð og séu fullfærir um að keppa við tónlistarmenn sem eru
helmingi yngri en þeir sjálfir. Villt líferni hefur sett mark sitt á andlit
sumra kappanna en þeir eru samt enn jafn hressir í tónlistarflutningi
sínum. Til gamans birtast hér af þeim tvær myndir, önnur gömul en hin
nýleg.
SJÓNVARP
Richard Chamberlain
aftur í læknishlutverki
Yngra fólk þekkir Richard Chamberlain sem manninn sem lék prestinn
í Þyrnifuglunum en fyrir þeim eldri er hann Dr. Kildare úr samnefnd-
um sjónvarpsþáttum. Chamberlain hefur ekki leikið mikið upp á síðkastið
heldur haldið sig á heimili sínu sem er á Hawaii. CBS sjónvarpsstöðin
reyndi nýlega að fá hann til að taka að sér hlutverk annars læknis í
nýjum sjónvarpsþáttum en Chamberlain vildi ekki fara frá Hawaii.'Það
var því ákveðið að þættirnir yrðu gerðir á Hawaii ef leikarinn féllist á
að taka að sér hlutverkið. Nú leikur hann Dr. Daniel Kulani í þáttum sem
nefnast „Island son“. Ef Múhameð kemur ekki til fjallsins verður fjallið
að koma til Múhameðs...