Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 52
52
rr
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989
Bergþóra Þorbergs
dóttir - Minning
Fædd 7. febrúar 1924
Dáin 28. ágúst 1989
Hún móðir okkar er látin, við
syrgjwn hana.
Mamma og pabbi kynntust í
Kaupfélaginu á Selfossi. Ast þeirra
var mikil og hún bar ríkulegan
ávöxt. Börnin urðu níu og við höfum
alltaf verið stolt af okkar stóru fjöl-
skyldu. Ekki var vegurinn ætíð
beinn og breiður, en við lítum um
öxl með gleði í hjarta.
Pabbi dó árið 1968, langt um
aldur fram og þá var mamma að-
eins 44 ára gömul. Með sinn stóra
bamahóp stóð hún eins og klettur'
í ólgusjó, bar harm sinn í hljóði og
var okkur systkinunum fyrirmynd
með þreki sínu og kjarki.
Og þegar Beggi bróðir iést árið
1981 var hún stoð okkar og stytta
og við reyndum okkar besta til að
létta hvert öðm sorgina.
Það var oft þétt setinn bekkurinn
og mikið fjör á Kópavogsbrautinni
og seinna Þinghólsbrautinni og
þurfti þá stundum að semja um
sæti, rúm eða skrifborð, en allt
gekk þetta þó upp, undir góðri
handleiðslu mömmu og pabba og
allir undu glaðir við sitt.
Mömmu var margt til lista lagt.
í gegnum tiðina saumaði hún og
pijónaði föt á okkur öll og ýmsa
fleiri úr íjölskyldunni og sat hún
þá oft við sauma langt fram á nótt.
Fjölskyldan hefur alltaf haldið
mikið saman og verið samstillt og
samstiga. Þegar við komum saman
um jól, áramót, í afmælum eða af
öðrum tilefnum, þá var gleði og
hlátur í fyrirrúmi. Bömin okkar
bættust í hópinn og hún gladdist
með þeim og stjórnaði öllu af mikl-
um myndarskap. Þetta vom sann-
arlega góðar stundir sem gleymast
ekki.
Hún mamma æðraðist ekki, þótt
við gerðum ekki alltaf eins og fyrir
var lagt. Hún kvartaði aldrei þó að
á ýmsu gengi bæði utan heimilis
og innan.
Þegar hún fékk fréttir um sjúk-
dóm sinn, þá lét hún ekki hugfall-
ast heldur horfði bjartsýn frama á
veginn. Við trúðum því statt og
stöðugt, allt til hins síðasta, að
henni myndi batna og hún sigrast
á veikindum sínum.
En svo kom kallið, allt of fljótt,
en við þökkum Guði fyrir, að sjúk-
dómslegan varð ekki Iengri.
Hún, sem var með okkur í gleði
og sorg, er nú farin á annan fund,
þar sem henni er vel fagnað.
Við vomm mjög hreykin af þess-
ari tígulegu konu sem við kveðjum
nú með trega í hjarta.
Börnin
Nú á áliðnu köldu sumri sem lítt
hefur sést til sólar hefur elskuleg
tengdamóðir mín verið burt köiluð
og tárin kvikna á kinn.
Þótt vinamissir sé oft tregabland-
inn og Bergþóra skilji eftir stórt
skarð á meðal sinna nánustu þá
mun minningin lifa áfram á meðal
okkar. Minning um komu sem bar
af vegna glæsileika og er manni
efst í huga mildi, hjartahlýja og
móðurleg umhyggja. Hún hafði
þessa góðu eiginleika í svo ríkum
mæli að þeir munu ávallt geymast
í huga mér þegar ég minnist henn-
ar.
Bergþóra tók á móti mér fyrir
tæpum tólf árum strax eins og ég
væri dóttir hennar og börnin mín
tvö sem ég átti frá fyrri sambúð
hafa aldrei fundið annað en að hún
væri amma þeirra og vil ég þakka
elskusemi hennar til þeirra og allra
okkar barna.
Bergþóra átti fallegt heimili sem
hún hafði opið allan sólarhringinn,
aldrei var húsinu læst sama hvort
það var nótt eða dagur, þar var
alltaf gott að vera, þótt það væru
stórhátíðir eða virkur dagur.
Gamlárskvöldið var árlega haldið
heima hjá henni þar sem öll böm,
tengdabörn og barnabörn komu
saman, fyrir utan eina dóttur henn-
ar og fjölskyldu sem búa erlendis
og em það bestu áramót sem ég
hef átt.
Bergþóra var í raun listamaður
í sér bæði hvað varðar saumaskap
matartilbúning eða annað, henni
þótti vænt um blóm og allan gróður
og vildi hafa sem mest af því í
kringum sig bæði innan húss og
utan. í góðu veðri fór hún eld-
snemma á morgnana út í garð og
var í moldinni eins og hún sagði
sjálf.
Fyrir um það bil tæpu ári kom
í ljós það mein sem dró hana til
dauða og var sjúkdómurinn kominn
á það hátt stig að vonlaust var um
að bæta. Þá sýndi Bergþóra sem
oft áður hversu sterk persóna hún
var, hún ákvað að lifa Iífi sínu sér
og sínum til ánægju og var hún
sama skörulega húsmóðirin og hinn
sterki miðdepill fjölskyldunnar. Á
þessu tímabili fór hún til Ameríku
ásamt undirritaðri og Sigríði dóttur
hennar og var undravert lífsþrek
og kjarkur hennar þann tíma sem
hún barðist við þennan sjúkdóm og
lengst af þeim tíma gat enginn séð
að þar færi helsjúk manneskja. Öll
fjölskyldan reyndi hvað hún gat að
létta henni þessi erfíðu baráttu við
sjúkdóminn. Nú er stríði hennar
lokið. Engin orð kann ég til að lýsa
þakklæti mínu fyrir það sem
tengdamóðir mín var mér.
En ég vona að æðri máttarvöld
veiti henni þá móttöku sem góðri
og göfugri móður sæmir.
Megi minningin um þessa góðu
konu lifa meðal okkar sem lengst.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé iof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú i friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Guðbjört Ingólfsdóttir
Með nokkrum fátæklegum orð-
um viljum við minnast ömmu okkar
Bergþóru Þorbergsdóttur, sem lést
á Landspítalanum 28. ágúst eftir
harða baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Alltaf var hún okkur sem og öllum
öðrum, hlý og góð og alltaf gat hún
siglt fram hjá öllum vandræðum.
Þegar við komum til hennar tok
hún okkur alltaf með opnum örm-
um. Þótt hún ætti mörg barnabörn
voru allir henni jafnir þó svo að
íjölskyldan væri stór. Þrátt fyrir
veikindi hennar var alitaf jafn sjálf-
sagt að fá að dvelja hjá henni.
Hún hafði mikið jafnaðargeð og
kvartaði aldrei hvað sem yfir gekk.
Allir sem þekktu ömmu dáðu hana
og virtu, enda leið okkur alltaf vel
að koma til hennar og fá heitar
ömmukökur. Hennar heimili var
alltaf okkar annað heimili. Allar
erum við komnar á þann aldur að
skemmta okkur en aldrei hefur það
komið fyrir að við höfum sleppt
gamlárskvöldi hjá ömmu. Þar
skemmtum við okkur alltaf best
með ömmu og fjölskyldu.
En nú verðum við að kveðja
elskulegu ömmu okkar með sárum
söknuði sem erfitt er fyrir okkur
öll og þökkum við ömmu Beggu
fyrir þau yndislegu ár sem við feng-
um að njóta með henni.
Kallið er komið
komin er stundin,
vinarskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta bíund.
■I j: i ? v
Grátnir til grafar
gönpm vér nú héðan,
fylgjum þér vinur. Farvel á braut
Guð oss það gefí
glaðir vér megum
þér síðan fylgja í friðarskaut.
(SB 1886 - V.Briem)
Tanya, Berglind,
Einara Lilja og Bergþóra
Ailir menn eru óiíkir. Engir tveir
eru eins. Þó er einungis sagt um
sumt fólk að „það sé engu líkt“.
Tengdamóðir okkar, Bergþóra Þor-
bergsdóttir, var slík manneskja.
Hún var afreksmaður sem drýgði
hetjudáðir sínar án þess að berja
sér á bijóst. Samt var hún ein þeirra
hetja sem menn skynjuðu sem slíka
á meðan hún lifði en ekki einungis
eftir að hún dó.
„Begg’amma", eins og hún var
gjarnan kölluð hin síðari ár, þegar
litlum barnabörnum hennar fjölg-
aði, fæddist í Viðey þann 7. febrúar
árið 1924. Foreldrar hennar voru
Þorbergur Guðmundsson, fæddur
17. júní 1886, og Sigríður Ingibjörg
Hannesdóttir húsfreyja, fædd 26.
desember 1892. Þau hjónin störf-
uðu víða við bústörf og aðra tilfall-
andi vinnu, m.a. í Viðey, Mosfells-
sveit, á Kjalarnesi og víðar áður en
þau hófu búskap á Bjarnastöðum á
Álftanesi. Þar stunduðu þau bústörf
í tíu ár áður en þau fluttu í húsið
Sandprýði á Eyrarbakka, þar sem
þau bjuggu til æviloka. Þorbergur
dó í júní árið 1952 og eiginkona
hans réttum sex árum síðar.
Alsystkin Bergþóru eru:
Hannes f. 5.11. 1919, vörubíl-
stjóri á Eyrarbakka. Eiginkona
hans er Valgerður Sveinsdóttir hús-
móðir. Saman eiga þau tvö börn,
Magnús Karel og Sigríði Ingi-
björgu.
Elín f. 11.12. 1921, húsmóðir í
Kópavogi. Eiginmaður hennar er
Skarphéðinn Sigurbergsson öku-
•kennari. Synir þeirra eru Rúnar og
Gylfi.
Gunnar f. 23.4. 1925, vélsmiður
búsettur á heimili Bergþóru í Kópa-
vogi.
Olöf Margrét f. 22.9. 1930, hús-
móðir í Kópavogi. Eiginmaður
hennar er Karl Valdimarsson tré-
smiður. Börn þeirra eru Þorbergur,
Valdimar, Hafsteinn, Sigríður Ingi-
björg, Gunnar, Arnþrúður og Eva
Björk.
Hálfbróðir Bergþóru er Númi
Þorbergsson f. 4.9. 1911, búsettur
í Reykjavík.
Bergþóra var þriðja í röð barna
þeirra Þorbergs og Sigríðar Ingi-
bjargar. Hún bjó í Viðey fyrstu
tæplega fjögur ár ævi sinnar, gekk
síðan í skóla á Álftanesi og bjó
raunar ásamt foreldrum sínum og
systkinum á loftinu í gamla barna-
skólahúsinu. Með þeim bjó þar einn-
ig afi Bergþóru, þá orðinn blindur,
og er þess enn minnst hve góð og
hjálpsöm litla stúlkan var afa sínum
alla tíð. Bergþóra fermdist síðan
og tók fullnaðarpróf á meðan fjöl-
skyldan bjó í Hraungerðishreppi í
Flóa og þaðan lá leiðin til Eyrar-
bakka, þar sem Begga bjó til full-
orðinsára.
Þátttaka Bergþóru á vinnumark-
aðnum hófst í verslun Guðlaugs
Pálssonar á Eyrarbakka, sem Guð-
laugur rekur enn þann dag í dag,
nú á tíræðisaldri. Á nýafstöðnu
ættarmóti sem haldið var á Eyrar-
bakka á miðjum sunnudegi var
Guðlaugur að sjálfsögðu að höndla
í verslun sinni. Urðu margir til þess
að heilsa upp á þennan gamla kunn-
ingja sinn og eiga við hann við-
skipti þann daginn. Begga hóf síðan
störf hjá Kaupfélagi Arnesinga á
Selfossi og síðan í útibúi þess í
Hveragerði.
Þaðan lá leið Bergþóru til
Reykjavíkur þar sem hún giftist
Magnúsi Helga Kristjánssyni skrif-
stofumanni og þjóðkunnum skíða-
garpi frá ísafirði þann 17. nóvem-
ber árið 1945. Þau eignuðust 9
börn, en Magnús lést langt fyrir
aldur fram 1. október 1968. Yngsti
sonur þeirra, Helgi Þór, var þá að-
eins 6 vikna gamall og var hann
skírður við kistulagningu föður síns.
Bergþóra bjó eftir það ein með börn-
um sínum á Þinghólsbraut 20 í
Kópavogi og kom þeim öllum til
fullorðinsára.
Svava er elst systkinanna, fædd
20. janúar 1945. Hún er gift Fabio
Tagliavia og hafa þau búið á Sikil-
ey allar götur síðan þau kynntust.
Börn þeirra eru Tanya, Ivan Magn-
ús og Jordan Igor.
Kristján, fæddur 18. maí 1946,
verktaki, búsettur í Njarðvík. Eigin-
kona hans er Guðbjört Ingólfsdótt-
ir, sem rekur með honum vélsmiðju
í Njarðvíkum, og eiga þau tvær
dætur, Bergþóru og Soffíu. Á heim-
ili þeira búa einnig tvö börn Kristj-
áns frá fyrra hjónabandi, Magnús
Helgi og Berglind, og tvö börn
Guðbjartar frá fyrra hjónabandi,
Ingólfur og Einara Lilja.
Esther, fædd 10. ágúst 1947.
Hún rekur ásamt eiginmanni sínum,
Halldóri Einarssyni, fyrirtækið
HENSON í Reykjavík. Börn þeirra
eru Bergþóra og Einar Bjarni.
Sigríður Ingibjörg, fædd 15.
september 1949. Hún er flugfreyja
hjá Fiugleiðum og gift Þorsteini
Brynjúlfssyni, sem starfar hjá Út-
vegsbanka íslands í Reykjavík. Þau
eiga nú sitt fyrsta bam í vændum.
Þorbergur, fæddur 5. júlí 1953.
Hann lést aðeins 27 ára gamall
þann 20. maí árið 1981. Dóttir
hans er Unnur María, búsett í
Reykjavík.
Lilja, fædd 1. apríl 1956, búsett
í Kópavogi, gift Gunnari Steini
Pálssyni sem starfar hjá GBB aug-
lýsingaþjónustunni. Synir þeirra eru
Gylfi Steinn, Magnús Páll og Berg-
ur Dan.
Jón, fæddur 4. mars 1964, bif-
reiðasmiður hjá Brimborg hf. í
Reykjavík. Hann er giftur Ingi-
björgu Margréti Víðisdóttur og eiga
þau eina dóttur, Ellen Ýr.
Magnús, fæddur 10. júní 1965,
nemi í viðskipta- og markaðsfræð-
um. Eiginkona hans er Helga
Hjördís Sigurðardóttir. Sonur þeirra
er Þorbergur.
Helgi Þór, fæddur 13. ágúst
1968, nemi í Menntaskólanum í
Kópavogi. Hann bjó einn systkin-
anna á heimili móður sinnar er hún
lést.
Hjónaband Bergþóru og Magnús-
ar var hamingjusamt og gifturíkt.
í fyrstu bjuggu þau hjónin í
Reykjavík, fyrst á Vífilsgötu og
síðan í Blönduhlíð áður en þau festu
kaup á litlum sumarbústað í Kópa-
vogi, sem nú heitir númer 57 við
Kópavogsbraut. Þrátt fyrir ýmsar
viðbyggingar var bekkurinn þröngt
setinn á þeim bæ er börnunum fjölg-
aði. Þá var ráðist í byggingu glæsi-
legs einbýlishúss á sömu lóð og
þegar næstyngsti sonurinn fæddist
flutti fjölskyldan í nýja húsið sem
stendur við Þinghólsbraut. Gunnar,
bróðir Bergþóru, var þá fluttur á
heimili þeirra hjóna og tók hann,
ásamt fleirum í fjölskyldunni, ríkan
þátt í byggingu nýja hússins.
„Þingó" hefur allar götur síðan
verið nafli alheimsins í þessari fjöl-
skyldu. Eftir að börnin fluttust að
heiman eitt af öðru var Þinghóls-
braut 20 eftir sem áður í alfaraleið
systkinanna. Auk „stóru stund-
anna“, þegar fjölskyldan öll átti
ógleymanlegar stundir um jól, ára-
mót og á öðrum tyllidögum, lágu
leiðir systkinanna nánast daglega á
Þinghólsbrautina. Þó tilefni heim-
sóknanna þangað hafi oftast tengst
móðurinni er víst að heimili hennar
var um leið lykill að þeim miklu
tengslum og samheldni sem ein-
kennt hefur samband systkinanna
alla tíð. Þar hittust systur og bræð-
ur, mágar og mágkonur, svilar og
svilkonur, bamabörn og frænd-
systkin á öllum tímum dags án
þess nokkru sinni að gera boð á
undan sér. Líklega gerir enginn sér
grein fyrir því í dag hve þetta „opna
hús“ hennar Bergþóru lék alla tíð
stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar
og þriggja vikna heimsókn Svövu
og barna hennar frá Sikiley fyrr í
sumar kórónaði það sameiningar-
tákn sem heimili hennar var.
Lítill drengur, sem nú er kominn
í fullorðinna manna tölu og tengdur
inn í fjölskylduna, fannst eitt sinn
grátandi á tröppum heimilis síns í
slagveðursrigningu. Móðir hans,
sem skroppið hafði út í búð, kokm
þar að honum gegndrepa og skjálf-
andi úr kulda, og spurði hvers vegna
hann hefði ekki beðið sín innan
dyra. Frá barninu kom það svar að
„húsið væri bara hús“ þegar enginn
t
Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN ÓLAFSSON
veitingamaður,
Einimel 1,
verður }arðsunginn frá Neskirkju á morgun, miðvikudaginn
6. september, kl. 13.30.
Jóhanna R. Jóhannesdóttir,
Jóhannes Stefánsson, Guðný Guðmundsdóttir,
Ingvar Stefánsson, Ásdfs Bjarnadóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Halldór Kristjánsson,
barnabörn og aðrir ástvinir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA ÞORBERGSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 20,
Kópavogi,
sem lést f Landspítalanum mánudaginn 28. ágúst verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 5. september, kl. 1 5.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
íslands.
Svava Magnúsdóttir Tagliavia,
Kristján Magnússon,
Esther Magnúsdóttir,
Sigriður I. Magnúsdóttir,
Liija Magnúsdóttir,
Jón Magnússon,
Magnús Magnússon,
Helgi Þór Magnússon
og barnabörn
Fabio Tagiiavia,
Guðbjört Ingólfsdóttir,
Halldór Einarsson,
Þorsteinn Brynjúlfsson,
Gunnar Steinn Pálsson,
Ingibjörg M. Vfðisdóttir,
Helga H. Sigurðardóttir,