Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 Laugarvatn; Rekstur Iþróttamiðstöðvar íslands hefst í mánuðinum Mikil uppbygging framundan á aðstöðu fyrir afreksfólk og almenningsíþróttir Selfossi. „HUGMYNDIN er að hér verði byggð upp aðstaða fyrir alla, ekki bara afreksfólk. Hingað eiga allir að geta komið og notið þess sem hér er í íþróttum og útiveru. Ætl- unin er að gera aðstöðuna hér opnari og aðgengilégri fyrir al- menning," segir Þráinn Hafsteins- son framkvæmdastjóri Iþrótta- miðstöðvar íslands á Laugarvatni. I sumar hefiir verið unnið að und- irbúningi framkvæmda og rekst- urs íþróttamiðstöðvarinnar en hann hefst nú í september. Starfsemi íþróttamiðstöðvar Is- lands hófst með fyrsta fundi stjórnar hennar 20. júní síðastliðinn. íþrótta- miðstöðinni á Laugarvatni er ætlað að þjóna öllu landinu á íþróttasvið- inu, taka á móti hópum til æfinga, keppni, námskeiða og hvers konar íþróttaiðkana. Miðstöðin á að þjóna almenningsíþróttum, íþróttum fatl- aðra, skóla og kennsluíþróttum og verður rekin árið um kring. Aðstaðan á Laugarvatni verður nýtt og byggt og bætt við eftir efnum og ástæðum. Fyrstu framkvæmdir í sumar voru lagning göngu- og skokkbrauta og gerð opinna útivistarvalla. Undirbún- ingsvinna er hafín að gerð 9 holu golfvallar á túnunum fyrir neðan menntaskólann. Hönnun á vellinum er hafin og stefnt að að hefja þar golfiðkun að einhveiju leyti næsta vor. Stofnfundur golfklúbbs í Laug- ardal var haldinn á Laugarvatni 19. ágúst. Stefnumörkun varðandi uppbygg- ingu íþróttamannvirkja á Laugar- vatni mun taka tillit til íþróttamið- stöðvarinnar, íþróttakennaraskól- ans, annarra skóla á staðnum og fyrirhugaðs Landsmóts ungmennafé- laga 1993. Meðal mannvirkja og endurbóta sem þörf er á er sund- laug, upphitaður gervigrasvöllur, upphitaðar hlaupabrautir með gervi- efni, stækkun og endurbygging gra- svalla og æfingasvæða, hestaíþrótta- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þráinn Hafsteinsson framkvænidasljóri íþróttamiðstöðvar íslands. völlur, upphitaðir tennisvellir, göngu- og skokkbrautir og fleira. íþróttasamband Islands hefur rek- ið íþróttamiðstöð á Laugarvatni á sumrin. Iþróttamiðstöð Islands mun taka við því starfi og vera einnig með rekstur á veturna en þá með öðni sniði. Rekstur íþróttamiðstöðv- ar íslands hefst í september. Að sögn Þráins Hafsteinssonar framkvæmda- stjóra verður í vetur boðið upp á aðstöðu til æfinga, námskeiða og fundahalda um helgar og í miðri viku eftir því sem aðstæður leyfa. Gisti- pg fundaaðstaða verður í gömlu íþróttakennaraskólavistinni sem rúmar 60 manns. Matur, gisting og öll íþróttaaðstaða verður gegn vægu gjaldi. Þráinn sagði fyrirhugað að bjóða upp á heilsuvikur á Laugar- vatni þar sem fólk iðkaði íþróttir við sitt hæfi, fengi gott fæði, slakaði á og gæti notið þess að dveljast í fögru umhverfi. í stjórn íþróttamiðstöðvar íslands sitja: Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður, Stokkseyri, Hafsteinn Þor- valdsson, framkvæmdastjóri Sel- fossi, Þórir Þorgeirsson oddviti, Laugarvatni, Kristinn Kristmunds- son skólameistari, Laugarvatni og Arni Guðmundsson skólastjóri, Laugarvatni. — Sig. Jóns. Menntamálaráðherra: Fulltrúar í stjórn LIN sitji í tvö ár SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, hefur lagf fyrir rikisstjórnina drög að frumvarpi, sem felur í sér, að fulltrúar ríkisins í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna verði skipaðir til tveggja ára í stað fjög- urra. Sigurbjörn Magnússon, formaður sfjórnar sjóðsins, segir að eðli- legra væri að skipaðir yrðu nýir sfjórnarmenn af hálfu ríkisins við hver sfjórnarskipti. í bréfi menntamálaráðherra til stjórnar LÍN, sem sent var á þriðju- daginn, segir að frumvarpsdrögin, sem ráðherra kynnti í ríkisstjórninni, geri ráð fyrir að lögum um stjórn Lánasjóðsins verði breytt á þann veg að fulltrúar menntamálaráðherra og fjármálaráðherra verði skipaðir til tveggja ára í senn. Nú séu þessir fulltrúar skipaðir til fjögurra ára en fulltrúar námsmanna hins vegar til tveggja, þannig að í drögunum felist samræming á skipunartímanum. Sigurbjörn Magnússon, formaður BALLET KLASSÍSKUR BALLET £ Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára> og framhaldsnemendur. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIAN METHOD -1 fy Innritun í síma 72154 frá kl. 10-18. Afhending skirteina laugardaginn 16. september ™ frá kl. 12-16. Kennsla hefst 18. sentember. V' \ Félag íslenskra listdansara. BflLLETSKÓLI SIGRÍÐRR flRff ifinn SKÚLACÖTU 32-34 <}►<►<► stjórnar LÍN, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar, að um Lánasjóðinn og fleiri sjóði ætti að gilda sú regla, að nýir ráðherrar skipuðu nýja fulltrúa í stjórnjrnar og skipunartími þessara fulltrúa ætti að renna út þegar ráðherrarnir, sem hefðu skipað þá, hyrfu úr ríkisstjórn. Það hefði þýtt, sagði Sigurbjörn, að hann hefði horfið úr stjórn Lána- sjóðsins um leið og Svavar Gestsson varð menntamálaráðherra. Tillaga Svavars fælist eingöngu í því, að stytta skipunartíma stjórnarmann- anna og kæmi því ekki í veg fyrir að til ágreinings gæti komið milli ráðherra og fulltrúa þeirra í sjóðs- stjórninni. Ráðinn yfirbóka- vörður Ameríska bókasaftisins GISLI Ragnarsson hefur tekið við stöðu yfirbókavarðar Ameríska bókasafnsins hjá Mcnningarstofn- un Bandaríkjanna við Neshaga. Gísli hefur BA-próf í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla íslands og MA-próf í bókfræði og útgáfu- og textafræði frá háskólanum í Le- eds. Hann var áður deildarstjóri á Landsbókasafninu og hefur að auki fengist við þýðingar. Hlutverk Ameríska bókasafnsins er fyrst og fremst að veita íslenskum almenningi aðgang að hvers kyns upplýsingum um Bandaríkin, segir í fréttatilkynningu frá Menningar- stofnun Bandaríkjanna. Safnið telur 8.000 titla sem spanna félagsvísindi, stjórnmál, utanríkismál, bókmenntir og listir, efnahagsmál, ferðalög, sögu og fleira. Einnig eru á boðstólum bandarísk dagblöð, fjölbreytt val tímarita og myndbandasafn sem tel- ur um 500 eintök. Ameríska bókasafnið er opið alla virka daga rrtilli kl. 11.30 og 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.