Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBÍiAÖIÐ ÞRIÐJUDAGUR k 'sÉPTkMBER 1989 (K 28 Gondólakeppni íFeneyjum GONDÓLAR og- fleiri bátar í keppni, sem haldin er árlega á Miklaskurði í Feneyjum. Fór hún að þessu sinni firam sl. sunnudag, 3. september, og fylgdist mikill mannfjöldi með kappróðrinum. Flugslysið á Kúbu: Að mínnsta kostí 126 fórust þegar þota brotlenti í þorpi Havana. Reuter. AÐ minnsta kosti 126 manns týndu lífi þegar flögurra hreyfla far- þegaþota kúbverska ríkisflugfélagsins brotlenti á sunnudagskvöld í þorpi skammt frá flugvellinum í Havana. 113 liinna látnu voru ítal- skir ferðamenn, að sögn hinnar opinberu fréttastofu á Kúbu, Prensa Latina. Ótilgreindur fjöldi þorpsbúa lést þegar vélin brotlenti og 19 heimili gereyðilögðust. Óstaðfestar fréttir kúbverska.ríkisútvarpsins hermdu að einn Itali hefði lifað slysið af og væri hann á sjúkrahúsi með alvarleg brunasár. Þetta er mesta flugslys í sögu Kúbu. Þotan, sem var af gerðinni Iljús- landi. Um borð voru 113 ítalskir hin-62M, lagði af stað í slagviðri frá flugvellinum í Havana og var ferð- inni heitið til Mílanó á Italíu með millilendingu í Köln í Vestur-Þýska- ferðamenn og 13 manna kúbversk áhöfn. í um tveggja km fjarlægð frá flugvellinum brotlenti þotan í íbúa- byggð. Þotan hlutaðist í sundur og Eru fjölómettað- ar fitusýrur hættu- legar heilsunni ? St. Andrews á Skotlandi. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. VÍSINDAMENN hafa nú uppgötvað vísbendingar um að fjölómett- aðar fitusýrur geti verið hættulegar heilsu manna að því er segir í The Sunday Times sl. sunnudag. Niðurstöðurnar eru ekki óyggjandi. Rannsóknarhópur við Iyfjafræði- einómettaðra fitusýra, sem ekki deild háskólans í Cambridge hefur komizt að þeirri niðurstöðu að fólk, sem etur fjölómettaðar fítusýrur til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, geti verið að setja sig í aukna hættu. Þeir telja að íjölómettaðar sýrur séu líklegri en aðrar til að valda æðakölk- un. í rannsóknum þessa hóps hefur komið í ljós, að þegar líkaminn vinn- ur úr kólesteróli þá veldur það stund- um auknu magni af virku súrefni. Það breytir svo þeim efnum, sem eru rík af kólesteróli. Sú breyting veldur því að efnin geta farið inn í æðavegg- ina og stíflað æðina á endanum. Fjölómettaðar fitusýrur hafa verið faldar æskilegar til að Iækka kóleste- ról. En kólesteról er ekki skaðlegt í fsjálfu sér, einungis þegar súrefnið breytir því. Nú virðist skynsamlegast að neyta Svíþjóð: Saab-Scania valda auknu súrefnL Mest af þeim er í ólífuolíu, 74%. í smjöri er 29% og yfirleitt um 12% í smjörlíki með fjölómettuðum fitusýrum. í ríkjum Suður-Evrópu, þar sem mikillar ólífuolíu er neytt, er tíðni hjartveiki lægri en í Norður-Evrópu. „Ég vil ekki hefja fár gegn fjöl- ómettuðum fitusýrum," sagði Morris Brown, prófessor, sem stjórnar rann- sóknahópnum. „Það má ekki líta svo á að þessi hugmynd, að slíkar sýrur séu hættylegar, sé sönnuð, en aukin rök hníga til hennar.“ Almennt er talið skynsamlegt að neyta ekki of mikillar dýrafítu og mjólkurvara vegna aukins kólester- óls, sem þær valda. Dr. John Brown, sérfræðingur' í hjarta- og æðasjúkdómum, taldi að þessi kenning væri allt of óljós. í vörum með fjölómettuðum fitusýrum væri yfirleitt mikið af E-vítamíni, sem hreinsaði súrefnið, sem mynd- aðist. Sérfræðingur við háskólann í Aberdeen taldi hins vegar að mestu máli skipti súrefnið, sem myndaðist við úrvinnslu fjölómettuðu fítusý- mikill eldur varð samstundis laus. Allir um borð í vélinni týndu lífi. 19 hús gereyðilögðust og er talið að ljöldi íbúa hafi látist. 60 þorpsbúar voru fluttir á sjúkrahús, að sögn kúbverska útvarpsins. Ljósmyndari sem kom á slysstaðinn sagði að engu líkara væri en að sprengjur hefðu fallið á svæðinu. Fídel Kastró, forseti Kúbu, hélt á slysstaðinn og kannaði eyðilegging- una skömmu eftir atburðinn. Síðar vitjaði hann slasaðra þorpsbúa sem fluttir höfðu verið á sjúkrahús. ítalska utanríkisráðuneytið hefur sett á laggirnar neyðarnefnd til að tilkynna aðstandendum fórnarlamb- anna um slysið. Þetta er annað stór- slysið á þessu ári sem hendir ítalska flugfarþega á erlendri grund. I febr- úar létust 144 menn, flestir þeirra ítalskir ferðamenn, þegar Boeing 707 þota fórst á eynni Santa Maria á Azoreyjum. Málgagn austur-þýska kommúni- staflokksins, Neues Deutschland, greindi frá því í gær að Iljúshin-62 farþegaþotu austur-þýska ríkisflug- félagsins Interflug hefði verið snúið aftur til flugvallar í Austur-Berlín á laugardag skömmu eftir flugtak. Vélarbilunar hafði orðið vart í þo- tunni. í júní st. létust 18 manns þegar Iljúshin-62 þota Interflug- flugfélagsins tókst ekki á loft og rann út á engi við flugvöll í Austur- Berlín. Mexíká flói Havan Miam! ” * ’]f‘ 100 Km Kúbönsk farþegaþota á leið til Mílanó um Köln ferst og 126 manns með henni. Auk þess lést fjöldi fólks á jöröu niðri, þegar þotan steyptist niöur skömmu eftir flugtak í þorp í 2 km fjarlægö frá Havana-flugvelli. Morgunblaðið/AM Ungverski presturinn Roszik kjörinn á þing: „Þjóðin veit að komm- únismi er ekki svarið“ Godollo. Reuter. LÚTERSKI presturinn Gabor Roszik í bænum Godollo í Ungverj- alandi fékk næstum 70% atkvæða í aukakosningum til þingsins í síðasta mánuði en mótframbjóðandi hans var úr röðum komm- únista. Litið var á aukakosningamar í Godollo sem prófstein á framgang fyrstu fjölflokka kosninganna í yfir 40 ár sem fram fara á miðju næsta ári. hyggur á sam- starf við Ford Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Stjórnendur sænska fyrirtæk- isins Saab-Scania skýrðu frá því í gær að hafnar væru viðræður um samstarf við bandaríska bíla- fyrirtækið Ford. Saab-Scania hefur átt í verulegum erfiðleik- um vegna minnkandi sölu og mikils framleiðslukostnaðar. Stjómendurnir vildu ekki upplýsa í hveiju þetta samstarf myndi fel- ast en sögðu að ekki kæmi til greina að selja fyrirtækið. Þeir skýrðu frá því að tap fyrirtækisins hefði num- ið 800 milljónum sænskra króna (7,4 milljörðum ísl. kr.) á fyrri helm- ingi þessa árs og að líkur væru á tapið myndi aukast á síðari helm- ingi ársins. Sala á vörubílum fyrirtækisins hefur gengið vel og aukist um 20 af hundraði. Hins vegar hefur salan á fólksbílum til Bandaríkjanna minnkað um 15 af hundraði, þrátt fyrir að verð hafi verið lækkað vem- lega. Epnfremur veldur smíði orr- ustuþotúnnar JAS 39 stjórnendum fyrirtækisins áhyggjum vegna seinkana og mikils kostnaðar. Fyrirtækið ráðgerir að grípa til sparnaðaraðgerða á næstunni, fækka til að mynda starfsmönnum sínum um 2.000. „Gjörðu svo vel og sestu, fé- lagi,“ var sagt við Gabor Roszik þegar hann sýndi skilríki sín á ungverska þinginu þar sem hann tók sæti eftir stórsigur í aukakosn- ingum í síðasta mánuði. „Viltu vera svo vænn að kalla mig herra Roszik, ekki félaga," svaraði hann. „Ég er í stjórnarandstöðu." „Þetta er stórkostleg tilfinn- ing,“ sagði hann þegar hann hafði verið kjörinn á þing, fyrstur stjórn- arandstæðinga frá 1947. Stjómar- andstæðingar unnu fleiri sigra í aukakosningum fyrr í þessum mánuði og ef viðlíka kosningasigr- ar endurtækju sig 1990 í fijálsum kosningum þýddi það endalok valdaeinokunar ungverska komm- únistaflokksins. „Ég kom skilaboðum mínum skilmerkilega á framfæri: „Ég er á móti kommúnistaflokknum og því sem hann hefur staðið fyrir síðustu 40 ár. Ég er á móti ótta,““ sagði Rozsik í viðtali við frétta- mann Reuíers-fréttastofunnar. „Þjóðin var reið, hrædd og óán- ægð. Hún veit að kommúnismi er ekki svarið. Hún vill eitthvað nýtt,“ sagði hann á ensku sem hann lærði er hann var við guð- fræðinám á Bretlandi á áttunda áratugnum. Roszik, sem er 35 ára, var í framboði fyrir Ung- versku lýðræðishreyfinguna, HDF. „Ungveijaland verður hlutlaust ríki og hér verður komið á lýðræði og frelsi,“ segir hann. „Ungveijar munu lifa, þeir munu lifa vel. Ég get ekki fært sönnur á það, en ég trúi því.“ Roszik kvaðst ekki óttast að reynsluleysi stjórnarandstæðinga mundi standa þeim fyrir þrifum. „Meira en tveir þriðju hlutar kjós- enda í Godollo gengu að kjörborð- inu um mitt sumar,“ sagði hann. Hann spáði því að kosningaþátt- taka yrði um 75% í þingkosningun- um á næsta ári. „En enginn einn flokkur mun standa með pálmann í höndunum,“ sagði hann. Gabor Roszik. Ungverskir kommúnistar hafa viðurkennt að ólíklegt sé að þeir vinni meirihluta í þingkosningun- um. Roszik segir samt að litlar líkur séu á því að HDF gangi til stjórnarsamstarfs við kommún- ista. HDF var stofnað fyrir tveimur árum af hópi þjóðernissinnaðra rithöfunda og á stefnuskrá sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.