Morgunblaðið - 07.09.1989, Page 15
^york
■ KULUSUK
KEFLAVIK
iugumferö í
1 VOGAR'
STOKKKÓLMUR
! GAUTABORG 5\
HAMBORG
JKFURT
LUXEMBOURG'
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
Áætlunarleiðir í millilandaflugi sumarið 1989.
Kort/Kortadeild Flugmálastjómar
ið yfir um 4.8 milljónir ferkílómetra
og rúmlega 62 þúsund flugvélar
fara um það árlega og eru þá ekki
taldar flugvélar í innanlandsflugi á
íslandi. Kostnaður sem er greiddur
af erlendu fé er um sjö miljónir
Bandarílqadala árlega eða 430
milljónir króna.
Flugmálastjórn íslands er í eðli
sínu alþjóðleg stofnun og erlend
samskipti því snar hluti af starfi
hennar. ísland var einn af stofnaðil- '
um Alþjóðaflugmálastofnunarinnar
ICAO (International Civil Aviation
Organization) og er virkur þátttak-
andi í störfum hennar. Ennfremur
er mikið samstarf við Vestur-Evr-
ópuþjóðir og aðrar þjóðir, sem
stjórna flugi yfir Norður-Atlants-
hafið. Þá hafa verið náin og góð
samskipti við flugmálastjóm
Bandaríkjanna — FAA (Federal
Aviation Administration) um ára-
tugi.
Framkvæmdir ríkisvaldsins í
flugmálum voru ákaflega hægar
framan af og hefur verið flogið til
mjög frumstæðra flugvalla innan-
lands, frá upphafi ftugs okkar, til
níunda áratugarins, að skipulagðar
framkvæmdir hófust. Ómetanleg
aðstaða skapaðist fyrir flug okkar,
er Bandaríkjamenn gerðu Keflavík-
urflugvöll og Bretar Reykjavíkur-
flugvöll í seinni heimsstyijöldinni.
Þá er vert að nefna tækniaðstoð
Bandaríkjanna 1958 — 15 tonn af
tækjabúnaði.
Tímabil alþjóðahyggju -
íslensk flugævintýri í
millilandaflugi
Auðvitað stefndi hugur manna
alltaf að flugi milli íslands og ann-
arra landa, og hinn 11. júlí 1945
fór Flugfélag íslands hf. fyrstu
ferðina til útlanda, með farþega og
póst til Kaupmannahafnar. Á
fimmta áratugnum hefst flug til
Grænlands, sem hefur síðan aukist
með ári hverju. Árið 1952 hefja
Loftleiðir hf. reglubundið flug sitt
milli Norður-Ameríku og Evrópu,
sem með réttu hefur verið kallað
„íslenska flugævintýrið". Fyrsta
áætlunarflugið var þó farið 1948
til Bandaríkjanna. íslendingar urðu
líklega fyrsta flugfélag heimsins til
þess að bjóða lág fargjöld milli
heimsálfa og fluttu hundruðir þús-
unda farþega á þann máta. Loftleið-
ir hf. urðu á margan hátt brautryðj-
endaflugfélag, sem tekið var eftir
meðal þjóða heimsins vegna dirfsku
við að reyna nýjar leiðir, sem ski-
luðu eigendum félagsins dijúgum
hagnaði og var lyftistöng fyrir
íslenskt efnahagslíf. Við stofnun
Loftleiða hf. hófst römm samkeppni
milli Flugfélags íslands og Loftleiða
hf., er stóð allt til sameiningar fé-
laganna 1973.
í byijun einbeitti Flugfélag ís-
lands hf. sér að innanlandsmarkaði
og Evrópuflugi og Loftleiðir hf.
sóttu að miklum hluta á sömu mið.
Afleiðing þess varð sú, að stjórn-
völd mörkuðu í fyrsta sinn stefnu
í flugmálum innanlands og skiptu
flugleiðum innanlands árið 1952
með reglugerð nr. 14 það ár, milli
fyrrgreindra flugfélaga. Loftleiðir
hf. afþökkuðu flugleyfin sem þeim
voru úthlutuð. Leyfin féllu síðan í
hlut Flugfélags Islands hf. Þessi
stefna í innanlandsflugi hefur í
meginatriðum haldist síðastliðin 37
ár og hafa nú Flugleiðir hf. sér-
leyfi á 13 umferðarmestu flugleið-
um innanlands en fjögur flugfélög
hafa sérleyfi á 26 leiðum. Þá eru
éinnig í gildi 27 leyfi á áætlunarleið-
um, án sérleyfis til fyrrgreindra
flugfélaga.
Þegar Loftleiðir hf. hættu innan-
landsflugi sneru þeir sér af alefli
að flugi milli landa og höfðu um
það nána samvinnu við Braathen
SAFE í Noregi. Vegna harðrar and-
stöðu skandínavísku landanna varð
meginviðkomustaður Loftleiða hf. í
Evrópu í Lúxemborg eftir árið
1955. Loftleiðir hf. notuðu fyrst
DC-4 (Douglas Commercial)
„Skymaster“-flugvélar síðar DC 6
„Cloudmaster“-flugvélar og síðar
Canadair CL-44-flugvélar „Monsa“,
sem kallaðir voru og loks árið 1970
MOBfiiniBUBD
tók félagið DC-8-63-þotur í notkun.
Þær þotur hafa verið í flugi fyrir
íslendinga allt til þessa dags.
Ásamt áætlunarflugi, hefur verið
stundað umfangsmikið leiguflug í
fjórum heimsálfum fyrir margvís-
lega aðila og eru íslensk flugfélög
víða að góðu þekkt vegna þess.
Pílagrímaflug var frá 1974 oft snar-
asti þáttur leiguflugsins og hafa
íslensk flugfélög flutt tugþúsundir
pílagríma frá ýmsum löndum heims
til og frá Saudi-Arabíu. Á síðustu
árum hefur leiguflug frá íslandi til
sólarlanda verið vaxandi þáttur og
leiguflug með ferðamenn frá nær-
liggjandi löndum í Evrópu til ís-
lands.
Í.S.
L .AKh1).
BisiU.
SninlagMliar:
Sextíu fyrirtæki í
flugrekstri
á sjötíu árum
Frá 1952 og til sameiningar fé-
laganna 1973 ræktaði Flugfélag
Íslands hf. innanlandsmarkað og
flug til nærliggjandi Evrópulanda.
Með tilkomu DC-3 „þristanna“ varð
bylting í flugsamgöngum innan-
lands og í afkomu flugfélagsins.
Þristamir þjónuðu dyggilega í ára-
tugi eða allt til þess að núverandi
Fokker Friendship 27-vélar tóku
við. Segja má að þróun Flugfélags
íslands hf. hafí fylgt áþekkum far-
vegi og gerðist hjá flugfélögum í
vestrænum heimi enda tók félagið
15
þátt í alþjóðasamtökum flugfélaga
LATA (Intemational Air Transport
Association), sem Loftleiðir hf.
gerðu ekki. í millilandaflugi notaði
félagið fyrst Skymaster-flugvélar
og síðar Vickers Viscount-hverfi-
hreyflaflugvélar , og þá síðar
Cloudmaster-flugvélar og loks
Boeing-þotur frá 1967 er þotuöldin
gekk í garð hjá okkur.
Frá lokum síðari heimsstyijaldar-
innar til þessa dags hafa margir
íslendingar reynt fyrir sér í flug- .
rekstri og telst mér til að ekki færri
en 60 fyrirtæki stærri og minni
hafi verið stofnuð. Auk þess hafa
alls um 30 flugskólar verið stofnað-
ir. Á yfirlitsmyndinni um þróun
flugs á íslandi em aðeins þau fyrir-
tæki tilgreind sem umfangsmest
hafa verið. Saga flugskóla á Islandi
er að mestu leyti óskrifuð enn. Þar
hafa margir ágætir menn lagt hönd
á plóg í nær hálfa öld. Flestum
þeim sem flugskóla hafa rekið, virð-
ist hafa gengið til einlægur flug-
áhugi og vilji til að treysta grand-
völl flugöryggis. Því miður hafa
flestir þeirra u.þ.b. 30 skóla, sem
stofnaðir hafa verið, hætt rekstri,
nær alltaf vegna fj árhagsvandræða.
Nú era í landinu starfandi 9 flug-
skólar, sem útskrifa tugi flugnema
á ári hveiju.
Allt frá stofnun Flugmálafélags
íslands 1936, hafa félög áhuga-
manna um flug verið öflug. Starf-
semin hefur verið miskraftmikil en
sleitulaus. Líklega hefur starfið
aldrei verið öflugra en nú og telur
Flugmálafélag Islands sem lands-
samtök, 24 félög vítt um land innan
sinna vébanda. Einkaflugmenn era
hlutfallslega mjög margir og hafa
477 gild skírteini auk þeirra at-
vinnuflugmanna (360 atvinnuflug-
mannsskírteini era í gildi) sem
stunda einkaflug sér til gamans.
Einkaflugvélar era samtals skráðar
230. Þá skal aldrei gleymast að
nefna nauðsynlegt þjóðþrifastarf
Flugbjörgunarsveitarinnar, sem
stofnuð var 1950.
Margar orsakir hafa vafalaust
legið að baki þessari miklu grósku
í flugmálum okkar áratugina 1950
til 1990. Helstar má þó vafalaust
telja gífurleg áhrif hersetunnar hér-
lendis sérstaklega tæknileg, og allt
það peningamagn sem fylgir henni.
Hinsvegar hefur flugáhuginn sem
hlúð var að frá 1936 og velgengni
Loftleiða hf. og Flugfélags Islands
hf. vafalaust orðið til þess að, marg-
ir bjartsýnir ungir menn reyndu
fyrir sér í flugi. Athugun hefur leitt
í ljós að flestir stofnendur fyrr-
greindra u.þ.b. 90 fyrirtækja vora
atvinnuflugmenn sem höfðu trú á
framtíð flugsins, að skapa sér
lífsviðurværi. Eitthvað hefur einnig
ráðið, að lengi vel þurfti ekki sér-
stakt stjórnvaldsleyfi til flugrekst-
urs. Ekki dró-heldur úr áhuganum
sú hetjuímynd sem flugið hefur á
sér haft allt til þessa dags.
infotec
LÉTTVIGTAR
TELEFAXTÆKI
Á allra færi
Tækið sem opnar smæsta rekstri dyrnar
að telefax-tækninni.
Einnig þeim sem eru á ferð og flugi
- og vinna heima.
• Vegur aðeins 5 kg
• 100 númera minni
• Sjálfvirk
sendingaskrá
• Pappírsstærð A-4
• Sendirsíðar
• Lás
á auglýsingamóttöku
Kynntu þér kostina. Þeir eru þarna allir.
íj,
Heimilistæki hf
Tæknideild • Sætúni8
SÍMI: 69 15 00
(/u) mitoSveúyatéegÁ, í samutuym,