Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
KARLMANNAFÖT
Kr. 5.500,- til 9.990,-
Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,-
Gallabuxur kr. 1.195,- og 1.420,-
Flauelsbuxur kr. 1.220,- og 1.900,-
Sumarblússur kr. 2.390,- og 2.770,-
Regngallar nýkomnir kr. 2.650,-
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
ANDRÉS, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
ELFA
háfar úr stáli, kopar
og í 5 litum
Einar Farestveit&Co.hf
BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI
SIEMENS
Góður og ódýr þurrkari!
• Stórt lúguop og stór lósía.
• Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að
forðast krumpur.
• Tekur 4,5 kg. að þvotti.
Sérlega hagkvæmur og sparneytinn þurrkari.
Verð: 33.980,- kr.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 - SlMI 28300
Rangar saJkargiftir
eftir dr. Gunnlaug
Þórðarson.
Sérstæður þáttur var fluttur í
ríkisútvarpinu mánudaginn 17. júlí
sl. er Bjami Sigtryggsson stjórnandi
síðdegisþáttar á Rás 1 lagði eftirfar-
andi gátu fyrir viðmælanda sinn:
„Hver væri munurinn á dauðum lög-
fræðingi á hraðbrautinni og dauðu
þefdýri“? Viðmælandi þessa „hátt-
prúða útvarpsmanns" gat ekki svar-
að spurningunni. Bjarni Sigtryggs-
son kvað rétta svarið vera: „Framan
við dauða þefdýrið eru bremsuför,
en engin hjá dauða lögfræðingnum".
Með öðrum orðum að lögfræðing-
urinn væri réttdræpur, en þefdýrið
síður.
Þetta átti auðvitað að vera brand-
ari, en í honum birtist óvild í garð
lögræðinga, sem getur tekið á sig
ótrúlegustu myndir. Dæmi slíks, er
mál það, sem fjármálaráðherra Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hratt af stað í
fjölmiðlum á hendur Magnúsi Thor-
oddsen hæstaréttardómara, en ný-
lega er genginn undirréttardómur í
því máli.
Mér er ómögulegt að verjast þeirri
hugsun, að þar hafi embættismenn
brugðist skyldum sínum um að upp-
lýsa málin.
Ráðuneytin hafa færst undan því,
að gefa upplýsingar og æðstu menn
í ýmsum embættum hafa orðið berir
að því að fara ekki rétt með og bo-
rið við óhaldbærum ástæðum um að
ekki sé unnt að upplýsa málin, líkt
og komið hefur berlega fram.
Skýringin á þessu mun vafalaust
vera sú, að hér hafi verið um svo
mikil feimnismál að ræða, einkum
eftir að farið hafði verið með áfengis-
kaup dómsforsetans í fjölmiðla. Þess-
um starfsmönnum hefur því þótt
skylt að virða 32. gr. laga um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins,
en í henni eru ákvæði um þagmælsku
embættismanna. Sambærileg ákvæði
eru í 136. gr. alm. hegningarlaga
að viðlögðu allt að 6 ára fangelsi.
Áfengiskaup ráðherra og þingfor-
seta eru á margra vitorði t.d. á 60
kössum af áfengi í einu. Slíkar pant-
anir eru án efa þess eðlis í augum
flestra starfsmanna þess opinbera,
að með þau verður að fara sem trún-
aðarmál.
Slík nýting á aðstöðu hlaut auðvit-
að að vera þagmælsku bundin ekki
síst í ljósi þess, sem nú hefur gerst.
Fæstir ráðherrar myndu vilja að und-
irmenn þeirra færu að upplýsa eitt-
hvað um áfengiskaup þeirra.
Brotalöm í kerfínu
Afleiðingin hefur að sjálfsögðu
eftirBjörn
Dagbjartsson
Um fátt er nú meira rætt en upp-
boð Hraðfrystihúss Patreksfjarðar
og skipa þess. Margir halda því fram
og virðast trúa því, að núgildandi
fiskveiðistefnu sé um að kenna: Að
rekstur HPP hefði verið tryggður ef
skipið „Sigurey" hefði ekki haft
heimild til að veiða ákveðið magn
af fiski. Ef öllum hefði verið heimilt
að sækja að vild í fiskstofnana, hefði
ekki þurft til þess skip á Patreksfirði.
í sambandi við þess rökleysu er
rétt að riija upp hluta af sögu „Sigu-
reyjar". Fýrir 10 árum var Þórshöfn
á Langanesi í nákvæmlega sömu
sporum og Patreksfjörður er nú.
Þeir misstu skip sitt, „Font“, vegna
skulda til Siglufjarðar fyrir atbeina
þingmanna þar. Frá Patreksfirði var
um svipað leyti seldur togarinri „Guð-
mundur í Tungu“ og nú vantaði Pat-
reksfirðinga fisk. Togarinn „Sigu-
rey“ var þá til sölu, enda Siglfirðing-
ar komnir með meira en nóg af togur-
um þá stundina. „Sigurey" var í
einkaeign, skuldlítil og dýr. En það
gerði ekkert til. Með feiknamikilli
opinberri fyrirgreiðslu og erlendum
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
„Það er staðfest í undir-
dóminum, að engar
reglur eru til, sem tak-
marka áfengiskaup
dómsforsetans á sér-
verði sem handhafa for-
setavalds.“
orðið sú, að málið fæst ekki upplýst.
Það þykir mér alvarleg brotalöm í
réttarfari okkar. Það var sjálfsögð
skylda að upplýsa málið jafnt um
innkaup ráðherra sem annarra, í stað
þess að básúna út kaup nokkurra
hæstaréttardómara. Allar upplýsing-
ar um sérkaup skipta miklu í mál-
inu, af því að þær hefðu getað haft
áhrif á niðurstöðu þess.
Almenningsálitið er ekki svo
ósanngjamt, að það vilji að einn
maður sé lagður í einelti líkt og hér
hefur átt sér stað og sviptur ærunni,
fyrir verknað sem ranglega var talinn
brot á einhverri reglu um fríðindi.
Ekki síst þegar aðrir hafa notfært
sér slík fríðindi með krókaleiðum og
vafalaust i ríkum mæli.
Annars er það um þessi áfengis-
kaup að segja, að ef þau eiga að
haldast, þá eiga að gilda um þau
ákveðnar reglur t.d. að handhöfum
forsetavalds væri heimilt að kaupa
tiltekið magn árlega, hvort sem for-
seti leggst í ferðalög eða ekki. Þá
er það og fráleitt að forstjóri Áfengis-
verslunar ríkisins ráði því hveijir eigi
að njóta sérkjara um áfengiskaup.
Mistök á æðstu stöðum
Það liggur í augum uppi að ríkis-
endurskoðanda bar að fara hina
embættislegu boðleið og freista' þess
að fá leiðréttingu eða skýringu hjá
„En hvernig í ósköpun-
um getur það orðið til
að minnka flotann, ef
menn eða fyrirtæki,
sem ekki eiga nein skip,
geta keypt sér kvóta á
uppboði?“
lánum var skipið keypt til Patreks-
fjarðar. Enginn hafði þá áhyggjur
af fjölskyldum áhafnarinnar. Margir
muna svo, að Þórshöfn fékk „Stak-
fellið“ og undi glöð við sitt í nokkur
ár. Þetta gerðist allt löngu'fyrir daga
kvótakerfisins, en í þá daga þurfti
skip til að veiða fisk.
Patreksfjarðarmálið hefur verið
nefnt sem rök fyrir því, að selja þurfi
kvóta hæstbjóðanda eða jafnvel
binda fiskveiðiheimildir fasteignum í
landi, t.d. fískverkunarstöðvum.
Hver mundi kaupa fiskveiðiheimildir
handa fiskvinnslustöð, sem skuldar
þegar nokkur hundruð milljónir um-
fram eignir?
Fiskveiðiflotinn hefur tilhneigingu
til að stækka, og svo hefur lengi
verið. Aukning rúmlestatölu á kvóta-
árunum 1984-1988 er þó líklega
hlutaðeigandi embætti þ.e. dóms-
málaráðherra og Hæstarétti, í stað
þess að ijúka með þessa rosafrétt
til þingforseta. Með því móti hefði
mátt komast hjá því moldviðri í íjöl-
miðlum, sem af þessu frumhlaupi
hófst og þyrma orðspori dómsforset-
ans. Hann var albúinn að leiðrétta
málið, ef þess hefði verið óskað, eins
og komið hefur fram.
Akvörðun tekin
í óupplýstu máli
í bíaðagrein minni 9. des. sl. benti
ég á hvílíku offari embættismennirn-
ir, sem voru dómsmálaráðherra til
trausts og halds, fóru í málinu. í
þessu máli þurfti alls ekki að hraða
aðgerðum enda voru hæg heimatök
til leiðréttingar eins og málið horfði
við. Mér er óskiljanlegt hvers vegna
boði hæstaréttardómarans, um að
víkja úr réttinum meðan mál hans
væri í athugun, var ekki tekið. Með
því að þiggja boð dómsforsetans
liefði ekki komið til þess að 61. gr.
stjórnarskrárinnar væri brotin með
brottvikningu áður en endanlegur
dómur í þá veru væri genginn. Hér
var staðið að verki líkt og um manns-
morð væri að ræða.
í máli þessu liggur fyrir og hefur
ekki verið andmælt, að forseti
Hæstaréttar taldi sig hafa fylgt
gefnu fordæmi um áfengiskaup á
sérverði sem einn af handhöfum for-
setavalds í fjarveru Forseta íslands.
Um þessi kaup hefði myndast verk-
lagsregla fyrir mörgum áratugum
þess efnis, að honum væri heimilt a
nota þau laun sín til áfengiskaupa á
sama verði og forseti fengi það.
Þegar tveggja ára tímabili hans í
stóli dómsforseta var að ljúka og ljóst-
var að hann myndi ekki verða í því
embætti oftar, mun honum hafa far-
ið líkt og mörgum alþingisforsetum
og ráðherrum áður er þeir hurfu úr
starfi sínu, að freistast til þess að
nota þessa sérstöku innkaupaheimild
til að birgja sig upp. Slík heimild
hafði verið tekin af ráðherrum og
þingforsetum með óformlegri ríkis-
stjórnarsamþykkt árið 1971.
Þá er Ijóst að dómsforsetanum,
hefur farið að þykja nóg um vínkaup-
in, sem tengst höfðu tíðum fjarverum
forsetans.
í stjómartíðindum eru tilkynning-
ar um ijarverur forseta Islands vegna
ferða til útlanda, en þær voru 6 árið
1987 og 8 árið 1988. Utanlands-
ferðir forseta íslands höfðu aldrei
verið fleiri en þijár á ári frá því
1974, er þær voru 5.
Af þeim gögnum, sem ég hef að-
gang að sést að dómsforsetinn hefur
ekki notað heimildina til kauþa á
áfengi á sérverði að fullu skv. þeirri
Björn Dagbjartsson
minni en á nokkru öðru fimm ára
tímabili frá stríðslokum, að undan-
teknum kreppuárunum 1968-72.
Kvótakerfið eitt sér hefur enn ekki
getað minnkað flotann þar sem lán-
veitingar og fyrirgreiðsla til skipa-
kaupa hafa verið alltof rúm. En
hvernig í ósköpunum getur það orðið
til að minnka flotann, ef menn eða
fyrirtæki, sem ekki eiga nein skip,
geta keypt sér kvóta á uppboði?
30. ágúst
Höfumlur er formaður
málcfnanefndar
SjálfstæðisOokksins um
sjávarútvegsmál.
RÖKVILLUR