Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 20

Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989. Nokkrar staðreyndir: Um deilu Dagsbrúnar og Vara eftirBaldur * Agústsson Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum að snörp samkeppni ríkir milli Öryggisþjónustunnar Vara og Securitas hf. — og hafa þó ekki nærri allar sviptingar á þeim vett- vangi komið fyrir almenningssjónir. Við hjá Vara erum friðsemdar- menn og höfum hingað til lítt hirt um að elta ólar við áróður hvaðan sem hann kemur, heldur haldið að okkur höndum vitandi að ijölmiðlar og almenningur sjá fyrr eða síðar í gegnum slíkt. Nú eru hins vegar nýir tímar. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur með sjálfan for- manninn í fararbroddi farið langt út fyrir verksvið sitt og gengið til liðs við Securitas hf. með þeim hætti að þolinmæði okkar er þrotin. Svo má brýna deigt jám að bíti. Hverjir stjórna borginni? An þess að fará of langt aftur í tímann skal það rifjað upp að sum- arið 1987 bauð Reykjavíkurborg út gæslu á borgarstofnunum sem verið hafði í höndum Securitas. Til- boð Securitas reyndist um 30% hærra en tilboð Vara. Samið var um gæsluna við Vara til 2ja ára með eðlilegum ákvæðum um upp- sögn ef vanefndir yrðu. Er skemmst frá því að segja að samstarf Reykjavíkurborgar og Vara hefur verið hið besta og árangur af gæsl- unni góður að dómi þeirra embætt- ismanna sem málið snertir. Sparn- aður Reykvíkinga á tímabilinu er á fjórðu milijón króna á núvirði. Nú í sumar var gæsluverkefnið boðið út aftur. Enn er tilboð Securit- as hærra — nú um 20%. Þegar það liggur fyrir — raunar daginn eftir opnun tilboða — skrifar Dagsbrún bréf til borgarráðs. Hvetur félagið beinlínis til þess að hinu hagstæða tilboði Vara verði hafnað, hefur uppi ósannindi um fyrirtækið og lítt dulbúnar hótanir á hendur Reykjavíkurborg ef samið verði við Vara um gæsluna. Um leið hampar Dagsbrún hinum bjóðandanum, Securitas, og lýsir velþóknun fé- lagsins á því fyrirtæki. Hér er á ferðinni svo gróf tilraun til við- skiptaþvingunar að fáheyrt er. Að stéttarfélag skuli leyfa sér að stilla borgaryfirvöldum upp við vegg og bera hagsmuni Reykvíkinga fyrir borð í leiðinni er ábyggilega eins- dæmi í sögu borgarinnar. Verk eru boðin út til að ná fram hagkvæmni og sparnaði. Sé borgar- yfirvöldum síðan gert erfítt fyrir eðá þau þvinguð til að taka óhag- stæðum tilboðum má allt eins hætta að bjóða út. Hveijir vilja líka bjóða í verk ef ekki má treysta málefna- legri meðferð tilboða? Er þá ekki grundvöllur fyrir útboðum brostinn? Um hvað deilir Dagsbrún við Vara? í stuttu máli sagt þá krefst Dags- Baldur Ágústsson „Margoft hefiir verið reynt að útskýra fyrir Dagsbrúnarmönnum að ekki sé um að ræða nein öryggisvarðastörf hjá Vara er falli undir þeirra félag. Þetta hafa þeir neitað að skilja og segjast ekki taka mark á skýringum Vara um verktakana — þetta sé algeng blekkingarað- ferð! Hvernig á að tala við svona menn?“ brún þess að Vari geri kjarasamn- ing fyrir öryggisverði við félagið líkt og Securitas gerði fyrir nokkr- um árum. Hér er hins vegar ólíku saman að jafna. Securitas var frá upphafi byggt upp sem vaktþjón- usta þ.e. gæsla með mönnum sem ýmist voru á ferðinni eða stað- bundnir. Vari, sem er um helmingi eldra fyrirtæki byggði frá upphafi á tæknigæslu. Þannig opnaði vari t.d. fyrstu öryggismiðstöð á íslandi þar sem fjargæsla fer fram með öryggiskerfum um allt land. Þar er jafnframt unnið við skýrslugerð og haldið uppi síma- og talstöðvar- þjónustu allan sólarhringinn. Mannahald við öryggisgæslu, sem frá upphafí var þess vegna gjörólíkt hjá fyrirtækjunum, hefur síðan .að auki þróast þannig að í dag er Sec- uritas t.d. með staðbundna gæslu- menn en Vari ekki. Þá munu örygg- isverðir á bílum Securitas vera laun- þegar en hliðstæð störf hjá Vara eru unnin af verktökum. Þessi hátt- ur var tekinn upp vegna tíðra óhappa á bílum fyrirtækisins og til að fá traustari og rótfastari menn í þessi störf. Þetta fyrirkomulag hefur reynst sérlega vel og er ein af forsendum fyrir hagstæðu tilboði Vara til borgarinnar og fleiri aðila. Stórir óvissuþættir í rekstrarkostn- aði í þessum geira fyrirtækisins hafa verið fjarlægðir. ítarlegur samningur við verktakana trygg- ir ef eitthvað er enn öruggari þjónustu en áður var. Þetta verktakafyrirkomulag fer fyrir bijóstið á þeim Dagsbrúnar- mönnum. Eftir því sem þeir segja er algengt að vinnuveitendur dulbúi launþega sem verktaka til að þurfa ekki að greiða af þeim lögboðin gjöld. Launþeginn standi síðan eftir réttlaus og viti oft ekki hvað þetta í raun þýðir. Nú svarar vari ekki fyrir aðra atvinnurekendur, hins vegar er ekki um slíkt að ræða hjá fyrirtækinu. Þeir sárafáu verktakar sem starfa fyrir Vara gera það sam- kvæmt ítarlegum verksamningi þar sem skýrt koma fram réttindi og skyldur beggja, verktakans og Vara. Hér er enginn feluleikur á ferð. Hér er heldur ekki verið að gera starfsmenn Vara almennt að verktökum eins og gefíð hefur ver- ið í skyn. Aðeins er um mjög fáa menn að ræða á mjög afmörkuðu starfssviði, svokallaðri farand- gæslu, þ.e. eftirlitsstörf á bílum. Benda má á að hér er ekki um neitt einsdæmi að ræða. Opinberar stofnanir jafnt sem fyrirtæki nota þjónustu verktaka í stað þess að hafa á eigin snærum fjölmennt starfslið og bílaflota eða sérstök tæki. Verkefnin eru margvísleg allt frá gluggaþvotti til virkjanafram- kvæmda. Einfalt og algengt dæmi eru litlar heildverslanir sem hætt hafa að gera út eigin sendibíl en semja í staðinn við „skutlubílstjóra“ um að annast útkeyrslu á vörum. Þá mun Securitas hafa verktaka við uppsetningu á þjófavarnarkerf- um svo tekið sé dæmi úr sömu starfsgrein. Margoft hefur verið reynt að útskýra fyrir Dagsbnínarmönnum að ekki sé um að ræða nein örygg- isvarðastörf hjá Vara er falli undir þeirra félag. Þetta hafa þeir neitað að skilja og segjast ekki taka mark Koma þarf á nýjum markmiðum og vinnubrögðum við gerð flárlaga Eru útgj öld hins opinbera að fara úr böndum? eftirSigurð Helgason Með heildarútgjöldum hins opin- bera er átt við samtals öll útgjöld ríkissjóðs, sveitarfélaga og Trygg- ingastofnunar ríkisins. í hinum vestræna heimi hafa umsvif hins opinbera aukist hin síðari ár og við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þró- un. Uppbygging velferðarríkis hér hefur Verið eitthvað hægari en hjá öðrum Norðurlöndum að Finnum undanskildum. Það er einkum á félagssviðinu sem viðhöfum ekki gengið eins langt og Svíar, Norð- menn og Danir. Hér koma og til mikil útgjöld þessara þjóða vegna herkostnaðar. En á þessu er nú orðin veruleg breyting, sem best sést með því að bera saman landsframleiðslu og gera sér þannig grein fyrir hvert stefnir. Finnsk stjórnvöld hafa undir stjóm fjármálaráðuneytisins þar í landi tekið á þessum vanda og lagt fram nýjar tillögur við fjár- lagagerð 1988, bent á leiðir til úrbóta og sett fram ný markmið. Tillögur þeirra eru mjög athyglis- verðar og eiga erindi til okkar og mun ég gera grein fyrir helstu atriðum þeirra. Taflan hér á eftir sýnir hvert þróunin stefnir. Finnland ísland Útgj. hinsopinb. Samsvar- sem hlutfall af andi hlutfall 196- vergri Iands- framl. 27% 25,5% 0 196- 31% 28,3% 5 197- 31% 28,7% 0 197- 36% 37,7% 5 198- 37% 34,4% 0 198- 41% 34,4% 5 Þetta hlutfall er fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna. Árið 1986 var þetta hlutfall 36,7% hér á landi og 1987 var það 33,3%, en tölur liggja ekki endan- lega fyrir árið 1988. Ljóst er samt, að heildarútgjöld ríkissjóðs hafa hækkað töluvert, en niðurstöður útgjalda sveitarfélaganna liggja ekki fyrir í dag. Af hækkun tekna fyrir fjárlög 1989 og síðan með þeim upplýsing- um að útgjöld hafa farið langt fram úr áætlun bendir ótvírætt til þess að heildarútgjöld séu komin í yfir 40%, sem var það sem Finnar töldu vera hættumark og var tilefni til þess að marka nýja stefnu við gerð fjárlaga. Þeir benda á að hækkunin sé 4-5% að meðaltali á ári, en þjóðarframleiðslan aukist ekki nema um 2% og verði að miða heildarútgjöldin við þá hækkun. Hjá okkur hefur aftur þjóðarfram- leiðslan aukist um 21 prósent síðustu 4 árin til 1987, en það sýnir Iæga hlutfall á útgjöldum hins opinbera. Ástæða þessarar þróunar eru sífellt auknar kröfur til ríkissjóðs, sem látið er undan án alls skilnings á þörfum fólks- ins, svo og varð afleiðingin aukin miðstýring. í ljós hefur og komið að stjórnendur hafa ekki gert sér grein fyrir nýjum sljórnunarað- ferðum í stað þess að auka hana stöðugt án alls skipulags. Aukin þekking og skilningur Hin síðari ár hefur ofvöxtur í ríkiskerfinu verið aðallega í aukn- ingu á þjónustugeiranum eða með öðrum orðum i auknum samskipt- um fólks við ríkisvaldið. Einnig kemur aukin þjónusta fram í innri samskiptum stjórnvalda. Opinbera fyrirgreiðslu má bæta með því að auka skilning valdhafa á tilgangi og eðli þjónustunnar. Stjórnvöld verða í auknum mæli að láta af hendi gæðameiri þjón- ustu í stað þess að auka hana oft- ast hugsunarlaust. Það er aðeins hægt að tala um góða þjónustu með því að auka þekkingu starfs- manna, koma á hraðari afgreiðslu og efla viðeigandi upplýsinga- streymi, svo og sjá um, að alltaf sé einhver til staðar sem geti ann- Sigurður Helgason „Það er eindregin skoð- un greinarhöfundar að hér hafi opinber rekst- ur stóraukist án allrar fyrirhyggju og við stöndum á enn alvar- legri tímamótum en vinir okkar í Finn- landi.“ %*Artline GEFUR LÍNUNNI LIT \\\\^ K Y N N I N G cnm HALLARMÚLA 2 SÍMI83211

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.