Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
Helgi Einar Harðarson:
Frábær tilfinning að
vera kominn heim
Fyrst á dagskrá að renna fyrir lax
ÞAÐ urðu fagnaðarfundir í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær
þegar Helgi Einar Harðarson
kom heim til íslands eftir fjög-
urra mánaða sjúkrahússvist í
Englandi, þar sem skipt var um
hjarta í honum. Pilturinn fékk
viðtökur, sem sæmdu þjóðhöfð-
ingja.
Við landganginn tók fjölskylda
Helga á móti honum, bróður hans,
móður og móðursystur, sem dvöldu
hjá honum í Englandi, með faðm-
lögum og ótal blómum. Niðri í and-
dyri biðu svo rúmlega tuttugu ferm-
ingar- og bekkjarsystkin hans, sem
hrópuðu þrefalt húrra og föðmuðu
vin sinn að sér. Þessi hópur hefur
ásamt sóknarprestinum í Grindavík
komið saman og beðið fyrir Helga
í veikindum hans. Á stéttinni fram-
an við flugstöðina beið svo einn
enn, sem greiniiega vissi hver var
væntanlegur og varð varla haminn;
Tryggur, heimilishundur Helga og
fjölskyldu hans.
„Það er frábær tilfinning að vera
kominn heim,“ sagði Helgi í sam-
tali við Morgunblaðið eftir heim-
komuna. Aðspurður hver yrðu hans
fyrstu verk, sagðist hann myndu
reyna að komast í veiði. „Ég reikna
með að renna fyrir lax,“ sagði hann.
í gærkvöldi dvaldi Helgi hjá fjöl-
skyldu sinni í Grindavík, en í dag
fer hann til rannsóknar á Landspít-
alann. Hann þarf að fara aftur til
Lundúna til rannsóknar eftir mán-
uð, og síðan með sífellt lengra milli-
bili eftir því sem lengra líður frá
aðgerðinni, en verður þó að gang-
ast undir árlegt eftirlit.
Morgunblaðið/Þorkell
Aftur í faðmi fjölskyldunnar í Grindavík. Helga á hægri hönd situr
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir móðir hans, en á vinstri hönd Armann bróð-
ir hans og Hörður Helgason faðir hans. Heimilishundinum Trygg
var ekki treyst til að sitja kyrr.
Skattlagning fjármagnstekna einstaklinga og lífeyrissjóða:
Þetta er ein vitlausasta til-
laga sem ég hef heyrt lengi
Leiðrétting
HLUTI setningar féll niður í grein
Þorvaldar Garðars Kristjánsson-
ar, alþingismanns, í Morgunblað-
inu í gær. Setning þessi á að
vera svohljóðandi og eru þau orð,
sem niður féllu feitletruð: „Á
sama tíma hefur fiskiskipum
samtals fjölgað um 121 skip og
smálestatala aukizt um 9879
auk þess sem opnum vélbátum
fjölgaði um 162 og smálestatala
þeirra jókst um 1725.“ Þetta leið-
réttist hér með.
- segir Guðmundur J. Guðmundsson
ur Verkamannasambandsins og
Dagsbrúnar segir tillögur um
skattlagningu flármagnstekna og
„HÉR er fyrst og fremst verið að
vinna með faglegum og efnisleg-
um hætti að samræmingu, þannig
að allar upphrópanir eða gern-
ingaveður um að hér sé verið að
skattleggja sparifé gamla fólksins
eða leggja lífeyrissjóðakerfið í
rúst eru fullkomlega út í hött og
yfirlýsingar manna sem annað
hvort hafa ekki kynnt sér málið
eða vilja ekki kynna sér það,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra um gagnrýni á
tillögur Qármagnsskattanefiidar
um skattlagningu fjármagnstekna
einstaklinga og lífeyrissjóða. Guð-
mundur J. Guðmundsson formað-
iðgjalda lífeyrissjóðanna vera þær
vitlausustu sem hann hefúr lengi
heyrt og kveðst ekki trúa að þær
verði að veruleika. Ogmundur
Jónasson formaður BSRB segist
telja að skattleggja eigi fjár-
magnstekjur sem aðrar tekjur í
þjóðfélaginu.
„Ég tek tillögurnar ekki alvar-
lega,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson og kvaðst ekki trúa því
að þær verði að veruleika. „Þessir
lífeyrissjóðir, þeir geta nú illu heilli
ekki veitt þær bætur sem þeir
þyrftu að veita. Og það er orðinn
ákaflega mikill munur á milli opin-
berra starfsmanna og annarra, ekki
það að þeir séu neitt of vel haldnir,
en ætli það séu ekki um 17% meira
sem greitt er í lífeyrissjóði þeirra
og þeir eru með verðtryggðan
lífeyrissjóð sem ríkið sjálft verð-
tryggir. Ef almennt verkafólk eins
og greiðir í lífeyrissjóð Verka-
mannasambandsins og verður
skattlagt með þessum hætti, þá
býður þetta ekki upp á nema eitt.
Það býður upp á, að fólk neitar að
borga í lífeyrissjóði. Ég held að
þessi nefnd ætti annað hvort að
endurskoða afstöðu sína eða bara
að pakka saman og segja af sér.
Staða ríkissjóðs eftir fyrstu sjö mánuðina:
Betri greiðsluafkoma, auknar
lántökur og 5 milljarða halli
Reksturinn hefur tekist betur en áætlað var, segir Ólafiir Ragnar Grímsson
ÉG SAGÐI þegar ég lagði Qárlagafrumvarpið fram fyrir tæpu ári
síðan; að það væri tilraun til þess að ná nýjum tökum á ríkisfjármálun-
um. Ég tel þessar tölur sýna, að í rekstrinum hafí það tekist betur en
áætlanir stóðu til og sá vandi sem við stöndum frammi fyrir, hann
byggist á þrýstingi vegna atvinnulífsins og niðurgreiðslna og trygginga-
bóta,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, þegar hann
kynnti blaðamönnum í gær hvernig til hefði tekist með framkvæmd
fjárlaga fyrstu sjö mánuði ársins. Samkvæmt skýrslu, sem lögð var
fram, er greiðsluafkoma ríkissjóðs 3,3 milijörðum betri í júlílok en
áætlanir gerðu ráð fyrir og stafar það einkum af aukinni innlendri
lántöku ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir fjögurra til fimm milljarða króna
halla á ríkissjóði á árinu.
ríkissjóði, eru meðal annars 900
milljónir til aukinna tryggingabóta,
um 1.000 milljónir til frekari niður-
greiðslna en fjárlög gerðu ráð fyrir,
um 600 milljónir tíl atvinnumála og
um 400 milljónir í aukin vaxtaút-
gjöld tengd gengisbreytingum.
Framkvæmd fjárlaga
samkvæmt áætlun
I máli ráðherra kom fram að
greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs er
tæplega 3,3 milljörðum króna betri
en áætlað var, einkum vegna þess
að innlend lántaka er meiri en gert
var ráð fyrir. Spariskírteini hafa selst
fyrir 1,8 milljörðum hærri upphæð
en búist var við og ríkisvíxlar fyrir
1,5 milljarða umfram áætlun. Þá er
rekstrarafkoman 1,1 milljarði betri
en áætlað var. Innlend lán nema 5,6
milljörðum, þar af spariskírteini fyrir
3 milljarða og ríkisvíxlar fyrir 2,6
milljarða. ,
Vegna hinnar auknu lánsfjáröflun-
ar innanlands eru hreyfingar gagn-
vart Seðlabanka 3,5 milljörðum betri
en áætlað var. Peningamyndandi
halli gagnvart Seðlabanka var í júlí-
lok 1.540 milljónir króna, sem ráð-
herra segir vera þann minnsta í tíu
ár. Almenn rekstrargjöld ríkisstofn-
ana háfa lækkað um 3% að raungildi
miðað við sama tíma í fyrra. Olafur
sagði að 6,5% samdráttur hefði orðið
í yfirvinnu hjá ríkinu frá í fyrra. Þá
hafði stöðugildum í dagvinnu fjölgað
um 676, en á sama tíma í ár um 300.
Samdráttur hefur orðið í fjárfest-
ingum, í krónutölu hafa þær, ásamt
viðhaldi, aukist um 9% á meðan verð-
lag hefur hækkað um 16%.
Aukin útgjöld, sem valda halla á
„Það hefur verið mikil umræða
um það hjá einstökum aðilum að
framkvæmd ríkisfjármála á þessu ári
hafi farið úr böndunum. Þetta er
alrangt," sagði fjármálaráðherra.
„Framkvæmd fjárlaga á þessu ári
hefur í reynd staðist mjög vel áætlan-
ir, reyndar mun betur heldur en á
undanförnum árum. Breytingar á
afkomu ríkissjóðs sem fyrirsjáanleg-
ar eru á þessu ári stafa allar af nýj-
um ákvörðunum, sem teknar hafa
verið á undanfömum mánuðum."
Ólafur sagði mikilvægt að menn
gerðu sér grein fyrir muninum á því
að áætlanir íjárlaga standist sem
slíkar og þeim ákvörðunum sem hafa
í för með sér aukin útgjöld. „Það er
sérstaklega brýnt í ár, vegna þess
að niðurstaðan fyrstu sjö mánuði
ársins er sú, að séu þau samþykkt
fjárlög og framkvæmd þeirra skoðuð
hefur tekist betur en áformað var
að tryggja framkvæmd þeirra."
fjármálaráðherra sagði að ekki
væri sambærilegt að tala um rekstr-
argjöld ríkissjóðs og önnur gjöld.
„Þær breytingar sem urðu í ár og
skapa fyrirsjáanlega halla, sem kann
að nema 4-5 milljörðum, eru ekki
vegna halla í rekstri ríkisstofnana
og fyrirtækja, heldur vegna þess að
útgreiðslurnar í formi niðurgreiðslna,
tryggingabóta, útflutningsuppbóta
og annarra beinna peningagreiðslna
úr ríkissjóði hafa hækkað.“
Ólafur sagði að skatttekjur ríkisins
hefðu ekki aukist að raungildi á milli
ára. „Það er rétt að geta þess, vegna
útbreidds misskilnings, að svo er
ekki. Skatttekjur ríkisins í ár verða
sem hlutfall af þjóðhagsstaðli í raun
þær sömu og í fyrra, þannig að þær
skattabreytingar sem gerðar voru á
Alþingi í fyrra, hafa eingöngu í för
með sér að vega upp tap vegna sam-
dráttar í þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekjum, en fela ekki í sér raunaukn-
ingu á sköttum eða tekjum ríkisins.“
Hann sagði að í tillögum að fjár-
Iögum næsta árs væri miðað við að
raungildi skatta lækki um 1V2 milljarð
vegna samdráttar í landsframleiðslu.
„Hlutfail skatta og landsframleiðslu
verði hið sama, eða 26,5%.“
Nauðsynlegt að tekjur
ríkisins haldi sér
Ólafur var spurður hví tekjur ríkis-
ins ættu að haldast, meðan tekjur
annarra minnka. Hann sagði það
vera m.a. vegna þess að ríkið hefði
á undanförnum árum verið rekið að
verulegu leyti fyrir erlend lán sem
hafi verið stór þáttur í þeirri spreng-
ingu á vaxta- og peningamarkaði
sem hér hafði orðið. „Einn af veiga-
mestu þáttunum sem ég er að kynna
hér er að það hefur tekist að reka
ríkið fyrir innlent fé á þessu ári,
þess vegna hafa vextirnir meðal ann-
ars lækkað, jafnvægi skapast á pen-
ingamarkaði og þess vegna er verð-
bólgan á niðurleið. Til þess að skapa
þennan stöðugleika í efnahagslífinu,
jafnvægi á peningamarkaðnum og
lækka vextina, þá var nauðsynlegt
að láta tekjur ríkisins halda sér.“
Að lokum var Ólafur spurður hvort
það væri hans stefna að draga sam-
an í ríkisrekstrinum. „Já,“ sagði
hann, „ég lýsti því yfir og hef reynt
að hrinda því í framkvæmd, að það
væri eitt markmiða fjárlaganna að
ná fram sparnaði í ríkisrekstrinum
og tölurnar sem við kynnum hér í
dag, varðandi rekstrargjöldin í heild,
yfirvinnuna og stöðugildin, sýna að
verulegur árangur hefur náðst í þeim
efnum.“ Hann sagði að ef draga
ætti verulega saman kostaði það
mikinn niðurskurð, til dæmis með
lokun sjúkrahúsa og skóla. Ólafur
taldi vandkvæði á, að á móti því
kæmi skattalækkun og þar með auk-
ið ráðstöfunarfé fólks. „Þegar búið
er að reka ríkið með þeim hætti frá
1984 á hveiju ári að ríkisútgjöldin
hafa aukist um 7% að raungildi en
tekjurnar ekki nema um 4%, þá er
Ijóst að fyrirrennarar mínir í starfi
hafa valið hina léttu leið, að auka
ríkisútgjöldin, en sækja ekki þær
tekjur sem þarf á móti, eða þá niður-
skurð, til að minnka þau, hafa bara
brúað bilið með lántökum."
Ólafur sagði að halli ríkissjóðs á
þessu ári, 4-5 milljarðar eins og nú
horfir, verði ekki brúaður með er-
lendum lántökum, heldur að öllu leyti
með fjáröflun innanlands.
Þetta er ein vitlausasta tillaga sem
ég hef heyrt iengi,“ sagði Guð-
mundur.
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB segir samtökin ekki hafa
fengið tillögurnar í hendur og ekki
mótað afstöðu til þeirra. Hann sagði
sína afstöðu vera þá, að skattleggja
ætti fjármagnstekjur eins og aliar
aðrar tekjur í þjóðfélaginu. „Sem
felur í sér að sjálfsögðu ákveðin
skattleysismörk og fleira,“ sagði
hann. Ogmundur kvaðst ekki hafa
meira um það að segja að svo
komnu máli.
„í fyrsta lagi er rétt að undir-
strika það, að hér er ekki verið að
gera tillögur um að skattleggja
sparifé," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra. „Það
er mikill misskilningur sem fram
kemur í fjölmiðlum og í ummælum
ýmissa annarra að hér séu á ferð-
inni tillögur um að skattleggja
sparifé. Sparifé verður áfram al-
gjörlega eign þeirra sem það eiga
án nokkurrar skattlagningar. Og,
það sem meira er, að i tillögum
nefndarinnar felst það að þessi eign
sparifjáreigenda getur aukist að
raungildi án þess að til nokkurrar
skattlagningar komi. Það sem
nefndir er að leggja til, nefnd mjög
virtra sérfræðinga, er í fyrsta lagi
að það verði samræmi í skattamál-
um á milli tekna af vinnu, tekna
af eignum og svo þeirra tekna sem
menn hafa af fjármagni sínu.“
Ólafur lagði áherslu á að í dag
greiða einstaklingar ekki skatta af
þeim tekjum sem þeir hafa af fjár-
magni sínu og grundvallaratriði í
tillögum nefndarinnar væri að taka
upp hliðstætt samræmi í skattlagn-
ingu allra tekjuforma eins og
tíðkast í flestum nágrannalöndun-
um.
Hann sagði að einnig yrði að
gæta þess, að ef menn vildu sam-
ræma fjármagnsmarkað hér á landi
við það sem gerist í Evrópulöndum,
þá yrði sú samræming líka að
byggjast á því að vera með hlið-
stætt skattakerfi. „Alls staðar á
vesturlöndum hefur það verið meg-
instefnan í endurnýjun skattalaga
að búa til samræmdar reglur óháð
því hverjar atvinnugreinarnar eru
og óháð því hverjar tekjurnar eru.“
Ólafur segir að ekki sé ágreining-
ur um tillögurnar í ríkisstjórn. „Eg
hef satt að segja ekki orðið var við
neinn ágreining í þessu nema hjá
þeim hagsmunagæslumönnum
kapítalsins í landinu sem vilja hafa
það þjóðfélag þar sem arðurinn af
vinnunni og arðurinn af eignunum
sé skattlagður en arðurinn af fjár-
magninu sé skattfrjáls.“ Hann
kveðst gera ráð fyrir að ríkisstjórn-
in flytji frumvarp á næsta þingi,
sem í höfuðatriðum verði byggt á
þessum tillögum fjármagnsskatta-
nefndar.