Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 24

Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 24
*J~ __________________________.............(íij<íí naaftfjTOtö. .7 lUDAttOiMi/iN 6IÖA.I8MU0ÍI0M 24 ------------MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTÉMBER 1989 Eystrasalt: Fimmtán sovéskir sjómenn fórust er togari þeirra sökk Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. 15 SOVÉSKIR sjómenn fórust aðfararnótt miðvikudags þegar togari þeirra, Ladosjkin, sigldi á Leiðtogafiindur óháðra ríkja: Ulfóðámilli Afgana og Pakistana Belgrað. Reuter. FULLTRÚAR Afganistans og Pakistans á leiðtogafundi samtaka óháðra ríkja í Belgrað hafa sakað hverjir aðra um að draga stríðið í Afganistan á langinn. Pakistánar brugðust harkalega við ræðu sem Najibullah, forseti Afganistans, hélt á þriðjudag en þá sagði hann að pakistönsk stjórnvöld stæðu fyrir fyrir átökum og hryðjuverk- um í Afganistan með því að sjá mujahideen-skæruliðum fyrir vopnum. „Það hafa engin rök verið færð fyrir þessum ásökunum," sagði Nusrat Bhutto, fulltrúi Pakistans og móðir Benazir Bhutto, forsætisráð- herra landsins, í gær. Hún hafnaði jafnframt tillögum Najibullahs um alþjóðlega ráðstefnu um vandann í Afganistan og að nefnd á vegum samtaka óháðra ríkja tæki hann til meðferðar. Sagði hún að tillögurnar væru „örvæntingarfull tilraun fNajibullahs], til að nota samtökin sem pólitíska hindrun í vegi afgönsku þjóðarinnar". finnska olíuskipið Tebo Star um 28 sjómílur suðvestur af syðri odda Gotlands í Eystrasalti. Slös- uðum sjómanni var bjargað um borð í þyrlu sænska sjóhersins en hann var látinn þegar komið var með hann í sjúkrahúsið í Kalmar á austurströnd Svíþjóð- ar. Fjöldi sovéskra togara er nú að síldveiðum sunnan við Gotland í sam- ræmi við fiskveiðisamkomulag ríkis- stjórna Svíþjóðar og Sovétríkjanna sem gert var fyrir nokkrum árum. Tveir sovéskir togarar höfðu tekið sig út úr flota íjórtán annarra togara og svo virðist sem þeirra hafi ekki orðið vart í ratsjá Tebo Star, sem er 60.000 lesta olíuskip. Sjóréttur verður haldinn í borginni Kiel í Vest- ur-Þýskalandi en olíuskipið var á leið til Amsterdam. Slysið varð skömmu eftir mið- nætti. Sjórinn er aðeins þrettán gráðu heitur á þessum slóðum og var ieit að áhöfn togarans hætt síðdegis í gær þegar ieitarmenn sáu olíu og brak fljóta upp á sjávarborð- ið. Togarinn, sem er 25 metra lang- ur, sökk á innan við einni mínútu. Dýpið á slysstaðnum er um 50 metr- ar. Svo vildi til að skömmu fyrir slys- ið hófst æfing á vegum sænska sjó- hersins á svipuðum slóðum. Ekki er ljóst hvort togararnir hafi ætlað að afla upplýsinga á ólöglegan hátt um æfingamar. Ekki er heidur vitað hvort togarinn sem sökk hafi verið á alþjóðlegri siglingaleið er óhappið varð né heldur hvort skipvetjar hafi haft kveikt á siglingaljósum togarans við veiðarnar. Test of English as a Foreign Language TOEFL NÁMSKEIÐ TOEFL-NÁMSKEIÐIÐ er ætlað þeim sem vilja afla sér góðrar undirstöðu fyrir TOEFL-prófið. Á námskeiðinu er farið yfir hlustun, málfræði, lestrarskiining og orðaforða. Lögð er áhersla á hina sérstöku próftækni sem þarf til að ná góðum árangri á TOEFL-prófinu. Allt að sex æfingapróf verða tekin. TOEFL-PRÓFIÐ er talsvert frábrugðið þeim hefð- bundnu prófum sem tíðkast á íslandi. Megineinkenni þess er að farið er eftir nánum fyrirmælum um útfyllingu prófblaða. Hver prófþáttur hefur nákvæmlega afmark- aðan tíma og öll fyrirmæli eru á ensku. Fyrsta TOEFL-námskeiðið hefst 4. okt. Kennt verður þrisvar í viku, þrjá tíma í hvert skipti, samtals 30 klst. Kennari á námskeiðinu verður Bjarni Gunnarsson M.A. TOEFL-námskeÍðÍð er nauðsynlegt fyrir alla þá sem vilja ná góðum árangri á TOEFL-prófinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Málaskólanum. u^ru ■ ■ Málaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 Yfir 5.000 Austur-Þjóðveijar hafast við í tjöldum í Ungverjalandi og bíða þess að fá að fara til Vestur- Þýskalands. Talið er að hátt í 20.000 Austur-Þjóðveijar, sem kynnu að vilja flýja til Vestur-Þýskalands, bíði eftir því hvort ungversk sljórnvöld veiti þeim ferðaleyfi til Austurríkis. Myndin var tekin af Austur- Þjóðveijum borða morgunverð fyrir utan tjald sitt í gær. Austur-Þýskaland: Saka Vestur-Þjóðverja um brot á samkomulagi Ágreiningur meðal ráðamanna í Ungverjalandi um flóttamannamálið Austur-Berlín. Keuter. AUSTUR-ÞÝSK stjórnvöld Iýstu því yfir í gær að valdhafar í Vest- ur-Þýskalandi hefðu gengið á bak orða sinna og brotið samkomulag sem þýsku ríkin hefðu gert um austur-þýsku flóttamennina sem hafast við í vestur-þýskum sendi- ráðsskrifstofúm í Austur-Þýska- landi. Hin opinbera ADN-frétta- stofa sagði að vestur-þýskir ráða- menn og fjölmiölar befðu dreift lygum og óhróðri um austur- þýska ráðamenn vegna þverúðar þeirra í viðræðum um flótta- mannamálið. Ungversk stjórnvöld virtust, allt þar til á mánudag, ætla að leggja meiri þunga á samskipti sín við Vest- ur-Þjóðverja en rótgrónar skuld- bindingar sínar gagnvart hinum austur-þýsku bandamönnum sínum, með því að leyfa austur-þýskum flóttamönnum í Ungveijalandi að fara til Austurríkis. Á þriðjudag virt- • ust hins vegar harðlínumenn, undir forystu Karolys Grosz, leiðtoga kommúnistaflokksins, hafa náð und- irtökum innan ungverska kommúni- staflokksins. Ágreiningurinn innan ungversku ríkisstjórnarinnar kann að reynast þýðingarmikill, ekki ein- göngu með tilliti til austur-þýskra flóttamanna, heldur einnig fyrir alla stjórnmálaþróun í Mið-Evrópu. Bandaríkjameim loka sendiráðinu í Beirút Beirút. Reuter. „í viðræðum þýsku ríkisstjórnanna 31. ágúst síðastliðinn var loks gert samkomulag sem í aðalatriðum mið- ar að því að leysa mál flóttamann- anna,“ sagði í frétt ADN. Fréttastof- -an sagði að síðan hefði ekkert gerst í málinu og að ríkisstjórn Vestur- Þýskalands hefði brotið gegn sam- komulaginu. Ekki sagði í fréttinni hvað fólst í samkomulagi ríkjanna. Bandarísk sljórnvöld kölluðu a Beirút í Líbanon heim í gær. Ási öryggi sendiráðsstarfsmannanna. Flogið var með starfsmennina 30, þar á meðal sendiherrann John McCarthy, til Kýpur. Ákvörðun þar að lútandi kemur í kjölfar þess að Bandaríkjamenn hafa átt í deilum við Michel Aoun herforingja, leiðtoga kristinna manna í Beirút. Andúð i starfsmenn sína í sendiráðinu í ■ðan var fyrst og fremst ótti um, kristinna manna í garð Bandaríkja- manna hefur farið vaxandi í Beirút og mikil mótmæli hafa verið fyrir utan sendiráðið. Jafnvel þótti ástæða til að óttast að starfsmenn sendiráðs- ins yrðu hnepptir í gíslingu. Afvopnunarviðræður um hefðbundin vopn heijast í Vín í dag: Einhugnr um abropnunar- tillögur NATO í Evrópu Ágreiningur enn um eftirlitsákvæði hugsanlegs samnings Brussel. Reuter. Afvopnunarsérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa kynnt nákvæmar tillögur um fækkun hefðbundinna vopna, sem lagð- ar verða fyrir fúlltrúa Varsjárbandalagsins í dag, en nú eru af- vopnunarviðræður að hefjast á nýjan leik í Vínarborg. Sfjórnarerind- rekar í Brussel segja að þrátt fyrir að tillögur þessar séu fullmótað- ar, sé enn eftir að ganga frá eftirlitsákvæðum hugsanlegs samn- ings, sem takmarka mun fjölda hermanna, skriðdreka, orrustuflug- véla og stórskotaliðs í Evrópu, en slík ákvæði eru talin forsenda þess að samningar takist. „Þetta er hið flóknasta mál. Við vonumst alltaf til þess að áorka meiru en við gerum, en flestir eru þó ánægðir með þann árangur, sem náðst hefur,“ sagði ónafngreindur stjórnarerindreki eftir að samráðs- fundi fulltrúa aðildarríkja NATO lauk síðla á þriðjudagskvöld í aðal- stöðvum varnarbandalagsins í Bruss- el. NATO-ríkin ætla að reyna allt hvað þau geta til þess að komast að samkomulagi í samningaviðræðum sínum við austurblokkina um hefð- bundin vopn (CFE) á næsta ári, en það var Bandaríkjastjórn, sem átti frumkvæði að því að viðræðunum skyldi hraðað sem kostur væri. George Bush Bandaríkjaforseti vill láta viðræður um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna (START) bíða þar til niðurstaða fæst um hefð- bundnu vopnin, en viðræður um þau ná til vopna — annarra en kjarnorku- vopna — og herafla frá Atlantshafi til Úralfjalla. Engin fyrirstaða fyrir samningnm á næsta ári Varsjárbandalagið með Sovét- menn í broddi fylkingar hefur gefið til kynna, að frá þeirra bæjardyrum séð sé ekkert því til fyrirstöðu að samningar náist á næsta ári. NATO hyggst leggja til að „þak“ verði sett á fjölda hermanna Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á megin- landi Evrópu og samkvæmt þeim mætti hvor aðili um sig hafa 275.000 hermenn staðsetta í Evrópu. Þá skal jöfnuður ríkja á flestum sviðum þungra hergagna, sem nota má til árása á landi og í lofti. NATO leggur til að orrustuþotur megi vera 5.700 og orrustuþyrlur 1.900 hvoru megin jámtjaldsins. I maí lagði Varsjárbandalagið hins vegar til að samsvarandi tölur yrðu 3.000 og 3.400. Þrátt fyrir að þama beri nokkuð á milli hafa stjórnvöld í Moskvu sagt að þau telji tillögur NATO alvarlegar og uppbyggilegar. Þá munu sérfræðingar hafa komið sér saman um svonefndar „stöðug- leika“-tillögur, en í þeim felst meðal annars að hvor aðili um sig verði að láta hinn vita ef fyrirhugaður er mikill liðsflutningur, skriðdreka- deildir eða aðrar þungvopnaðar sveit- ir eru færðar á milli, eða mikill fjöldi varaliðsmanna er boðinn út til her- þjónustu. Ágreiningnr innan NATO um efitirlitsákvæðin Á hinn bóginn segja stjórnarerind- rekar í Brussel að ekki hafi tekist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.