Morgunblaðið - 07.09.1989, Page 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
+
JIJíirgíimM&ífrifti
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Ríkisaðstoð
við Patreksflörð?
Halldór Ásgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra, hefur
lagt til í ríkisstjórninni, að
Hlutafjársjóður fái aukið fé
á íjárlögum til þess að taka
þátt í endurreisn atvinnulífs
á Patreksfirði og væntanlega
í öðrum byggðarlögum, þar
sem svipað ástand kann að
skapast. Alþingi á að sjálf-
sögðu eftir að ræða þessa
tillögu og taka ákvörðun um,
hvort fé skattgreiðenda verð-
ur varið með þessum hætti.
Hér er auðvitað rætt um
að leggja fjármagn beint úr
ríkissjóði til atvinnuupp-
byggingar á Patreksfirði,
þótt Hlutafjársjóður hafi
milligöngu um flutning pen-
inganna til Patreksfjarðar.
Er þetta lausn á vandamálum
Patreksfirðinga? Hafa menn
sannfæringu fyrir því, að
með ríkisaðstoð verði unnt
að leysa atvinnuvandamál
þessa byggðarlags? Eða eru
stjórnmálamennirnir einfald-
lega að kaupa sér frið?
Patreksfjörður er ekki
fyrsta sjávarplássið á Islandi,
sem lendir í vanda af þessu
tagi. Það hefur oft gerzt áð-
ur, bæði á Vestfjörðum og
annars staðar, þótt kvóta-
kerfið breyti myndinni að
vísu nokkuð. Það eru t.d.
ekki nema rúmlega tveir ára-
tugir síðan atvinnulíf á Flat-
eyri við Önundarfjörð var í
rúst og atvinnufyrirtæki á
staðnum gjaldþrota. Hvað
gerðist? Það var ekki farið í
ríkiskassann til þess að leysa
vanda þess sjávarpláss.
Nokkrir dugmiklir einstakl-
ingar komu til sögunnar og
endurreistu atvinnulíf staðar-
ins á nokkrum árum. Það
stendur nú í blóma.
Það hlýtur að vera mikið
umhugsunarefni fyrir Pat-
reksfirðinga sjálfa, hvort sú
Ieið, sem sjávarútvegsráð-
herra leggur til að verði far-
in, sé skynsamleg fyrir þá.
Þeir hafa reynslu af atvinnu-
uppbyggingu, sem byggist á
miklum fjárframlögum úr
opinberum sjóðum. Niður-
staðan er öllum kunn. Er ein-
hver sérstök ástæða til að
æ ;la að betur gangi nú með
peningum úr ríkiskassanum?
Reynsla okkar íslendinga
af útgerð og fiskvinnslu er
sú, að þessar atvinnugreinar
séu bezt komnar í höndum
einstaklinga. Jafnvel sam-
vinnuhreyfingunni hefur ekki
farnazt vel í þessari atvinnu-
starfsemi. Þau frystihús og
útgerðarfyrirtæki, sem sam-
vinnuhreyfingin hefur byggt
upp á undanförnum árum og
áratugum, eru mun verr á
sig komin en atvinnurekstur
einstaklinga í þessari grein.
Ævintýrin gerast enn í
íslenzkum sjávarútvegi. Það
eru enn að koma til sögunnar
ungir menn, sem byrja sem
sjómenn á litlum bátum, taka
síðan við sem skipstjórar,
kaupa stærri bát og enda
með því að reka stórmyndar-
leg sjávarútvegsfyrirtæki.
Þessa menn er hægt að finna
um land allt. Patreksfjörður
þarf á einkaframtaki af þessu
tagi að halda. •
Það er áreiðanlega hægt
að finna á Patreksfirði og
annars staðar á Vestfjörðum
unga og upprennandi at-
hafnamenn, sem eru reiðu-
búnir að takast á við það
verkefni að byggja upp at-
vinnulíf staðarins á ný. Pat-
reksfjörður liggur vel við
fiskimiðum, þar býr dugmik-
ið fólk, sem hefur alla burði
til að bjarga sér sjálft. Það
er rangt að kæfa framtaks-
semi þessa fólks í peningum
úr ríkiskassanum.
íslenzka ríkið á ekki að
skipta sér af útgerðarrekstri.
Þótt lítil reynsla sé komin á
starfsemi Hlutaijársjóðs
bendir margt til, að hún
muni koma í veg fyrir aukna
hagræðingu í sjávarútvegi.
Það skiptir engu máli, þótt
búið sé að setja upp nýjan
millilið, sem heitir Hlutafjár-
sjóður. Hér er einfaldlega um
það að tefla, að íslenzka ríkið
er að fara-út í rekstur útgerð-
ar og fiskvinnslu. Tími bæjar-
útgerða er liðinn. Það eru
engin rök fyrir því að setja
á fót ríkisútgerð á Patreks-
firði. Enda skal fullyrt, að
það er sízt af öllu vilji Pat-
reksfirðinga að svo verði.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
E -I 33 tttt:
29
mmm
Dagar í París III;
Miðdepill Evrópu
- nafli heimsins
eftirBraga
Asgeirsson
Vafalítið stefna ráðamenn í Frakkl-
andi að því, að París verði áhrifaríkast-
ur miðdepill Evrópu og væntanlega
nafli heimsins í framtíðinni, er álfan
sameinast í sterka heild.
Og þannig séð má telja allar bygg-
ingarframkvæmdir í tilefni byltingar-
afmælisins einungis lið í stærra sam-
hengi. Sjálfsagt þótti að nota tilefnið
og ausa fé í viðamiklar athafnir, er
myndu svo varpa ljóma á borgina og
þjóðina alla. Virkja þjóðarstoltið.
Fyrir utan allar byggingarfram-
kvæmdirnar má nefna, að Sigurboginn
var hreinsaður og gert við miklar upp-
safnaðar skemmdir og kostaði það eitt
marga milljónatugi franka.
Þegar iagt er í slíkar tilfæringar,
sem þjóðin borgar, þá er mikilvægt
að standa með báða fætur á jörðinni
og gott tilefni í bakhendinni. Það sem
Frakkar ætluðu sér að gera í tilefni
byltingarafmælisins luku þeir að
mestu við fyrir hátíðarhöldin — þeir
gáfu hins vegar þjóð sinni ekki einung-
is fögur og hástemmd loforð á af-
mælisdaginn og fólu framtíðinni að
efna þau, eins og ráðamönnum á norð-
lægari breiddargráðum hættir tii að
gera af mikilli rausn.
Þetta er að kunna að setja sér metn-
aðarfuilt markmið vitandi það að
leggja má að jöfnu að ná því og að
vera sterk, mikil og sjálfstæð þjóð.
Árum saman bjó þjóðin sig undir hátí-
ðarhöldin í sambandi við 200 ára bylt-
ingarafmælið, og vissulega litu menn
stóra hluti í París, sem vígðir voru á
Bastilludaginn hinn 14. júlí sl. og
tímann fyrir og eftir. Og allur heimur-
inn fylgdist með og stóð á öndinni
fullur aðdáunar. Borg borganna er í
stöðugri geijun og endurnýjun og má
sumt vera umdeilt, en annað er hafið
yfir aliar deilur.
Eins og uppbygging vísindahverfis-
ins í Parc de la Villette,— miklu garð-
svæði í útjaðri borgarinnar, bygging
Sigurbogans mikla í háhýsahverfmu
la Defense, sem rýfur annars lífvana
og eintóna háhýsabyggingar. Af ýms-
um er hann í gamni nefndur Sigur-
bogi Mitterands! En bygging pýramíð-
ans við Louvre og nýju óperunnar við
Bastiliutorg eru hvorttveggja umdeild-
ar framkvæmdir. Ég leyfi mér ekki
að dæma enn sem komið er um pýr-
amíðann, en ég er stórhrifinn af útliti
óperunnar, þrátt fyrir að hún stingi í
stúf við byggingarstíl húsanna allt um
kring. Vegna þess einfaldlega, að hér
er fortíðin dregin fram og yfirfærð í
nútíma byggingarstíl, og framkvæmd-
in er þannig í takt við söguna. Húsið
minnir á varnarmúra og Bastilluna og
virðist að auk fyrst og fremst vera
miðað við þær þarfir, sem það er byggt
fyrir, en ekki duttlunga húsameistar-
anna.
Og það hefur í einu og öllu verið
byggt sem aldrei áður í París, því að
ný íbúðarhverfi hafa risið í útjaðri
borgarinnar. Og í hjarta borgarinnar
eru hinar miklu húsasamstæður í slát-
urhúsahverfinu „les Halles“ horfnar
ásamt öllu því mikla og fjölskrúðuga
mannlífi, er þar þróaðist, en nýtt
hverfi íburðarmikilla íbúða og verzlun-
armiðstöð risið í staðinn, — með ann-
ars konar og prúðara mannlífi.
Ég hef fylgzt vel með þessum risav-
öxnu framkvæmdum stig af stigi í
heimsóknum mínum til Parísar í rúman
áratug og tekið ótal ljósmyndir af þró-
un byggingarinnar, en hef, þótt undar-
legt sé, mun minni áhuga á að kynn-
ast árangrinum þótt margt sé þar eftir-
tektarvert — það bíður betri tíma.
Og þótt Beauborg-menningarmið-
stöðin og vísindahverfið hafi ekki
beinlínis verið byggð í tilefni byltingar-
afmælisins voru framkvæmdirnar liður
í metnaðarfullum ásetningi til að taka
frumkvæðið í menningu og listum í
sínar hendur og kynda undir þjóðar-
stoltið. Auka áhugann á þessum
grunngreinum þjóðfélagsins.
Tákn Parísarborgar seinni tíma, Eiffelturninn, varð 100 ára í sumar
og var haldið upp á vígsludaginn með gífurlegri flugeldasýningu og
hljómleikum, sem álitið er að um 600 þúsund manns hafi sótt — auk
allra þeirra er fylgdust með ljósadýrðinni úr Qarlægð.
Það hefur og tekizt, enda hafa sum-
ar viðamiklar listsýningar hlotið meiri
aðsókn en dæmi eru til um, svo sem
hin mikla sýning „Vínarborg" 1880-
1938, en menningarsetrið var opið til
tvö á nóttunni einu sinni á viku, vegna
þess að áhugi Parísarbúa var svo mik-
ill!
Það var og til þess tekið, hve það
væri furðuleg tilfinning að fara á list-
sýningu klukkan eitt um nóttina! Mörg
eldri söfn hafa verið endurnýjuð og
voru að opna í þann mund, er ég hélt
út til íslands, t.d. Musée Carnvalet og
Victor Hugo-safnið, sem bæði eru í
Marais-hverfinu. Og ýmis hverfi hafa
verið endurbyggð eins og t.d. „L’Hor-
loge“ í kjarna borgarinnar og þá ekki
farið eftir erfðavenjunni. Ytri hliðar
húsasamstæðnanna hafa fengið að
halda einkennum sínum, hvað snertir
hæð og framhliðar og þær hreinsaðar.
En öllu öðru hafa menn gjörbreytt.
Fari maður á bak við, opnast manni
alveg nýr og foivitnilegur borgarhluti
íbúðarhúsa og verzlana, og hér eins
og annars staðar í París er mannfólk-
inu þröngt troðið á hvern fermetra.
Dálítið sem Reykvíkingar eiga erfitt
með að ímynda sér enda með öllu
óþekkt í þeim mæli.
Og fleiri hverfi hafa verið endur-
byggð svo sem í kringum Rue Saint
Paul í Marais-hverfinu en farið um þau
mildari höndum. Bakhús hafa verið
fjarlægð, sem skapar aukna rýmistil-
finningu, og það er til bóta, að sum
bakhúsin hafa þó fengið að standa.
Og til að bæta það upp, sem rifið var
niður og veita endurnýjuðu lífi í hverf-
ið, hafa verzlanir verið innréttaðar víða
á jarðhæð.
En jafnframt er það inni í skipulag-
inu að vernda gömul söguleg hverfi
og sett hafa verið lög til að hindra
framrás skrifstofuhúsnæðis í íbúðar-
hverfum.
Marais-hverfið hefur notið góðs af
þeirri stefnu, þvi að bæði hefur hverf-
ið gengizt undir endurnýjun gamalla
bygginga og svo þarf að leita með
logandi ljósi að almennum skrifstofu-
byggingum. En mannlega hliðin hefur
algjöran forgang, enda óvíða jafn mik-
ið um verzlanir og veitingahús. Allt
er þannig á fullu í enduruppbyggingu
Parísarborgar, en húsnæðiseklan er
gríðarleg, þannig að hver íbúðarfer-
metri í miðborginni er a.m.k. tíu sinn-
um dýrari en t.d. í Reykjavík. í París
sjálfri búa 2,2 milljónir íbúa, en á því
svæði, sem menn nefna stór-París, búa
10 milljónir. Marais-hverfið er sagt
vinsælt meðal íslenzkra námsmanna,
að mér var sagt, enda hafa þeir búið
þar víða, en þó einkum við göturnar
Rue du Temple og Rue Vieille du
Temple, sem eru miklar íbúðargötur.
Um það hafði ég lengi vel enga
hugmynd, og til Parísar kemur maður
ekki til að hitta íslendinga né borða
hangikjöt og harðfisk — frekar til að
hvíla sig á þeim. Og þannig fannst
mér það meira en fullt starf að hvíla
mig á minni eigin þjóð fyrstu vikurnar.
Hitti fyrst Islending á biðstöð neð-
anjarðarlestar á tíunda degi mínum í
borginni, en hann reyndist ekki búsett-
ur í París heldur ferðalangur frá
Svíþjóð, er eitthvað kannaðist við
skrítna manninn.
Tónlistarhátíð í
Latínuhverfinu
Auðvitað hafði ég gert vinum
mínum búsettum í París orð, en nefndi
ekki nákvæmlega hvenær ég kæmi og
var þannig orðinn all sjóaður á borg-
inni, áður en ég hitti þá.
En að því kom að ég fékk skilaboð
frá þeim öllum og svo til í einu í póst-
hólfið mitt!
í rólegu hverfi í næsta nágrenni við
Boulogne-skóginn, er nefnist Neuilly
sur Seine, býr fýrrverandi mágkona
mín og kær vinkona frá fornu fari,
gift inn í sterkefnaða ijölskyldu.
Hana heimsæki ég jafnaðarlega, er
ég er á ferð í París, enda hefur fólkið
um margt sömu áhugamál og ég og
heimili þeirra hið menningarlegasta,
og á því hef ég og meiri áhuga en
peningunum!
Þau hafa vaxandi áhuga á málverk-
um og fomgripum og sækja uppboð
reglulega og fylgjast með sveiflum í
Jistheiminum.
Eiginmaðurinn Brúnó fylgist með
nokkurri forundran með íslendingum,
fórnar höndum og hristir mæðulega
höfuðið, þegar talið berst að umferðar-
menningunni og verðbólgunni, þetta
er ofvaxið skilningi hans eins og
margra fleiri í útlandinu.
Hann hefur tyllt tá á íslandi og
segir iðulega í gamni, að fyrir þann
pening, sem menn fá leigðan bíl í
París, sé kannski hægt að fá leigt
reiðhjól í Reykjavík!
Og eitthvað ætti hann að þekkja til
bíla og umferðarmenningar, því að
fyrirtæki hans á nokkur hundruð af
þeim, og hann eins og þeytispjald frá
því eldsnemma á morgnana og fram
til kvölds við stjórnun þess. En hann
gefur sér þó tíma til að bjóða mér út
að borða — í stórar steikur, ostrur eða
thailenzkan mat — og hvílíkt lostæti.
Þetta er fólk, sem þekkir það besta
í París og fræðir mig m.a. á því að
til Parísar berist úrvalið hvaðanæva
af landinu og einnig frá útlöndum.
París er sem sé toppurinn, en það
þarf kunnáttu og smekk til að finna
hlutina.
í þýsku bókabúðinni við Beauborg-
menningarmiðstöðina sá ég líka veg-
lega bók, er fjallaði einmitt eingöngu
um lostæti Parísarborgar, hvar helst
væri hægt að nálgast það og hvar
bestu veitingastaðina væri að finna,
ásamt því hver væri sérgrein matsvein-
anna á hveijum stað. Þessi atriði eru
einnig mikil list, með sanni háþróuð
listgrein, með erfðavenjum, er ná þús-
undir ára aftur í tímann, ekki síður
en málaralistin.
— Einn morguninn, er sonur minn
var kominn, hringir konan og býður
okkur á tónlistarhátíð með meiru í
Latínuhverfinu og kvaðst sækja okkur
á listamiðstöðina um kvöldmatarleytið.
í stað þess að koma með manninn
sinn var hún með vinkonu sinni til að
gæta fyllsta jöfnuðar kynjanna að
frönskum hætti. Var svo ekið rakleiðis
í Latínuhverfið og fundin bílageymslan
á Rue de Buci í miðju hverfinu, en þar
bjó Erró lengi vel, en hefur flutt sig
um nokkrar húslengdir og þar hefur
gatan annað nafn.
Eftir mikla leit fann hún loks laust
stæði, en þó ekki fyrr en á fjórðu hæð
niður og við hliðina á Mercedes Benz-
bíl, sem kominn var til ára sinna, en
var gott kennileiti í einlitri bílamergð-
inni.
Það er all merkileg tilfinning að
koma í nútíma bílageymslu í jafn grónu
og sögufrægu hverfi, og flest dettur
manni í hug annað, en að bílageymsl-
ur leynist undir yfirborðinu þarna. Var
síðan gengið í rólegheitum um göturn-
ar og mannlífið skoðað, en mikil gleði
og galsi var í fólkinu og ótal hljóm-
sveitir að spila á götunum. Sumstaðar
var rétt hægt að feta sig áfram fyrir
mannijöldanum og þá einkum í hinum
þrengri hliðargötum. Fluttum við okk-
ur þá út á breiðgötuna St. Germain
og gengum fram hjá kirkjunni fornu,
veitingastaðnum fræga les Deuz Ma-
gots og komum að listamannakaffi-
húsinu nafnkennda Café Flora, sveigð-
um þá inn á hliðargötu og settumst
inn á úrvals matsölustað rétt fyrir
neðan kaffihúsið.
Á breiðgötunni hafði mér orðið star-
sýnt á hinar veglegu íbúðir á efstu
hæðunum hinum megin götunnar og
segi: „Hér væri gaman að búa og hvað
skyldu íbúðirnar eiginlega kosta?“ Og
það var einmitt þá, sem ég gerði mér
grein fyrir fasteignaverðinu í París,
því að svarið kom án tafar: „Ekki
minna en tíu milljónir franka" (rúmar
92 milljónir ísl. kr.). Konan rökstuddi
þetta en sagði svo, að stundum ætti
fólkið ekki nema fjórða hluta eignar-
innar.
Fyrir það, sem okkur fyndist lítil
og léleg íbúð í þessu hverfi og fleirum
miðsvæðis í Parísarborg, er sem sagt
hægt að kaupa stórhýsi hér heima. —
Það var líf og fjör í götunni, þar sem
við áðum. Á einum stað var fólk að
æfa dansspor undir stjórn kvenskör-
ungs nokkurs með miklum tilþrifum
og var kostulegt að fýlgjast með því,
hvemig bláókunnugt fólk varð að vin-
um um stund og kastaði af sér grímu
hvunndagsins.
Eldgleypar voru á fullu og trúðar
ýmiss konar, en þó var þetta enginn
karnival heldur ekta frönsk tónlistar-
hátíð með léttu sniði, sem er árviss
viðburður og er mikið fyrir augað.
Höfðum við af þessu hina bestu
skemmtan og góða yfirsýn frá pallin-
um, þar sem við snæddum.
Ég komst að því, að hinn fjallmynd-
arlegi sessunautur minn var tékknesk-
ur, og er ég sagðist þá einmitt líafa
verið að lesa merkilega grein í þýzku
blaði um stjórnmálalífið í Tékkósló-
vakíu, kom upp úr kafinu, að konan
hafði næsta lítið haft af landinu að
segja, því faðir hennar hafði verið
stjórnarerindreki með aðsetri í Addis
Abeba í Eþíópíu, þar sem hún ólst
upp. Það er oft margt skrítið í kýr-
hausnum og heimurinn lítill. Er við svo
héldum heim, er áliðið var kvölds, þá
var allt ennþá í hámarki og nú tók
bara við það minnisstæðasta, en ekki
skemmtilegasta, sem var bílferðin til
baka.
Það tók óralangan tíma að komast
út úr bílageymslunni, svo menn voru
jafnvel farnir að fá snert af innilokun-
arkennd, en þá tók ekki betra við, því
að bílalestin mjakaðist rétt áfram og
fólksmergðin óskapleg. Þurfti að gæta
ýtrustu varúðar og láta hvergi sinn
hlut, en sýna þó fyllstu tillitssemi.
Þarna upplifði ég eina verstu hlið
þess óskapnaðar, sem bílamergð stór-
borga er orðin og það er skiljanlegt,
að jafnvel efnaðir Parísarbúar kjósa
heldur að eiga lítinn bíl en stóran og
fínan vegna umferðarinnar og erfið-
leika við að leggja þeim.
— Það var og ánægjulegt að eiga
sérstakt kvöld með þeim Nínu Gauta-
dóttur listmálara og Laufeyju Helga-
dóttur listsögufræðingi og eiginmönn-
um þeirra, heima hjá hinum gestrisnu
og listrænu hjónum, nokkrum dögum
áður en ég fór.
Annað sem er mér í góðu minni,
er móttaka á skrifstofu Flugleiða
föstudaginn 16. júní. Þar átti ég að
hitta Ernu Ragnarsdóttur, sem hafði
boðið okkur syni mínum í kvöldverð.
Kom hún beint úr hönnunarskólanum
þar sem hún var á kafi í lokaverkefni
og hver mínúta dýrmæt.
Á heimili Monsieur Chapoutot — talið frá vinstri dr. Haas, Erró,
Monsieur Chapoutot, áhrifamaður frá Renault-bílaverksmiðjun-
um og kona hans.
Var þetta ákaflega notaleg og
menningarleg móttaka og ég tók eftir
því, að fólk sótti mest í ávaxtasafann
þótt nóg væri af öðrum drykkjarföng-
um. Þegar á tímann leið gerðist það
að sonur minn rakst óvart á slökkva-
rann og slokknuðu ljósin eitt augna-
blik, en fólkið tók þetta sem brott-
fararmerki og fór margt að tygja sig!
En strákurinn var hinsvegar alveg
eyðilagður.
Erró og
Monsieur Chapoutot
Ástæðan til þess að Erró gerði ekki
vart við sig fyrr var, að hann hafði
brugðið sér til Feneyja. Hafði hann
verið boðaður þangað til að sitja í
dómnefnd varðandi vegleg verðlaun til
myndlistarmanns — upp á nokkrar
milljónir eða milljónatugi líra. Var það
í fyrsta skipti á ævinni, sem Erró tek-
ur slíkt að sér og var það vegna þess
að hann var tilnefndur af vini sínum,
Pontus Hultén, fyrrum yfirmann Beau-
borg-menningarmiðstöðvarinnar. En
hann hringdi til mín, um leið og hann
kom í miðri viku og lágu skilaboð til
mín í pósthólfinu, er ég kom úr skoðun-
arferð einn daginn.
Hafði ég samband við hann og
stefndi hann mér á vinnustofuna til
sín sama kvöld.
Erró dreif mig svo fljótlega út í
mat á nærliggjandi veitingastað og var
mjög hress, lék á als oddi, enda nóg
að gera og það er hans líf og yndi,
eins og fleiri listamanna. Hann leit vel
út og var vel á sig kominn, en hafði
þó misst á tærnar stóra mynd fyrr um
daginn og þorði ekki fyrir sitt litla líf
að smakka á rauðvíni — lét sér ölkeldu-
vatn og bjórdreitil nægja.
í landinu, þar sem opinskátt og
feimnislaust er talað um vín, segir
hann mér, að hann hafi ekki bragðað
brennd vín í tvö ár og sé allt annar
maður fyrir vikið og heilsan upp á það
besta. Liðagigtin, sem hijáði hann
stundum, sé með öllu horfin og hann
hafi losað sig við aukakílóin. En á
rauðvíninu hafði hann sama áhuga og
áður, en einungis með mat auðvitað
og bjór væri í lagi inn á milli. Hann
pantaði fyrir mig úrvals rauðvín og
gat ekki stillt sig um að taka nokk-
urra dropa bragðprufu úr glasi mínu,
er leið á máltíðina og sagði svo:
„Fjandans tærnar."
Ég hafði mikinn áhuga á að fræð-
ast um listalífið í París og var m.a.
kominn gagngert til þess með hliðsjón
af þróuninni heima. Hér kom ég auð-
vitað ekki að tómum kofunum, þar sem
Erró var, sem þekkir inn á alla hluti
og var ekkört að skafa af þeim.
Hann var sammála mér um margt,
hvað þróunina í listheiminum snerti
og við vorum báðir jafn hissa á því,
hve þekkt listhús austan hafs og vest-
an eru iðulega með marga slaka lista-
menn á sínum vegum en auglýsa þá
stíft.
Okkur þótti gott að hittast aftur,
ekki síst vegna þess að þróunin hefur
orðið svipuð hjá okkur um sumt, en
þó á annan hátt — sjáum lítið til
ýmissa fyrri vina, jafnvel þótt þeir séu
á næstu grösum, að segja má, og vinn-
um mikið fyrir luktum dyrum, þótt við
séum síst af öllu einangraðir í lífi og
starfi.
En vini missir maður ekki, veit bara
hveijir þeir eru, er fram sækir. Að-
stæður, sem skapa kunnleik og mikla
samveru um tíma, er ekki traust vin-
átta heldur eins konar tímabundið
haldreipi eða athvarf og hverfult eins
og lífið sjálft.
Kvöldið leið fljótt og við yfirgáfum
staðinn fyrr en við ætluðum af tillits-
semi við hóp af ungu og kátu fólki,
sem beið eftir borði, óg báðir vorum
við hálf þreyttir eftir erfiðan dag. Erró
hafði og í nógu að snúast við að skipu-
leggja vinnuna á ný. Framundan var
m.a. skottúr til Sviss og ferð til New
York á vegum Air France til að árita
þar veggspjald, sem hann hafði hann-
að fyrir flugfélagið — í svona tvo tíma,
sagði hann, — fæ vikuferð auk þókn-
unar. Kvaðst aðeins verða í hálfan dag
í París, er til baka kæmi, — til að ná
í Vilai og taka hana með til Forment-
era á Spáni. Væri að ljúka við fjórar
stórar myndir fyrir safnara nokkurn,
sem færu í burtu úr vinnustofunni á
mánudag.
Vilai væri á heimaslóðum í Thai-
landi, en kæmi eftir tíu daga. Öll spjót
stóðu þannig á honum, en ég benti
honum á, að ég væri fyrst og fremst
í París til að rækta sjálfan mig, en
ekki að eyða tíma í heimsóknir.
Hann reyndi þó fljótlega að ná í
mig aftur eftir helgina, en þá fóru
|§®f
V.!
Nýja óperan við Bastillutorgið er glæsileg bygging.
skilaboðin á mis — fékk þau of seint
upp í hendurnar — hann hafði þurft
að fafa í matarboð og þótti tilvalið að
taka mig með til að nýta tímann, slá
tvær flugur í einu höggi!
Sendi mér þá bréf í öryggisskyni
og stefndi mér á vinnustofu sína næsta
laugardagskvöld.
Og þá reyndist einmitt veisla fram-
undan — í fínni og nýrri íbúð, segir
Erró — eigum að vígja íbúðina, enda
fyrsta matarboðið innan veggja henn-
ar. Nú verður gaman.
Ekið var um alla borgina — fram
hjá Neuilly sur Seine og í la Defense-
háhýsahverfið, en við bogann þar end-
ar konungsmöndullinn samkvæmt
nýiTÍ skilgreiningu. Eftir að hafa ekið
í gegnum hverfið komum við í snyrti-
legt íbúðarhverfi og fundum von br;áð-
ar húsið.
Reyndist þetta rúmgóð og mikil íbúð
á tveim hæðum og með stórum útsýn-
issvölum, þar sem sá vítt yfir um ná-
grennið. Var þar og bæli fyrir heimilis-
hundinn, sem var íjarverandi af gildum
ástæðum.
— Myndir eftir Erró héngu á öllum
veggjum og þekkti ég strax aftur hin-
ar fjórar stóru myndir frá vinnustof-
unni. Ein stór Scape-mynd hékk meira
að segja á vegg í stigaganginum á
milli hæða en var pökkuð í plast vegna
þess að iðnaðarmenn voru enn að vinna
uppi.
Hér reyndist eiga heima einn af
velunnurum listamannsins um þessar
mundir, Monsieur Chapoutot, sem
safnar myndum eftir um 20 myndlist-
armenn og á mikið safn mynda eftir
þá. En þetta kvöld var eins konar
heiðurskvöld fyrir Erró og í því tilefni
voru eingöngu myndir hans uppi.
Var ég upplýstur á því að heimilis-
hundurinn hefði allt annan mynda-
smekk en húsbóndinn og réðist gjarn-
an á myndir Errós, er hann sæi þær
og hefði glefsað í eina, svo að orðið
hefði að senda hana í dýra viðgerð.
Viðgerð sem kostaði jafn mikið og 20
svona hundar. En síðan er hann kallað-
ur Erróbítur eða eitthvað í þá áttina.
Það sem vakti óskipta athygli okkar
var, að fram var borinn lystauki í for-
láta gullbikurum. Var sonur minn lengi
að jafna sig við þá sýn, enda hafði
hann ekki fyrr á ævinni drukkið úr
jafn verðmætu íláti.
En þessir bikarar höfðu þá náttúru,
ásamt innihaldinu, að koma mann-
skapnum strax í gott skap og ekki
spillti flöskumergð eðalvína á borðinu
— sem þó var ekki snert við, létum
pkkur nægja lystaukann og rauðvínið.
í slíkum húsum fá menn það, sem
þeir vilja og því er andrúmið svo
óþvingað.
Þarna var og áhrifamaður frá Re-
nault-verksmiðjunum og kona hans,
iæknir nokkur, dr. Haas, einn sá besti
í París, sem er mikill vinur Errós, og
loks eins konar umboðsmaður og holl-
vinur Errós á íslandi, Garðar Svavars-
son. Miðaldra gestgjafinn reyndist
giftur kornungri og fagurri konu,
dökkri á bmn og brá með kolsvart
hár, og sem flestir hefðu helst viljað
nema á brott með sér með fullri virð-
ingu fyrir gullbikurunum. Um beina
gekk svo þrekvaxinn og kolsvartur
stubbur frá Mosambique, að ég held.
Eftir lystaukann og létt spjall beið
okkar langt og strangt borðhald svo
sem venjan býður í París. Nú voru
tæmar á Erró komnar í lag, og hann
meðhöndlaði rauðvínið eins og hálærð-
ur vísindamaður. Jafnan er margfalt
meira talað um vínið á slíkum stundum
en drukkið og er með ólíkindum hve
andagiftin er jafnan mikil. Sumir tala
um börnin sín yfir veizluborðum, aðrir
um dægurmál, enn aðrir um hundana
sína, en Frakkar tala mest um vínið,
sem þeir innbyrða og alla hina ótelj-
andi eiginleika þeirra. Árganginn,
veðráttuna, sem var þann tíma, sem
þau voru að geijast o.s.frv.
Það er að hrista glasið með til-
heyrandi sveiflum, þefa af því, dreypa
á því, horfa á það, dást að því og loks
fá sér gúlsopa og smjatta út í loftið.
Að loknu slíku borðhaldi dreifa
menn sér og síðan fá allir kaffi í litlum
bollum, svo sterkt að það gæti drepið
hest, og fimm stjörnu koníak til að
milda og jafna áhrifin, dreifa þeim um
hveija taug líkamans.
Kvöldið leið fljótt og geymist í minn-
inu — Erró lék á als oddi enda kann
hann þá list að taka sér hvíld og
bregða á leik. Hann sagði ýmsar sögur
af miklum tilþrifum, m.a. af vini sínum
einum, sem væri svo æstur í lífið, að
er þeir væru úti með honum tæki það
minnst hálftíma að koma annarri löpp-
inni á honum inn í leigubíl, er heim
skyldi haldið og ekki væru tilþrifin
minni er hann kæmist í kvenfólk því
að þar væri hann óstöðvandi!
Ög svo voru rifjaðir upp gamlir
þriggja störnu brandarar og hlegið
dátt.
— Ég mann ekki, hvort það var þá
eða við annað tækifæri, sem mér var
sagt, að rauðvínsárgangurinn 1988
væri frábær, kannski sá besti frá alda-
mótum. Eða var það hjá mágkonunni
fyrrverandi í Neuilly sur Seine daginn
eftir, er við sátum úti í garði í yndis-
legu veðri og þau hjónin voru að for-
vitnast um nefnt kvöld?
Spurðu um deili á manninum, ég
hélt hann eiga lyfjafyrirtæki og svo
stundaði hann viðskipti í kauphöllinni,
var víst eitthvað að tala um að hann
hefði tapað miklu í fyrra. Brúnó kann-
aðist vel við nafnið Chapoutot. Mág-
konan hváði, sagðirðu tapað? Þeim
gekk víst illa í kauphöllinni um tíma
í fyrra, en það er löngu liðið, nú ganga
þeir á gulli.
— Skíra gulli.
Leiðréttingar
I tveim fyrri Parísarpistlum mínum
voru nokkrar smávillur en ekki svo
alvarlegar, að upplýstir lesendur átti
sig ekki á þeim. En stundum vilja þær
verða meinlegar, þótt lítið láti yfir
sér, eins og t.d. þegar óopinbert verð-
ur opinbert vegna þess að forliðurinn
dettur út og merkingin verður þá and-
stæð! Slíkt skeður því miður of oft og
á einnig við um mikilvæg samtenging-
arorð eins og en. Ég nenni hreint ekki
að vera að eltast við slíkar smávillur
og leiðrétta þær, en nokkuð þótti mér
meinlegt, þegar ég sá, að áhersluorðið
„ekki“ féll niður í kvæði Tómasar
Guðmundssonar, sem veikti allmikið
annars hnitmiðuð lok kaflans. Rétt er
ljóðlínan auðvitað: „Sleppið ekki sjón-
um af yðar pokum“.
Annað, sem kemur ekki þessum
pistlum við, en hefur þráfaldlega kom-
ið fýrir áður, er að útlagning mín á
heiti Norrænu listamiðstöðvarinnar
„Sveaborg“ — Svíavirki verður að
Svíaríki(!) á leiðinni á síður blaðsins.
Málið er, að Sveaborg eða Suomenl-
inna, eins og Finnar nefna það, var
lengi nafnkennt sænskt virki á eyju
rétt við Helsingfors og er ég að vísa
til þess í þýðingu minni.
Nú kemur listamiðstöðin Svíaríki
ekki meira við en öðrum norrænum
ríkjum, þótt vera megi, að þeir ráði
eða vilji ráða þar meiru en góðu hófi
gegnir, sem þó liggur á milli hluta og
hefur ekki verið til umfjöllunar.
En á þennan hátt geta smávillur
skint sköpum um, hvort rétt meining
komist til skila og í sumum tilvikum
orðið að meinlegum misskilningi.