Morgunblaðið - 07.09.1989, Síða 38
MQRGUNBLAÐIÐ: FIMMT.UDAGUE 7. SEPTEMBBR 1989
38
Nýja
45 cm
breiða
vélin
er góð
lausn!
LADY
PLUS45
frá
Siemens
SMUH&
NORLAND
Nóatúni 4
Sími 28300
SSIEMENSj
Eldhúsið
þitt er
ekki of
lítið
fyrir
upp-
þvotta-
vélj
Þessi
vél
sannar
það.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
mW ARMA
W PLAST
ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640
Kýrin var Sæmundar
eftir Guðjón
Friðriksson
Lítið lát ætlar að verða á skrifum
um hreppaflutning fátækra hjóna
frá ísafirði árið 1933 og þátt Finns
Jónssonar í honum. Finnur Birgis-
son, sonarsonur hans, greip enn til
pennans í Morgunblaðinu 31. ágúst
og daginn eftir birtust skrif eftir
Unnar Stefánsson þar sem hann lýs-
ir dvöl þeirra Sæmundar Guðmunds-
sonar og Ríkeyjar Eiríksdóttur í
Árneshreppi eftir að þau voru flutt
nauðungarflutningi þangað og hefur
hann frásögnina eftir ónafngreindri
konu úr hreppnum. Ég kippi mér
lítið upp við skammir Finns en finnst
hins vegar hreppaflutningar árið
1933 allrar athygli verðir frá sögu-
legu sjónarmiði. Ég vil því leitast
við að rekja þetta mál nokkuð enn
eftir viðbótarupplýsingum sem ég
hef fengið, og leiðrétta viðbótarupp-
lýsingu, sem ég hef fengið, og leið-
rétta nokkrar rangfærslur í frásögn
konunnar af Ströndum, ennfremur
víkja að frétt sem birtist í Þjóðviljan-
um 3. febrúar 1979 og Finnur gerir
að meginþættinum í persónulegri
árás á mig. Eru það iokaorð mín í
þessari deilu sem- mér hefur alls
ekki verið ljúft að taka þátt í. Hitt
er annað mál að Finnur Birgisson
getur ekki ætlast til að afi hans
verði látinn í friði. Hann var áhrifa-
mikill stjómmálamaður, rétt eins og
Olafur Thors, Jónas frá Hriflu og
Brynjólfur Bjarnason, og um þessa
menn og gjörðir þeirra, sem vörðuðu
hag landsmanna með einum eða
öðrum hætti, verður ekki þagað.
Ákvarðanir þeirra á sínum tíma
hljóta að verða vegnar og metnar.
Hreppaflutningar árið 1933 voru
orðnir fátíðir og úreltir enda var það
almennt álitið að þeir væru hneisa
á þjóðfélaginu. í umræðum á Al-
þingi um breytingar á fátækralög-
gjöfinni árið eftir sagði t.d. ísfirski
kratinn Haraldur Guðmundsson að
þessir flutningar væru „stærsti
smánarbletturinn á fátækralöggjöf-
inni“ og að þeir væru „til skamm-
ar“. í sömu umræðum sagði Magnús
Torfason, sýslumaður og þingmaður
Árnesinga, um fátækraflutninga:
„Að vísu munu þeir þegar að miklu
leyti lagðir niður og býst ég ekki
við að sveitarstjórnir beiti þeim nú
orðið nema mjög brýnar ástæður
liggi til.“ Og Bergur Jonsson, sýslu-
maður og þingmaður Barðstrend-
inga, sagði: „Mín reynsla er sú að
ákvæðið um fátækraflutning sé ein-
ungis orðið pappírslög."
Hjónin Sæmundur Guðmundsson
pg Ríkey Eiríksdóttir settust að á
ísafirði 1920 og höfðu því búið á
ísafirði í 13 ár eða nær alla búskap-
artíð sína er þau voru flæmd þaðan.
Sæmundur var oft á tíðum sárþjáður
af liðagigt og þurfti af og til á
sjúkrahúsvist að halda á þessum
árum og gekkst undir uppskurði.
Hann var sjómaður, hafði eignast
litla trillu á ísafirði og fékkst við
fiskveiðar á henni og flutninga um
ísafjarðardjúp. Þau Ríkey voru því
fyrst og fremst kaupstaðarbúar og
höfðu engan hug á að gerast sveita-
fólk. Að flæma þau frá ísafirði og
norður á Strandir var því ekki ein-
ungis gegn vilja þeirra heldur var
það einnig andstætt tíðarandanum
þó að lögin um fátækraflutninga
væru enn í gildi. Kaupstaðir landsins
þurftu um þessar mundir að styrkja
eða framfæra ijölda manns án þess
að fá nokkrar greiðslur frá sveita-
hreppunum á móti ef fólkið átti
sveitfesti í þeim. Til þess að létta
nokkuð framfærslubyrði þeirra voru
sett sérstök lög árið 1932 um ríkis-
styrk til þeirra. Straumurinn lá úr
sveitunum í þéttbýlið og við þessu
var ekkert að gera. Þess vegna er
það furðulegt að meirihluti Alþýðu-
flokksins skyidi senda þetta fólk á
sveitina eftir að það hafði unnið
hörðum höndum fyrir sér í kaup-
staðnum í 13 ár. Ékki er hægt að
líta öðru vísi á þetta frumhlaup krata
á ísafirði en pólitískar ofsóknir og
verður að skoðast í ljósi þeirrar miklu
og hatrömmu heiftar sem ríkti milli
krata og komma í kaupstaðnum.
Varðandi frásögn óþekktu kon-
unnar á Ströndum er það rétt hjá
henni að íbúar Árneshrepps réynd-
ust þessari stóru ómegðarfjölskyldu
vel eftir því sem í þeirra valdi stóð.
Sérstaklega mun Ingibjörg Jóns-
dóttir prestsfrú í Árnesi hafa verið
henni góð. Hitt er misskilningur að
þeir hafi látið Sæmund fá trilluna.
Hann kom með hana frá Isafirði en
mun þó hafa orðið að þiggja styrk
frá hreppnum til að geta haldið
henni. Um kúna er það að segja að
hana keypti Sæmundur. í kassabók
Árneshrepps stendur skýrum stöfum
að 9. júlí 1933 hafi Sæmundur Guð-
mundsson greitt hreppnum kýrverð
að upphæð 230 krónur. Það var því
engin furða þótt hann kallaði eftir
kúnni er hann var kominn til Siglu-
fjarðar. En hann var skuldugur
hreppnum og hefur því hreppsnefnd-
in ákveðið að halda kúnni til að fá
upp í skuldir.
Ég hef átt viðræður við Halldóru
Eiríksdóttur í Reykjavík, systur
Ríkeyjar, sem man þessa atburði
Guðjón Friðriksson
„Ekki er hægt að líta
öðru vísi á þetta frum-
hlaup krata á ísafirði
en pólistíkar ofsóknir
og verður að skoðast í
ljósi þeirrar miklu og
hatrömmu heiftar sem
ríkti milli krata og
komma í kaupstaðn-
um.“
glöggt og staðfestir frásögn Jóns
skraddara Jónssonar í einu og öllu,
og ennfremur Hafstein Sæmundsson
vélstjóra í Kópavogi, son þeirra
hjóna,- sem var kornabarn þegar
þeir gerðust en þekkir þá einnig
vel. Þau kannast ekki við að trilla
Sæmundar hafi verið tekin í tog til
Siglufjarðar. Hann lagði upp að
næturþeli með börn sín tvö, Ingi-
mund og Esther, og sína litlu búslóð
og tjaldaði yfir bátinn til þess að
veija húsmunina og börnin ágjöf og
var ferðin til Sigluíjarðar hættuspil
þó að veðrið væri gott. Ríkey, kona
hans, hafði farið til ísafjarðar ásamt
hinum börnunum að einu undante-
knu, sem hafði verið komið í fóstur
á Bæ í Trékyllisvík. En hún var ekki
í neinni skemmtiferð, eins og ónafn-
greinda konan segir. Það voru sam-
antekin ráð hjá þeim hjónum að hún
reyndi að komast til Siglufjarðar frá
Isafirði meðan hann færi með bátinn
úr Trékyllisvík. Það voru svo tveir
skipveijar á Esjunni sem laumuðu
henni og börnunum um borð og
fluttu til Siglufjarðar. Lýsti annar
þeirra, Enok að nafni, þessum flutn-
ingum í viðtali fyrir mörgum árum.
Hreppaflutningarnir og ævintýra-
legur flótti þeirra úr Árneshreppi
var svo óvenjulegur að hvort tveggja
vakti gífurlega athygli er fréttist.
Þegar trilla Sæmundar kom að
bryggju í Siglufirði var margmenni
að taka á móti honum.
Sjálfsagt hefur fólkinu í Árnes-
hreppi fundist það vanþakklæti af
þeim hjónum að una ekki glöð við
sitt á hreppnum. En ísland var ekki
lengur bændaþjóðfélag nema að
hluta og ekki lengur hægt að þvinga
fólk til að hokra í sveitinni við lítil
eða engin efni. Atvinnumöguleikarn-
ir voru í kaupstöðunum.
Þess skal að lokum getið að Sæ-
mundur og Ríkey gerðust dugandi
þegnar á Siglufirði og voru bgeði
framarlega þar í verkalýðsbaráttu.
M.a. var Ríkey um árabil formaður
Verkakvennafélagsins Brynju þar.
Og afkomendur þeirra bera þeim
eflaust gleggst vitni því að þeir hafa
reynst hinir nýtustu þjóðfélags-
þegnar og eru sumir þeirra vel
þekktir. Erfiðleikar Sæmundar og
Ríkeyjar á kreppuárunum voru
áþekkir margra annarra. Þau lentu
í basli vegna veikinda, mikils barna-
fjölda og erfiðra tíma. Það er því
tilgangslaust að reyna að hafa ær-
una af þeim.
Þá er komið að frétt minni í Þjóð-
viljanum 1979. Finnur Birgisson
segir:
„I ofanálag sneiðir Guðjón Frið-
riksson algerlega hjá því að svara
eiginlegri ásökun minni um ósann-
indi af hans hálfu. Þau viðhafði hann
í Þjóðviljafrétt 3. febrúar 1979, tíun-
daði umrædda hreppaflutningssögu
og kvað hana hafa birst skömmu
áður í endurminningum Jóns skradd-
ara í tímaritinu Hljóðabungu. — Þar
er hana nefnilega hvergi að finna
eins og Guðjón mátti vita manná
best, því hann skrifaði sjálfur niður
endurminningar eftir Jóni. Getur
hugsast að hann hafi vel munað
hvað í þeim stóð og skrifað fréttina
gegn betri vitund?“
Þarna ýjar Finnur að því að ég
hafi skáldað upp söguna um hreppa-
flutninginn og er vandséð hvaða
hvatir hefðu þar legið að baki. Sann-
leikurinn er sá að frásögn Jóns
skraddara, sem birtist í Hljóða-
bungu, er aðeins brot af því efni sem
ég skráði eftir honum. Þegar ég
skrifaði umrædda frétt hafði ég ekki
tímaritið við hendina og minnti að
frásögnin hefði birst þar og eru það
mistök mín sem blaðamanns þá. Það
breytir því hins vegar ekki að frá-
sögn Jóns er til. Hún bíður í hand-
riti eins og margt annað sem ég
skráði eftir honum. Og jafnvel þó
að hún væri ekki til eru margir aðr-
ir vitnisburðir um þessa furðulegu
nauðungarflutninga, bæði skjalfestir
og í minni núlifandi manna.
Höfundur er sagníræðingur.
Dans er góð skemmtun fyrir fólk á öllum aldri
Uatfr001*1
^ðtin
Rohk
& Free style
Kennslustaðir:
REYKJAVÍK:
Brautarholt 4 (austurbær), Drafnar-
fell 4 (Breiðholt), Ársel (Árbæjar-
hverfi), Foldaskóli (Grafarvogur).
Batman-dansar
'■^tSsémU'
OtSS
MOSFELLSBÆR:
Hlégarður.
HAFNARFJÖRÐUR:
Góðtemplarahúsið (Gúttó).
Innritun daglega í símum:
(91) 74444 og 20345
klukkan 14-18.
HVERAGERÐI,
SELFOSS:
Innritun daglega í síma:
(91) 74444.
KEFLAVÍK, GRINDAVÍK,
SANDGERÐI, GARÐUR
Innritun daglega í síma:
(92)68680
klukkan 21-22