Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 43

Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FlMMTUÐAGUR' 7. SEPTEMBEE 11989 . 43 Minning: Agást Valur Einarsson í dag kveðjum viðÁgúst Val Ein- arsson, sem andaðist 25. ágúst síðastliðinn eftir hjartaaðgerð, sem hann hafði gengist undir tveirri dög- um áður. Þegar hann kvaddi okkur föstudaginn áður hvarflaði ekki að okkur að það væri hinsta kveðja. Hann taldi að aðgerðin og eftirmeð- ferðin tæki um það bil mánuð og var engan bilbug á honum að finna. Nákvæmlega viku síðar var hann allur. Ágúst starfaði hjá Austurbakka allt frá árinu 1974 og hafði með höndum það vandasama verk að gera tollskýrslur fyrirtækisins. Á þessu tímabili urðu miklar breyting- ar, bæði óx umfang og fjöldi pappíra eftir því sem fyrirtækið stækkaði, en einnig varð bylting í tæknivæðingu á þessu verksviði með tilkomu tölvunnar. í þessu starfi komu eiginleikar Gústa vel fram. Hin mannlegu sam- skipti við embætti tollstjóra fóru honum vel úr hendi og hann naut virðingar og velvildar þar. Hann var mjög kröfuharður um frágang skjala og nákvæmur í öllum sínum gerðum, svo nákvæmur að stundum fannst okkur nóg um. Löng reynsla í þessu starfi skapaði mikla þekk- ingu og var aldrei komið að tómum kofunum þegar spurt var um toll- flokkun eða hvemig þyrfti að bera sig að í ákveðnum málum. Hann kunni það allt. Að leiðarlokum vottum við aldr- aðri móður og börnum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning hans. Árni Þór Árnason og Valdimar Olsen. Fréttin kom eins og snörp vind- kviða líkt og þegar haustar og vind- ur hristir tré og mnna. Vinnufélagi og mikill ljúflingur, Ágúst Valur Einarsson er fallinn frá. Ágúst lést að lokinni aðgerð sem hann gekkst undir vegna hjartaáfalls sem hann varð fyrir fyrir rúmu ári síðan. Gústi, en það var hann alltaf kallað- ur hjá okkur í Austurbakka, var allra manna greiðviknastur og vildi hvers manns vanda leysa, hvort heldur var tollamál, tungumál eða bílaviðgerðir. Gústi var góður starfsmaður en sérsvið hans innan fyrirtækisins var að sjá um tollamál og tengd atriði, mikill nákvæmnismaður var hann og rétt skildi vera rétt hvað sem tautaði og raulaði. Alla jafnan var Gústi hægur maður og lét ekki mikið yfir sér en við nánari kynni í gegnum árin hefur hið einstaka hjartalag og manngæska komið svo vel fram. Að vera sögumaður og geta flutt sögu fyrri tíma er ekki öllum gefið við þetta var Gústi afar laginn og ófáar sögur voru sagðar af fjallaferðum og svaðilförum fýrri ára. Hann var hafsjór af íslenskum fróðleik sem hann var iðinn við að miðla öðrum af. Gústi fæddist 25. september 1927 í Reykjavík og var því tæpra 62 ára er kallið kom. Gústi bjó lengst af sinn búskap í Kópavogi, og gátum við Kópavogs- búar oft skrafað ýmislegt saman og kóm þar margt fróðlegt fram um bernskuár bæjarins. Gústi var afar vinnusamur og sinnti sínu starfi af stakri prýði. Það var ekki aðeins að hann ynni fullan vinnudag hjá okkur í Austur- bakka heldur kenndi hann á kvöldin hjá málaskóla Mímis. Gústi var skáti alla tíð, og átti auk þess afar ólík áhugamál, vart er hægt að finna meiri andstæður en bílavið- gerðir og blómarækt en það er með þetta eins og annað, öllu sinnt af stakri prýði. Ósjaldan höfum við notið blómanna hans Gústa á vinnu- staðnum. Það er með miklum sökn- uði sem við starfsmenn Austur- bakka kveðjum samstarfsmann og félaga þegar göngu hans meðal okkar er lokið. I litlu fyrirtæki þar sem starfsmenn vinna náið saman myndast fjölskylda og talað er um starfsbróður og starfssystur. Við höfum því misst bróður við fráfall Gústa. Við minnust manns sem fór ekki með offorsi heldur skýrði og miðlaði, var fróður en fór samt svo fínt með það, tranaði sér ekki fram en hafði sitt til málanna að leggja, bar harm sinn og kvöl í hljóði. Megi Guðsblessun hvíla yfir minn- ingu um slíkan mann. Við sendum móður, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð við fráfall Ágústs Vals Einarssonar og erum þess fullviss að minningin um góðan son, föður og afa mun ylja um ókomin ár. Fh. starfsmanna Austurbakka Hjörleifur Hringsson Hinar heimsþekktu Mastey hársnyrtivörur eru komnar á markaðinn og verða kynntar á eftirtöldum stöðum út september: Lyfjabergi Hraunbergi 4, Snyrtivörubúðinni Glæsibæ, Álfheimum, Laugarnesapóteki, Kirkjuteigi 21, Breiðholtsapóteki, Álftabakka 12, Garðsapóteki, Sogavegi 108, Ingólfsapótekí, Kringlunni, fimmtudag föstudag laugardag fimmtudag fimmtudag fimmtudag 7. sept. 8. sept. 9. sept. 14. sept. 14. sept. 14. sept. kl. 14-17 kl. 14-17 kl. 14-17 kl. 14-17 kl. 14-17 kl. 14-17 Aðrir útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Oculus, Austurbæjarapótek, Borgarapótek, Vestur- bæjarapótek, Háaleitisapótek, Mosfellsapótek, Kópavogsapótek Veldu aðeins það besta fyrirhárþitt Mastey de París HEILDVERSLUN Kaldaseli 2, 109 Reykjavík, sími 670999. SIEMENS Góðir rafmagnsofnar á 1. flokks verði! Við bjóðum mikið úrval af SIEMENS rafmagnsofnum í ýmsum stæröum. Aflstærðir: 400,600,800, 1000,1200,1500 W. Kjörnir t.d. í sumarbústaði. Áratuga góð reynsla á íslandi. Gömlu SIEMENS gæöin! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 H H H NYR SKOLI INNRITUN HAFIN! i34lrfla S • K - Ó • L ■ I JÓNS PÉTURS OG KÖRU □ INNRITUNÍSÍMA 77010^74695 ALLADAGAKL. 10.00-20.00. CD Kennum alla almenna dansa, s.s. barnadansa, gömlu dansana og samkvæmisdansa (standard dansarog suður-amerískir dansar). □ ALLIR ALDURSHÓPAR VELKOMNIR Byrjendur — Framhald — Hóptímar - Einkatímar Kennslustaðir: Bolhoit 6, Reykjavík. Skírteini aihent í Bolholti 6 laugardaginn 16. september kl. 13.00-17.00. 1 F j FÍD — Félag íslenskra danskennara. DÍ — Dansráð íslands. Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími: 36645 Kennslahefstmánudaginn 18. september. Blcidið sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.