Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 7. SEPTEMBER 1989 3Í- 44 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK JÓNSSON bakarameistari, Hringbraut 97, lést í Landspítalanum að morgni miðvikudagsins 6. september. Ida Jensen, Rósa ísaksdóttir, ísak Harðarson, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær sonur okkar og bróðir, ÞÓRÐUR JÓHANN GUNNARSSON, íþróttakennari, sem andaðist 30. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. september kl. 13.30. Helga Þórðardóttir, Gunnar Jónsson, og systkini hins látna. t Móðir okkar, ANNA SÖLVADÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, er lést í Landspítalanum 4. september verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu föstudaginn 8. september kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Borghildur Guðjónsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, GUÐLAUG MARTA GÍSLADÓTTIR, Hraunbæ, Álftaveri, lést 2. september í Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugardaginn 9. september kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þorbergur Bjarnason, börn og tengdabörn. t Eiginmaður minn, FINNUR KLEMENSSON, Hóli, Norðurárdal, er lést 2. september verður jarðsunginn frá Hvammskirkju föstu- daginn 8. september kl. 14.00. Sætaferð frá BSÍ kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd vandamanna, Herdfs Guðmundsdóttir. Minning: Esther Jóhannsdóttir Fædd 7. maí 1928 Dáin 2. september 1989 Mér hefur aldrei líkað það að kveðja, vil helst komast hjá því, og þá ekki nema tímabundið. Það liggur ekki ljóst fyrir af hveiju það er svo erfitt og af hvetju það vefst svo fyr- ir mönnum að koma því frá sér er þeir búa yfir. Eitthvað á þann veg líður mér þegar ég ætla að fara að kveðja góða vinkonu mína, Esther Jóhannsdóttur. Við þekktumst frá því að ég var þriggja ára, þegar hún bjó í húsi foreldra minna í byijun hjúskapar síns. Ég tók strax eftir því lítið barn, að þessi kona var und- urfögur. Hún minnti mig alltaf á stjömuna frægu, Elisabeth Taylor. Þannig leit hún út allt til þess að sjúkdómurinn setti á hana mark sitt. Esther var einstök kona. Hún er ein þeirra fáu sem ég man og met fyrir það hvernig hún kom fram við börn. Alltaf heilsaði hún. Alltaf sýndi hún þeim athygli og hafði áhuga á því sem þau voru að gera og hún var alltaf tilbúin að tala og hlusta. Hún bjó á Akureyri nærri tuttugu ár, þar af síðustu árin í næstu götu við íjölskyldu mína. Börn hennar fjögur eru fædd fyrir norðan og Est- her saknaði alltaf að einhveiju leyti Norðurlandsins. Hún hélt ætíð tryggð við alla fjölskyldu mína, um- gekkst hana og fylgdist vandlega með okkur. Á dánarbeði sagði hún við mig hvað eftir annað: „Við vorum alltaf eins og ein íjölskylda." Esther flutti til Reykjavíkur í tengslum við hjúskaparslit. Skilnað- urinn var henni erfíður, en hún vissi hvað hún vildi og taldi þann skilnað óhjákvæmilegan. Á þeim árum var ekki auðvelt konu að vera einstæð með lítil börn. Slíkt var fremur fátítt og það þurfti sterk bein til. Þá reyndi á þol hennar, bjartsýni og baráttu- hug. Esther varð að skipuleggja allt líf sitt að nýju, vinna fullan vinnudag langt frá heimili sínu og sjá um allt sjálf. Það stóðst hún með fyrstu ein- kunn. Ef márgir tækjust á við erfið- leika eins og þessi kona gerði væri böl mannanna minna. Hún skildi að ekki nægði að skynja hlutina, tala um þá og kvíða þeim, heldur þyrfti líka að framkvæma og láta sig hafa ýmsilegt ætti eitthvað að gerast. Skapgerð hennar var henni eflaust hjálp til að takast á við lífið, en hún var létt í lund og leit lífið alltaf já- kvæðum augum, eygði alltaf úrræði og fann lausnir. Tónlist var henni afar kær og í henni fann hún alltaf styrk. Ég á Esther mikið að þakka, ekki aðeins ævilanga vináttu, einlæga fölskvalausa ást og umhyggju, held- ur veitti hún mér ómetanlegan stuðn- ing á ákveðnum tímamótum í lífí mínu. Ég bjó þá hjá henni um tíma, er ég átti í sálarkreppu. Það var því líkast að hún væri vön að fást við sálræna meðferð. Hún hlustaði og skildi, ræddi um lausnir og beitti innlifun. Aldrei reyndi hún að hafa áhrif á ákvarðanir. Eigið líf hafði + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma ÁSLAUG ELÍASDÓTTIR, Hjaltabakka 18, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. september kl. 13.30. Jóhann Guðmundsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Guðlaug Snæfells, Jens Indriðason. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HANNA SKAGFJÖRÐ, sem lést 2. september á hjúkrunar- og umönnunarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. september kl. 10.30. Kristján Ó. S. Hákonarson, María J. Þráinsdóttir, Emil Ingi Hákonarson, Jóhann Hákonarson, Ásdis Pétursdóttir, Ingólfur Hákonarson, Hreinn S. Hákonarson, Sigríður Pétursdóttir, Ingileif Hákonardóttir, • og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN INGIMARSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 8. september kl. 15.00. Elm Guðmannsdóttir, Reynir Jónsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Þóra Björk Jónsdóttir, Sveinn Allan Morthens, Ingimar Örn Jónsson, Sóley Gréta Sveinsdóttir, Sindri Reynisson, Sunna Björg Reynisdóttir. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir V Sí. og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. BEÚamtLitoj MÍKLUBRAUT 68 o 13630 Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HANNA E. G. PÁLSDÓTTIR, Grettisgötu 96, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á kvennadeild Rauða kross íslands. Margret A. Pálmadóttir, Gyða S. Halldórsdóttir, Hanna E. Halldórsdóttir, Páll E. Halldórsson, Gunnar S. Halldórsson, Einara Ingimundardóttir, Halldór Þorgrimsson, og barnabörn. Hreinn M. Björnsson, Sigurjón Bjarnason, Bára M. Sigurgísladóttir, Björg Baldursdóttir Lokað Vegna jarðarfarar ÁGÚSTS V. EINARSSONAR verður lokað í dag frá kl. 14.00-17.00. Austurbakki, Borgartúni 20, Verslunin Remedía, Borgartúni 20, íþróttabúðin, Borgartúni 20. kennt henni að þær eiga menn að taka sjálfir og einir. Esther trúði mér gjaman fyrir leyndarmálum sínum, gleðiefnum og áhyggjum. Þær voru ófáar stundirn- ar sem við sátum og ræddumst við og veltum lífínu og tilverunni fyrir okkur. Öll árin erlendis höfðum við samband hvor við aðra og alltaf beið ég spennt eftir jólakortinu frá henni. Þegar Esther var búin að vinna hartnær tuttugu ár á Keflavíkurflug- velli var hún orðin þreytt á erilsömu starfí skrifstofustjóra. Þá hóf hún störf í heilbrigðisráðuneytinu. Hún hlakkaði verulega til að skipta um starf og takast á við eitthvað nýtt nær heimili sínu. Því miður gat hún ekki sinnt starfínu nema um ár fram til þess að veikindin fóru að taka toll sinn. Það stríð var lengra en læknavísindin gerðu ráð fyrir, en sárar þjáningar var ekki um að ræða fyrr en undir lokin. Eins og hennar var vísa tókst hún á við krabbamein- ið eins og hetja. Hún ætlaði að sigra og hún barðist. Ég held að Esther hafí ekki fundist hún bíða lægri hlut í þeirri baráttu. Hún var sátt við að deyja, sagði það komið í ljós að tími hennar væri runninn upp, og hún tæki því sem að höndum bæri. Síðustu daga sjúkrahússvistarinnar bað hún okkur viðstadda að fyrirgefa henni að hún væri sem raun bar vitni, og henni fannst hún vera öðrum byrði. Þá var erfítt að horfa upp á konu sem hafði ætíð verið hin stóra og sterka og axlað ábyrgð. Hún gat að sjálfsögðu illa sætt sig við að vera í annars konar hlutverki. Ég veit að Esther var sátt við líf sitt. Hún hafði tekið ákvarðanir og framkvæmt þær, skipulagt ævi sína og unnið sigra. Þegar átta ára sonur minn heyrði að Esther væri dáin sagði hann: „Ó, en hræðilegt. Ertu ekki leið, mamma? En maður á ekki að reykja.“ En Esther reykti aldrei. Hún var reglusöm, lagði stund á líkamsrækt og ræktun andans og heilbrigt lífemi í hvívetna. Meira er ekki hægt að ætlast til, en það nægði ekki í baráttunni við krabbameinið. Esther gat ekki ásakað sjálfa sig í því efni og það styrkti hana áreiðan- lega til að mæta dauðanum með reisn. Mér fínnst erfítt að kveðja elsku Esther, en ég veit að hún myndi segja sem svo: „Þetta er atlt í lagi, þetta lagast." Auðvitað lagast það, og það fyrr ef menn leyfa sér að syrgja og sakna. Aldraðri móður, Áka, börnum hennar, Jóhanni, Kristjáni, Önnu Rut,- Guðrúnu, tengdabörnum og barnabömum votta ég dýpstu samúð mína. Guðfinna Eydal Vinur. Ætli maður geri sér grein fyrir því svona dags daglega hvers virði það er að eiga góða og sanna vini. Það er ekki fyrr en þeir hverfa á braut einn af öðrum að staldrað er við og manni verður ljóst hvað þeir hafa auðgað líf manns, með því að gefa vináttu sína, hreina og fals- lausa. Slíka vinkonu er ég að kveðja f dag. Ég kynntist henni á erfiðu tíma- bili í lífí mínu. Hafði nýlega misst manninn minn og fór lítið út meðal fólks, nema í vinnu á daginn og heim til barna minna á kvöldin. Ég kann- aðist við þessa glæsilegu konu, en þekkti hana ekkert. Við unnum báð- ar hjá birgðadeild hersins á Keflavík-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.