Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 46
fclk í
fréttum
MÓNAKÓ
Khrystyne búin að
gefa jáyrði sitt
Frá því var greint hér nýlega að
Albert Mónakóprins hefði beðið
bandarískrar leikkonu að nafni
Khrystyne Haje.. Khrystyne sem er
aðeins tvítug að aldri vildi ekki svara
bónorðinu strax, því hún vissi að
mikil breyting myndi verða á lífí
hennar ef hún yrði furstynja í
dvergríkinu Mónakó. En nú hefur
hún gefið Alberti jáyrði sitt. Að sögn
er Rainer fursti mjög ánægður með
þennan ráðahag og hefur gefið par-
inu blessun sína. Talið er að Albert
og Khrystyne muni opinbera trúlofun
sína í nóvember þegar Khrystyne fer
til Mónakó.
Pað var mikið um að vera í
skólagörðum Reylqavíkur á
dögunum þegar börn buðu foreldr-
um sínum að skoða garðana og
gæða sér á nýju grænmeti. Blaða-
maður brá sér í tvo garða, við
Stekkjarbakka og Þorragötu, og
ræddi við nokkur börn og foreldra
þeirra sem komnir voru í heimsókn.
Við Stekkjarbakka voru mæðg-
urnar Sigurbima Hafliðadóttir og
Þórey Sigurðardóttir að virða fyrir
sér sýnishom af fersku grænmeti.
Sigurbirna hefur átt garð í skóla-
görðunum í þijú sumur. Hún var
spurð að því hvort hún eyddi mikl-
•um tima í garðinum.
Borða allt nema
steinselju
„Fyrsta sumarið sem ég var með
garð kom ég á hveijum degi tii að
reyta arfa. Nú kem ég þrisvar í
viku,“ segir Sigurbirna. „Það er líka
alveg nóg því ég er með góðan
garð. Sums staðar vex svo mikill
arfi að krakkarnir hafa ekki við að
reyta. Ég er að passa garð frænda
míns núna og þar vex miklu meiri
arfi en í mínum garði.“
Sigurbirna segist borða flestar
tegundir grænmetis. „Það eina sem
ég borða ekki er steinselja,“ segir
Viún. „Grænmetið sem ég rækta fer
ég með heim og stundum gef ég
afa og ömmu. Þau eru hrifín af
radísum og káli.“
Þórey, móðir Sigurbimu, sagði
fjölskylduna eiga fullt í fangi með
að borða grænmetið sem hún kæmi
með heim. „Þetta er svo sannarlega
búbót,“ sagði Þórey. Hún var innt
eftir því hvernig henni litist á for-
eldradaga í skólagörðunum. „Mér
fínnst þetta mjög gott framtak,"
segir Þórey. „Vonandi eiga sem
flestir foreldrar eftir að koma hing-
að og kynnast því sem hér er um
að vera.“
Á sundnámskeið
næsta sumar
i í skólagarðinum við Skorragötu
bogruðu þrír feðgar yfír kálplöntum
v Við nánari eftirgrennslan kom í ljós
I að þar voru bræðumir Bjami og
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
Foreldradagur
í skólagörðunum
Morgunblaðið/Bjarni
Sigurbirna Hafliðadóttir og Þórey Sigurðardóttir
vitja um uppskeru sumarsins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Bjarni og Ólafur Torfasynir önnum kafnir í garöin-
um.
RÆKTUN
Myndin sem hér
birtist er sú fyrsta
sem tekin var
af Khrystyne
og Albert
saman en það
var fyrir
þremur árum
í veislu í
Hollywood.
Ólafur ásamt föður sínum, Torfa
Magnússyni. Þrátt fyrir að Bjarni
væri önnum kafinn við að reyta
arfa gaf hann sér tíma til að líta
upp og ræða við blaðamann og ljós-
myndara.
„Yfirleitt er ég í garðinum frá
kl. 1-3 á daginn,“ segir Bjarni. „Ég
á heima í Sörlaskjólinu og er enga
stund að hjóla hingað. Stundum
kemur Óli með mér og reytir arfa
en oftst er ég einn. Þá tölum við
stundum saman, ég og strákurinn
í næsta garði.“ Bjarni er ekki eins
hrifinn af grænmetinu og Sigur-
birna. „Flest grænmetið finnst mér
vont. Þó eru rófurnar góðar.“ Ólaf-
ur, sem er fimm ára, er ekki langt
undan og leiðréttir bróður sinn.
„Þér finnst franskar kartöflur líka
góðar, er það ekki?“ Ólafur er stað-
ráðinn í að fara í skólagarðana eft-
ir þijú ár þegar hann er orðinn átta.
Bróðir hans er ekki jafn áhugasam-
ur. „Ég veit ekki hvort ég kem aft-
ur næsta sumar,“ segir hann.
„Þetta er svo mikil vinna. Ætli
maður fari ekki bara á sundnám-
skeið."
Skemmtilegast
að borða grænmetið
í öðrum garði eru Sif Jóhanns-
dóttir og mamma hennar, Guðrún
KVENNARÁÐ
Brigitte vill að
Mark sláist við Mike Tyson
BBrigitte Nielsen sem eitt sinn
var gift kvikmyndaleikaranum
Sylvester Stallone, er enn jafn hrif-
in af kærastanum sínum Mark
Gastineau. Hún hefur oft lýst að-
dáun sinni á Mark opinberlega og
lýst Stallone sem hálfgerðu peði við
hliðina á nýja kærastanum. Brigitte
og Mark eru nú á förum til Van-
couver í þeim tilgangi að koma
honum á framfæri sem boxara.
Ekki er vitað til þess að Mark Gast-
ineau hafi nökkurn tímann tekið
þátt í hnefaleikakeppni en hann
hefur hins vegar mikið stundað
íþróttir. En Brigitte er hvergi
smeyk. „Ég tel að Mark sé eini
hvíti maðurinn á þessari jörð sem
geti sýnt Mike Tyson í tvo heim-
ana. Vegna þess að ég elska Mark
myndi ég auðvitað ekki vilja vita
af honum í hringnum með Tyson
ef ég hefði ekki trú á honum,“ sagði
Brigitte í samtali við dagblað í
Vancouver.
HOLLYWOOD
Teiknimynd
um litla
haftneyju
r
Ivetur heíjast sýningar á
nýrri teiknimynd frá Disney
kvikmyndaverinu. Þetta er æv-
intýramynd um raunverulegan
prins og litla hafmeyju sem
verða ástfangin. Faðir hennar
er konungur sjávarins og hann
sættir sig ekki við samband
þeirra. Auk þess er í myndinni
nom sem bruggar hafmeyjunni
launráð. En öll ævintýri enda
vel og ástin sigrar að lokum.
Morgunbladið/Einar Falur
Guðrún Sigfúsdóttir og Sif Jóhannesdóttir.
Sigfúsdóttir, að taka upp grænmeti
og snyrta til. „Það er nóg að gera
í garðinum því við höfum verið í
sumarfríi," segir Sif. „Ég var í Rif-
túni, svo fórum við norður og tvisv-
ar í sumarbústað." Sif á ekki heima
í nágrenninu svo mamma hennar
ekur henni í skólagarðana. „Svo fer
ég stundum í strætó,“ segir Sif sem
er átta ára. „Yfirleitt er ég í garðin-
um frá kl. 1-3 alla virka daga.“ Sif
finnst skemmtilegast að borða
grænmetið. „Við borðum mikið af
grænmeti heima. Mest pabbi og
mamma, ég og Egill bróðir minn.
Litli bróðir borðar eiginlega ekk-
ert.“ Þegar Guðrún, móðir Siijar,
er spurð að því hvað henni finnist
um foreldradaga sem þennan segist
hún mest sjá eftir að hafa ekki
komið oftar. „Það er yndislegt
hérna og gott að fá ferskt græn-
meti,“ segir hún.