Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.09.1989, Qupperneq 52
1>2 MORGUNBLAÐIÐ iÞRorrm PIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA /S-AMERIKA Meiðsli markvarðarins sett á svið? MYNDIRfrá landsleik Bras- ilíumanna og Chilebúa á sunnudag, sýna að flugeldur- inn, sem hent var inn á leik- völlinn, lenti einum og hálfum metra frá markverði Chile, Roberto Rojas, að því er greint var frá í Brasilíu í gær. Margt bendir nú til þess að meiðsli markvarðarins, Roj- as, haf i verið sett á svið en því harðneitar hann sjálfur. Brasilískir embættismenn, sem rannsökuðu meiðsii Roj- as eftir óhappið, segja að engin brunasár hafi verið á andliti hans en hins vegar þriggja sentimetra langur skurður fyrir ofan auga- brún. „Skurðurinn var annað hvort eftir rakvélablað eða lítinn hníf,“ sagði einn embættismann- anna. Margt bendir því til að einhver í herbúðum Chilemanna hafi rist skurð á Rojas eftir að flugeldinum var varpað inn á völlinn. Tilgang- urinn hafi verið að komá höggi á Brasilíumenn í þessum mikilvæga leik. Rojas, sem kominn er heim til Chile ásamt félögum sínum, hefur harðneitað þessum ásökun- um og segir furðulegt, að hann fómarlambið, skuli vera ásakaður um slíkt. Chilebúar fóru í fyrstu fram á að leikurinn fæi'i fram að nýju á hlutlausum velli en hafa nú krafizt þess að þeim verði dæmdur sigur í leiknum þar sem Brasilíumenn hafi ekki getað tryggt öryggi þeirra meðan á honum stóð. Bras- ilíumenn segja hins vegar að Chilebúar hafi tapað leiknum með því að ganga af leikvelli án leyfis dómara. Dómarinn sá ekki neitt Dómari leiksins, Juan Carlos Loustau frá Argentínu, sagðist ekki hafa séð hvort flugeldurinn lenti í andliti Rojas en Chilebúar hafi borið hann af leikvelli án þess að spyrja leyfis. Loustau sagði að fulltrúar Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, hefðu tekið ákvörðun um að fresta leikn- um enda hefðu þeir einir rétt til að taka siíka ákvörðun. FIFA er nú að safna gögnum um atvikið og mun að því loknu kveða upp úrskurð í málinu. Verði Chilebúum dæmdur sigur í leikn- um eða vinni þeir í endurteknum leik, verður það I fyrsta skipti frá upphafi, sem Brasilíumenn kom- ast ekki í úrlitakeppni HM. FRJALSAR Jón Arnar Magnússon Methjá Jóni Amari NÝ VERSLUN Áskriftarsíminn er 83033 í dag opnum viö nýja verslun að Álfabakka 14 í Mjóddinni. Við erum að sjálfsögðu í hátíðarskapi og bjóðum því viðskiftavinum okkarsérstakan afslátt út þessa og næstu viku: 20% afslátt við staðgreiðslu og 10% afslátt af kortaviðskiftum. Fallegar kristals- og postulínsvörur fyrir falleg heimili frá fallegri verslun. ÁLFABAKKA 14 • MJÓDDINNI • SÍMI: 76622 Veriö velkomin! P.S. SENDUM ( PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. GÓÐAN DAGENN! KNATTSPYRNA Eyjólfur á skotskónum Skoraði sex mörk á fjórum dögum Eyjólfur Sverrisson, sem er markahæstui leikmaður 2. deildar með þrettán mörk, hefur heldur betur verið á skotskónum á undanförnu. Hann skoraði íjögur mörk gegn Finnum og tvö mörk þremur dögum áður, er Tindastóll vann, 4:1, IR. Þetta var þriðji sigur Tindastóls í röð í 2. deildarkeppn- inni. ÍR-ingar skoruðu fyrst - Eggert Sverrisson. Ólafur Adolfs- son, Hólmar Ástvaldsson og Eyjólf- ur Sverrisson, tvö, svörðuðu fyrir heimamenn. SUND / FATLAÐIR Jón Arnar Magnússon setti ungl- ingamet í tugþraut í landskeppni íslendinga, Breta og Frakka sem fram fór í Stoke í Englandi um helgina. Bretar sigruðu í keppninni með 22.406 stig, Frakkar höfnuðu í 2. sæti með 20.954 og Islendingar í þriðja sæti með 20.486 stig. Fjórir kepptu fyrir íslands hönds og árangur þriggja þeirra gilti. Jón Arnar fékk 7.351 stig og bætti sig verulega en besti árangur hans var áður 6.975 stig. Unnar Vilhjálms- son fékk 6.696 stig og Ólafur Guð- mundsson fékk 6.439 stig. Þá keppti Gísli Sigurðsson en meiddist og varð að hætta keppni. Árangur íslensku keppendanna: Jón Unnar Ólafur 100 m hlaup.. 10,88 11,94 11,33 Langstökk 7,63 6,44 6,75 Kúluvarp 13,73 12,75 12,36 Hástökk 1,91 2,00 1,82 400 m hlaup.. 51,36 52,91 51,53 110 mgrind... 15,05 15,97 15,42 Kringlukast... 40,14 40,08 34,50 Stangarstökk 3,70 3,60 2,80 Spjótkast 55,24 53,48 48,76 1.500 mhl. ...4:53,66 4:43,50 4:46,88 ísland með sjö gullverðlaun SJÖ íslenskir sundmenn tóku þátt í alþjóðlegu sundmóti sem haldið var um helgina í Finn- landi. íslenska sundfólkið fékk samtals 12 gullverðlaun á mót- inu, þar af fékk Ólafur Eiríks- son 5 gull, Lilja M. Snorradótt- ir 4 gull, Geir Sverrisson 2 gull og Kristín R. Hákonardóttir 1 gull. Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu verður haldin í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi Seltjarnarness dagana 7., 8., 14. og 15. október. Þátttökugjald kr. 6500.- Keppni verður nánar auglýst síðar en upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma 686300 eða í síma 985-27730 (Pétur). -ekki/^l -7:A-h— nepPnlv-7' 7rW— Laugardagur kl.13: ,55 36. LEIKV rIKA- 9. se pt. 1989 11! m 2 Leikur 1 Arsenal - Sheff.Wed. Leikur 2 Aston Villa - Tottenham Leikur 3 Chelsea - Nott. For. Leikur 4 -C. Palace - Wimbledon Leikur 5 Derby - Liverpool Leikur 6 Everton - Man. Utd. Leikur 7 Luton - Charlton Leikur 8 Man. City - Q.P.R. Leikur 9 Millwall - Coventry Leikur 10 Norwich - Southampton Leikur 11 Leeds - Ipswich Leikur 12 Sunderland - Watford Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 N\ rR HOI PLEIKUR ■i Í||| '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.