Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER Í989 Guðlaug M. Hraunbæ - Fædd 4. september 1903 Dáin 2. september 1989 Dauðinn kemur alltaf á óvart og skilur eftir sig sár og sársauka. Gildir þá einu, hvort sá, sem frá feilur, er ungur að árum eða aldrað- ur og farinn að heilsu og kröftum. Eftirsjáin og tómai-úmið verður hið sama. Skarð er fyrir skildi, sem ekki reynist auðvelt að fylla í eða bæta. Svo er a.m.k. við fráfall Guðlaug- ar í Hraunbæ. Fáir hefðu megnað að feta í fótspor hennar. Sárt er hennar saknað og hennar er minnst með virðingu og þökk af öllum þeim, sem henni kynntust. Guðlaug fæddist í Norðurhjá- leigu í Álftaveri, dóttir hjónanna Þóru Bi-ynjólfsdóttur og Gísla Magnússonar, bónda og hreppstjóra þar. Systkini hennar voru Anna, húsfreyja í Reykjavík, Matthildur, búsett á Grímsstöðum í Vestmanna- eyjum, og Jón, bóndi og alþingis- maður í Norðurhjáleigu. 011 eru þau nú látin. Guðlaug ólst upp í Norðurhjá- leigu til fullorðinsára, en fór þá til vinnu til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Hinn 5. nóvember 1927 giftist hún Þorbergi Bjamasyni frá Efri- Ey í Meðallandi. Þau vom i hús- mennsku í Meðallandi til ársins 1928 að þau fluttu að Hraunbæ í Álftaveri og þar var heimili hennar til dauðadags. Þorbergur og Guðlaug eignuðust 14 börn, eitt þeirra fædddist and- vana en hin eru öll á lífi. Þau eru: Þóra, búsett í Vík í Mýrdal, gift Hjálmari Böðvarssyni. Þau bjuggu lengi í Bólsstað í Mýrdal. Bjarni, bóndi í Hraunbæ. Gísli Guðni, bif- vélavirki og brúarsmiður, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Sigur- björgu Valmundsdóttur, kennara við Hagaskóla í Reykjavík. Vil- hjálmur, verslunarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd. Kona hans er María Henley, læknaritari. Gísladóttir, Minning Guðrún Erla, matráðskona í Skóg- um, gift Albert Jóhannssyni, kenn- ara við héraðsskólann og búsett þar. Tvíburarnir Fjóla og Einar. Fjóla er gift Ásgeiri P. Jónssyni. Þau bjuggu áður á Jórvíkurhryggj- um í Álftaveri en em nú búsett á Kirkjubæjarklaustri. Einar er bóndi á Gilsbakka í Axarfirði. Kona hans er Arnþrúður Halldórsdóttir. Guð- laug, gift Böðvari Kristjánssyni. Þau bjuggu á Skaftárdal á Síðu en eru nú flutt að Kirkjubæjarklaustri. Jón Þór, lögregluvarðstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur. Anna Sigríður, gift Guðgeiri Sumarliðasyni. Þau búa í Austurhlíð í Skaftártungu. Guðrún, býr í Reykjavík. Hennar maður er Metúsalem Björnsson, húsasmíða- meistari. Kjartan, húsasmiður, nú búsettur í Neskaupstað. Kona hans er Ásta Hjaltadóttir. Sigurveig Jóna, matráðskona á Hvolsvelli, gift Kristjáni Hálfdánarsyni, versl- unarstjóra þar. Börn Hraunbæjarhjóna urðu eins og áður segir 14, barnabörnin eru 50 og barnabarnabörnin 42 svo að alls eru afkomendur þeirra 106, þar af 103 á lífi. Þetta er hin ytri umgerð um ævi og störf þessarar merkiskonu eins og hún blasir við sjónum Samferða- mannanna. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast henni náið, þekkjum þá hlið ævisögu hennar, sem öðrum og ókunnugum er hulin. Við vitum, að hún var glæsileg kona, búin skapfestu og dugnaði. Við vissum, að hún var iðin, sam- viskusöm og traust og hún var vandvirk og handlagin. Allt þetta skóp henni virðingu og aðdáun allra þeirra, sem henni kynntust. Strax ung að árum sýndi hún, hvað í henni bjó. Mér kemur í hug frásögn af því sem gerðist haustdag einn árið 1918, þegar gamla Katla byrjaði að dreifa eldi og ösku yfir sveitina hennar. Öldruð nágranna- kona hennar hafði farið ein á fjöru og teymdi hest fyrir vagni. Svo sem kunnugt er, voru flestir verkfærir karlmenn sveitarinnar við smölun þennan dag. Þegar sást hvað var í vændum, var Guðlaug send ásamt annarri unglingsstúlku til móts við gömlu konuna, henni til aðstoðar og hjálpar. Þætti það varla vera fýsileg ferð fyrir unglingsstúlkur á vorum dögum. Ég sé hana líka í anda, þegar hún flutti að Hraunbæ. Þá reiddi hún dóttur sína, reifabarn, í fangi sér yfir Kúðafljót. Það er um 5 km breitt þar sem leið liggur milli. Meðallands og Álftavers og eitt hið stærsta og erfiðasta vatnsfall yfir- ferðar á landi voru. Ég sé hana ala önn fyrir stóra barnahópnum sínum, fæða þau og klæða við aðstæður, sem nútíma- konunni þættu allt annað en auð- veldar. Það er fremur harðbýlt í Álftaveri og húsakynni í Hraunbæ voru ekki stærri en hæfa þætti ein- staklingi í dag. Nútíma þægindi voru af skornum skammti, en komu smátt og smátt. Við þessar aðstæð- ur ólu þau upp börnin sín og komu þeim vel til manns. Þau hlutu í vöggugjöf góða hæfileika foreldra sinna og traust uppeldi hefur orðið þeim gott veganesti út í lífið. Öllum sem þekkja, er það að- dáunarefni hversu samhent þau hjón voru í einu og öllu. Þar bar aldrei skugga á. Dóttir þeirra brá Náttúruverndarfélag‘ Suðvesturlands; Skoðunarferðir á sjó Náttúruverndarfélag Suðvesturlands og Eyjaferðir, Stykkishólmi munu halda áfiram sjóferðum með líku sniði og voru farnar milli páska og hvítasunnu í vor. Félagið skipulagði þessar ferðir í samvinnu við Eyjaferðir. Megináherslan var lögð á að kynna lífríkið í sjónum og áhrif vorkomunnar á það, en staðháttum og sögunni voru jafnhliða gerð skil og útsýnisins notið af sjó. Farið var um firði, sund og út í eyjar. Farþegabáturinn Hafrún, sem siglt var með, reyndist vel, enda sérhannaður til skoðunarferða á sjó. Sjóferðirnar vöktu athygli almenn- ings og skólar og dagheimili nýttu sér þær á virkum dögum til náms- ferða. Skipulagi ferðanna verður lítið breytt, en fitjað upp á nýjungum. Ferðirnar skiptast í blandaðar nátt- úruskoðunar- og söguferðir um firði, út í eyjar og með ströndinni og í sérhæfðar náttúruskoðunarferðir, söguferðir og ferðir þar sem siglinga- leiðir og siglingatæki Hafrúnar verða kynnt sérstaklega. Ýmislegt verður gert til að gefa ferðunum gildi, t.d. verða gerðar ýmsar mælingar og athuganir sem 5 km- sSJOFERÐIR UM FIRÐI I Kópavogur i / Hafnarfjörð OG SUND fólk getur tekið þátt í. Farið verður frá Grófarbryggju (Akraborgin legg- ur að Grófarbryggju). Öllum er heim- il þátttaka í ferðunum. Sjóferðir hefjast nk. sunnudag, 10. september, með farþegabátnum Hafrúnu. Klukkan 10 verður farið í náttúru- skoðunarferð (ferð 1, sjá kort) um sundin og að öllum eyjunum á Kolla- firði. Gerðar verða ýmsar mælingar, botndýralíf skoðað með botnskörfu, skoðað verður í krabba- og fiskgildr- ur og fjallað um haustkomuna í sjón- um. Fargjald verður 1.100 krónur. Sjóferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Leiðsögumaður verður Konráð Þórisson sjávarlíffræðingur. Klukkan 14 verður farin Sketja- fjarðarferð. Siglt verður fyrir Gróttu og Suðurnes og inn á Seiluna, Arnar- nesvog, Kópavog og Fossvog. Þetta verður söguferð en jafnframt skemmtileg útsýnisferð. Fargjald verður 1.300 krónur. Sjóferðin tekur um tvo klukkutíma. Leiðsögumaður verður Páll Líndal. Klukkan 17 verður farin náttúru- skoðunar- og söguferð út í Engey. Slysavarnadeildin Ingólfur mun ann- ast flutning á fólki miili báts og eyj- ar. Gengið verður um eyjuna en hún er rík af mannvistar- og náttúruminj- um, t.d. er á eyjunni að finna mjög fallega stuðlað grágrýti (kirkjugólf). Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Verð, krónur 800. Klukkan 21‘verður boðið upp á nýja ferð, sigling um sundin blá í tunglsljósi. Ferðin tekur um klukku- tíma. Fargjald verður 800 krónur. Frítt verður í ferðirnar fyrir börn sjö ára og yngri, hálft gjald fyrir átta til tólf ára í fylgd með fuilorðn- um. Farið verður í allar ferðirnar frá Grófarbryggju (Akraborgin leggur að Grófarbryggju). - NVSV upp hugljúfri-mynd af bernskuárun- um. Jólin voru í nánd og á síðkvöldi sátu foreldrar hennar hlið við hlið við baðstofuborðið. Móðir hennar var að sníða föt á hópinn sinn, en faðir hennar snéri handsnúinni saumavél til að iétta konu sinni starfið. Minnstu börnin röðuðu sér umhverfis og fylgdust spennt með því, hvernig ný flík varð til. Þannig hjálpuðust þau að í einu og öilu og á efri árum, þegar sjón hennar tók að daprast, sá hún eftir sem áður um heimilishaldið í Hraunbæ með snemma hönd að verki og léttu störfin. Engu að síður var hún bundin bænum sínum lága óijúf- andi böndum. Þar vildi hún vera og hvergi annars staðar. Þó að hún þyrfti á síðari árum að dvelja um skeið á sjúkrahúsum og væri tvisv- ar, vetrarlangt, hjá dætrum sínum, var hugurinn heima í Hraunbæ. Um það leyti, sem vorfugl sást í varpa, héldu henni engin bönd og með krafti, sem enginn skildi, sigr- aði hún alla sjúkdóma og erfiðleika og hélt heim á ný. því að segja manni sínum tii verka og aðstoða hann eftir mætti. Á þann veg hjálpuðust þau að, og mér er ekki kunnugt, að aðrir, sem komnir eru hátt á níræðisaldur, hafi eftir leikið. Á þeim árum, sem þau Hraun- bæjarhjón voru að koma börnum sínum upp, þekktust ekki barna- bætur eða aðstoð samfélagsins í þeirri mynd sem síðar varð. Vissulega var ævi hennar ekki alltaf dans á rósum og við getum ekki annað en undrast hversu miklu dagsverki hún skilaði. Það er auð- velt að gera sér í hugariund, að oft hefur starfsdagurinn verið langur og lítið um svefn, þó að börnin legðu Nú eru senn 35 ár síðan ég kynntist Guðlaugu í Hraunbæ, sem verðandi tengdasonur hennar. Frá fyrsta degi var ég eins og einn af stóra barnahópnum hennar og hún mér sem önnur móðir. Svo hygg ég, að einnig sé um önnur tengdabörn hennar. Þetta vil : ég þakka af heilum hug fyrir hönd okkar allra. Ég votta Þorbergi, tengdaföður mínum, og öðrum aðstandendum innilega samúð um leið og ég þakka hinni látnu heiðurskonu allar sam- verustundirnar. Sú er best okkar huggun harmi gegn, að hennar er gott að minnast. Albert Jóhannsson + Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólmgarði 6, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. september kl. 13.30. Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Guðmundur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN HÁKONARSON frá Hafþórsstöðum i Norðurárdal, Haukshólum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. sept- ember kl. 13.30. Hákon Sigurjónsson, Hanna Sampsted og barnabörn. + Faðir okkar, STURLA SÍMONARSON, Kaðlastöðum, Stokkseyri, sem lést 5. september, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju mánudaginn 11. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Hilmar Sturluson, Símon Sturluson, og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Nökkvavogi 2. Ingólfur Sigurðsson, Elín Adolfsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Júlía Hrefna Viggósdóttir, börn og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð við fráfall og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, langafa og langömmu, SIGURLAUGAR HERDÍSAR FRIÐRIKSDÓTTUR OGHERMANNS ÁRNASONAR frá Látrum, Aðalvfk, Drekavog, 20, Reykjavik. Árni Hermannsson, Friðrik Hermannsson, Þórunn Hermannsdóttir, Þorgerður Hermannsdóttir, Gunnar Hermannsson, Jónma Hermannsdóttir, Guðný Hermannsdóttir, Óli Hermannsson, Ingi Karl Ingvarsson, Gfsli Hermannsson, Ingibjörg Hermannsdóttir, Heiðar Hermannsson, Anna Ólafsdóttir, Davið Guðbergsson, Gunnar Valdemarsson, Hulda Þorgrfmsdóttir, Jakob Sigurðsson, Halldór Geirmundsson, Guðri'ður Hannibalsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Stefán Stefánsson, Herdfs Gi'sladóttir, • ömmu- og afabörn, langömmu- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.