Morgunblaðið - 09.09.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.09.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGA.RDAGUR 9, SEPTEMBER 1989 39 FRJALSARIÞROTTIR / SPJOTKAST Spjót Sigurðar Ein arssonar löglegt Tækninefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins rannsakaði spjótin frá Ung- verjalandi, sem Sigurður Einarsson keppir með TÆKNINEFND alþjóða frjálsí- þróttasambandsins kom sam- an á fundi í Barcelona í gær- kvöldi og dæmdi að spjót eins og Sigurður Einarsson hefur keppt með í sumar og eru hönnuð í Ungverjalandi af Mik- los Nemeth, fyrrum Ólympíu- meistara í Montreal 1976, verði lögleg næstu tvö árin. Þessi spjót komu á markaðinn i sum- ar og hafa orðið mjög umdeild. Mike Gee, tækninefndarmað- ur, segir í samtali við enska blaðið The Times að margar gerðir af spjótum væru í um- ferð og væru sumar gerðirnar ólöglegar og þar á meðal spjót Nemeth. Sagt er frá því að þrátt fyrir að spjótkösturunum sem kepptu á Grand Prix í Mónakó, hafi verið tilkynnt að þeir mættu ekki keppa með ungversku spjótin, keppti Sigurður Einarsson með ungverska spjótið sitt, eftir að reynt var að slípa htjúfan flöt spjótsins niður. Þetta hleypti illu blóði í spjót- kastarana, þar sem var verið að keppa um sæti og peninga. í The Times er vitnað í Steve Backley og Einar Vilhjálmsson, sem segja báð- ir að ungversku spjótin sér vægast sagt vafasöm og ólögleg. Þess má geta að ungversku spjót- in mjókka ekki jafnt til endanna eins og ráð er gert fyrir. Þá er 30-40 sentimetra kafli á spjótinu - fyrir aftan gripið, mjög htjúfur. Með því nær spjótið meiri svifeigin- leikum en viðurkennt hefur verið. Þessi hijúfi flötur er til þess að auka svifeiginlega spjótsins. Flestir þeir spjótkastarar, sem byrjuðu að keppa með spjótinu í sumar, bættu sig verulega. Spjót- kastarar sem köstuðu yfirleitt 77-78 m - fóru að kasta vel yfir 80 m og allt að 83 metra. Sigurður fær að keppa með ung- ATHLETICS ISON Throwers angered at constructíon ofíatestjavelln From Pat Bntcher, Athletícs Correipoadeii* _ it 1S not a good ide. .. poMent» Monte Carlo javejin throwers and get wffitin on ” *?duSome do not We w.^gtnta. the overall grand Morgunblaðiö/Einar Falur Hér til hliðar sést fyrirsögnin á greininni í The Times, sem fjallar um spjótin frá Ungveijalandi. Á myndinni fyrir ofan sést Sigurður Einarsson, sem keppir í Barcelona á morgun. verska spjótið sitt á heimsleikunum í Barcelona, en hann keppir þar með Evrópuúrvalinu og verður spjótkastskeppnin á morgun. TENNIS Connor tapaði fyrir Agassi Ljóst er hveijir mætast í und- anúrslitum í karlaflokki opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fer nú fram í New York. Það verða Andre Agassi, sem sigraði Jimmy Connors, og Ivan Lendl, sem sigraði Tim May- otte. í hinum leiknum mætast Boris Becker og Aaron Kricken- stein. Leikur Agassi og Connors í 8-inanna úrslitum var mjög spennandi og skemmtilegur. Ag- assi sigraði naumlega, 6:1, 4:6, 0:6,.6:3 og 6:4, í skemmtilegum leik. Connors, sem tók þátt í mót- inu 20. árið í röð, hafði leikið mjög vel á mótinu og meðal ann- ars sigrað Stefan Edberg með nokkrum yfirburðum. Ivan Lendl vann mjög auðveld- an sigur á Tim Mayotte, 6:4, 6:0, 6:1. „Ég leik ekki til að komast í úrslit. Eg leik til að vinna,“ sagði Lendl eftir sigurinn. „Hann er of góður og ég efast um að nokkur eigi svar við þessum mikla krafti,“ sagði Mayotte. Boris Becker hefur einnig leikið vel og ætti ekki að verða í vand- ræðum með að tryggja sér sæti í úrslitum. Hann mætir Kricken- stein og hefur sigrað í öllum þrem- ur viðureignum þeirra. John McEnroe og Ástralinn Mark Woodforde urðu sigurvegar- ar í tvíliðaleik. Þeir unnu Banda- ríkjamennina Ken Flach og Ro- bert Seguso í úrslitum: 6:4, 4:6, 6:3, 6:3 Martina Navratilova vann Zinu Garrison í undanúrslitum í einliða- leik kvenna - 7:6, 6:2. Martina mætir Steffi Graf eða Gabriela Sabatini í úrslitum. KNATTSPYRNA / ENGLAND Neil Webb f rá í sex mánuði E Webb hjá Manchester United verður frá keppni í sex mánuði. Haásin slitnaði í landsleik Englands BHBi og Svíþjóðar og fór FráBob Webb undir hnífinn Hennessy á fimmtudagskvöld- iEnglandi „Þegar ég heirði fréttina um Webb - var það sem hnefahögg í andlitið á mér,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. Webb, sem var keyptur frá Nott- ingham Forest á 1.5 millj. punda, hefur aðeins leikið íjóra leiki með United. Þetta er mikil bróðtaka fyrir United, en Bryan Robson er einnig meiddur og þá meiddist Mark Hughes á mjöðm í landsleik með Wales gegn Finnlandi. „Mér fannst að eitthvað væri að brenna í öklanum. Um leið vissi ég að þetta væri alvarlegt. Fyrst hélt ég að einhver hefði sparkað í mig, en þegar ég leit við sá ég engann mann nálægt mér,“ sagði Webb, sem fór af leikvelli á 72. mínútu. Reiknað er nú með að Axel Neil Webb. Ferguson reyni að fá Paul lnce miðvallarspilara West Ham, til liðs við United. Ferguson var búinn að bjóða West Ham tvær millj. punda í hann á dögunum, en hætti síðan við. íHémR FOLK- ■ FORRÁÐAMENN AC Mílanó hafa borið til baka sögur um að meiðsli Ruud Gullit muni halda honum frá keppni í fjora mánuði. Hollenskt dagblað hafði eftir Gul- lit að hann rrtyndi taka sér frí fram yfir áramót. Stjórnendur AC 1 Mílanó segja hinsvegar að Gullit sé við hestaheilsu og verði tilbúinn innan tíðar. ■ ENGLENDINGAR hafa mikl-^ ar áhyggjur af framkomu enskra áhorfenda á knattspyrnuleikjum. í síðasta leik landsliðsins, gegn Svíum í Stokkhólmi, voru 206 Englendingar handteknir. Sænska lögreglan þótti standa sig mjög vel og beitti ýmsum aðferðum við að handsama ólátabelgina. Rúmlega 30 áhorfendur voru hand- teknir eftir að hafa látið ófriðlega í miðbænum. Lögreglan stöðvaði strætisvagn, skipaði farþegunum út og Englendingunum inn. Síðar var ekið beinustu leið í steininn. Ekki fylgdi sögunni hvernig fólkið í strætisvagninum komst heim. ■ ENGLENDINGAR hafa ákveðið að fresta landsleik gegn Hollendingum sem átti að fara fram í Rotterdam. „Við fengum símtal í dag og vorum beðnir um að fresta leiknum um óákveðinn tíma,“ sagði starfsmaður hollenska knattspyrnusambandsins. Colin Moynihan, íþróttamálaráðherra - Breta, skrifaði bréf í fyrradag þar sem hann fór fram á að leiknum yrði frestað en Englendingar hafa verið gagnrýndir fyrir slæma fram- komu í Stokkhólmi í vikunni. ■ FRANSKA félagið Bordeaux, hefur ákveðið að selja danska leik- manninn Jesper Olsen til bæta slæma fjárhagsstöðu félagsins. Bordeaux hefur nú fjóra útlend- inga en má aðeins nota þijá. „Við vildum gjarna halda honum en get- um það ekki. Því miður,“sagði for- seti liðsins Claude Bez. ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, tilkynnti í gær að hann myndi tefla fram óbreyttu liði gegn Sheffield Wed- nesday á Highbury FráBob i dag. Sigurður Hehnessy Jónsson verður ' En9landi varamaður. ■ MICHAEL Thomas, bakvörður Tottenhari?**’ neitaði í gær að fara til Sheffield Wed., sem var tilbúið að borga 500 þús. pund fyrir hann. ■ RON Atkinson, framkvæmda- stjóri Sheffield Wed., fékk 90 þús. pund í bónus fyrir að haida félaginu í 1. deild sl. keppnistímabil. Hann var 90 daga hjá félaginu og fékk því eitt þús. pund, 100 þús. ísl. kr., á dag í bónus. ■ BIRMINGHAM keypti Nigel Gleghorn frá Manchester City á 165 þús. pund í gær. ■ MARK Lawrenson, fyrrum leikmaður Liverpool, gerðist fram- kvæmdastjóri Petereborough í gær. ■ OSSIE Ardiles, framkvæmda- stjóri Swindon, keypti Shaun Close frá Bornemouth í gær á 80 þús. pund. Close lék með Ardiles hjá Tottenham. ■ DANINN Lars Elstrup, sem Luton keypti á 650 þús. pund, mun leika sinn fyrsta leik með félaginu í dag - gegn Charlton. ■ LENNIE Lawrence, fram- kvæmdastjóri Charlton, var út- nefndur framkvæmdastjóri mánað- arins í ágúst. ■ DREGIÐ hefur verið í 2. um- ferð ensku deildarbikarkeppninnar. Þar leika m.a. eftirtalin lið: Tottenham — Southend Grimsby — Coventry Liverpool — Wigan Arsenal — Plymouth Nott. Forest — Huddersfield Leyton Orient — Everton Chelsea — Scarborough Portsmouth — Man. United

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.