Morgunblaðið - 13.09.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 13.09.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989 5 For sætisráðuneytið; Helga Jónsdóttir ráð- in skrifstofiistjóri HELGA Jónsdóttir heftir verið ráðin skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu frá 1. september sl. Helga er 36 ára, fædd 22. mars 1953. Hún lauk prófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1978 og starf- aði að því loknu sem fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu og skiptarétti Reykjavíkur. Frá 1983-1987 var hún aðstoðarmaður forsætisráð- herra og frá 1987-1988 aðstoðar- maður utanríkisráðherra. Helga tekur nú við nýju starfi innan forsætisráðuneytisins og er annar tveggja skrifstofustjóra þar, en hinn er Gísli Árnason. Hún mun, auk daglegra stjórnunarstarfa, einnig vera ritari á ríkisstjórnar- fundum, eins og verið hefur frá 1. ágúst. Helga Jónsdóttir er gift Helga H. Jónssyni, fréttamanni, og eiga þau þrjú börn. Verkfall boðað í álverinu: Starfsmenn ISAL telja sig ekki hafa fylgt launaþróun STJÓRNIR og trúnaðarmannaráð tíu hlutaðeigandi verkalýðs- félaga í álverinu í Straumsvík fúnduðu í gær og munu fúnda í dag um boðun verkfalls, sem gert er ráð fyrir að taki gildi frá og með fimmtudeginum 20. september hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Gert er ráð fyrir að til fúndar fyrir helgina. Vinna stöðvast þó ekki fyrr en tveimur vikum eftir að verkfall skellur á samkvæmt samkomulagi þar um. Á þessum tveimur vikum er álhæðin í kerunum lækkuð og straumurinn jafnfi'amt minnkaður í þrepum. Það er gert til að draga eins og kostur er úr skaða ef til framleiðslustöðvunar kemur, en við það storknar ál í kerjunum og þau eyðileggjast. Deilan snýst í meginatriðum um viðmiðanir, en starfsmenn telja sig hafa dregist aftur úr í launaþróun- inni, auk þess sem fyrirtækið standi mjög vel. Svonefnd ÍSAL- vog var útbúin í tengslum við kjarasamninga í álverinu 1986, en hún samanstendur af launum sam- anburðarstétta á almennum vinnu- markaði. I viðræðum um kjara- samninga 1988 höfnuðu vinnu- veitendur ÍSAL-voginni alfarið þar sem þeir töldu að hún feldi í sér víxlverkunaráhrif. Þar stóð hnífur- inn í kúnni, þar til bráðabirgðalög þáverandi ríkisstjórnar bundu enda á frekari viðræður, en þá blasti framleiðslustöðvun við í ál- verinu. Vinnuveitendur hafa í engu breytt afstöðu sinni í þessum efn- um, en verkalýðsfélögin hafa viljað halda sig við ÍSAL-vogina sem viðmiðun. Þau telja að laun í álver- ríkissáttasemjari boði deiluaðila inu hafi dregist aftur úr launum samanburðarhópa. Gylfi Ingvars- son, aðaltrúnaðarmaður starfs- manna i álverinu, sagði það hins vegar samningsatriði hvað það væri leiðrétt á löngum tíma, en nú væri verið að ræða samning til skemmri tíma en verkalýðs- félögin hefðu lagt upp með í byrj- un, enda hefðu þau talið að áhugi væri hjá fyrirtækinu á því að semja til lengri tíma. Ef menn héldu að ÍSAL-vogin sem viðmiðun mældi rangt, þyrfti að finna leiðir til að lagfæra hana. „Það er slæmt þegar menn ná ekki saman, en það er ekki öll nótt úti enn. Við vonumst til þess að þrátt fyrir allt náist samningar áður en til verkfalls kemur, en staðan er vissulega orðin alvar- leg,“ sagði Gylfi Ingvarsson enn- fremur. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, en VSÍ fer með samningsumboð fyrir íslenska ál- félagið, sagðist vera mjög áhyggjufullur yfir þeirri stefnu sem deilan hefði tekið og það skipti miklu máli hvernig til tæ- kist með framhaldið. Deilan færi nú til ríkissáttasemjara og Vinnu- yeitendasambandið hlyti að vona að þar næðist niðurstaða sem báð- ir aðilar gætu unað við. Forseti Islands hlýtur friðarverðlaun kvenna Á MÁNUDAG í næstu viku kemur hingað til lands Maria Pia Fanfani, eiginkona Amintore Fanfani, sem árum saman var forsæt- isráðherra Ítalíu og gegndi embætti forseta ítalska þingsins. Mar- ia Pia Fanfani er forsvarsmaður friðarstofiiunar Women for Pea.ce Together for Peace Foundation sem aðsetur hefúr í New York. Kemur hún í þeim tilgangi að aíhenda með viðhöfii forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, friðarverðlaun fyrir störf í þágu friðar á síðasta ári. Þrjár konur í heiminum eru heiðraðár með friðarverðlaunum stofnunarinnar fyrir árið 1988, en það eru auk Vigdísar Finnboga- dóttur Raisa Gorbatsjova og Nan- cy Reagan. Maria Fanfani, sem er einn af forsetum alþjóða Rauða krossins, kom til íslands fyrir réttu ári með eiginmanni sínum, Amint- ore Fanfani, fjárlagaráðherra, er þau voru á leið til Kanada. Hún hitti þá forystumenn Rauða kross- deildar íslands og var þeim boðið til hádegisverðar á Þingvöllum ásamt forseta íslands og Steingrími Hermannssyni sem þá gegndi embætti utanríkisráðherra. Frú Fanfani kemur hingað til lands í einkaþotu frá Róm ásamt átta manna fylgdarliði og hefur sóiarhrings viðdvöl. Smáskífa Sykur- molanna í 55. sæti SMÁSKÍFA Sykurmolanna, og menn bjuggust við. Regína, sem út kom í Bretlandi Ein skýring sem gefin var var 4. september sl., fór í 55. sæti sú að smáskífan kom ekki út á breska vinsældalistans og hafa geisladiski fyrr en sl. mánudag. I hátt í 30.000 eintök selst af plöt- samtali við taismann útgáfufyrir- unni. Samkvæmt söluspá sem tækis hljómsveitarinnar kom fram gerð var um miðbik vikunnar að menn þar reiknuðu með að plat- töldu menn að platan myndi an ætti eftir að fara þó nokkuð lenda í 40. til 44. sæti, en salan hærra eftir að geisladiskurinn kom í vikulokin var ekki eins mikil út. Gæði og ending Miele heimilistækjanna eru í rauninni stórkostleg verðlækkun Helga Jónsdóttir. Miele

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.