Morgunblaðið - 13.09.1989, Qupperneq 14
papf >;i 5fiTp / iy oiivoiv (iIíIAJÖMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
Verzlunarráð mótmælir háum fjármagnskostnaði:
Tekjur ríkis af stimpilgjaldi
6,3% af hagnaði atvinnulífs
Áformum um skattlagningu vaxtatekna mótmælt
Verzlunarráð íslands sendi í gær fjármálaráðherra bréf, þar sem
varað er við skattlagningu á vaxtatekjur einstaklinga, enda muni hún
leiða til hærri fjármagnskostnaðar. Þá minnir VI á að stimpilgjald sé
skattur, sem leggist á fjármagnskostnað og tekjur af sparifé, hækki
fjármagnskostnað og minnki vaxtatekjur sparifjáreigenda. I nýrri við-
bót við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stefht skuli að því
að auka sparnað og lækka vexti og fjármagnskostnað.
„Skattlagning vaxtatekna af
sparnaði einstaklinga er alls ótíma-
bær eins og ástandið er nú á íslenzk-
um fjármagnsmarkaði," segir í bréfi
Verzlunarráðs. Þar er einnig vikið
að hugmynd um skattlagningu
vaxtatekna lífeyrissjóða og hún köll-
uð „ein skaðlegasta hugmynd sem
fram hefur komið í umræðum um
skattamál á íslandi frá því að íslenzk
stjórnvöld hófu umfjöllun um skatta-
mál.“
Verzlunarráð bendir á að stimpil-
gjald skili á þesu ári 1710 milljónum
króna í ríkissjóð samkvæmt fjárlög-
um. „Bæði stimpilgjald og tekju-
skattur á vaxtatekjur einstaklinga
auka bilið milli þess sem atvinnulífið
greiðir í fjármagnskostnað og þess
sem sparifjáreigandinn fær til sín,“
segir í bréfinu.
„Stimpilgjald er t.d. 2% af hluta-
bréfum, sem hefur þær afleiðingar
að mörg hlutafélög veigra sér við
að gefa út hlutabréf. Stimpilgjald af
skuldabréfum er 1,5% sem að sjálf-
Skattur á lífeyrissjóðina;
Tilræði við kjör aldr-
aðra verkamanna
- segir Karl Steinar Guðnason
KARL Steinar Guðnason, alþingismaður, segist algerlega andvígur
hugmyndum um að skattleggja iðgjöld og vaxtatekjur lífeyrissjóð-
anna. Segir hann að slík skattheimta væri tilræði við kjör aldraðra
félaga í verkalýðshreyfingunni.
Nefnd, sem hefur fyrir hönd
stjórnvalda fjallað um skattlagn-
ingu fjármagnstekna, hefur reifað
þá hugmynd, að skattur verði lagð-
ur á vaxtatekjur og iðgjöld lífeyris-
sjóða. Karl Steinar telur þessa hug-
mynd fráleita og segir að skatt-
heimta af þessu tagi muni ekki
vera_ í bígerð.
„Ég mun aldrei ljá máls á aðgerð-
um af þessum toga,“ segir Karl
Steinar. „Með' þeim væri verið að
lækka eftirlaunatekjur almenns
verkafólks á meðan opinberir
starfsmenn hefðu fulla tryggingu
fyrir sínum lífeyrisréttindum. Það
þarf miklu frekar að auka lífeyris-
rétt verkafólksins og breyta lífeyris-
sjóðakerfinu þannig að það verði
einfaldara og skilvirkara."
sögðu hækkar fjármagnskostnaðinn
og gjald af víxlum er 0,25%. Fyrir-
tæki sem veltir skammtíma skulda-
bréfi á sex mánaða fresti eða víxli
mánaðarlega greiðir jafnvel yfir 4%
á ári í skatt til ríkisins í formi stimp-
ilgjalds. Þetta gjald er þannig stór
hluti af kostnaði við íjármagn. Raun-
vextir af fjármögnun á 30 daga við-
skiptavíxlum er nú um og yfir 20%.
Því er það verulega íþyngjandi fyrir
atvinnulífið þegar um 20% af þessum
raunvaxtaþætti getur verið skattur
til ríkisins," segir í bréfi Verzlunar-
ráðs. Bent er á að fyrirtæki sem
mánaðarlega velti 100.000 króna
víxli í eitt ár geti í raun ekki notað
nema um 69.000 krónur af honum
miðað við núverandi kjör. Um 31
þúsund fari í vexti og kostnað og
þar af um 3.000 krónur í stimpil-
gjöld, eða 4,3% af upphæðinni, sem
nýtist fyrirtækinu.
VI tekur annað dæmi. „Rekstrar-
afgangur alls atvinnulífs á íslandi
fyrir fjármagnskostnað verður á
þessu ári væntanlega um 27.000
milljónir króna. Tekur ríkissjóðs af
stimpilgjaldi eru 6,3% af þessari upp-
hæð. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti
einstaklinga á þessu ári samkvæmt
fjárlögum eru 8.200 milljónir króna.
aætlað er að öll laun og launatengd
gjöld á íslandi í ár verði um 153.000
milljónir króna þannig að tekjuskatt-
ur til ríkisins er 5,3% af þeirri upp-
hæð. Stimpilgjaldið hefur því svipað
vægi gagnvart tekjum af sparifé og
íjármagnskostnaði atvinnulífsins og
tekjuskattur einstaklinga hefur
gangvart launatekjum heimilanna og
launakostnaði atvinnulífsins."
í bréfinu er loks bent á að sölu-
skattur af innheimtukostnaði lög-
manna leggist við fjármagnskostnað.
„Það gleymist oft að þeir lögmenn
sem stunda innheimtu eru í vinnu
hjá þeim sem skulda," segir Verzlun-
arráð.
FYRSTI áfangi endurbyggingar Bessastaðastofú er hafinn. Rífa á þak-
hæð og kvisti hússins og endurbyggja það í óbreyttri mynd, að því
undanskildu að austurkvisturinn á að hverfa og vesturkvistinum verð-
ur breytt nokkuð. Verkinu á að ljúka snemma næsta sumar.
Síðastliðið vor voru samþykkt á
Alþingi lög um endurbætur og framt-
íðaruppbyggingu forsetasetursins á
Bessastöðum. Þar segir meðal ann-
ars að ljúka skuli viðgerðum og end-
urbyggingu Bessastaðastofu fyrir
árslok 1990. Fyrir þann tíma eigi
einnig að ljúka gerð heildaráætlunar
um nýtingu lands og uppbyggingu
mannvirkja á staðnum.. Samþykkti
Alþingi, að allt að 50 milljónum
króna yrði varið til þessara verkefna
í ár.
Nú er áformað að rífa þakhæð og
kvisti Bessastaðastofu og loft yfir
fyrstu hæðinni, en burðarviðir eru
illa famir af fúa og leki kominn að
þaki og kvistum. Gert er ráð fyrir
að vesturkvistur hússins verði hlað-
inn að nýju nokkuð breyttur, en aust-
urkvisturinn á að hverfa. Að öðru
leyti á að endurbyggja þakið í
óbreyttri mynd og verður rishæðin
jafnframt innréttuð að nýju. Áætlað
er að þessu verki ljúki snemma næsta
sumar og hefur ístaki hf. verið falin
framkvæmdin.
í nefnd, sem annast áætlanagerð
og framkvæmdir á Bessastöðum sitja
Baldvin Tryggvason, Gunnar Hall
og Helgi Bergs. Pétur Stefánsson,
verkfræðingur, er verkefnisstjóri en
arkítektar þeir Þorsteinn Gunnars-
son og Garðar Halldórsson, húsam-
eistari ríkisins.
Borgarráð:
Islenskt nafn
á Broadway
BORGARRÁÐ hefúr samþykkt til-
lögu íþrótta- og tómstundaráðs um
að efút verði til hugmyndasam-
keppni um nýtt nafn á Broadway.
I tillögunni segir: „Eins og kunn-
ugt er hefur Reykjavíkurborg keypt
veitingahúsið Broadway við Álfa-
bakka. íþrótta- og tómstundaráð mun
taka við rekstri hússins frá og með
1. nóvember næstkomandi. Hér með
er auglýst eftir tillögu um íslenskt
nafn á staðinn."
Morgunblaöid/Bjarni
Guðmundur Jónsson, verkstjóri við endurbæturnar á Bessastaða-
stofú, sýnir skemmdir á þaki hússins.
Endurbætur á Bessa-
staðastofu hafiiar
Nefiid menntamálaráðherra um innra starf framhaldsskóla:
Allir nemendur útskrifist
að loknu tveggja ára námi
Hægt verður að skrá sig til framhaldsnáms til stúdents- eða sveinsprófs að því loknu
SVAVAR Gestsson menntamalaráðherra kynnti í gær tillögur
nefndar um innra starf framhaldsskóla og starfshóps um iðn-
fræðslu, sem starfað hafa frá áramótum, um breytingar á fram-
haldsskólakerfinu. í tillögum nefúdanna er meðal annars lagt til
að reynt verði að bjóða upp á Qölbreyttara nám í framhaldsskólun-
um, bæði að lengd og efni, þannig að fleiri finni nám við sitt
hæfí. Nefndin leggur til að allir framhaldsskólanemendur útskrif-
ist eftir tveggja ára nám, en síðan geti menn skráð sig til lengra
náms ef þeir vilja.
Á blaðamannafundi mennta-
málaráðherra kom fram að nú eru
um það bil 15.500 nemendur í
öllum framhaldsskólum landsins,
þar af um 40% á fyrsta námsári.
Um þriðjungur skráðra nemenda
í framhaldsskólum lýkur stúd-
entsprófi og um fjórðungur
sveinsprófi. Um 75% 16 ára ár-
gangsins fara nú í framhalds-
skóla. Ef allur árgangurinn færi.
í framhaldsskóla og lyki námi án
umtalsverðra. tafa, allir tveggja
ára námi og tyeir þriðju fjögurra
ára námi, yrðu nemendur í fram-
haldsskólum um 16.000, að mati
ráðuneytisins.
í fyrra voru um 15.100 manns
í framhaldsskólanámi. Um 19%
hættu námi eftir fyrstu önn. Fram
kom jafnframt að 16% skráðra
eininga í framhaldsskólunum
nýttust ekki þar sem nemendur
féllu í faginu eða mættu ekki. Tíu
af hundraði nemenda þurftu að
sitja í sama áfanga tvisvar eða
oftar.
Þetta þykir meðal annars bera
vott um að framhaldsskólakerfið
henti ekki öllum eins og það er
nú. Nefnd menntamálaráðherra
leggur áherzlu á að framhalds-
skólinn eigi að vera opinn öllum,
sem lokið hafi grunnskólaprófi,
og það þýði að allir þurfi að geta
fundið nám við sitt hæfi. Nefndin
leggur til að framhaldsskólanámi
verði skipt í kjama og val. Kjarn-
inn verði með þrennu móti og
aukist að umfangi eftir því sem
námið í heild verði umfangsmeira.
Bæði verði hægt að velja um braut
og einstaka áfanga. „Lögð er
höfðuáherzla á að nemendur lendi
aldrei í blindgötu í námi sínu,“
segir i skýrslu nefndarinnar.
í náminu leggur nefndin til að
verði þrenns konar kjami. Kjarni
I í eins til þriggja anna námi sam-
anstandi af sex einingum í „sam-
skiptum og tjáningu" og sex ein-
ingum í list- og verkgreinum,
samtals tólf einingum. Kjarni II
í fjögurra til sex anna námi verði
alls 35-45 einingar. Við Kjama I
bætist nám í íslenzku, stærfræði,
erlendum tungumálum, samfé-
lagsgreinum, náttúmfræðigrein-
um og íþróttum. Kjami III í sjö
til átta anna námi samanstandi
af sömu greinum og Kjami II, en
nám í hverri fyrir sig verði aukið
þannig að kjarninn verði alls 81
eining. Valfög geta síðan verið
mjög margvísleg, og em undir
hverjum skóla um sig komin.
í tillögum nefndarinnar er gert
ráð fyrir því áð stúdentspróf verði
áfram við lýði, en æskilegt sé að
þróunin verði sú að þeir skólar,
sem hingað til h afi skilgreint
stúdentspróf sem inntökuskilyrði
fari í meira mæli að skilgreina
þau án tilvísunar í stúdentspróf.
Nefndin leggur til að komið
verði á eins til tveggja anna at-
vinnulífsnámi þar sem um helm-
ingur námsins verði starfsnám á
vinnustað. Gerður verði samning-
ur um starfsnámið á milli skóla,
nemanda og vinnustaðar. Brautir
af þessu tagi hafa þegar hafið
starfsemi sína fyrir nokkmm dög-
um, önnur í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands á Selfossi, og hin í Pjöl-
brautaskóla Suðurnesja í
Keflavík.
Ef tillögur nefndarinnar ná
fram að ganga verður í fyrsta
lagi hægt að útskrifast úr fram-
haldsskóla eftir einnar .eða
tveggja anna atvinnulífsnám, með
skírteini um atvinnulífsnám og
lýsingu á þeirri leikni, sem nem-
andinn hefur öðlast. í öðm lagi
ljúki allir nema þeir, sem fara á
atvinnulífsbraut, fjögurra anna
eða sjötíu eininga námi. í sumum
tilfellum verður þar um að ræða
almennt bóknám, sem nýtist til
áframhaldandi náms til stúdents-
prófs, en í öðmm nám á skil-
greindum brautum, sem litið sé á
sem undirbúning fyrir ákveðin
störf (sambærilegt við verzlunar-
próf), eða sem inntökuskilyrði í
sérskóla. í þrjðja lagi geta iðn-
nemar sem stunda meira en 70
eininga nám innan skólans út-
skrifast með skírteini um að hafa
lokið þeim þáttum námsins, bók-
legum og verklegum, sem fram
fara í skóla, en sveinspróf á veg-
um atvinnulífsins verði áfram
lokapróf í iðnnámi. I fjörða lagi
er svo hægt að Ijúka 140 eininga
bóknámi til stúdentsprófs.
í tillögum nefndarinnar er einn-
ig lagt til að nám verði tekið upp
í nýjum iðngreinum, þar á meða
matvælaiðnaði, plast- og fjölliðu-
iðnaði, vefjariðnaði, efnaiðnaði og
fleiru. Hún gerir einnig tillögur
um námsskrárgerð verði sam-
ræmd í öllum framhaldsskólum,
þar á meðal iðnskólum. Komið
verði upp þjónustumiðstöð fyrir
framhaldsskóla þar sem fyrir liggi
til kynningar allt námsefni, sem
er á boðstólum og kynnt verði
þróunarstarf og nýjungar. Námsr-
áðgjöf verði stóraukin þannig að
einn námsráðgjafi verði á hveija
300-400 nemendur. Þá er lagt til
að menntamálaráðuneytið fylgist
grannt með þeirri þróun sem nú
á sér stað í samræmingu náms í
Evrópu á vegum Evrópubanda-
lagsins og EFTA og leitist við að
aðlaga þróuninga íslenzkum að-
stæðum.
í gær voru forráðamönnum
allra framhaldsskóla kynntar til-
lögur nefndarinnar. Fulltrúar
menntamálaráðherra munu síðan
fara í alla skólana og kynna þær
nánar fyrir starfsliði þeirrá í dag
verður fundað með fulltrúum
Vinnuveitendasambandsins um
þann hluta, sem snýr að atvinn-
ulífinu. Menntamálaráðherra
sagði á blaðamannafundinum að
mikil umræða um tillögurnar væri
nauðsynleg og þær ættu eflaust
eftir að taka breytingum. Einnig
væri ljóst að mikil samningavinna,
til dæmis við fulltrúa atvinnulffs-
ins, væri nauðsynleg ættu þær
að ganga fram.