Morgunblaðið - 13.09.1989, Page 16
16
!i|r :Hn'3Tc:ii .fi íuíoau jkiV«*w (Mt'A.JqwuLiiufy
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
Reuter
Konuefhi Japansprins samþykkt
Tilkynnt var á blaðamannafundi sem sjónvarpað var um allt land í
Japan að Aya prins hafi fengið leyfi til að giftast heitmey sinni,
Kiko Kawashima, en hún er alþýðumaður. Þykir það til marks um
að keisarafjölskyldan sé reiðubúin að slaka á fornum venjum. Aya
fetar í fótspor föður síns, Akihito keisara, sem sótti konueftii sitt
út fyrir raðir höfðingjaætta. Varð hann fyrstur erfingja japönsku
krúnunnar til að ijúfa fomar venjur í hjúskaparmálum. Aya prins
og Kiko em bæði 23 ára og er búist við að brúðkaup þeirra fari
firam snemma á næsta ári. Meðfylgjandi mynd var tekin af hjónaefiiun-
um í gær.
Spá óvissu í norsk-
um stjórnmálum
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
KOMI til stjórnarskipta í Noregi
vegna þingkosninganna á mánu-
dag verður það vart fyrr en um
næstu mánaðamót er Stórþingið
kemur saman á ný. Stjómmála-
skýrendur er flestir sammála um
að búast megi við mikilli óvissu í
stjórnmálum landsins næstu fjög-
ur árin og þótt minnihlutastjórn
borgaraflokka taki við sé ólíklegt
að hún sitji lengi ef Framfara-
flokkurinn verði utan stjórnar.
Tveir stærstu flokkar landsins,
Verkamannaflokkurinn (jafnaðar-
menn) og Hægriflokkurinn, töpuðu
mestu fylgi í kosningunum á mánu-
dag. Stærsta blað Noregs, Verdens
Gang, sagði aftur á móti í forystu-
grein í gær að Noregur hefði sjálfur
beðið mesta ósigurinn. „Eftir erfitt
ástand á þingi síðastliðin fjögur ár
taka nú við önnur fjögur sem verða
enn þá erfiðari með tilliti til myndun-
ar ríkisstjórnar," sagði blaðið.
Verkamannaflokkurinn hlaut
verstu útreið í kosningum sem hann
hefur orðið fyrir eftir stríð og missti
átta þingsæti. Hægriflokkurinn
missti 13 þingsæti. Elsti stjórnmála-
flokkur í Noregi, Venstre, hlaut ekki
þingsæti að þessu sinni frekar en í
síðustu kosningum. Aftenposten,
sem er íhaldssamt blað, sagði að
meginaflið í norskum stjórnmálum
hefði á níunda áratugnum flust frá
vinstri til hægri en þetta væru þriðju
kosningarnar í röð þar sem borgara-
flokkarnir fengju meirihluta á þingi.
Blaðið vænti þess að borgaraleg
ríkisstjórn tæki nú við völdum.
Úrslit norsku kosninganna
Verkamannaflokkurinn..............34,3% (-6,5)
Hægriflokkurinn..................22,2% (-8,2)
Framfaraflokkurinn.................13% (+9,3)
Kristilegi þjóðarflokkurinn.......8,5% (+0,3)
Miðflokkurinn.....................6,5% (-0,1)
Sósíalíski vinstriflokkurinn.......10% (+4,6)
Venstre...........................3,2% (-0,4)
Utanflokkalisti í Finnmörku.......0,3% (0,3)
63 þingsæti (-8)
37 þingsæti (-13)
22þingsæti (+20)
14 þingsæti (-2)
llþingsæti (-1)
17þingsæti (+11)
0 þingsæti (0)
lþingsæti (+1)
Lýsingar flóttamanna firá Austur-Þýskalandi
„Það sem sýnt er í Leip-
zig sést aldrei í búðum“
Vilshofen, Vestur-Þýskalandi. Reuter.
ÞEGAR Ingo og Kerstin skýra frá því hvers vegna þau flýðu frá
Austur-Þýskalandi segja þau frá árangurslausri leit að fallegum
fotum og öðrum neysluvörum og kommúnistastjórn sem kom fram
við umbjóðendur sína sem þeir væru aular. Þau eru nú í flótta-
mannabúðum í smábænum Vilshofen í Bæjaralandi. Alls hafa um
17 þúsund landsmenn þeirra flúið til Vestur-Þýskalands um Ung-
veijaland síðustu tvo til þijá daga.
Ingo og Kerstin segjast aldrei
hafa talið sig til andófsmanna í
heimalandi sínu. „Okkur varð ein-
faldlega ljóst að það var margt
sem við fórum á mis við, sem
vantaði í tilveru okkar,“ sagði
Kerstin, sem er 25 ára fóstra.
Ingo sagði að ritskoðun stjórn-
valda væri móðgun við heilbrigða
hugsun. „Við hefðum farið í gröf-
ina sem heimskingjar ef við hefð-
um ekki getað horft á vestur-
þýska sjónvarpið,“ sagði Ingo.
Hann er 24 ára bifvélavirki.
Kerstin og Ingo vildu ekki
skýra frá ættarnafni. Þau sögðust
vera frá smábænum Vetschau en
hann er skammt frá iðnaðarborg-
inni Cottbus sem er nálægt pólsku
landamærunum. Tekjur þeirra
beggja námu 1.800 austur-þýsk-
um mörkum á mánuði, jafnvirði
54 þúsunda ísl. króna, skv. opin-
berri austur-þýskri gengisskrán-
ingu. Þau áttu íbúð en þrátt fyrir
að hafa tekjur yfir meðallagi
gramdist þeim stöðugt að ýmsar
helstu nauðsynjar voru ýmist ófá-
anlegar eða á verði sem þau réðu
ekki við.
Spx ára bið eftir saumavél
„Bið eftir nýrri bifreið er 16
ár og það tekur sex ár að safna
fyrir saumavél," sagði Kerstin
með kergju. „Litasjónvarp kostar
6.000 mörk (185 þús. ísl. kr.) og
leðurveski 300 mörk (9.300 kr.).
Við höfðum ekki efni á því. Önnur
vara, eins og góðir hlaupaskór,
hjólbarðar, varahlutir ýmiss kon-
ar, baðkar, var ófáanleg hvernig
sem leitað var. Það sem sýnt er
á vörusýningunni í Leipzig ár
hvert sést aldrei í verslunum í
Austur-Þýskalandi. Besta fram-
leiðslan er seld úr landi.“
„Bílaframboðið er svívirðilegt.
Bifreiðarnar hafa ekki tekið nein-
um breytingum á 30 árum. Notað-
ir bílar kosta meira á svörtum
markaði en nýir bílar,“ sagði Ingo.
„Vinnan gefur ekkert og vinnu-
leiði er mikill. Faðir minn varð
að strita í 16 tíma á dag í tveim-
ur störfum í sumar til þess að
geta keypt sér leðutjakka,11 bætti
hann við.
Ingo og Kerstin sögðust hafa
ákveðið snemma árs að reyna að
komast úr landi. „Við hikuðum
og hættum við að sækja um brott-
fararleyfi því við treystum okkur
ekki til að bíða í þijú ár eftir svari
og það hefði getað kostað okkur
vinnuna,“ sagði Kerstin. Þegar
þau hefðu heyrt í vestur-þýska
sjónvarpinu í vor að Ungveijar
væru bytjaðir að rífa járntjaldið
á landamærum sínum og að Aust-
ur-Þjóðveijar flýðu þar yfir hefðu
þau séð möguleika sem þau hefðu
ákveðið að reyna.
Pökkuðu aðeins niður
fíitum
í júlí hættu þau við að fara í
siglingu um Eystrasalt sem stétt-
arfélag þeirra hafði skipulagt og
þremur vikum síðar höfðu þau
fengið leyfi til að fara til Ung-
veijalands. „Við pökkuðum aðeins
niður fötum og gáfum foreldrum
mínum öll verðmæti til þess að
þau féllu ekki í hendur stjóm-
inni,“ sagði Ingo. Var foreldrum
hans sagt frá flóttaáformunum
en ekki foreldrum Kerstinar.
„Faðir minn er borgarstjóri fyrir
kommúnistaflokkinn og hann
hefði aldrei getað skilið okkur.
Ef hann hefði fengið að vita kynni
það að hafa kostað okkur ferða-
leyfið,“ sagði Kerstin.
Hinn 26. ágúst óku þau á
Skóda-bifreið sinni til kunningja-
fólks, sem bjó við Balaton-vatn í
Ungveijalandi. Næsta dag óku
þau að austurrísku landamærun-
um. Földu þau bílinn í kjarri 700
metra frá landamærunum,
skammt frá borginni Sopron, og
við sólsetur lögðu þau gangandi
af stað í vesturátt. Gengu þau
ýmist um þéttvaxið skóglendi eða
fenjar. Fóru þau villur vegar og
gengu um síðir í fangið á ung-
verskum landamæravörðum.
„Þeir reyndust vinsamlegir og
komu okkur fyrir hjá hjálparstofn-
un í Búdapest sem útvegaði okkur
vestur-þýsk vegabréf. Með þau í
höndum voram við sjálfkrafa orð-
in glæpamenn í Austur-Þýska-
landi,“ sagði Kerstin. „Þegar við
fréttum á sunnudagskvöld að
Ungveijar ætluðu að opna landa-
mærin og hleypa flóttamönnum
yfir braust út mikil gleði í búðum
sem við biðum í. „Það var eins og
á gamlaárskvöldi. Við dönsuðum
og grétum af gleði,“ bætti hún
við. Þau hjónin sögðust hlakka til
að hefja nýtt líf í Vestur-Þýska-
landi.
Fá að nota
trabantana
á undanþágu
Bonn. Reuter.
YFIRVÖLD í Vestur-Þýska-
landi hafa ákveðið að heimila
austur-þýskum flóttamönnum
að keyra um á austur-evrópsk-
um bílum. I þessu felst, að þeim
er veitt undanþágu frá ströng-
um reglum um mengunarvarn-
ir.
í útblæstri Trabant- og Wart-
burg-bifreiða flóttafólksins frá
Austur-Þýskalandi er meira af
blýi og koltvísýringi en annarra
bifreiða og er gerð sérstök undan-
þága frá þýskum lögum til að
flóttamennirnir geti ekið þeim þar
í landi. Embættismenn segja að
flóttamennirnir hafi ekki auraráð
til þess að kaupa hreinsibúnað í
bíla sína.
Jafnframt hafa tryggingafélög
boðið flóttamönnum ókeypis bif-
reiðatryggingar og stærstu
bílgreinasamtök landsins, ADAC,
hafa heitið þeim ókeypis viðgerð-
ir. Við komuna til Vestur-Þýska-
lands afhentu samtökin jafnframt
bílstjóram lista yfir verslanir sem
selja varahluti í bifreiðar þeirra.
Var hann mjög stuttur.
Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára)
og framhaldsnemendur.
Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING
RUSSIAN METHOD
Innritun í síma 72154 frá kl. 10-18.
Afhending skírteina laugardaginn 16. september
frá kl. 12-16. Kennsla hefst 18. september.
Félag íslenskra listdansara.
BALLET KLASSÍSKUR BALLET
KÓU 5IGRÍÐHR ÁRmflnfl
SKÚLAGÖTU 32-34 <><►<►
Kína:
Háðið verður
helsta vopnið
Peking. Reuter.
STRÖNG gæsla var við helsta
háskólann í Peking í gær þegar
100 dagar voru liðnir frá íjölda-
morðunum á Torgi hins himneska
friðar. Voru settar upp vegartál-
manir og krafist skilríkja af ölluni,
sem fram hjá fóru.
Kínverskum námsmönnum hefur
verið uppálagt að njósna og segja
hver til annars og í skólum er miklum
tíma varið í hugmyndafræðilega inn-
rætingu. Samt sem áður hefur það
gerst nokkrum sinnum, að sett hafi
verið upp veggspjöld með áróðri gegn
stjórnvöldum og stundum sýna
námsmennirnir hug sinn með öðram
og sérkennilegri hætti. Nemendur
við Pekingháskóla tóku sig nýlega
til og gengu umhverfis háskólahverf-
ið syngjandi helsta slagorð stjórn-
valda, „An kommúnistaflokksins
væri Nýja Kína ekki til“, en það var
ekki laust við, að fulltrúum flokksins
fyndist vera einhver háðstónn í rödd-
inni. Hefur nú verið fyrirskipuð rann-
sókn á þessu máli.