Morgunblaðið - 13.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
17
Reuter
Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, fagnar sigri á þingi
í gær er þingheimur lagði blessun sína yfir samsteypustjórn hans.
Steftiuræða Mazowieckis :
Efiiahagsvandinn og
framgangur lýðræðis-
ins helstu verkefiiin
Varsjá. Reuter.
TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, kynnti stefnu
samsteypustjórnar sinnar er hann ávarpaði neðri deild pólska þings-
ins i gær. Forsætisráðherrann, sem kemur úr röðum Samstöðu, kvað
helsta verkelhi slg'órnarinnar vera að ná tökum á verðbólgu og endur-
reisa efnahag Póllands jaftiframt því sem treysta bæri lýðræðið ný-
fengna í sessi. Mazowiecki neyddist til að gera hlé á ávarpi sínu er
honum lá við yfirliði í ræðustól og óttuðust menn um stund að hann
væri alvarlega sjúkur.
Mazowiecki, fyrsti forsætisráð-
herra Póllands sem ekki kemur úr
röðum kommúnista, kvaðst í ræðu
sinni trúa því og treysta að Guð
myndi koma Pólverjum til hjálpar
á þessum merkistímum í sögu
landsins. Forsætisráðherrann lýsti
áætlununum um hvernig endurreisa
bæri efnahag Póllands og boðaði
jafnframt harkalegar aðgerðir á
þeim vettvangi. Tiltók hann einkum
nauðsyn þess að verðbólgu yrði
haldið í skéfjum. Kvað hann að
öðrum kosti ástæðu til að ætla að
verðbólga yrði um 4.000 prósent á
ári í Póllandi. Slíkt ástand myndi
augljóslega ékki aðeins hafa áhrif
á sviði efnahagsmála heldur yrði
það og ógnun við lýðræði í landinu.
Því blasti við að ríkisstjórnin yrði
að gera tvennt. Annars vegar þyrfti
að treysta lýðræðið i sessi og hins
vegar koma í veg fyrir allsheijar
upplausnarástand á sviði efnahags-
mála. Þetta verkefni yrði augljós-
lega mjög erfitt.
Er Mazowiecki hafði talað í um
45 mínútur bað hann forseta þings-
ins um leyfi til að gera hlé á máli
sínu. Forsætisráðherrann yfirgaf
þingsalinn og fór inn í hliðarher-
bergi þar sem læknar tóku þegar
að huga að honum. Tekið var afrit
af hjartslætti hans en vitað er að
hann hefur átt við hjartveiki að
stríða auk þess sem hann þjáist af
asma. Læknir einn sagði í viðtali
við fréttamann Reuters-fréttastof-
unnar að forsætisráðherrann hefði
talið að hann væri við það að falla
í yfirlið. Sami heimildarmaður sagði
að í fyrstu hefði ástandið virst mjög
alvarlegt en í ljós hefði komið að
vanlíðan Mazowieckis hefði á engan
hátt tengst hjartveiki hans. Forsæt-
isráðherrann væri hins vegar að
niðurlotum kominn sökum þreytu.
Undanfarnar þijár vikur hefur
Mazowiecki, sem er 62 ára, unnið
nánast sleitulaust að því að mynda
samsteypustjórn sína auk þess sem
mikil vinna hefur verið lögð í mótun
stjórnarstefnunnar. 23 menn sitja
í stjórnirini, 11 samstöðumenn, fjór-
ir kommúnistar, utanríkisráðherr-
ann er óháður en Bændaflokkurinn
og Demókrataflokkurinn hafa sam-
tals sjö ráðherra.
Þingheimur fagnaði Mazowiecki
er hann sté aftur í ræðustól um 50
mínútum síðar. „Ég biðst afsökun-
ar. Ástand mitt er svipað því og
ríkir á vettvangi pólskra efnahags-
mála. Ég hef nú náð mér og vona
að efnahagur landsins taki einnig
að braggast,“ sagði forsætisráð-
herrann áður en hann hélt áfram
flutningi stefnuræðunnar.
Mazowiecki ítrekaði að Pólveijar
yrðu eftir sem áður tryggir banda-
menn aðildarríkja Varsjárbanda-
lagsins og að nýja ríkisstjórnin
hvgðist virða allar skuldbindingar
Pólveija við önnur ríki Austur-
Evrópu.
Á sviði efnahagsmála kvað for-
sætisráðherrann nauðsynlegt að
draga stórlega úr niðurgreiðslum.
Þá þyrfti að herða skattheimtu og
draga úr halla á rekstri ríkissjóðs.
Markaðsöflin yrðu á hinn bóginn
að fá að njóta sín og því yrði unnið
að víðtækri einkavæðingu auk þess
sem komið yrði á fót hlutabréfa-
markaði og innleiddur ný gjaldmið-
ill sem gjaldgengur yrði á erlendum
fjármálamörkuðum. Aðgerðir þess-
ar myndu vafalítið hafa í för með
sér tímabundna erfiðleika, gjaldþrot
fyrirtækja og atvinnuleysi en þær
fælu þó alltjent í sér von um betri
tíð. Forsætisráðherrann lét þess
getið að ríkisstjórriin vænti þess að
erlendar fjármálastofnanir og ríkis-
stjórnir væru reiðubúnar til að að-
stoða Pólveija á þessum miklu
umbrotatímum í sögu landsins.
Helgin framundan
■^JfARHOLTI 20 S/M/ 23~£
Meiriháttar skemmtun á fjórum hæðum
- Fyrsta hœð — £
rokksveit
RÚNARS JÚLÍUSSONAR
- Önnur hœð -.
PÁLMI GUNNARSSON, MAGNÚS EIRÍKSSON
OG FÉLAGAR
— Þriðja hœð —
HUÓMSVEITIN
FRA SIGLUFIRÐI
0PNUM KL. 19 FYRIR MATARGESTI
MARGRÓMAÐUR MATSEÐILL BORÐAPANTANIR í SÍMA 29098
- Fjórða hæð —
HLJÓMSVEIT .
Stefáns
Aldurstakmark 25 ára - Snyrtilegur klæðnaður
Miðaverð 950 kr.
Sami miði gildir á allar hæðir