Morgunblaðið - 13.09.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
Vinningur í happdrætti SÁÁ afhentur
Nýverið var afhentur vinningur í Vorhappdrætti SÁÁ, biíreið af
gerðinni Chevrolet Monza 1989. Bifreiðin kom í hlut Mörtu Svavars-
dóttur frá Hafharfirði og á myndinni sést Jón Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri SÁÁ, afenda dóttur hennar, Selmu Jóhannesdóttur,
bifreiðina.
Heimilisiðnaðar-
skólinn að hefjast
Heimilisiðnaðarskólinn er að
hefja tiunda starfsár sitt. Skólinn
er undir sljórn nýs skólastjóra,
Birnu Kristjánsdóttur.
Markmið skólans er að varðveita
gömul íslensk vinnubrögð á sviði
heimilisiðnaðar og finna þeim stað
í nútímanum sem og að kynna nýj-
ar greinar á þessu sviði.
Nemendur sem þess óska fá vott-
orð um nám í skólanum og geta
fengið það viðurkennt sem þátt í
list- og verkgreinanámi í fram-
haldsskólum eða sem aukna fag-
þekkingu i starfi.
Námskeið skólans hefjast 2.
október. Þau fara fram á kvöldin
og um helgar í húsnæði Heimilis-
iðnaðarfélagsins við Laufásveg 2.
Kennslugreinar í haust eru: Tó-
vinna, almennur vefnaður, mynd-
vefnaður, útskurður, þjóðbúninga-
gerð, almennur fatasaumur, barna-
fatasaumur, bótasaumur, útsaum-
ur, knipl, almenn pijónatækni, prjón
(dúkar og hyrnur), tauþrykk, jurta-
litun, kviksjá, kertagerð, körfugerð
og pappírsgerð.
(Frcttatilkynmiig)
Þingkosning-
ar í Noregi
NORDMANNSLAGET í Reykja-
vík heldur fiind í Norræna húsinu
fimmtudaginn 14. september kl.
20.30.
Frú Liv Aasen, þingkona og
sendiherrafrú, skýrir úrslit kosning-
anna í Noregi og svarar fyrirspurn-
um hlustenda.
Nordmannslaget
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 12. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 63,00 55,00 61,92 3,246 200.978
Ýsa 80,00 47,00 69,05 0,651 44.952
Karfi 30,00 30,00 30,00 0,080 2.395
Steinbítur 41,00 41,00 41,00 0,153 6.253
Langa 30,00 30,00 30,00 0,255 7.650
Lúða 210,00 150,00 186,76 0,056 10.365
Skarkoli 130,00 130,00 130,00 0,135 17.550
Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,033 2.310
Gellur 220,00 220,00 220,00 0,011 2.310
Samtals 63,83 4,618 294.753
í dag verða meðal annars seld um 30 tonn af þorski, 5 tonn
af ýsu, 2 tonn af steinbít og óákveðið magn af lúðu, löngu,
keilu og kolaflökum úr Stakkavík ÁR og bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 67,00 50,00 61,90 16,597 1.027.392
Þorskur(smár) 36,00 36,00 36,00 0,099 3.564
Ýsa 120,00 100,00 105,64 0,948 100.150
Karfi 36,00 31,00 34,29 0,298 10.218
Ufsi 30,00 30,00 30,00 0,145 4.350
Steinbítur 65,00 55,00 56,97 0,463 26.375
Hlýri 55,00 55,00 55,00 0,071 3.905
Blálanga 39,00 39,00 39,00 0,780 30.420
Lúða(stór) 235,00 235,00 235,00 0,036 8.460
Lúða(milli) 235,00 235,00 235,00 0,030 7.050
Lúða(smá) 225,00 225,00 225,00 0,023 5.175
Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,008 320
Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,191 7.640
Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,071 10.650
Samtals 63,04 19,760 1.245.669
Selt var úr Þorláki ÁR og bátum. í dag verða meðal annars
seld 30 tonn af þorski, 4 tonn af ýsu, 60 tonn af karfa, 5 tonn
af ufsa og óákveðið magn af öðrum tegundum úr Skagstrend-
ingi SK, Ottó N. Þorláksssyni RE og fleirum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 61,00 61,00 61,00 8,361 510.019
Ýsa 80,00 71,00 73,28 2,142 158.960
Karfi 32,00 32,00 32,00 3,891 124.512
Steinbítur 64,50 56,00 61,57 1,276 78.594
Langa 26,00 26,00 26,00 0,016 416
Lúða 155,00 155,00 155,00 0,049 7.595
Skarkolí 35,00 35,00 35,00 0,036 1.260
Keila 24,00 24,00 24,00 0,043 1.032
Skötuselur 80,00 80,00 80,00 0,041 3.280
Samtals 55,73 15,856 883.668
í dag verða meðal annars seld 14 kör af ýsu, 17 kör af karfa og
5 kör af skarkola úr Þuríði Halldórsdóttur GK og óákveðið
magn af blönduðum afla úr bátum.
Morgunbladið/Ámi Helgason
Gunnar Gunnarsson með eina af myndum sínum.
Heiti potturinn;
Kveðju-
tónleikar
Péturs
• •
Ostlund
PÉTUR Östlund, trommuleikari,
hefur verið í heimsókn hérlendis
undanfarna daga og heldur
kveðjutónleika í Heita pottinum
í Duus-húsi í kvöld, miðviku-
dagskvöld.
Með Pétri leika Eyþór Gunnars-
son á píanó, Sigurður Flosason á
saxófón og Tómas R. Einarsson á
kontrabassa. Einnig munu fleiri
íslenskir djassmenn stíga á svið
með þeim félögum og leika kunna
„standarda". Tonleikarnir hefjast
klukkan 21.30.
Tríó Reykjavík-
ur í Hveragerði
TRÍÓ Reykjavíkur heldur tón-
leika í Hveragerðiskirkju,
fimmtudagskvöldið 14. septem-
ber klukkan 20.30 á vegum Tón-
listarfélags Hveragerðis.
Tríó Reykjavíkur skipa þau
Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleik-
ari, Gunnnar Kvaran, sellóleikari
og Halldór Haraldsson, píanóleik-
ari.
Á efnisskrá að þessu sinni eru
verk eftir Haydn, Holmboe og
Schubert.
Halldóra Sigurðardóttir í hinni
nýju verslun.
Atvinnulífið í
samdrætti
Á morgunverðarfúndi VÍ,
fimmtudaginn 14. september
klukkan 8-9.30, í skálanum Hótel
Sögu, verður fjallað um ástand
og horfur í islensku atvinnulífí.
Frummælendur verða Sigurður
B. Stefánsson er flytur framsögu
er nefnist „Fjármagnsmarkaður:
Lækkar fjármagnskostnaður?“,
Einar Oddur Kristjánson, „Vinnu-
markaður: Eru raunhæfir samning-
ar mögulegir?," og Vilhjálmur Eg-
ilsson: 1990; „Samdráttar og verð-
bólguár?" Að loknum framsögu-
erindum verða umræður en fundin-
um mun ljúka klukkan 9.30. Þátt-
tökugjald er 500 krónur, morgun-
verður innifalinn.
(Fréttatilkynning)
Aðalfundur Sjó-
réttarfélagsins
Aðalfundur Hins íslenska sjóréttar-
félags verður haldinn fimmtudag-
inn 14. september nk. Fer fundur-
inn fram í stofu 308 í Lögbergi og
hefst kl. 17.30.
Ný verslun með
silkiblóm
I nýju verslanamiðstöðinni á
Laugavegi 45 hefur Art blóm og
postulín opnað verslun sem selur
vönduð silkiblóm og tré. Verslunin
selur einnig vandaðar postulíns-
dúkkur og aðrar gjafavörur. Eig-
andi verslunarinnar er Halldóra
Sigurðardóttir.
(Frcttatilkynning)
Stykkishólmur:
Gunnar Gunn-
arsson með mál-
verkasýningu
GUNNAR Gunnarsson, mynd-
menntakennari við grunnskól-
ann hér opnaði 1. september sl.
málverkasýningu í Verkalýðs-
húsinu í Stykkishólmi.
Gunnar hefur kennt myndmennt
við grunnskólann og í sumar hefur
hann notað sitt sumarfrí til þess
að mála og teikna myndir úr byggð-
inni. Hann sýnir 20 vatnslitamynd-
ir og 9 blekaðar pennateikningár.
Sýningin stendur í nokkra daga.
Gunnar lauk kennaranámi í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árið 1986. Hann hélt áður sýningu
hér í Stykkishólmi árið 1984 í Li-
onshúsinu. _ ^rnj
„Hængur“ gæða-
merki fískeldis
LOKIÐ er hugmyndasamkeppni
sem efrit var til vegna gæða-
merkis fyrir Landssamband fisk-
eldis- og hafbeitarstöðva, en
skilafrestur rann út 21. ágúst sl.
Alls barst 141 tillaga í keppn-
ina. Verðlaun fyrir bestu tillögu
hlaut Magnús Þór Jónsson fyrir
tillögu sína, „Hængur“. Tillagan
sýnir stílfært höfuð á laxi þar sem
ölduhreyfing leikur um kjaft fisks-
ins í íslensku fánalitunum.
Tillögurnar verða til sýnis í Sig-
túni 3, annarri hæð, föstudaginn
29, september milli klukkan 17 og
19, þar sem verðlaunin verða form-
lega afhent.
HAUST TILBOÐ
TÝLI er Canon - Canon er TÝLI
Caiion EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI.
H____________________
F
Sérverslun með
Ijósniyiulavörur
Austurstræli 6
Símar: 10966, 26499
Póstsendum