Morgunblaðið - 13.09.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1989
27
Alfreð Pálsson
Akureyri — Minning
Fæddur 16. janúarl911
Dáinn 20. ágúst 1989
Ég lít á það sem mikinn heiður
að hafa átt Alfreð Pálsson sem
kunningja og vin. Leiðir okkar lágu
saman um það leyti sem ég varð
þingmaður fyrir Norðurlandskjör-
dæmi eystra árið 1978. Alfreð sýndi
mér hlýju og ljúfmennsku, sem var
mér mjög dýrmæt í nokkuð fram-
andi heimi stjórnmálabaráttu á
meðal fólks, sem margt hafði
ástæðu til að vera á varðbergi gagn-
vait „sendimönnum að sunnan".
Alli Páls reyndist mér vel, en
samverustundirnar hefðu mátt vera
fleiri. Ég bar mikla og djúpa virð-
ingu fyrir þessum ljúfa dreng og
heiðursmanni, sem var svo vamm-
laus í öllu sínu lífi að þar heyrðist
aldrei falskur tónn né féll á skuggi.
Myndin af honum er óvenjulega
skýr í huga mér. Hann var hávax-
inn, þéttur á velli og dagfarsprúð-
ur. Framgangan var yfirveguð, en
hann gat verið glettinn og spaug-
samur, þó sjaldnast á kostnað ann-
arra. I minningunni eru drættirnir
sterkir og litirnir bjartir.
Þegar við minnumst fólks á borð
við Alla Páls, detta stundum á blað
orð eins og „hetjur hversdagslífs-
ins“ eða „hinn trausti alþýðumað-
ur“. Hvorug kenningin hefði fallið
honum í geð. Ég held að rauði þráð-
Garðar Þormar Jóns
son — Kveðjuorð
Fæddur 20. júní 1969
Dáinn 21. ágúst 1989
Við viljum hér með minnast vinar
okkar Garðars Jónssonar sem lézt
aðfaranótt mánudags 21. ágúst.
Það kom eins og reiðarslag yfir
okkur þegar okkur var sagt að Garð-
ar væri dáinn. Hvernig áttum við að
trúa því að hann hafi verið burtkall-
aður svo snögglega — hann sem var
aðeins tvítugur og í blóma lífsins.
Garðar var góður vinur vina sinna.
Hann var alltaf svo hress og kátur
og það er erfitt að sætta sig við að
hann sé horfinn frá okkur öllum.
Honum hefur greinilega verið ætlað
stærra hlutverk annars staðar. Við
eigum margar góðar minningar um
Garðar og við söknum hans öll.
Við viljum með þessum fátæklegu
orðum okkar votta foreldrum hans
og systkinum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Hjördís, Steini, Jói,
Kata og Heiða.
urinn í lífi hans hafi verið sá, að
skilja betur við hvern þann reit, sem
honum var trúað fyrir, en þegar
hann tók við honum. Þetta kom __
skýrt fram í öllum verkum hans; í
vinnunni, í garðinum, og fjölskyldu-
lífinu öllu.
Hvorki barði Alli Páls bumbur
né hrópaði á torgum. Hann var einn
úr hópi þeirra þúsunda kjarnmiklu
karla og kvenna, sem mótað hafa
undirstöðu hins íslenska samfélags
með vinnu sinni og trúmennsku,
eljusemi og alúð við hvert handar-
verk. Þessi hópur hefur sjaldnast
borið úr býtum veraldlegar viður-
kenningar, en hlýtur sína umbun í
öðrum verðmætum.
Alfreð Pálsson og kona hans
Aðalheiður Oddgeirsdóttir unnu sín
verk með heiðri og sóma.’ Þau skil-
uðu til þjóðfélagsins stórum hópi
mannvænlegra barna, skópu þeim
gott heimili, veittu þeim ást og góð
ráð. Betur verður ekki gert.
Það verður tómlegra að hafa
ekki Alla Páls í næsta húsi við
Hamragerði 18. Veiðiferðirnar í
Fnjóská verða ekki fleiri. Góður
maður er genginn en líf hans allt
verður óbrotgjarn minnisvarði um
líf einstaklings, eins og við teljum
að því verði hvað best lifað.
Árni Gunnarsson
FLUGBJORGUNARSVEITIN
Reykjavik
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR,
Sigtúni 39,
Reykjavik,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 13. septem-
ber kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Hjartavernd.
Sigrfður Þórðardóttir, Björgvin Vilmundsson,
Svala Þórðardóttir, Gisli Sveinsson,
Sjöfn Þórðardóttir, Árni J. Sigurðsson
og barnabörn.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
ÞARABAKKI 3, SÍMI 670100
HOOVER Compact Electronic 1100
Burt með rykið
fyrir ótrúlega
lágt verð!
k7.990,
Stgr.
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
t
Faðir minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir og afi,
AÐALSTEINN GÍSLASON,
Hábergi 5,
Reykjavík,
sem andaðist 3. september sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 14. september kl. 13.30.
Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson,
Leifur Jónsson, Anna A. Árnadóttir,
Helga Jónsdóttir, Hallgrfmur T. Sveinsson,
Ingimundur Jónsson, Kristin Andrésdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
STEFÁN GEIR ÓLAFSSON,
Kambsvegi 27,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 15. september kl.
15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigriður Árnadóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR
frá Flatey á Breiðafirði,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin í Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 14. september kl. 15.00.
Guðlaug Ólafsdóttir,
Sigurþór Þorgrfmsson,
Pétur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SÓLVEIGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Kirkjubraut 18,
Njarðvfk.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Við þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna fráfalls móður
okkar,
JÓHÖNNU GUÐLAUGSDÓTTUR.
Jónas Kristinsson,
Birgir Kristinsson,
Guðlaugur Kristinsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
INGIMUNDAR BJARNASONAR,
Blesugróf 4,
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Ólöf Bára Ingimundardóttir,
Guðlaugur Ingimundarson, Sigrfður Þ. Sigurmundsdóttir,
Inga Ingimundardóttir, Þórarinn Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, stjúpdóttur, móður,
tengdamóður og ömmu,
ESTHERAR JÓHANNSDÓTTUR,
Unufelli 23.
Anna B. Sigurðardóttir, Áki Jensson,
Anna Ólafsdóttir,
Jóhann Ö. Héðinsson, Helga Björnsdóttir,
Kristján H. Antonsson,
Anna R. Antonsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson,
Guðrún Antonsdóttir
og barnabörn.