Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
t
Faðir okkar,
FRIÐBERG KRISTJÁNSSON
frá Hellissandi,
verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
18. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján Friðbergsson,
Geir Friðbergsson,
Guðni Friðbergsson,
Edda Friðbergsdóttir Bakke.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON
skókaupmaður,
Staðarfelli,
Akranesi,
andaðist á heinili sínu 14. september.
Sigriður Ármannsdóttir,
Guðjón Elíasson, Gunnhildur Elíasdóttir,
Vigdfs Eyjólfsdóttir,
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og dóttir okkar,
MARGRÉT BJÖRGÓLFSDÓTTIR,
Sólvallagötu 45,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. september
kl. 13.30.
Jónas Sen,
Þóra Hallgrfmsson, Björgólfur Guðmundsson.
+
Faðir minn,
ÞORSTEINN STEINBERG ÁRELÍUSSON,
Skarðshlið 16,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. septem-
ber kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Harpa Þorsteinsdóttir.
Fyrir vandláta
JPinniéttingar
Fallegt handbragð í fyrirrúmi.
Ef þú vilt hafa heimilið glæsilegt
og sérstætt, skaltu koma til okkar,
því við bjóðum upp á fleira
en eldhúsinnréttingar.
íslensk framleiðsla sem ber af.
JPinnréttingar
Skeifan 7 - Reykjavik - Símar 83913 -31113
Minninff:
Guðni Bjarnason
fv. verksljóri
Fæddur 20.júní 1907
Dáinn 11. september 1989
A morgun mánudag verður jarð-
sundinn í Dómkirkjunni í Reykjavík
tengdafaðir minn, Guðni Bjarnason.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Bjarni ívarsson bóndi og Magndís
Benediktsdóttir. Börn þeirra hjóna
voru átta, og var Guðni elstur. Auk
hans eru látin andvana barn, þá
Aðalsteinn og Kristjana. Eftir lifa
Benedikta Magndís, íva, Auðbjörg
og Sigurbjörg.
Guðni fæddist á Narfakoti í
Innri-Njarðvík. Á íjórða aldursári
fiuttist hann frá Innri-Njarðvík
ásamt foreldrum sínum, fyrst að
Laxárbakka og síðar að Seli í Mikla-
holtshreppi, þar sem hann ólst upp
í foreldrahúsum. Síðar lá leið þeirra
aftur suður með sjó til Keflavíkur.
Þegar þangað var komið tók hann
að vinna hin ýmsu störf til lands
og sjávar. Guðni var mikill atorku-
maður, fílhraustur og vinnusamur
svo af bar. Forystuhæfileikar hans
komu fijótt í ljós, enda var hann
orðinn vegavinnuverkstjóri hjá
Vegagerð ríkisins aðeins 22ja ára
og gegndi því starfi í átta ár. Síðar
var hann verkstjóri hjá Olíufélaginu
hf. í Keflavíkurbæ og Véltækni hf.
Guðna var mjög annt um samtök
verkstjóra, enda fór svo að hann
varð einn af stofnendum Verk-
stjórasambands íslands og sat í
stjórn þess í mörg ár sem gjald-
keri. Hann var gerður að heiðurs-
félaga þess árið 1974.
Sem ungur verkstjóri var hann
sendur tii vegavinnuframkvæmda í
Norður-Múlasýslu og Norður-Þing-
eyjarsýslu á vegum Vegagerðar
ríkisins. Við þessa vegagerð vann
hann í fimm sumur. En einmitt á
þessum tíma kynntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Jónínu Davíðs-
dóttur frá Vopnafirði og gengu þau
í hjónaband 21. október árið 1933.
Hjónaband þeirra var einstakt.
Sýndu þau hvort öðru ástúð og vin-
áttu í hvívetna alla tíða svo af bar.
Um þessar mundir eru liðin 35 ár
frá því undirritaður kynntist fyrst
þessum sómahjónum, en það álít
ég að hafi verið mestu gæfuspor
lífs míns, því þá kynntist ég konu
minni, Sigrúnu Guðnadóttur, kjör-
dóttur þeirra.
Alla tíð hafa þau hjón sýnt mér
einstakan hlýhug og vináttu. Það
er því mikill söknuður að missa
slíkan vin og félaga sem Guðni var
mér.
Alla tíð var hann mér mikil stoð
í starfi mínu, enda hafði hann mik-
inn áhuga á trésmíði. Sem ungur
maður langaði hann mjög mikið til
að gera smíðar að ævistarfi. En
hann var smiður að Guðs náð,
byggði mörg hús, tók að sér að rífa
gömul hús og flytja brott. Guðni
var mjög lagtækur og eftir að hann
var farinn að lýjast á verkstjóra-
störfum þá fór hann að smíða hús-
gögn. Hann smíðaði ýmiss konar
húsgögn, t.d. svefnbekki, af mikilli
snilld, og stundaði hann þá iðju í
um 15 ár heima hjá sér á Oldugötu
33 í Reykjavík.
Þau hjón voru mjög samrýnd og
gestrisin. Á heimili þeirra var ætíð
glatt á hjalla. Á góðri stund var
Guðni hrókur alls fagnaðar. Guðni
var mjög víðlesinn og fróður.
Landafræði var hans áhugamál, þar
bjó hann yfir ótrúlegri þekkingu
sem leikmaður. íslendingasögurnar
voru hans eftirlætislesning. Þá
hafði hann einnig mjög gaman að
því að spila brids. Hann var einn
af stofnendum Bridsfélags
Keflavíkur. Þau hjón stunduðu
spilamennsku nú síðustu ár og
höfðu af því mikla ánægju.
Guðni var mjög barngóður og
hafa börn mín ekki farið varhluta
þar af. Þau hafa ætíð notið hans
góðmennsku og er því söknuður
þeirra sár á skilnaðarstundu.
Elsku tengdamamma, ég bið al-
góðan Guð að vera með þér og
styrkja þig í sorg þinni.
Ég kveð nú rninn kæra vin og
þakka fyrir þær ógleymanlegu sam-
verustundir, sem ávallt munu iifa í
minningunni um góðan dreng.
Tyrfingur Sigurðsson
Á morgun kveðjum við Guðna
Bjarnason, en hann lést mánudag-
inn 11. september sl., 82 ára að
aldri. Hann hafði verið óvenju
heilsuhraustur alla ævi, en nú var
líkamlegt þrek hans á þrotum.
Hann vissi sjálfur að kallið var kom-
ið og sofnaði vært hinum langa
svefni með manneskjurnar tvær við
hlið sér sem voru honum kærastar,
eiginkonu sína Jónínu Davíðsdóttur
og einkadótturina Sigrúnu.
Jóna og Guðni áttu yndislegt
heimili að Óldugötu 33. Þar ólu þau
Sigrúnu upp í ást og umhyggju sem
engin orð fá lýst. Hún var auga-
steinn þeirra og var þeim mikill
gleðigjafi. Guðni var góður heimilis-
faðir og hélt ávallt verndarhendi
yfir litlu Ijölskyldunni sinni.
Sigrún giftist Tyrfingi Sigurðs-
syni og eignaðist með honum þijú
börn sem fylltu íbúðina á Öldugöt-
unni af fjöri og lífi. Ólýsanleg er
sú ást sem Guðni veitti afabörnun-
um sínum. Guðni, Sigurður og Þór-
unn Jónína sakna nú q11 afa síns
sem þau virtu og elskuðu svo mik-
ið, enda var ástin og umhyggjan
sem hann veitti þeim stærri en svo
að hún verði nokkurn tíma full-
þökkuð.
Mér er ógleymanleg sú stund er
ég sá þennan fallega mann í fyrsta
sinn. Hann var þá tekinn að eldast,
en það-var ótrúlegt að finna alla
hlýjuna sem geislaði frá Guðna allt
frá því hann heilsaði mér fyrst. Ég
var bara ung feimin stúlka, nýkom-
in í fjölskylduna, en fann á samri
stundu að ég var orðin ein af þeim.
Og orðunum sem ég heyrði Guðna
mæla til Jónu í þessari fyrstu heim-
sókn minni gleymi ég aldrei: „Jóna
hún er alveg eins falleg og þú“.
Yndislegri orð er ekki hægt að
hugsa sér af vörum manns sem
elksaði, dáði og virti konu sína eins
mikið og Guðni gerði.
Guðni og Jóna leiddust ávallt
hönd í hönd og þannig gengu þau
í gegnum lífið. Jóna mín, þú hefur
misst mikið, en eins og þú sjálf
hefur sagt, þá mun trygga og hlýja
höndin hans Guðna vaka yfir þér
og okkur hinum.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRANNA RÓSA SIGURÐARDÓTTIR
Droplaugarstöðum,
verður jarðsungin þriðjudaginn 19. september kl. 10.30 frá Foss-
vogskirkju,
Sigurjón Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Guðmundur J. Kristjánsson, Þórlaug S. Guðnadóttir,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
SLÖKUNARNUDD
fyrir almenning
Fyrir einstaklinga
Vikulega 8 kvöld. Hefst þriðju-
daginn 26. sept. kl. 18-21.
Fyrir hjón
Vikulega 8 kvöld. Hefst fimmtu-
daginn 28. sept. kl. 18-21.
Kennari er Rafn Geirdal,
sjúkranuddari.
Skráning alla virka daga kl. 13-17
í síma 686612.
Nuddskóli Raf ns.
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík