Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 8
e___□
8 C'
6861 H3aM3Tqa3 .yf HUDAQUHMUa GIGAja'/tUOaOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
IKILSI
TIL AÐ VEUA VIÐ
FÆMMGl!
Kona fæðir í fæðingarstól.
Frá sextándu öld.
eftir Jóhannes Kóra Kristinsson
SÍÐUSTU þrjár aldir hefur konum á Vesturlöndum verið valin
sú stelling við fæðingar að liggja á bakinu. Flestum þykir þessi
stelling eðlilegasta fæðingarstellingin enda er raunin oft sú að
sé eitthvað gert nógu lengi skapast hefðir og er þá hætta á að
gagnrýni sé umhugsunarlaust vísað á bug. Fæstir vita þó að til
eru skráðar heimildir fyrir því að fram að átjándu öld völdu
konur sér sitjandi stöður við fæðingar og voru fæðingarstólar
algengir. Það var um miðja átjándu öld að konur fóru að fæða
útafliggjandi á bakinu, fyrir tilstuðlan fransks fæðingarlæknis,
Francois Mauriceau, og byggðust rökin fyrst og fremst á því að
gera aðstöðuna þægilega fyrir þann sem tók á móti barninu. Nú,
tveimur öldum síðar, hafa ýmsar rannsóknir leitt í ljós að þessi
stelling er ekki talin sú ákjósanlegasta fyrir móður og barn.
Franskur fæðingarlæknir, Michel Odent er einn af þeim sem hef-
ur velt þessu fyrir sér. Hann starfaði í Pithiviers í Frakklandi
um langt árabil en býr nú í Bretlandi og sinnir jöfiium höndum
fæðingarhjálp og ritstörfúm. Hugmyndir hans þykja nýstárlegar
og hafa rutt sér til rúms víða um heim. Undanfarna mánuði hafa
íslenskar ljósmæður rætt aðferðir hans og annarra sérfræðinga
og telja margar þeirra tímabært að íslenskar konur fái aukið
valfrelsi við fæðingar. Til að kynnast nánar þessari nýjung í fæð-
ingarhjálp var rætt við ljósmæðurnar Guðrúnu Olöfii Jónsdóttur
og Hrefhu Einarsdóttur en þær hafa frá byrjun júnímánaðar
haldið námskeið fyrir verðandi foreldra sem byggð eru á þessari
fyrirmynd, þar sem þeim er meðal annars bent á nýjar fæðingar-
stellingar.
Fyrstu skráðu heim-
ildir af konu fæð-
andi útafliggjandi á
bakinu eru af Mad-
ame de Montespan,
hjákonu Sólkon-
ungsins Loðvíks
fjórtánda", sagði
Hrefna. „Hún var látin fæða á
þennan hátt tii að hann gæti fylgst
með, falinn bak við tjöld.“
Hrefna sagði að í kjölfar þessa,
um miðja 17. öld, hefðu Chamber-
lenbræður fundið upp fæðingar-
tangir. Þessi stelling hefði reynst
heppilegust fyrir tangarfæðingar
og urðu þær vinsælar. Þetta hefði
síðan markað upphaf nýrrar fæð-
ingarstefnu, eða tísku sem breiddist
út um Vesturlönd og fæðingarlækn-
irinn hefði tekið við af ljósmóður-
inni í fæðingarherberginu.
„Á þessum tíma var Francois
Mauricéau leiðandi í franskri fæð-
ingarfræði. Hann lýsti fyrirlitningu
sinni á fæðingarstólnum og hvatti
konur til að ala börn sín liggjandi
og vinsældir fæðingarstólsins
dvínuðu. Fæðingarstóllinn var
ómissandi hluti af útbúnaði flestra
ljósmæðra fram á 18. öld og áttu
vel efnaðar fjölskyldur sinn eigin
fæðingarstól, stundum útskorinn
og demöntum skreyttan, en hjá
efnaminna fólki voru fæðingarstól-
ar fluttir milli húsa,“ sagði Hrefna.
„Á 19. öld var Viktoría Englands-
drottning fyrst kvenna til að nota
klóroform við fæðingar og í kjölfar
þess varð notkun lyfja almenn og
konur urðu æ hlutlausari í fæðing-
unni,“ sagði Guðrún Ólöf. „Reyndar
var farið að nota glaðloft við fæð-
ingar þegar á átjándu öld.“
— Hvað felst í þessarí nýju stefnu
og hugmyndum Michel Odent?
„Pjöldi rannsókna hefur sýnt fram
á óhagkvæmni þeirra fæðingarstell-
inga sem tíðkast hafa undanfarna
áratugi," sagði Hrefna. „Þegar kon-
an Iiggur á bakinu, þrýstir þungi
barnsins og legsins á aðalæðar
líkamans sem liggja með hryggsúl-
unni og veldur þannig minnkuðu
blóðflæði um líkamann og til barns-
ins.“ Hrefna sagði að stefnan und-
anfarin ár hefði verið sú að konan
væri meira á fótum á verkjatímabil-
inu, sem bæði stytti verkjatímabilið
auk þess sem verkirnir yrðu reglu-
legri og þörfin fyrir verkjalyf
minnkaði.
„Afturhvarf til gömlu fæðingar-
stellinganna eða hinna fjögurra
aðalstellinga sem konur hafa valið
sér í gegnum aldirnar, þ.e. að sitja
á hækjum sér, liggja á fjórum fót-
um, standa eða halla sér fram, virð-
ist vera af hinu góða,“ sagði
Hrefna. „I rannsókn sem gerð var
FAGFÓLK á að hjálpa konum að fœða á þann hátt sem þcer sjálfar kjósa,
segja GUÐRÚN ÓLFÖF JÓNSDOTTIR ogHREFNA EINARSDÓTTIR sem
undanfarið hafa kynnt verðandi foreldrum nýjungar í fœðmgarhjálp