Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 12
IMUAHTeS^fiJOTE/IAM
12 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
HAGFRÆÐI///^ háir voru vextir í fomöld?
Uppruni vaxtanna
INDRIÐIG. Þorsteinsson rit-
höfundur hefur líkt þjóðfélags-
umróti nútímans við ófriðinn á
Sturlungaöld. Þá tókust ættir á
um völd og áhrif. Nú ganga
fram þjóðfélags- og hagsmuna-
hópar, sem telja á sig hallað í
skiptingu auðs og tekna. Undir-
rót ólgunnar, sem nú gætir, á
sér án efa sterka rót í breyting-
unni sem orðin er á lánakjörum
þar sem raunvextir koma i stað
verðrýmunar áður. Vextir hafa
þá sérstöðu medal hagstærða
að þeir em óháðir staðbundn-
um og tímabundnum aðstæðum
eins og mannfjölda, umfangi
efnahagslífsins og öðru
þvíumlíku. Vextir em hrein
hlutfallstala og því má skyggn-
ast yfir langt tímaskeið og fá
mynd af þróun þeirra.
Lánaviðskipti eiga sér forsögu-
legar rætur. í ævafornum
landbúnaðarþjóðfélögum tíðkaðist
að lána útsæði gegn því að meira
magni væri skilað að lokinni upp-
skeru. Þessi við-
skipti eru vita-
skuld ekki fylli-
lega sambærileg
við lánaviðskipti
seinni tíma, enda
féll endur-
greiðsla stund-
um niður kæmi
til uppskeru-
brests. Samt sem áður er talið að
eftir Ólaf
ísleifsson
vextir eigi sér fyrirmynd og hlið-
stæðu í hinni náttúrulegu fram-
leiðni í landbúnaði, sem sprottin
er af fijómagni jarðarinnar.
Frá ríkjum Súmera og Babýl-
óníumanna, sem stóðu árþúsund-
um fyrir Krists burð, eru tii heim-
ildir um lán sem báru vexti. Al-
gengir vextir á lánum á bygg-
korni voru 3314% og 20% á lánum
í silfri. Þegar Hammúrabí keisari
gaf út hin frægu lög sín um íhlut-
un á öllum sviðum efnahagslífsins
voru þessir vextir tilgreindir sem
hámark þess sem heimilt var að
áskilja sér.
í sögu grísku borgríkjanna er
greint frá sjóveðlánum, sem ein-
kenndust af því að lánveitandi tók
veð í skipi eða farmi í tiltekinni
ferð. Færist skipið féll skuldin
venjulega niður. Annars greiddi
lántaki vexti á bilinu frá 20 til
100% eftir lengd ferðar og hversu
háskaleg hún var. Fasteignaveðl-
án og lán til borga báru iðulega
vexti á bilinu 8-10%. Vextir
áþekkir þessu tíðkuðust í Róma-
veldi hinu forna. Var sett lögá-
kveðið hámark, fyrst 8,5% á ári
og síðar 12%. Á þessum tímum
voru lán yfirleitt veitt til skamms
tíma, til árs eða hluta úr ári.
Grikkir og Rómverjar höfðu
vanþóknun á tekjum sprottnum
af töku vaxta. Þetta viðhorf mun
hins vegar ekki hafa verið ríkjandi
í menningarsamfélögum Austur-
landa þar sem yfirleitt var litið á
vexti sem eðlilegan þátt í efna-
hagslífinu. Hin fornu lög gyðinga
bönnuðu vexti nema á lánum til
útlendinga. „Af útlendum manni
mátt þú taka Ijárleigu, en af bróð-
ur þínum mátt þú ekki taka fjár-
leigu,“ segir í fimmtu Mósebók.
I kirkjurétti miðalda var lagt
bann við töku vaxta, eða okri eins
og það var þá nefnt (og stundum
síðar). Þetta breyttist með siða-
skiptunum. Á síðustu stjórnará-
rum Hinriks VIII var létt af banni
við vaxtatöku, og voru hæstu
vextir lögákveðnir 10%. Á fyrri
hluta nítjándu aldar tilkynntu
yfirvöld rómversk-kaþólsku kirkj-
unnar að öllum væri heimilt að
taka vexti innan þeirra marka sem
sett voru með lögum. Aukin
víðsýni í vaxta- og lánamálum
átti með öðru þátt í að skapa
grundvöll iðnbyltingarinnar og
aukinnar velmegunar almennings.
Umskipti urðu á íslenskum lá-
namarkaði þegar tekið var að
verðtryggja lán með heimild í Ól-
afslögum frá 1979. Frá því ný
Seðlabankalög tóku gildi 1. nóv-
ember 1986 hafa bankar og spari-
sjóðir ákveðið vexti á inn- og út-
lánum, en áður voru vextir
ákveðnir af Seðlabanka.
Um skeið hefur verið stefna
ríkisstjórna á íslandi að lækka
Vexti. Á síðustu tólf mánuðum
hefur þess verið freistað að ná
þessu markmiði með tilskipunum
Talið er að vextir eigi sér fyrirmynd og hliðstæðu í hinni náttúru-
legu framleiðni í landbúnaði, sem sprottin er af frjómagni jarðar-
innar.
af hálfu stjórnvalda. Minni áhersla
hefur verið lögð á að skapa raun-
hæf skiiyrði fyrir slíkri breytingu,
enda hefur árangurinn orðið minni
en vonir stóðu til. Nú bregur svo
við, að fram er komin áfanga-
skýrsla nefndar á vegum fjár-
málaráðherra um skattlagningu
vaxtatekna. Birtar hafa vefið
áætlanir um að skattlagning þessi
muni skila 3 milljörðum króna í
ríkissjóð. Formaður nefndarinnar
hefur viðurkennt að tillögur henn-
ar muni líklega valda hækkun
vaxta, nái þær fram að ganga.
Hefur vonin um auknar tekjur í
ríkissjóð af skatti á vaxtatekjur
einstaklinga og lífeyrissjóða leitt
ríkisstjórnina frá stefnu sinni að
lækka vexti?
Borearferðir
við al/ra hæfi
GLASGOW - 3 NÆTUR
Hospitality Inn/Ingram
u 24.200
FRANKFURT - 4 NÆTL/R
Arcade
kr. 29.680,'
HAMBORG - 3 NÆTUR
Graf Molke/Metro Merkur
u29.740,'
LONDON-3 NÆTUR
St. Giles (áður Y)
kr 33.871,-
AMSTERDAM - 3 NÆTUR
Crest Schiller
33.900,'
KAUPMANNAH. - 3 NÆTUR
Royal SAS
kr. 35.400,'
PARIS - 3 NÆTUR
France et Choiseul
k, 36.900,
Innifalið er flugfar og gisting í tvíbýli
með morgunverði. Staðgreiðsluverð.
Veittur er sérstakur afsláttur fyrir hópa.
Verð gildatil 31/10.
FERDASKRIFSTOFAN
ARNÁRFUJG
FLUGLEIÐIR