Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989
14 e
Davíð Oddsson um listaverkagjöf Errós:
Fullkomnasta safii listaverka
eftir einn listamann hér á landi
Ekki hægt að taka við jafii stórkostlegri gjöf nema af stórhug
HÉR fer á eftir ræða Davíðs
Oddsonar, sem hann flutti á
Kjarvalsstöðum í gær við opn-
un sýningar á málverkum eftir
Erró, en þar var tilkynnt um
gjöf listamannsins til
Reykjavíkur:
Erró er kominn heim. Að
þessu sinni með stóra sýn-
ingu af sínum mögnuðu mynd-
verkum. Þótt við fögnum honum
vei kemur hann ekki heim eins
og týndi sonurinn. Hann er okk-
ur hvorki týndur né gleymdur.
Við höfum fylgst stolt með frama
hans og stórkostlegum árangri
utan landssteinanna, árangri,
sem engum manni þarf að koma
á óvart. Snilld hans liggur í aug-
um uppi, þegar horft er á verkin
á veggjunum, en þau segja þó
ekki alla söguna.
Það vita ekki allir, að hér fer
ekki aðeins mikill listamaður
heldur maður, sem alla tíð hefur
unnið að sínu verki rétt eins og
hann ætti aðeins örfáar stundir
ólifaðar. Vinnutíminn, sem hann
skammtar sjálfum sér, yrði í
þesu landi flokkaður sem
þrælapískur af verstu tegund,
og þar sem hann er sinn eigin
vinnuveitandi væri ekki hægt að
setja neinn annan en hann sjálf-
an undir lás og slá fyrir að marg-
bijóta öll ákvæði um hvíldartíma
vinnandi manna.
En nú er hann kominn heim
á ný með dálítinn afrakstur þess-
arar miklu vinnu og einstæðu
sköpunargáfu, og við fögnum
honum vel sem góðum landa og
góðum gest.i í senn.
Sýningar Errós hér á landi
hafa aldrei verið neinn venjuleg-
ur viðburður. Þær hafa risið hátt
á menningarhimni okkar og ski-
lið eftir varanleg spor í hvert
sinn.
En núna verða sporin stærri
en áður, og kaflaskiptin einstæð.
Og núna má jafnvel deila um,
hvort Erró í rauninni fari burt
aftur að loknum þessum dögum.
Ljóst er orðið að stór hluti af
honum verður a.m.k. kyrr.
Erró hefur sem sagt ákveðið
og tilkynnt að hann muni gefa
Reykjavíkurborg myndir frá öll-
um^ skeiðum ævi sinnar.
Ég hef vitað um skeið að þetta
gæti staðið til, og ég þóttist vita
að Erró yrði ekki smár í sniðum.
Hann gerði það sem hann gerði.
Ég vonaðist jafnvel til að þessi
gjöf myndi fela í sér tugi mynda
hans.
Ég mun aldrei gleyma þeirri
stund, er ég átti með honum og
nokkrum góðum vinum hans fyr-
ir örfáum dögum, þegar hann
kynnti fyrir okkur gjöfina. Ég
hafði sem barn með ríkt ímynd-
unarafl, eins og önnur börn, les-
ið bækur um ævintýraferðir, sem
enduðu oftar en ekki í fundnum
íjársjóðum. Ég átti ekki von á,
að á fullorðinsaldri myndi ég
loksins upplifa slíkt.
í gjöf Érrós felast 232 olíu-
málverk, 406 vatnslitamyndir og
þekjulitamyndir, 146 grafík-
myndir, 1.200 teikningar, og 95
samklippur, eða collages.
Ennfremur fær Reykjavíkur-
borg til varðveislu skissubækur
hans, dagbækur hans, bréfasafn,
ljósmyndir, plaköt, greinar og
bækur.
Það er enginn vafi á, að hér
er um að ræða fullkomnasta safn
listaverka eftir einn listamann
hér á landi. Fyrstu verkin gerði
hann 10 ára gamall og síðan
rekja þau sig gegnum árin, gegn-
um tíðina, gegnum stefnurnar,
gegnum hveija syrpu verka
hans, en hinar frægu syrpur eru
nú orðnar 42 talsins og þijú
málverk að meðaltali úr hverri
syrpu fylgja gjöfinni.
Þessi gjöf verður aldrei að
fullu metin til frjár. Ef tekið væri
til viðmiðunar verð á myndum
hans, sem selst hafa á uppboðum
erlendis upp á síðkastið, þá er
ljóst, að þessi gjöf er hundruða
milljóna virði. Verkin eru yfir
2.000 og þau spanna sögu hans
og feril sem Iistamanns af ein-
stakri nákvæmni. Meðal mynd-
anna í þessu mikla safni eru
verk, sem erlendir safnarar leita
með logandi ljósi og bjóða stórfé
fyrir. Og Erró hefur jafnframt
sagt, að hann muni gauka að
okkur hinu og þessu til viðbótar
eftir því sem tími og tækifæri
gefast.
Borgaryfirvöld taka þessari
gjöf feginshendi, þakklátum
huga. Gjöfin er óviðjafnanleg.
Okkur er ljóst, að við jafn stór-
kostlegri gjöf er ekki hægt að
taka nema af stórhug. Gjöfín
kallar á stórhug. Hún hreinlega
æpir á stórhug. Og á þesum tíma
fellur sú krafa vel að þeim hug-
myndum, sem borgaryfirvöld
hafa um næstu skref á menning-
arsviðum. Nú, þegar Borgarleik-
hús er senn fullbúið, þegar Við-
eyjarstofa stendur loks reisuleg
í góðu gildi og tvö önnur stór-
hýsi eru langt komin í borginni,
vill borgin snúa sér að því að
gera upp með myndarbrag hið
stórkostlega hús Thors Jensens,
Korpúlfsstaði. Korpúlfsstaðir
standa fallega í miðju nýbygg-
ingarsvæða Reykjavíkurborgar.
Það hús er sérstök standmynd
um stórhug; stórhug, sem
gnæfði upp úr öllu öðru á sínum
tíma. Sá stórhugur minnir helst
á gjöfina, sem við erum að veita
viðtöku í dag.
Reykjavíkurborg er um þessar
mundir að byggja ráðhús og
finnst sumum nóg um svo sem
vonlegt er. En menn gera sér
ekki grein fyrir því að húsið, sem
Thor Jensen reisti yfir kúabú-
skap sinn, er í fermetrum talið
stærra en ráðhúsið, sem Reyk-
víkingar eru að reisa, ef bíla-
geymslur þess 'eru frátaldar.
Ráðhúsið reisum við á góðæ-
ristíma. Kúabúið mikla var reist
þegar hér hékk allt í horriminni
og kotungsbúskapur var land-
lægur.
Það er hugmynd borgaryfir-
valda, að Korpúlfsstaðir verði
gerðir upp; þar verði í framtí-
ðinni menningin mjólkurkýrin og
listin lífsmjólkin. Hugmyndin er
að taka góðan hluta af því mikla
húsi undir safn listamannsins
Errós. Annars staðar í húsinu
verður rými fyrir margvíslega
aðra menningarstarfsemi, jafnt
leiklist, höggmyndalist, ritlist og
tónlist. Endurbygging þessa
húss er mikið verk og kostnaðar-
samt, og það blasir við að hún
mun taka nokkurn tíma. En hug-
myndin er sú, að frá og með
næstu ijárhagsáætlun verði
verkið hafið, þó hægt verði farið
af stað, meðan við erum að ljúka
þeim stórverkefnum, sem ég áð-
an nefndi.
Fyrir hönd Reykavíkurborgar
og Reykvíkinga — ég vil segja
landsmanna allra — sem eiga
eftir að njóta, færi ég þér, Erró,
alúðarþakkir fyrir þína einstæðu
gjöf til höfuðborgar þjóðar þinn-
ar. Við viljum vera menn tjl að
taka við henni með reisn.
Ég ætla ekki að gera þér þann
óleik að hafa um þig mörg orð
á þessari stundu, þótt tilefnið sé
ærið. Ég er þakklátur fyrir að
hafa eignast vináttu þína. I gjöf-
inni þinni eru m.a. um 30 sjálfs-
myndir frá æskuárunum, sem
eru eins og annað ómetanlegar,
en gjöfin öll er þó best dregna
sjálfsmyndin af þér. Því nú á við
að segja: „Hver er sínum gjöfum
líkastur“.
PRION QQQEQS
OROi IIISEF II QBOud
og þú hefur allt í hendi þér!
PSION ORGANISER II - „Alvitur", er lítil handhæg tölva, varla stærri en venjulegur vasareikn
ir sem vinnur sjálfstætt og er þar að auki tengjanleg við næstum hvaða tölvubúnað sem er.
Margvíslegar nýjungar komnar,
★ 4 línu skjár
★ 64k minni
* prentari
* ýmsar hugbúnaðar breytingar
^ Hverfisgötu 33,
s sími 623737.
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Nýr dýra-
læknir í
Gullbringu-
og Kjósa-
sýslu
Steinn Steinsson héraðsdýra-
læknir á Sauðárkróki hefúr verið
skipaður í embætti héraðsdýra-
læknir í Reykjavíkurumdæmi og
jafn framt hefúr hann verið sett-
ur í Hafúarflarðarumdæmi, en
samkvæmt Iögum frá árinu 1982
eru þetta nú tvö umdæmi.
Fjórtán dýralæknar sóttu um
embættið. Það voru Björn
Steinbjörnsson Reykjavík, Ólafur
Jónsson hjá Rannsóknarstofnun
Mjólkuriðnaðarins, Helgi Sigurðs-
son á Keldum, Halldór Runólfsson
hjá Hollustuvernd, Lars Hansen á
Keldum, Gunnar Ö. Guðmundsson
Borgarfirði, Gunnar Þorkelsson
Kirkjubæjarklaustri, Einar O. Guð-
mundsson ísafirði, Birnir Bjarnason
Höfn, Þorvaldur H. Þórðarson
Reykjavík, Guðbjörn A. Þorvalds-
son Hólmavík, Þorsteinn Ólafsson
Búnaðarsambandi Suðurlands og
Rögnvaldur Ingólfsson sem er í
endurmenntun. Og svo Steinn sem
var skipaður.