Morgunblaðið - 17.09.1989, Page 20
20 8
MORGUNBLADR) FJÖLMIÐLAHe^NUDAGuit 17-1 SBRTEMgER 1,9,89
FOLK
í fjölmiðlum
■ eINAR Karl Haraldsson sem
ritstýrt hefur tímariti Norður-
landaráðs Nordisk Kontakt í
Stokkhólmi síðustu Qögur ár,
hefur ákveðið að gegna stöðu
sinni eitt ár til viðbótar en til
stóð að hann léti af störfum nú
í haust. Einar Karl sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann
hefði upphaf-
lega verið ráð-
inn til fjögurra
ára en sam-
kvæmt starfs-
reglum Norð-
urlandaráðs
ætti hann nú
kost á því að
starfa tvö ár til
viðbótar. Þó að honum líkaði
mjög vel starfíð hefði hann kosið
að framlengja ráðningartímann
aðeins um eitt ár. Kvaðst hann
ekki vilja rótfestast ytra og því
væri ákveðið að hann flyttist aft-
ur til ísiands ásamt Qölskyldu
sinni að ári Iiðnu. Aðspurður
sagði Einar Karl að enn væri
með öllu óráðið hvað hann tæki
sér fyrir hendur er heim væri
komið.
Diskar freista
innbrotsþjófa
Breska lögregl-
an hefur var-
að áhorfendur
gervihnattasjón-
varps við því að
vera megi að þeir
auglýsi ríkidæmi
sitt óafvitandi með móttökudiskum
sínum. Verið geti að innbrotsþjófar
sitji um hús eigenda slíkra diska, þar
sem þeir gefi til kynna að ýmsu eigu-
legu sé hægt að stela frá þeim.
Lögreglan óttast að svo kunni að
fara að móttökudiskar freisti inn-
brotsþjófa mest í stað litasjónvarps
og myndbandstækja áður. Framboð
á stolnum móttökudiskum hefur stór-
aukist og almenningur hefur verið
beðinn að kaupa ekki slíkan útbúnað
nema hjá virtum fyrirtækjum. Nú
munu vera um 30.000 móttökudiskar
á Bretlandi og þeim fjölgar stöðugt.
útvarp sem á að vera vandað og
öðruvísi en annað sem sent verður
út á öðrum rásum milli 7 og 9 á
morgnana. Rás 2 segist ætla að
vanda betur dagskrárgerð og seg-
ist hafa í bígerð einhverjar breyt-
ingar á þættinum eftir hádegi, en
það fer eitthvað á milli mála hveij-
ar þær verða. Á þessum útvarps-
stöðvum verður að mestu sami
mannskapur — Bjarni Dagur mun
þó taka upp gamlan þráð á Stjöm-
unni. Að vanda mun rás 1 fara af
stað með hefðbundna vetrardag-
skrá 1. október.
Það verður að teljast athyglis-
vert hversu íslenskir fjölmiðlar eru
háðir hefðinni hvað snertir árstíða-
bundnar dagskrár. Hlustunar- og
áhorfsvenjur almennings eru mjög
óljósar og í raun byggja árstíða-
bundnar dagskrár á ágiskun um
hegðun almennings. Kannanir sem
gerðar hafa verið hér á landi gefa
ekki svör við því hvort útvarps- og
sjónvarpsnotkun sé meiri eða minni
á sumrum en vetrum. Hins vegar
er því ekki að neita að yfirbragð
mannlífsins breytist á haustin og
nægir þar að nefna Alþingi. Einn
ljósvíkingurinn sagði að árstíða-
skiptin væru kjörin til þess að end-
urskoða_ dagskrá og stokka upp
spilin. Á meðan að það ieiðir til
aukinnar fjölbreytni í dagskrá og
vandaðri þátta þá ber að fagna
því. Hvað læknar betur fúllyndi
landans í skammdeginu eftir sum-
arlangt haust en einmitt vönduð
og skemmtileg dagskrá ljósvaka-
miðla?
Vetur boðar
betritíð
■ Vandaðri dagskrá á vetrum
á öldum Ijósvakans
■ Fjölmiðlaneysla er talin meiri
á veturna en á sumrin
ÞAÐ er tekið að hausta. Lauf folna og falla af trjám. Veður kóln-
ar dag frá degi, sömuleiðis vonin frá því í vor um að hann stytti
ærlega upp og sumarið birtist í fúllum skrúða. Ferðum í sumarbú-
staðinn fer fækkandi og garðyrkjuáhöklum er pakkað niður til
næsta vors. Dyrunum út í garð er lokað vandlega. Börnin fara í
skólann og ljósvakamiðlarnir boða vetrardagskrá sem á að vera
betri, vandaðri og skemmtilegri — dagskrá sem stytta á stundir
í skammdeginu.
Arstíðir setja svip sinn á dag-
skrá ljósvakamiðla víða um
heim, einkum sjónvarp. Að mati
kunnugra marka árstíðir, einkum
vetur og sumar, dýpri spor hér á
landi en víða annars staðar og á
það helst við um útvarp.
Þegar út- _____________________
varpið, gamla
gufan, var eini
ljósvakamiðill-
inn hér á landi
skapaðist sú
hefð að heíja
vetrardagskrána 1. október. Sú
dagsetning er skiljanleg í ljósi at-
vinnuhátta fyrr á öldinni, sérstak-
lega til sveita. Haustverkum var
þá að mestu Iokið — réttir víðast
afstaðnar og sláturtíð um garð
gengin. Tóm til að hlusta á útvarp
var meira og því var meira lagt í
gerð vetrarþáttanna. Þegar sjón-
varpið kemur fram á sjónarsviðið
er haldið í þessa hefð. Sumarsjón-
varp var svo árum skipti fáfengi-
legt og lítið um innlenda þætti.
Raunar lagðist það í dvala í einn
mánuð á sumri hveiju allt fram á
miðjan þennan áratug og segir það
sína sögu um hversu litlu sumar-
glápið skipti ráðamenn í ríkissjón-
varpi.
Víða erlendis er umtalsverður
munur á vetrardagskrám og sum-
ardagskrám. Nýir framhaldsþættir
eru sjaldnast í gangi á sumrin eða
sérstakir, nýir gamanþættir. Hins
vegar ber talsvert á íþróttum og
þá gjarnan beinum lýsingum frá
golf- og tennismótum, krikket,
baseball, siglingum o.s.frv. Hér á
landi var innlend framleiðsla í lág-
marki í sumar og þeir þættir sem
framleiddir voru fjölluðu mikið um
ferðalög og náttúrufegurð. I haust
verður farið af stað með hefð-
bundna sjónvarpsþætti. Hemmi,
Ómar, Bryndís og Spaugstofumenn
verða á sínum stað.
í fljótu bragði virðast íslensku
útvarpsstöðv-
BAKSVID
eftir Asgeir Fridgeirsson
amar taka
sterkari svip af
árstíðum .en
engilsaxneskar
útvarpsstöðvar.
Talsmenn
þriggja útvarpsstöðva sögðu að
meira. yrði lagt í dagskrár vetrar-
ins. Bylgjan ætlar að auka talmál
án þess þó að hafa sérstaka tal-
málsþætti. Viðtölum verður fléttað
inní tónlistarþætti. Stjaman ætlar
að fara af stað með eigið morgun-
Það haustar og
gróður fölnar en
sjónvarps- og út-
varpsmenning tek-
ur að blómstra og
stórstjörnur
íslensks sjónvarps
birtast enn á ný með
bros á vör.
Tvær myndir
Stundum er veröldin
sem ijölmiðlar opna
okkur svo ömurleg að
það hvarflar að manni hvort
maður eigi bara ekki að loka
augunum og taka vandlega
fyrir eyrun og skella í eitt
skipti fyrir öll á þessa and-
styggð. Eða fer ykkur
kannski ekki líkt og mér, að
sumt af því sem fjölmiðlarn-
ir færa ykkur verði ykkur
ógleymanlegt?
Mér bættist enn ein mynd
í þetta safn mitt nú fyrir
skemmstu. í grein í ensku
blaði um ógnarstjórnina í
Afríkuríkinu Malawi sagði
frá konu nokkurri sem var
handtekin þar í fyrrahaust
fyrir þá „sök“ að hafa „grát-
ið á undirróðurslegan hátt“
(weeping subversively) þar
sem hún kraup við iík bónda
síns sem lögreglán hafði þá
nýverið lokið við að pynda
tii bana.
Svona fáránlegt getur
miskunnarleysið verið,
svona afskræmd og ijar-
stæðukennd grimmdin.
Sjón er sögu ríkari einsog
máltækið hermir réttilega,
og það er því ekki að undra
þóað æðimargar svipmynd-
anna sem vilja ekki úr huga
manns séu einmitt úr sjón-
varpinu. Tvær frá bemsku-
árum þess hér heima hafa
löngum sótt á mig. Kveikjan
er þá gjarna einmitt einhver
óhugnaður á borð við þann
sem hér hefur verið lýst.
Mér er enda til efs að sjón-
varpssenurnar tvær sem ég
hef í huga séu h'ætishót
frýnilegri en Malawi-sorg-
leikurinn. Þó á víst svo að
heita að nú séum við að
umgangast siðmenntað fólk.
í öðru tilvikinu erum við
stödd í sjálfu Biblíulandinu
ísrael, í hinu í Chile, léni
Pinochets, hinum megin á
hnettinum.
í fyrrnefnda landinu er
ung sænsk sjónvarpskona
að yfirheyra kynsystur sína
þarienda á svipuðum aldri
um „Arabavandamálið" svo-
kallaða. Hvaða mótleik eiga
Gyðingarnir? Raunar eru
þær búnar að ræða herskáu
Arabana sem bíða færis utan
landamæranna og sú
sænska hefur vikið talinu að
Aröbunum sem kusu þrátt
fyrir allt að dveljast áfram
þama í landinu þótt þeir
kváðu vera „óværir" á
stundum.
„Hvað viltu gera við þetta
fólk?“ spyr sjónvarpskonan.
Hvað telur viðmælandi
hennar helst til ráða?
„Drepa það," svarar Gyð-
ingakonan ofurrólega.
„Drepa það?“ hváir hin og
er augljóslega brugðið.
„Já.“
„Drepa það allt?“ Spyij-
andinn vill enn ekki trúa.
„Já.“
Og börnin, börn Ara-
banna, á þá líka að drepa
þau?
„Já, lika þau,“ svarar
Gyðingakonan afdráttar-
laust og horfir einarðlega
framaní spyijandann. „Já,
reyndar. Já, það þarf líka
að drepa þau.“
í Chile er sjónvarpsgengið
danskt og aftur vill svo til
að konur eru í sviðsljósinu.
Þátturinn var gerður eftir
dráp Allende forseta, og
handtökurnar og pynding-
amar og aftökurnar voru
hafnar af krafti.
Sjónvarpsmennirnir em
staddir á torgi í Santiago og
eru að forvitnast um við-
brögð nokkurra roskinna
kvenna sem sitja þarna og
sleikja sólskinið á næsta leiti
. við hryðjuverkin. Þær bera
velsældina utaná sér og eru
í fínum flíkum og vandlega
snyrtar, en em líka geðfelld-
ar og hlýlegar, „ömmulegar"
sannast að segja einsog það
heitir stundum.
Og frændur vora Danina
lysir að vita sem vonlegt er
hvernig þeim sé nú innan-
brjósts, blessuðum frúnum,
þegar borgin þeirra og raun-
ar allt landið er í einu vet-
fangi orðið að vígvelli og
einskonar allsheijar gálga-
hrauni.
Danski spyrillinn hefur
áhyggjur af því að herfor-
ingjarnir virðast ekki einu
srnni ætla að þyrma korn-
ungu fólki, táningum nán-
ast, ef þeir gruni það um
græsku; til dæmis má glögg-
lega sjá á fréttamyndum að
meðal þúsundanna, sem her-
mennirnir halda í svipinn á
stærsta íþróttaleikvangi höf-
uðborgarinnar (fangelsin
hafa þegar verið „mettuð"),
er sægur af æskufólki af
báðum kynjum sem er
naumast orðið myndugt.
Og hvað, spyr Daninn,
finnst nú þessum æmverð-
ugu konum um þetta athæfi?
Og sú sem verður fyrir
svörum mælir fyrir munn
þeirra allra þegar hún ansar
ósköp hæversklega og
ástríðulaust að þóað fólk sé
ungt þá verði það nú vitan-
lega að verða ábyrgt gerða
sinna; og að nú sé þessi Al-
lende, þetta átrúnaðargoð
þessa unga fólks, semsagt
búinn að fá makleg mála-
gjöld; og að ungmennin sem
um sé að ræða séu jú
tvímælalaust marxistar; og
jú, segir prúðbúna konan
hægláta í sólskininu á torg-
inu í Santiago — jú, nú verði
það semsagt tekið af lífi,
þetta unga fólk, rétt einsog
allir hinir sem hafí líka unn-
ið til þess.
Einsog ég sagði í upphafi
hvarflar stundum að manni
hvort maður eigi bara ekki
að snúa baki við fjölmiðlun-
um, að hlaupa í felur og
bægja þessum hörmungum
fá sér í eitt skipti fyrir öll.
En það setur óneitanlega
strik í reikninginn að raunar
væri maður þarmeð að segja
sig úr veröldinni, að afneita
samvisku sinni.
Gísli J. Ástþórsson