Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 17.09.1989, Síða 32
32 C —Érf*---Hr MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 ■■■■■ . .. . .■■■■■■■ ái,. ■■ i,■ i , Á FÖRIMUM VEGI f/Hvab er€\g\n\eg&- i þessu - scúpct? h Maður fær ekki ætíð ósk sína uppfyllta. Sjáðu mig með þig ... Með morgunkaffmu Ef þú ert eitthvað kviðinn verkefninu, þá sérðu að hurðin inn til mín er ætíð opin og ég fylgist með þér... HÖGNI HREKKVÍSI Frá Hollywood á handfæraveiðar Suðureyri. ndanfarna mánuði hefur Suð- ureyri verið mikið í fréttum, þá sérstaklega hvað varðar stöðu fiskvinnslunnar á staðnum. Sú um- fjöllun hefur verið frekar neikvæð fremur öðru og finnst fólki kominn tími til að snúa sér frá öllu svart- nættis rausi og líta á björtu hliðarn- ar. Hér er mikið líf og virðist vera næg atvinna fyrir alla og nóg að gera í frístundum. Lífið hér á Suð- ureyri er eins og í hveiju öðru sjáv- arþorpi á íslandi, sjómennskan og fiskvinnslan setur mestan svip á byggðarlagið, en þegar skyggnst er í veruleikann og fólk tekið tali, er ekki annað að heyra en að hér búi fólk sem er almennt bjartsýnt og trúir á framtíð Suðureyrar. „Nóg að gera ef fólk vill hafafyrir því.“ Segir Sturla Páll Sturluson, en hann var fyrsti viðmælandinn sem fréttaritari náði tali af. Sturla starf- ar sem flugvallarstjóri og lögreglu- maður á staðnum. Hann starfar einnig í mörgum nefndum og fé- lagasamtökum, enda talinn vera mikill félagsmálafrömuðurhér í bæ. Hann var fyrst spurður um sam- göngur, bæði á landi og í lofti? „Samgöngumálin eru að lagast, nú er nýbúið að leggja bundið slitlag frá Laugum og alla leið inn í Botn, og það er ágætt, enda kominn tími til. Nú, svo eru það jarðgöngin, ég er nú ekkert of bjartsýnn á að það komist í framkvæmd á tilettum tíma. Þá finnst mér ekki vera rétt að þessu staðið, því nú er ganga- munninn kominn í 200 m hæð yfir sjávarmál og á þeim stað er mjög snjóþungt á veturna. Fjörðurinn, hann er einnig mjög snjóþungur og oft erfitt að ryðja hann, en það ætti að vera betra nú í dag, því vegurinn var mikið lagfærður og jafnaður þegar verið var að leggja slitlagið. Hvað flugsamgöngur varðar erum við svolítið illa staddir, því við höfum ekki tök á að lengja brautina meira, svo við erum bundnir við ákveðnar flugvéia- Jens D. Holm stærðir. Nú, ef að flug á að geta gengið hér á Vestíjörðum, þá kost- ar það að sveitarfélögin eða ríkið verði að koma inn í og styrkja þessa aðila. Sú lausn sem ég sé í þessum málum upp á framtíðina er sú að eins og staðhættir eru hér fyrir vestan, norðan og austan í flugi geta verið erfiðir, að þá held ég að eitt stórt ríkisrekið flugfélag sé lausnin. Færri flugvélategundir yrðu notaðar og það myndi stór- minnka allan viðhaldskostnað. Af- greiðslum yrði fækkað og flugferð- um hagrætt betur en nú er gert.“ Hvernig var sumarið? „Það var ágætt, ég fór í gott sumarfrí norður og austur og fékk ágætis veður allan tímann. Ég renndi ekki fyrir neinn silung í sumar, en setti í stór- an þorsk hér í firðinum og vó hann 3-4 kg. í vor var ég á rauðmaga- veiðum og má segja að það hafi fiskast allt of vel, því ég hafði ekki allan þann tíma sem þurfti í að sinna því, slík var veiðin. Ég er búinn að gefa heilmikið, en á samt eftir um 300 rauðmaga sem eiga eftir að fara í reyk. Nú seinni part sumars fer ég á svartfugl og á skarfaveiðar á litla bátnum sem ég fékk í vor. Það er gott að geta farið í góðum veðrum út á sjó og veiða sér í soðið, eða skjóta.“ En nú er veturinn framundan? „Veturinn leggst vel í mig, ég hef nóg að gera á veturna, ég fer á skíði, spila billiard og batminton og svo er það ijúpnaveiðin, hún er eftir, þá er ég í Lionsklúbbnum, svo það verður nóg að gera fyrir mig. Hér á svona litlum stað þýðir ekkert að vera að barma sér, það verður bara að hafa fyrir hlutunum og finna sér eitthvað að gera, þá leiðist man'ni ekkert. Hér á Suðureyri er gott að vera, gott fólk og fallegt landslag og umhverfi", sagði Sturla Páll að lok- um. Sumarið kom aldrei Næsti viðmælandi var Jóhann Bjarnason verkstjóri í fiskmóttöku Fiskiðjunnar Freyju. Jói, eins og allir kalla hann var bjartsýnn að venju og sagði „að eftir erfiðan vetur, sem var með eindæmum þungur, fær þetta sumar þau eftir- mæli, að það kom aldrei. En ég fór samt í sumarfrí og fór á Snæfells- nesið í tvær vikur og til Hveragerð- is og í Ölfusborgir. Veður var gott allan tímann.“ Hvernig hafa at- vinnumálin verið? „Atvinnan hefur verið góð allt þetta ár, þó á bratt- ann hafi verið að sækja. Tvö fisk- vinnslufyrirtæki starfa hér, Fiskiðj- Víkverji skrifar Yíkveiji brá sér í sveitina um síðustu helgi og hitti þar gamlan kunningja, sem alltaf hefur látið sig þjóðmál miklu varða og ekki farið dult með skoðanir sínar. „Nú fyrst er ég farinn að skilja það hugarstríð sem gömlu kommarnir áttu í þegar upplýst var að Stalín hafði ekki verið óskeikull og meira að segja framið hin mestu óhæfuverk", sagði hann. „Draumurinn um sæluríkið varð að martröð. XXX Síðan hélt hann áfram og sagði, efnislega: Ég var alinn upp við hugsjón ungmennafélaganna og samvinnuhreyfingarinnar. Þótt við lifðum þá ekki við allsnægtir, rétt höfðum til hnífs og skeiðar, var gam- an að lifa — því á næsta leiti hillti undir að það sem við trúðum á yrði að veruleika. í mínum huga var Framsóknarflokkurinn samnefnari þessara hreyfinga og fylgdi ég hon- um því gegnum þykkt og þunnt. Ég naut þess að blása til sóknar þegar að honum eða kaupfélögunum var vegið á málþingum eða einkasam- ræðum. Það fannst mér auðvelt verk. En nú — þó ekki sé kannski saman að jafna — líður mér eins og kom- munum, sem misstu fótanna þegar Stalín var afhjúpaður. xxx g hann hélt áfram: Það er erfitt að sjá það, sem maður hefur trúað á og barist fyrir, bregðast. Tökum t.d. Samvinnuhreyfinguna. Kaupfélögin voru m.a. stofnuð til þes að sjá um sölu á framleiðsluvörum bænda og gera hagkvæm innkaup svo að erlend vara fengist á sann- gjörnu verði. Og bændur vom ekki þeir einu sem á því græddu heldur alþýða öll. Þetta gekk vel í fyrstu á meðan hugsjónaeldur brautryðjend- anna sveif yfir vötnum, en nú hin síðari ári verð ég að viðurkenna, þótt mér sé það óljúft, að Samband- ið og kaupfélögin hafa ekki haft for- ystu um að lækka vörverð. Þar reið einkaverslunin á vaðið. Þarna misstu kaupfélögin af því tækifæri að sanna að verslunin væri best komin í hönd- um félagssamtaka fólksins — sam- taka sem ekki létu gróðasjónarmið ráða gerðum sínum heldur hugsuðu fyrst og fremst um hag flöldans með lágu vöruverði. Eitt sinn sá ég sveitunga minn koma út úr kaupmannsverlsuninni og skammaði hann fyrir að eiga ekki frekar viðskipti við sína eigin versl- un. Nú sé ég svar hans í öðm ljósi en þá: „Mína eigin verslun? Ertu ekki enn farinn að átta þig á að það- em kaupfélögin sem eiga bændurna ekki bændumir kaupfélögin?" xxx Sem betur fer er enn gaman að starfa með ungu fólki og gömlu í ungmennafélögunum, en hugsjónin hjá Framsókn er farin að daprast. Þar otar hver sínum tota. Mér þótti formaðurinn þó lengi vel skeleggur og ansaði ekki neinum ásökunum um blaður og hentistefnu, en ummæli hans í sjónvarpi i sambandi við kaup Guðrúnar Lámsdóttir á Patreksijarð- artogaranum gengu alveg fram af mér, þar sem ég þekki örlítið til mála. Að maður f hans stöðu skuli leyfa sér að beya fram dylgjur, en afsaka sig svo: Ég var ekki að ásaka neinn, ég tók bara upp það sem aðr- ir höfðu verið að segja. „Ólyginn sagði mér,“ sagði Gróa á Leiti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.