Morgunblaðið - 17.09.1989, Side 34
MÓRGÚNBIAÐIÐ SAMSAFIMIÐ
SZM&kS* ........- •
MGÚR 17. SEPTEMBER 1989
§4 e
ÆSIiUMYNDIN...
ER AF ÓLAFIGAUKIHLIÓMLISTARMANNI
Saumaði á
dúkkurog
skarþærupp
ÓLAFUR Gaukur Þórhallsson er
fullt nafh hans. í barnaskóla var
hann Ólafur G. Þórhallsson en
seinna, þegar hann var orðinn
atvinnumaður í tónlistinni, féll
fóðurnafhið aftan af og síðan
hefur hann bara heitið Ólafur
Gaukur. Af Qölskyldu og vinum
hefur hann þó aldrei verið kallað-
ur neitt annað en Gaukur.
Olafur Gaukur er elsta barn
Bergþóru Einarsdóttur frá
Garðhúsum í Grindavík og Þórhalls
Þorgilssonar magisters í rómönsk-
um tungumálum. Fæddur 11. ágúst
árið Í930 við Framnesveginn í
Reykjavík. Yngri systkini Ólafs
Gauks eru Dóra Gígja, Ólafía og
Einar.
Ein fyrsta bernskuminning
Gauks er frá því hann var sendur
til ljósmyndara í Grindavík. Þá fjög-
urra eða fimm ára gamall. Hjá ljós-
myndaranum var honum sagt að
hlægja og brosa fyrir framan
myndavélina. En honum þótti þetta
hreint ekkert hlægilegt og stökk
ekki bros. Það var ekki fyrr en í
atvinnumennskunni sem honum
lærðist að brosa framan í myndavél-
ina hvenær sem þess gerðist þörf.
Öll sumur í Grindavík
Ólafur Gaukur bjó alla sína barn-
æsku í Vesturbænum í Reykjavík,
en sótti mikið til Grindavíkur til
Einars móðurafa síns og Ólafíu
ömmu sinnar. Þar eyddi hann öllum
sínum skólaleyfum og þaðan eru
allar bestu minningarnar.
Sjórinn og ijaran höfðu mikið
aðdráttarafl. Það var leikið sér í
fjörunni og setið á bryggjunni og
dorgað með frændsystkinunum. I
Grindavík gafst líka nóg olnboga-
rími til smíða, sem var eitt helsta
áhugamál Gauks á þessum árum.
Hann var mikið gefinn fyrir dundur
ýmiskonar og undi sér við föndur
og teikningu. Blaðastúss hefur hon-
um líka alltaf fundist skemmtilegt
og þegar hann var tíu ára gaf hann
út fjölritað blað sem hét Stjarnan.
Hann var handlaginn og er enn.
Sjö ára gamall aðstoðaði hann Dóru
systur sína að við sauma dúkkuföt
og þótti ekkert sjálfsagðara. En
dúkkan fékk botnlangabólgu svo
það varð að skera hana upp. Gauk-
ur tók það að sér. Hann ætlaði
nefnilega að verða læknir þegar
hann yrði stór og byijaði meira að
segja nám í læknisfræði síðar. Tón-
listin náði þó yfirhöndinni. Það fara
ekki nánari sögur af uppskurðinum
á dúkkunni, nema hvað dúkkan dó
og Dóra og Gaukur jörðuðu hana
úti í garði.
Gaukur var bókhneigður í æsku
og eyddi miklum tíma í lestur, enda
frá bókabésaheimili eins og hann
segir sjálfur. En skólaganga var
honum lítt að skapi og fátt þar sem
freistaði annað en félagarnir.
Það vakti reyndar athygli fullorð-
inna að Ólafur Gaukur kallaði alla
félaga sína vini sína því hann vildi
ekki tala illa um nokkurn mann.
Dóra systir hans segir það lýsa
honum vel. Hann hafi verið ljúfur
og góður drengur.
Það er hreint ekkert
hlægilegt við að láta taka
af sér mynd.
ÚR MYNDAS AFNINU
RAGNAR AXELSSON
Með hendur í
hárí rokkara
*
Arið 1974 fengu íslensk ung-
menni góðan gest í heimsókn,
þar sem var skoska giys-rokksveitin
Nazareth. Þrátt fyrir
að yfirlýstúr tilgangur
ferðarinnar væru tón-
leikar í Laugardalshöll-
inni, var það ekki síður
hárskerinn Tony Sandy
sem freistaði. Hljóm-
sveitarmeðlimir brugðu
sér því í klippingu og
blástur til Tonys, sem starfaði í
Hár-húsi Leós, en hann hafði klippt
marga af helstu poppurunum i
heimalandi sínu Bret-
landi áður en hann sett-
ist að hér á landi. Tón-
leikarnir í Höllinni voru
vei sóttir og mikil
stemmning í salnum, en
hljómleikagestir voru í
yngri kantinum.
STARFIÐ
GUÐBJÖRN ÞÓRÐARSON PÍANÓFL UTNINGAMAÐ UR
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆIUNU
Guðbjörn Þórðarson
Slegiðá
létta strengi
Guðbjörn Þórðarson þarf oft að
Iáta reyna á kraftana en hann
annast píanóflutninga og hefur
lyft æði mörgum hljóðfærum þau
tíu ár sem hann heíúr starfað.
Guðbjörn tekur að sér alla mögu-
lega þungaflutninga. Mest ei*u
það þó píanó sem hann flytur og
ekki aðeins innan Reykjavíkur,
heldur oft landshorna á milli. Guð-
bjöm sagði að vitanlega værí nauð-
synlegt að hafa krafta í kögglum
við slíka þungaflutninga en þó væri
mikilvægara að kunna réttu tökin.
Aðstæður geta oft verið mjög erfið-
ar þegar koma þarf píanói inn í
þröng húsakynni og að sögn Guð-
björns hefur hann lent í ótrúlegustu
vandræðum. En alltaf hafa hljóð-
færin þó komist á sinn stað að lok-
um. Guðbjörn kvað píanóflutninga
vera mjög erfitt starf, hijóðfærin
væru oft níðþung og því væri fátítt
að menn entust mjög lengi í slíkri
vinnu. Hann væri þó ekkert á þeim
buxunum að hætta í bráð.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ . . .
Guðmundur
Hannesson
prófessor, Pat-
reksfjörAur í
mitíö og framtíö.
Morgiinbliiúiú 2.
októlxT, 1934.
Allir, sem jeg talaði við, ljetu
allvel af afkomu almenn-
ings á Patreksfirði, töldu hana
öllu betri en annars gerist á
Vestfjörðum og væri það eink-
um að þakka útgerð þeirra sona
01. heit. Jóhannessonar. Þeir
eiga 2 togara og auk þess verk-
smiðjuna, og munar um þetta í
ekki stærri bæ.
Það vill nú svo til að þessa dag-
ana er ég á kafi í fundargerðar-
bókum Ungmennafélagsins Mý-
vetnings í Mývatnssveit en félagið
á 80 ára afmæli á þessu ári. Starfs
míns vegna þurfti ég að lesa bæk-
urnar og komst þá að því að þær
eru hin skemmtilegasta lesning.
Agnar
Kofoed
Hansen
deildarstjóri
Um þessar mundir er ég að lesa
bókina Moments of Truth eftir
Jan Carlson forstjóra SAS. Bókin
er mjög góð, en hún fjallar um
rekstur þjónustufyrirtækja og
nauðsyn þess að efla mannleg sam-
skipti á vinnustöðum.
Síðast hlustaði ég á nýja plötu
með spænsku hljómsveitinni
The Gipsy King. Hljómsveit þessi
leikur dæmigerða spænska dans-
tónlist með nútímalegu ívafi, og er
hún virkilega skemmtileg áheyrnar.
Síðast hlustaði ég og horfði á
óperuna II Trovatore í upp-
færslu Verona-óperunnar á Ítalíu.
Verkið sem er afskaplega fallegt
var mjög vel flutt enda sungið af
afbragðsgóðum söngvurum.
ÓlafurH.
Ólafsson
viðskiptafræð-
ingur
Jón B.
Gunnars-
son fjármála-
stjóri
Eg hef verið að hjusta á óperuna
La Donmi del Lago eftir Ross-
ini og er hún mjög falleg. Ég hlusta
mikið á ítalskar óperur og hef mest
dálæti á verkum eftir Rossini og
Verdi.
Stutt er síðan ég sá gaman-
myndina
Tootsie, reyndar í annað sinn. Mér
fannst hún virkilega skemmtileg
þó að ég hefði séð hana áður. Þetta
er góð afþreyingarmynd sem stend-
ur svo sannarlega fyrir sínu.