Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
220. tbl. 77. árg.
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ársfiindur Alþjóðabankans
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Bush hvetur til auk-
innar efhahagsað-
stoðar við Pólveija
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hvatti vestræn iðnríki til að veita
Pólverjum meiri efhahagsaðstoð en þegar heftir verið ákveðin í
ræðu sem hann hélt á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins í Washington í gær. Ríkisstjórn Póllands fagnaði þessari
yfirlýsingu og sagðist þurfa 500 milljónir dala (rúmlega 30 millj-
arða ísl. króna) til að eiga fyrir nauðsynlegum innflutningi til við-
bótar við lán að upphæð einn milljarður dala sem sljórnin er nú
að reyna að semja um við vestrænar íjármálastofnanir.
George Bush
Bush sagði að stjórnmálalegar
og efnahagslegar umbætur í Pól-
landi og öðrum Austur-Evrópuríkj-
um gæfu vestrænum lýðræðisríkj-
um sögulegt tækifæri. „Bandaríkin
og bandamenn þeirra hafa þegar
ákveðið að
koma Pólveij-
um til hjálpar.
En betur má
ef duga skal.
Þörfin vex,
Samstaða
heldur nú um
stjórnvölinn og
við eigum mik-
ið í húfi að
umbæturnar takist.“ Bush til-
greindi ekki nánar í hveiju frekari
aðstoð ætti að felast en sagði að
Pólveijar fengju ekki ijárhags-
stuðning nema þeir ynnu að efna-
hagsumbótum í samráði við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn. Fyrr í suim
ar hét Bush Pólveijum 100 milljóna
dala aðstoð sem mörgum þótti í
minna lagi.
Leszek Balcerowicz, fjármála-
ráðherra Póllands, hefur átt við-
ræður við sex af fjármálaráðherr-
um sjö helstu iðnríkja heims á árs-
fundinum í Washington til að ræða
leiðir til að bjarga efnahag Pól-
lands. Hann hefur farið fram á að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al-
þjóðabankinn veiti Pólveijum eins
milljarðs dala lán til að beijast við
verðbólgu. Erlendar skuldir Pól-
veija eru nú 40 milljarðar dala.
Samkvæmt þýsku fréttastofunni
dpa nema endurgreiðslur og vextir
af þessum lánum 2,2 milljörðum
dala fram til ársloka 1990.
Á þriðjudag lagði framkvæmda-
stjórn Evrópubandalagsins til að
bandalagið veitti Pólveijum 300
milljóna dala lán. í gær fór pólska
ríkisstjórnin þess á leit að hún fengi
500 milljóna dala lán til að standa
undir brýnustu þörfum fram að
áramótum eins og innflutningi á
matvælum og lyfjum. Verði óskir
-pólskra stjórnvalda uppfylltar má
búast við að hún fái efnahagsað-
stoð og lán á næstunni að upphæð
2,7 milljarðar dala.
Papandreou verst ásökunum
Reuter
Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, flutti ræðu í gríska þinginu í gær þar
sem hann varðist ásökunum um aðild að Qármálamisferli tengdu svonefndum Krítarbanka. Eignaði
hann ásakanirnar „hugsjúkum svindlara" og þvertók fyrir glæpsamlegt athæfi af sinni hálfú. Hins
vegar sagðist hann bera pólitíska ábyrgð á hneykslinu. Myndin var tekin er hann yfirgaf þinghúsið
í fylgd eiginkonu sinnar, Dimitru Liani.
St]’órnarskrárbreytingar samþykktar í Slóveníu:
Ottast að ríkj asamband
Júgóslavíu liðist í sundur
Ljúbljana, Júgóslavíu. Reuter.
ÞVERT á aðvaranir júgóslavn-
eskra yfirvalda samþykkti þing
Slóveníu í gærkvöldi breytingar
á stjórnarskrá lýðveldisins sem
fela í sér að leiðtogar þess taka
sér rétt til þess að segja það úr
ríkjasambandi Júgóslavíu. Eftir
næturlangan neyðarfúnd í fyrri-
nótt samþykkti miðstjórn komm-
únistaflokks Júgóslavíu áskorun
til þingmanna Slóveníu með 97
atkvæðum gegn 40. Þar sagði
að fyrirhuguð stjórnarskrár-
breyting gæti leitt til þess að
ríkjasambandið liðaðist í sundur.
Sambandsstjórn landsins, sam-
bandsþingið og yfirmenn sameig-
Norðmemi ræða við Banda-
ríkj’amenn um hvalveiðar
Ósló. Frá Runc Timbcrlid, fréttaritara Morgunklaðsins.
NORSKA ríkisstjórnin vinnur nú að því að fá Bandaríkjastjórn
til að breyta afstöðu sinni til hvalveiða í atvinnuskyni. Hafa þau
Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, Thorvald Stoltenberg
utanríkisráðherra og Johan Jörgen Holst varnarmálaráðherra
átt viðræður við bandaríska ráðamenn um þetta mál og þar á
meðal við George Bush forseta.
Stoltenberg tók málið upp á
fundi með Robert Mosbacher, við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna, og
James Baker utanríkisráðherra en
Gro færði það í tal við Bush í
hádegisverðarboði, sem hann hélt
frammámönnum í sendinefndum
ýmissa landa hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Þá hefur einnig verið haft
samband við John Sununu, skrif-
stofustjóra Hvíta hússins, og
áhrifamenn meðal bandarískra
umhverfisverndarmanna.
Stoltenberg segist vongóður
um, að viðræðurnar beri árangur
og Mosbacher viðskiptaráðherra
segir, að Bandaríkjastjórn ætli að
skoða hug sinn til hvalveiðanna á
nýjan leik. „Það skiptir okkur
Norðmenn miklu að koma því á
framfæri, að það er nauðsynlegt
að viðhalda vistfræðilegu jafn-
vægi í sjónum,“ sagði Stoltenberg.
Norsk stjórnvöld hafa auk
þessa á pijónunum mikla upplýs-
ingaherferð í þeim aðildarríkjum
Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hafa
verið andvíg veiðunum, og verður
nefnd embættismanna og sér-
fræðinga falið að sjá um það. Eru
það einkum hrefnuveiðarnar, sem
Norðmenn vilja stunda áfram.
Hágsmunasamtök í norskum
sjávarútvegi eru mjög ánægð með
þetta framtak stjórnvalda og von-
ast til að geta hafið veiðarnar
strax á næsta ári.
inlegs herafla landsins vöruðu
einnig við breytingunni.
Jafnframt samþykkti þingið
stjórnarskrárbreytingu sem bannar
sambandsstjórninni í Belgrað að
senda hersveitir til Slóveníu eða
lýsa yfir neyðarástandi þar nema
með samþykki leiðtoga lýðveldisins.
Allar þijár deildir þings Slóveníu
samþykktu stjómarskrárbreyting-
una. Greiddu allir þingmenn nema
einn henni atkvæði. Ákvörðunin er
talin eiga eftii að ógna ríkjasam-
bandinu enn frekar og leiða til auk-
ins óstöðugleika. Var hann ærinn
fyrir vegna uppreisnar manna af
albönsku þjóðerni í Kossovo og
vegna efnahagskreppu.
Janez Drnovsek, forseti Júgó-
slavíu, sneri heim fyrr en áætlað
var af Allsheijarþingi Sameinuðu
þjóðanna til þess að vera viðstaddur
þingfundi í Ljúbljana, höfuðborg
Slóveníu. Hann er Slóveni og rauf
samstöðu átta manna sambands-
stjórnar Júgóslavíu með því að lýsa
yfir stuðningi við stjórnarskrár-
breytingarnar.
í júgóslavneska ríkjasambandinu
eru sex lýðveldi og tvö sjálfstjórnar-
héruð. Er Slóvenía minnst lýðveld-
anna en íbúar þar eru 2,1 milljónir.
Það á landamæri að Austurríki og
Ítalíu. Þar er stjórnmálafrelsi mest
og efnahagsleg þróun er lengra á
veg komin þar en í hinum lýðveldun-
um. Hagfræðingar í Slóveníu eru
hins vegar efins um að lýðveldið
eigi framtíð sem sjálfstætt ríki þar
sem það sé háð hráefnum frá öðrum
hlutum Júgóslavíu.
Sovétmenn
fá að skoða
Thule-stöðina
Kaupmaniiahörn. Frá N.J. Bruun, frctla-
ritara Morgunblaðsins.
DANSKA stjórnin er reiðubúin að
leyfa Sovétmönnum að heimsækja
ratsjárstöðina I Thule á Grænl-
andi, að sögn Uffe Ellemann-
Jensens utanríkisráðherra Dana.
Sovéski utanríkisráðherrann, Edú-
ard Shevardnadze, hefur gefið í skyn
að stjórn hans muni leggja niður
umdeilda ratsjárstöð í Krasnojarsk í
Síberíu án þess að fara fram á tilslök-
un af hálfu Vesturveldanna. Hins
vegar lýsti ráðherrann áhyggjum
Sovétmanna vegna stöðvanna . á
Grænlandi og í Bretlandi og hafa
Bandaríkjamenn heitið því að ræða
þessi mál við áðurnefnda bandamenn
sína. James Baker utanríkisráðherra
segir að Danir og Bretar verði að
leyfa Sovétmönnum að kynna sér
Thule-stöðina og ratsjárstöðina í
Fyllingsdale í Bretlandi.