Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 2

Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 't Ferðamálaráð og Útflutningsráð: Ráðherra telur tor- merki á sameiningu Steingrímur J. Sigfusson samgönguráðherra segir að hugmyndir um aukið samstarf Ferðamálaráðs íslands og Útflutningsráðs íslands séu allrar athygli verðar, en hann telji ýmis tormerki á sameiningu þessara aðila. Hann segir hugmyndir þar að lútandi ekki vera ættað- ar frá samgönguráðuneytinu, og það hafi ekki tekið þátt í viðræðum um þetta. Greint hefur verið frá því að undanfarið hafi staðið yfir viðræður fulltrúa Ferðamálaráðs og Útflutn- ingsráðs um að sameina skrifstofur ráðanna. „Ég hef ekki kynnt mér röksemdimar fyrir þessu. Það ligg- ur í hlutarins eðli að Útflutnings- ráði ber samkvæmt lögum að koma á auknu samstarfi aðila sem eru að efla útflutning og jafnvel þjón- ustu af því tagi sem hér um ræðir. Ég held að það þurfi að skoða þetta mjög vandlega áður en teknar eru nokkrar ákvarðanir í þessum efn- um, auk þess að það er vilji Al- þingis sém ræður. Bæði Ferðamála- ráð og Útflutningsráð eru grunduð á lögum frá Alþingi, og það er ein- faldlega ekki á valdi stjómarmanna á hvorugum staðnum að breyta þessu þó vilji þeirra standi til þess. Þarna er fyrst og fremst um að ræða hugmyndir fulltrúa í fráfar- andi Ferðamálaráði, sem að sjálf- sögðu hafa allan rétt til að setja sín sjónarmið fram, og hafa vænt- anlega viljað gera það áður en skip- unartími ráðsins rynni út,“ sagði Steingrímur. Hrossakjötssala til Japans: Erfiðleikar varðandi áfi*amhaldandi sölu Minna um fitusprengt kjöt en áætlað var KOMIÐ hefur í ljós að hlutfall fitusprengds hrossakjöts, sem Félag hrossabænda og búvörudeild Sambandsins hafa samið um sölu á við japanska aðila, er mun minna en búist hafði verið við. Að sögn Halldórs Gunnarssonar, formanns markaðsnefndar Félags hrossa- bænda, hefur þetta erfiðleika í for með sér varðandi áframhaldandi afsetningu á þennan markað. Þegar hafa verið send 11 tonn af hrossakjöti til Japans, en það er'A hluti af áætlaðri sölu þangað í haust. Gert var ráð fyrir að selja fítu- sprengt kjöt til Japans af samtals 5-600 hrossum, en samkvæmt samningum hrossabænda og bú- vörudeildarinnar við Japani fengust um 260 krónur fyrir kílóið, sem er mun hærra verð heldur en fæst fyrir kjötið hér á landi. „Nú er verið að slátra hrossum af Suðurlandi, en eftir þá slátrun er ekki hægt að lofa sölu á nema um 10% af því kjöti sem ekki er nægilega fitusprengt, og það sem fellur utan þeirra marka verður selt í umboðsverslun hjá sláturleyf- ishöfum. Það hefur komið okkur mjög á óvart að þó hrossin séu feit þá er það ekki trygging fyrir því að kjötið sé fitusprengt,“ sagði Halldór. Að sögn Halldórs hafa hrossa- bændur ákveðið að hækka ekki verð á hrossakjöti í samræmi við það sem heimilað var við verðlagn- ingu á búvöru um síðustu mánaða- mót. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera hve miklar niðurgreiðslur væru á kindakjöti og þá spennu sem ríkti á kjötmarkaðnum hér á landi. „Þá höfum við ekki getað fengið því framgengt að heildsölu- og smá- söluálagning á hrossakjöt verði lækkuð, og því treystum við okkur ekki til að hækka verðið." Verkalýðsfélög og fyrirtæki setja á stofii heilsumiðstöð: Breyta á lífsstíl fólks til heilbrigðari vegar NOKKUR fyrirtæki og verkalýðsfélög hafa sameinast um að setja á stofn heilsumiðstöð fyrir félagsmenn og starfsmenn. Markmiðið með miðstöðinni er að vinna að „heilsuhvatningu", þ.e. reynt verður að breyta lífsstíl fólks til heilbrigðari vegar. Haldin verða námskeið, unnið að fræðslu- og áróðursmálum, og boðið upp á endurhæfingarþjónustu fyrir fólk sem hefur misst heilsu. Einnig er steftit að því að hluti starfsins fari fram í fyrirtækjunum sjálf- um. Þar verði t.d. skipulögð vinnustaðaleikfimi, aðstoðað við að bæta vinnuaðstöðu og veittar Ieiðbeiningar varðandi vinnustelling- ar, reykbindindi o.fl.. Er steftit að ar heljist í byijun næsta árs. Péturs A. Maack, frá sjúkra- sjóði Verslunarmannafélags Reykjavíkur, og Grímur Sæ- mundsen, læknir, sem unnið hafa að undirbúningi þessa máls, lögðu í samtali við Morgunblaðið áherslu á að ekki væri verið að setja á stofn líkamsræktarstöð, þó að líkamsþjálfun yrði einn af mörg- um þáttum starfseminnar, heldur heilsu- og forvarnarstöð sem hefði miklu víðtækari markmið. Stofnað hefur verið eignar- haldsfyrirtæki, Máttur hf., sem keypt hefur um eitt þúsund fer- metra húsnæði í Nútíðarhúsinu í Skeifunni. Mun það fyrirtæki þvi að starfsemi miðstöðvannn- leigja húsnæðið þeim aðila er sjá mun um reksturinn á miðstöð- inni. Eru samningaviðræður langt komnar við Heilsugarðinn um að taka að sér rekstrarábyrgð á mið- stöðinni. Þau stéttarfélög sern þegar hafa tekið ákvörðun um að vera með í þessu verkefni eru Verslun- armannafélag Reykjavíkur og Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, en hugsanleg þátttaka er nú einnig til umræðu í öðrum stéttarfélögum. Fyrirtækin sem eru með frá upphafi eru Sjóvá- Almennar, BM Vallá, yffilfell, Hampiðjan, Sjóklæðagerð íslands, Bílfarmur af fiski út fyrir veg Selfossi. LITLU munaði að illa færi við Þrengslavegamót í Svínahrauni í gærkvöldi þegar Qaðrabúnað- ur brotnaði undir fiskflutn- ingabíl á leið frá Þorlákshöfti til Reykjavíkur. Farmur bilsins hallaðist verulega og ekki þurfti mikið til að bíllinn færi á hliðina. Bönd héldu fiskikössunum á palli bílsins en farmurinn hallaðist út fyrir bílpallinn. Ökumaður bílsins og aðstoðarmaður höfðu hröð handtök við að lagfæra það sem fór úrskeiðis. Þeir skáru á böndin sem héldu kassastæðunum og felldu þær út af bílpallinum eina af annarri og út fyrir veg. Fiskurinn var svo tíndur upp í kassana aftur og í stór ker og fluttur á öðrum vörubíl til Reykjavíkur — Sig. Jóns. Félagsmálastoftiun: Sífellt fleiri leita aðstoðar Annarrar aukaflárveitingar líklega þörf SKJÓLSTÆÐINGUM Félagsmálastoftiunar Reykjavíkurborgar hefúr Ijölgað um 27% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Utgjöld ■stofnunarinnar í krónum talið hafa aukist um 64% sé miðað við verðlag hvors árs fyrstu átta mánuðina. Gísli Pétursson fjármála- sljóri Félagsmálastoftiunar segir líklegt að sækja þurfi um aukaQár- veitingu í annað sinn á árinu. Gísli segir að fjölgun skjólstæð- inga hljóti að stafa af breyttum þjóðfélagsaðstæðum, fyrst og fremst atvinnuleysi. I ársbyijun hafi aukningin milli ára verið 17% en stöðugt bæst við hana síðan. Fyrstu átta mánuði síðasta árs hafí Félagsmálastofnun veitt 1400 manns aðstoð sem kostaði tæpar 84 milljónir króna. Á sama tímabili Morgunblaðið/Bjarni Grímur Sæmundsen, læknir, og Pétur A. Maack, sjúkrasjóði VR, fyrir utan Nútíðarhúsið í Faxafeni. Heilsugarðurinn, Fönn, Prent- smiðjan Oddi, Þýsk-íslenska, Nói- Síríus og Securitas. Magnús L. Sveinsson, formaður VR sagði að verkalýðshreyfíngin hefði tvímælalaust skyldum að gegna á þessu sviði. „Heilsan er hluti af kjörum fólks og er sjúkra- sjóðunum best varið til fyrirbyggj- andi starfs.“ Lýður Friðjónsson, forstjóri Vífilfells, sagði að þar sem svona starfsemi hefði verið tekin upp erlendis hefði hún skilað sér í minni veikindum starfs- manna. „Við höfum því litið á þetta sem mál er muni ekki bara kosta okkur peninga heldur einnig skila sér í formi færri veikinda- daga og ánægðara starfsfólks," sagði Lýður. í ár hafi verið hjálpað upp á sakir hjá 1800 einstaklingum fyrir ríflega 137 milljónir. Sé reiknað með fram- færsluvísitölu verði raunaukning á útborgaðri fjárhagsaðstoð um 40% milli ára. Fjárveiting borgarinnar á þessu ári til Félagsmálastofnunar nam hátt í 180 milljónum króna. Sótt var um aukafjárveitingu síðastliðið vor þegar sýnt þótti að áætlun stæðist ekki og þá fengust 48 millj- ónir. Gísli kveðst nú þurfa að skoða stöðu mála í nýju ljósi, líklega þurfi að sækja aftur um aukafjárveit- ingu. HALLDÓR V. Sigurðsson, ríkis- endurskoðandi, segist ekki vita annað dæmi þess að ráðherra hafi keypt áfengi á kostnaðar- verði til að halda einstaklingi veislu eins og fram hefúr komið að Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, hafi gert, er Ingólfúr Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, varð fer- tugur í maí á síðasta ári. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga völttu athygli Ríkisendurskoðunar á málinu og kröfðust rannsóknar á því og sagði Halldór V. Sigurðsson að hann myndi á næstunni eiga fund með yfirskoðunarmönnum um svarbréf ráðherrans og að því loknu yrði ákveðið hvort ráðherrann yrði krafinn um endurgreiðslu á and- virði áfengisins sem samkvæmt þágildandi verðskrá ÁTVR hefði átt að kosta 58.400 krónur. Ráðuneytið greiddi hins vegar einungis 18.280 krónur fyrir áfengið, þar sem það „Til Félagsmálastofnunar leitar margs konar fólk,“ segir Gísli. „Þetta er fólk sem misst hefur at- vinnu og fólk sem getur ekki fram- fleytt sér við ríkjandi aðstæður, eins og einstæðar mæður sem leigja húsnæði á almennum markaði og eiga rétt á hjálp við að borga húsa- leigu. Það er alltaf nokkuð um að vísa þurfí fólki frá, til að mynda þeim sem leita til stofnunarinnar um al- menn lán vegna greiðsluerfiðleika af húsbyggingu. Vinnureglurnar sem fylgt er við afgreiðslu umsókna eru nokkuð flóknar. Ríkissjóður endurgreiðir það sem stofnunin borgar útlendingum sem hingað hafa komið vegna gylliboða um atvinnu og enga fengið. Tölu- vert var um þetta á fyrri hluta árs og Svíar sérstaklega áberandi." var á kostnaðarverði. Um var að ræða 100 flöskur af freyðivíni og tvær flöskur af vodka, tvær af gini og tvær af viskíi. Reykhólasveit: 11.300 tonnaf þangi á land Miðhúsum. ÞRÁTT fyrir óhagstætt veðurfar hefiir Þörungaverksmiðjan gengið allvel í sumar, segir Páll Asgeirsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum. A land hafa borist um 11.300 tonn af blautu þangi en það gerir um 3.200 tonn af þangmjöli. Skila- verð til verksmiðjunnar er um 23 krónur á tonn að meðaltali. - Sveinn Ríkisendurskoðandi: Áfengiskaup utanríkis- ráðherra eru einsdæmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.