Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989
27
att-
ifjár
andi hækkunar nafnvaxta, er rýrir
kjör sparifjáreigenda þarf ekki að
leiða til verulegs samdráttar í sparn-
aði, heldur hins, að sparnaðurinn
beinist á aðrar brautir.
Sem skýringardæmi má hér nefna
hinn mikla samdrátt í peningalegum
sparnaði, sem átti sér stað hér á
landi á seinni hluta sl. áratugar,
þegar raunvextir innstæðna í lána-
stofnunum, sem áður höfðu verið
neikvæðir um 0-5%, urðu nú nei-
kvæðir um 10-20% eða jafnvel meira
einstök ár. Þetta leiddi svo til þess
að almenn verðtrygging ijárskuld-
bindinga var heimiluð með Olafslög-
um 1979, sem svo smásaman kom
til framkvæmda á næstu árum.
Ekki er vízt og jafnvel ekki líklegt,
að heildarsparnaður hafi dregizt
verulega saman á þessum árum,
þótt um verulega rýrnun peninga-
legs sparnaðar væri að ræða. En
menn ráðstöfuðu þar sparnaði sínum
á annan hátt, svo sem til lánastarf-
semi neðanjarðar, kaupa á erlendum
gjaldeyri, fjárfestingu í bílum og
heimilistækjum, eigin húsnæði
o.s.frv.
Ég er nú engan veginn að fullyrða
það, að sú skattlagning raunvaxta
spariíjár, sem nú er til umræðu, leiði
óhjákvæmilega til þess að sagan frá
árunum 1975-79 endurtaki sig. Hér
er aðeins um skattlagningu raun-
vaxta að ræða og með tilliti til þess
að raunávöxtun bundinna reikninga
í lánastofnunum er yfirleitt ekki
meir,i en 3% (e.t.v. lítið eitt hærri
af innstæðum á svokölluðum skipti-
kjarareikningum ef innstæðan hefir
staðið óhreyfð í ákveðinn tíma). Þá
Dr. Einar Júlíusson
„Að úthluta einhverjum
aðilum kvótum til var-
arilegrar eignar eins og
útgerðin krefst væri
ekki betrumbót heldur
meiriháttar áfall og
spilling sem ætti engan
sinn líka síðan bændur
námu viði vaxið landið
milli Qalls og Qöru.“
of mörgum fiskiskipum, heldur einn-
ig á allt of mörgum heildsölum.
9. Veðsetjandi: Framtíðarkvót-
arnir eru veðsettir með skipunum.
Við tökum erlend lán til að greiða
allan þann innflutning sem hátt
gengi íslensku krónunnar skapar.
Við tökum erlend lán til að viðhalda
Ólafúr Björnsson
„Hitt er svo annað mál,
að það er óraunsætt að
ræða skattlagningu
spariflár á sama grund-
velli og um væri að
ræða skatta á launafólk
eða eigendur fasteigna.
Síðartöldu aðilarnir
geta ekki forðað sér
undan skattinum, en
spariféð er annaðhvort
laust eða bundið til
mjög skamms tíma.“
getur sú skattlagning, sem um er
að ræða, ekki valdið neinni sveiflu
niður á við í raunávöxtun spariljár-
ins, sem sambærileg sé við það sem
varð á fyrrgreindu tímabili.
Hitt er annað mál, að þessi skatt-
lagning bitnar á ákveðnum sparnað-
arformum og verður því hvati til
þess, að leita yfir í önnur.
Það kemur fram í fyrrgreindu við-
tali við Má Guðmundsson, að þetta
hefir nefndinni verið ljóst og gerir
gengi krónunnar þannig að drepið
niður atvinnuvegi landamanna. Við
tökum lán til að viðhalda óstjórn og
eyðileggja okkar möguleika til að
greiða þessi lán. Er nokkur vitglóra
í þessu?
10. Ótrúverðugt. Kvótakerfinu
var komið á í flýti til skamms tíma.
Endurnýjanir hafa verið til skamms
tíma og það rennur brátt úr gildi.
Til að kerfið nái tilgangi sínum, sér-
staklega til að minnka fiskiskipaflo-
tann og þar með sóknina, er mikil-
vægt að menn trúi því að það sé til
frambúðar og það er það sem útgerð-
in krefst. Samanburður á því verði
sem menn vilja greiða fyrir árskvóta
og menn vilja greiða fyrir skip með
framtíðarkvóta bendir þó ekki til
þess að menn trúi á langa framtíð
þess kvóta. Þannig virðast Patreks-
firðingar t.d. hafa selt frá sér framt-
íðarkvóta (lífsbjörgina) með Sigurey
á um 30 kr. kg meðan árskvótar
ganga á 15-20 kr. kg.
Við getum haldið þessari hörm-
ungarupptalningu áfram og spurt
t.d. hvernig og í hvaða mæli kerfið
virkar vaxtahækkandi, verðbólgu-
valdandi o.s.frv. en hér kemur þó
fleira til en óstjórn fiskveiðanna.
Nefndir gallar eru heldur ekki allir
tilkomnir með kvótakerfinu, heldur
gallar vegna fiskveiðistefnunnar
sem kvótakerfið hefur ekki getað
bætt úr. Sumir þeirra stafa fyrst og
fremst af því að kvótinn er bundinn
við skip og afla, en þeir eru tengdir
og undirrót allra að meira eða minna
leyti er megingallinn, spillingin.
Laun spillingarinnar
Fiskveiðileyfi eru verðmæti. Ef
nóg er til er sjálfsagt að veita öllum
þau verðmæti er þeir óska eftir. Ef
ekki, þá er hætt við að það verði
ekki annað en siðlaus spilling að
veita þau sumum og öðrum ekki,
sérstaklega ef stjórnmálamenn út-
hluta þeim og þeir sem verðmætin
því ráð fyrir, að einhver vaxtahækk-
un eigi sér stað, því að það er hinn
peningalegi sparnaður, ekki heildar-
sparnaðurinn, sem mestu ræður um
vextina.
Ég get hinsvegar ekki tekið undir
það sjónarmið, sem mjög hefir kom-
ið fram hjá ýmsum formælendum
skattlagningarinnar, að > sá sam-
dráttur í spariinnlánum, sem hún
kunni að valda, sé líklegur til þess
að koma fram í samsvarandi aukn-
ingu hlutabréfakaupa. Atvinnulífið
fái þannig bætta hugsanlega hækk-
un vaxta af lánum með meiru fram-
lagi frá almenningi í mynd, sem því
sé mjög hagkvæm, eða auknu hlut-
afé. Þetta tel ég mjög ólíklegt. Hvort
sem menn nú vilja skoða hlutabréfa-
eign, sem sparifé eða ekki, þá er
tilgangurinn með því að kaupa hluta-
bréf annarsvegar og því hinsvegar
að leggja peninga inn í lánastofnun
svo ólíkur, að ósennilegt er að nokk-
urt teljandi streymi fjármagns hér á
milli eigi sér stað. Eign hlutafjár
fylgir áhætta, sem kunnugt er, og
af því leiðir að hlutabréf hafa ekki
sízt hér á landi yfirleitt ekki verið
auðseljanleg, þó að frá því séu und-
antekningar svo sem hlutabréf Eim-
skipafélags íslands. Sparifé er hins-
vegar einskonar varasjóður einstakl-
inganna, sem þeir safna í öryggis-
skyni til þess að mæta ófyrirséðum
efnahagslegum áföllum og því legg-
ur spariíjáreigandinn áherzlu á það,
að geta leyst það inn með sem stytzt-
um fyrirvara, þegar nauðsyn ber til.
Það hefir verið látið í veðri vaka,
að til greina geti komið að bæta
skattalega aðstöðu hlutafjárins frá
því, sem nú er, til þess að hvetja
fólk til þess að kaupa hlutabréf.
Meiri háttar aðgerða í þessu efni er
þó tæpast þörf, því að óvíst er hvort
nokkuð hallar á hlutabréf saman-
borið við sparifé í þeirri löggjöf sem
nú er í gildi. En jafnvel þótt talið
væri að svo sé, og slíkt væri leið-
rétt, er óvíst, að það leiddi til auk-
inna hlutabréfakaupa almennings,
sem neinu næmi, af því að það er
miklu fremur óttinn við það, að hlut-
afjáreign skili engum arði, sem fæl-
ir fólk frá því að kaupa þau, en
skattalöggjöfin.
En jafnvel þótt það takizt, að
beina ráðstöfun sparnaðar í eitthvað
ríkari mæli en nú er til hlutabréfa-
kaupa, er óvíst, hvort slíkt myndi
draga verulega úr ijármagnskostn-
fá geta síðan selt þau hinum sem
ekki fá. Ég verð því að endurtaka
enn einu sinni: Kvótakerfið á engan
rétt á sér.
Það verður ekki hjá því komist
að næstu ár verði sársaukafull fyrir
sjávarútveginn og landið í heild hvort
sem reynt verður að breyta eitthvað
um fiskveiðistefnu eða ei. Ákveðin
kollsteypa er óhjákvæmileg. Það er
gífurleg ijárfesting í sjávarútvegi
sem verður að afskrifa, svo að millj-
arðarnir tveir sem nú þarf að af-
skrifa í loðdýrarækt verða smáaurar
einir. En alveg fyrir utan þessi
vandamál, ef breytingarnar, sem
óhjákvæmilegt verður að gera á
núverandi kerfi, verða jafnvitlausar
og kvótakerfið er nú, getur koll-
steypan sem af þeim hlýst riðið efna-
hag landsins að fullu. Ekki getum
við setið aðgerðalaus því núverandi
flotastækkun mun valda hruni einn-
ig. Þetta hljóta allir að geta séð af
línuritinu, en benda verður þó á að
áætlun Skúla Alexanderssonar um
300 þús. tonna þorskafla næstu árin
var gerð áður en fiskifræðingarnir
komu fram með sínar tillögur að
einungis mætti veiða 250 þús. tonn.
Myndin er því þegar orðin verri en
línuritið sýnir.
Vandinn er mikill, en það finnast
ljósir punktar samt. Þau hljóta nú
að blasa við öllum vandamálin sem
ráðamenn neituðu að horfast í augu
við þegar kvótakerfinu var komíð á
þvert ofan í ráðleggingar vísinda-
manna sem við þetta glímdu fyrir
meira en áratug.
Hvernig er hægt að koma
á auðlindaskatti?
Fyrir utan þvætting á borð við
það að auðlindaskattur sé skattur á
landsbyggðina, hafa menn sakað
fylgjendur kvótasölukerfisins um að
hafa aldrei útfært sínar kenningar
í smáatriðum svo að eftir þeim sé
hægt að fara. Þetta er ósanngjörn
aði fyrirtækja. Því að eins og dr.
Sigurður Stefánsson hefir nýlega
bent réttilega á, þá þarf arður af
hlutafé að vera svipaður því, sem
greitt er fyrir lánsfé, ef almenningur
á að sjá sér hag í því að ráðstafa
sparifé sínu til hlutabréfakaupa.
Þetta á a.m.k. við, þegar yfir lengri
tíma er litið, þó að meira áhættufé
í fyrirtækjunum skapi hagkvæmni
og sveigjanleika ef yfir skemmri
tíma er litið. Samkvæmt þessu finnst
mér ólíklegt að samdráttur í innlán-
um lánastofnana, sem alltaf verður
einhver, ef til skattlagningar spariij-
ár kemur, þótt enginn geti auðvitað
sagt um það, hve mikill hann verð-
ur, leiði til aukinna hlutabféfakaupa
almennings. Hvaða aðrar leiðir þeir,
sem ekki vilja sætta sig við skatt-
lagninguna, velja svo til þess að
ráðstafa sparifé sínu skal ekki reynt
hér að leiða neinum getum að. Ég
er ekki í hópi þeirra, sem Már Guð-
mundsson minnist á í áðurgreindu
viðtali við Mbl., að spái því að hin
ráðgerða skattlagning vaxtatekna
af sparifé leiði til þess að öll spari-
ijármyndun hrynji, enda er það alls
ekki skoðun mín, að skattlagning
vaxtatekna einstaklinga eigi aldrei
að koma til greina. Þegar verðtrygg-
ing ijárskuldbindinga var tekin upp
með Ólafslögunum 1979 varð að
vísu ekki dregin önnur ályktun en
sú af þeim upplýsingum, er þá lágu
fyrir um þróun peningamála, að slíkt
hrun væri yfirvofandi, en eins og
þegar hefír verið rakið eru þau
áföll, sem spariijáreigendur þá urðu
fyrir, til muna meiri en leiða myndi
af þeirri skattlagningu, sem nú er
til umræðu.
Hitt er svo annað mál, að það ér
óraunsætt að ræða skattlagningu
sparifjár á sama grundvelli og um
væri að ræða skatta á launafólk eða
eigendur fasteigna.-Síðartöldu aðil-
arnir geta ekki forðað sér undan
skattinum, en spariféð er annað-
hvort laust eða bundið til mjög
skamms tíma. Lánamarkaðurinn er
nú orðinn mjög viðkvæmur, eins og
hinar miklu og almennu undirtektir,
sem stofnun samtaka spariijáreig-
enda hlaut fyrir tæpu ári síðan sýna.
Ef farið er hinsvegar þó ekki sé
nema 20-30 ár aftur í tímann virtist
svo sem sparifjáreigendur tækju
þegjandi við öllu sem að þeim var
rétt.
Viðkvæmni þessa markaðar skap-
fullyrðing. Það er að vísu svo að það
eru ótal möguleikar á formi auð-
lindaskattsins og sitt sýnist hveijum
hvaða form er best. En við þurfum
aðeins einfaldar reglur, og þar fyrir
utan aðeins frelsi, dug og áræði.
Verðlagning fiskveiðiréttindanna
er t.d. ekkert vandamál. Fijáls mark-
aður nægir alveg til að fínna verð á
veiðileyfum, og til að bera saman
verðmæti sóknarkvóta og afiakvóta
en hann er ekkert skilyrði. Ef ákveð-
ið er að selja lítinn kvóta á fijálsum
markaði mun hann halda verðinu
háu. Ef ákveðið er að selja kvótann
dýru verði mun sjálfkrafa lítið selj-
ast.
Ég ætla því í næstu grein að
leggja til einfalda reglu um hvernig
við getum breytt núverandi kvóta-
kerfí á sem allra sársaukaminnstan
hátt, þó þannig að spillingin og þeir
gallar sem henni fylgja og hér hafa
verið upp taldir verði af því sniðnir.
Þurfum við nokkurn
auðlindaskatt?
Nei, við þurfum aðeins að vernda
okkar fiskistofna fyrir ofveiði og
ar aftur hættu á því, að sálrænar
ástæður leiði til þess, að neikvæð
viðbrögð lánamarkaðarins við skatt-
lagningunni verði miklu harðari en
tölulegt mat á þeirri byrði, sem á
er lögð með henni, í sjálfu sér gefur
tilefni til. En þessi viðbrögð, hver
sem þau verða, geta ráðið úrslitum
um það, hvort þær tekjur af þessum
skatti; sem gert hefír verið ráð fyrir
að hann skilaði, nást. Ef viðbrögðin
verða mjög neikvæð gæti slíkt leitt
til þess að ijármagnskostnaður ríkis-
ins vegna óhagstæðrar þróunar á
lánamarkaði myndi jafnvel vaxa
meira en nemur tekjum þeim, er
skatturinn á að gefa. Ég vil því
mjög taka undir það með ljármála-
ráðherra er fram kemur í grein er
hann skrifaði í Mbl. þ. 7. sept. sl.,
að vönduð og ýtarleg umræða um
þetta margþætta mál er nauðsynleg
áður en endanlegar ákvarðanir eru
um það teknar.
Álit nefndar þeirrar, sem hér hef-
ir verið minnzt á, er vissulega gagn-
legt framlag til slíkrar umræðu, þó
að ég sé engan veginn öllu sam-
mála, sem þar kemur fram. í álitinu
kemur fram heiðarleg viðurkenning
á því, að ýmislegt þurfi að kanna
nánar en nefndinni var unnt á þeim
tiltölulega skamma tíma, sem henni
var ætlaður.
Sem eitt þeirra atriða, sem að
mínum dómi er nauðsynlegt að
kanna meira til hlítar en nefndin
hefír gert, að ólöstuðu því, sem hún
segir um það, svo langt sem það
nær, er framkvæmd skattlagningar
vaxtatekna þar sem byggt er á raun-
vöxtum. Ég er vissulega sammála
nefndinni um það, að í verðbólgu-
þjóðfélagi eins og okkar verður
skattlagning vaxtatekna að miðast
við raunvexti, ef í henni á að vera
skynsamlegt vit. En miklir fram-
kvæmdaörðugleikar hljóta að vera á
slíku, enda mun slíkt óvíða vera til,
þótt vera megi að það finnist. Svo
að aðeins eitt dæmi sé nefnt, þá
má að því spyrja, hvort bankarnir
séu undir það búnir að annast álagn-
ingu og innheimtu slíks skatts? Á
hinn bóginn tel ég það skynsamlegt
út af fyrir sig, að fela bönkunum
þessa innheimtu, því að ef skatta-
yfirvöld ættu að hafa þá framkvæmd
með höndum er hætt við, að slíkt
myndi vekja slíka tortryggni spariij-
áreigenda, er ófyrirsjánlegar afleið-
ingar
eyðileggingu. Það er hægt að veita
öllum jafnan rétt til að sækja i þá
auðlind sem fiskimiðin eru og það
er hægt að tryggja fiskistofnunum
fulla vernd með almennum og rétt-
látum reglum, t.d. að aðeins megi
veiða fisk á föstudögum. Slíkar veið-
ar geta orðið mörgum lífsviðurværi,
en af þeim verður enginn ágóði,
aðeins núllið fræga sem útgerðin
heldur að stjórnvöld reyni að halda
henni í og hún mun berjast hat-
rammlega gegn öllum reglum sem
settar verða til að vernda fiskinn.
Við þurfum hvorki kvótakerfí né
auðlindaskatt fisksins vegna, við
teljum okkur aðeins þurfa sjálf þá
milijarðatugi sem við hendum ann-
ars beint í sjóinn. Við höfum aðeins
þijá möguleika varðandi þessi verð-
mæti. Við getum átt þau sjálf með
auðlindaskatti, gefið þau fáeinum
útvöldum með kvótakerfi, eða fleygt
þeim í sjóinn ella.
Lokaorð
Það er siðferðilega með öllu óveij-
andi að úthluta til ákveðinna ein-
staklinga verðmætum sem aðrir fá
ekki nema greiða þeim fyrrnefndu
hátt verð fyrir. Að úthluta einhveij-
um aðilum kvótum til varanlegrar
eignar eins og útgerðin krefst væri
ekki betrumbót heldur meiriháttar
áfall og spilling sem ætti engan sinn
líka síðan bændur námu viði vaxið
landið milli fjalls og ijöru. Þessir
einstaklingar gætu áhyggjulaust
sest í helgan stein. Þótt þeir fengju
ekki að ráða stærð heildarkvótans
væri beinlínis búið að gefa þeim öll
fiskimiðin, og þar með varanlegan
rétt og möguleika til að leggja tug-
milljarða króna árlegan auðlinda-
skatt á alla hina. Það má ekki ger-
ast, fiskimiðin eru allra eign.
Kvótakerfið verður að leggja nið-
ur.
Höfundur er eðlisfræðingvr.