Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 30

Morgunblaðið - 28.09.1989, Side 30
3Q MQRGUNB.LApiP. FIMMTUDAGUR 28, SEPTEMBER 1989 Skortur á fóstrum viðvarandi vandamál SKORTUR á fóstrum er viðvarandi vandamál á Akureyri og víða á dagheimilum er einungis forstöðumaðurinn fóstrumenntaður. Langir biðlistar eru hins vegar af ófaglærðu fólki sem gjarnan vill vinna á dagheimilunum og hefur sá biðlisti aldrei verið jafn langur. Sigríður M. Jóhannsdóttir dag- vistarfulltrúi Akureyrarbæjar sagði að á fjórum heimilum sé einungis um að ræða að forstöðumaðurinn sé fóstrumenntaður, en einnig er gert ráð fyrir tveimur fóstrum á hvetju heimili auk forstöðumanns. „Það gengur ekki vel að fá fóstr- ur til starfa út á landsbyggðinni og það munar um hveija þá fóstru sem hættir störfum hér. Það er mikil lægð núna og lítil viðbrögð þegar auglýst er eftir fóstrum," sagði Sigríður. Síðasta vetur varð nokkur um- ræða um fóstruliða, í kjölfar þess að Verkmenntaskólinn sótti um heimild til að hefja slíkt nám. Starf fóstruliða var skilgreint sem eins- konar millistig milli fóstru og ófag- lærðs starfsmanns. Sigríður sagði að fóstruliðar hentuðu ekki sériega vel á landsbyggðinni, en gætu kom- ið sér vel á Reykjavíkursvæðinu þar sem erfiðlega gengi að fá ófaglært starfsfólk. Á Akureyri væri hins vegar langur biðlisti ófaglærðs starfsfólks sem fýsti að vinna á dagheimilum og leikskólum og því væru aðstæður allt aðrar. „Ef til þessa fóstruliðanáms hefði komið má búast við að landsbyggðin yrði fóstrulaus með tímanum, hér yrðu eingöngu fóstruliðar, sem ekki búa yfir nægilegri faglegri menntun. Við höfum mikið af góðu fólki inni á okkar dagvistum og það væri heppilegra að styrkja það til fóstru- náms.“ Hvað biðlista barna á dagheimii- in varðar, sagði Sigríður að svo til væri búið að tæma lista 2-6 ára barna, þ.e. þeirra sem rétt eiga á plássi á dagvistum Akureyrarbæjar. Hins vegar vantaði vöggustofu fyr- ir hina yngri og skóladagheimili fyrir 6-10 ára börn, en það væri þólitísk ákvörðun að 2-6 ára börn hefðu forgang á dagvistir. Múrhúð á syðri turni Akureyrarkirkju farin að springa MÚRHÚÐ á syðri turni Akureyrarkirkju er farin að springa talsvert, en ný múrhúð var sett á kirkj- una fyrir þremur árum. Gestur Jónsson, sem er í viðgerðamelnd Akur- eyrarkirkju sagði að rætt hefði verið um að silan- húða kirkjuna til að veija hana skemmdum. Sprung- urnar eru einkum áberandi í rigningu og kemur þá glögglega í ljós hversu illa suðurturninn er far- inn. Einnig er talsvert sprangið á kórhúsinu, en á öðrum hlutum kirkjunnar hefiir ekki orðið vart við sprungur. Akureyrarkirkja á 50 ára afinæli á næsta ári og af því tilefni verður farið út í miklar viðgerðir á kirkjunni, m.a. verður hún máluð innan og gólf hennar lagfært. í byijun næsta mánaðar verður flóðlýsing sett upp við kirkjuna, en vegna tafa á afgreiðslu á ljósa- búnaði hefur ekki verið hægt að selja lýsinguna upp fyrr. Von er á ljósabúnaði til Akureyrar um mánaða- mótin og verður honum þá komið fyrir þannig að kirkjan verði böðuð ljósum innan skamms. Morgunblaðið/Rúnar Þór Krossanesverksmiðjan: Þriggja ára vinnu við endur- bætur lýkur í nóvember Tveir bátar leita að síld fyrir verksmiðjuna. Nv vprclim ■ 1J I UIU Tilboð: 2 lítrar Coca Cola kr. 99,- 1V2 lífer kr. 91,- Verslunin Þorpið, Móasíðu 1. REIKNAÐ er með að endurbót- um i Krossanesi yúki einhvem tíma i nóvember, en unnið hefur verið við að bæta húsa- og tækja- kost verksmiðjunnar þijú undan- farin ár. Síðustu tækin, sekkja- búnaðurinn, koma til landsins fljótlega. Tveir bátar eru nú á vegum Krossanesverksmiðjunn- ar að leita síldar, Guðmundur Kristinn Su og Heiðrún EA. Nú er unnið að því að setja upp nýtt mjölblöndunar- og sekkjakerfi, jafnframt því sem verið er að rífa gamla mjölhúsið, en nýja húsið er byggt utan um það gamla. Geir Zoega framkvæmdastjóri Krossa- nesverksmiðjunnar sagði að nýja kerfið yrði brátt tilbúið og um leið og hráefni berst til verksmiðjunnar verður nýja kerfið tengt. Geir sagði a6 gamla kerfið væri svo gott sem ónýtt, en það var sett upp notað fyrir fjölmörgum árum. Búið er að setja upp átta síló, sem samtals taka eitt þúsund tonn af mjöli. Guðmundur Kristinn SU-404 frá Fáskrúðsfírði fór út fyrir helgi í leit að síld á austfjörðunum, en ætlunin er að landa á Krossanesi. I gær höfðu þeir á Guðmundi Kristni ekki orðið varir við veiðan- legar torfur. Annar bátur á vegum m ■ - wkm IICrhhI WÍmk mí imm ® llp t'* imm MM ,=lkj 2 11 11 1 B . 15.900 Við endurtökum ævintýrið frá þvi í fyrra og bjóðum tvær dagsferðir til Glasgow 4. og 18. nóvember nk. Brottför fró Akureyri er kl. 07.00. Komutími fró Glasgow er kl. 23.00. Mórgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmenn Krossanesverksmiðjunnar sjá nú Iram á að endurbótum á húsakynnum verksmiðjunnar ljúki, en gert er ráð fyrir að allt verði klappað og klárt í nóvember. Samhliða öðrum störfum vinna starfsmenn við að rífa gamla mjölhúsið, sem hið nýja var byggt utan verksmiðjunnar hyggst einnig leita síldar, en það er Heiðrún EA-28 frá Árskógsströnd. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Geir hafði var talið líklegt að skipið tæki stefnuna eitthvað vestur á bóginn. „Um þétta leyti í fyrra vorum við byijaðir að bræða, en þó hófst bræðsla ekki af krafti fyrr en í nóvember,“ sagði Geir. Fyrsta lönd- un hjá Krossanesi var fyrir rúmum mánuði, er tvö færeysk skip lönd- uðu um 400 tonnum, en síðan hafa þeir Krossanesmenn beðið spenntir eftir að sjá meira hráefni. Ný flotbryggja tek- in í notkun á Dalvík NÝ flotbryggja var tekin I notkun á Dalvík þann 22. september sl. Þar rúmast 20 bátar og er bryggjan smíðuð á Ísafírði af Vélsmiöjunni Þór hf. Fullbúin kostar bryggjan um 5 milljónir króna. Eigendur smábáta á Dalvík hafa skemmtilegan svip á höfnina. M54 saea Innifalið í verði er: Flug Akureyri - Glasgow - Akureyri Akstur að og frá flugvelli í Glasgow Sameiginleg aðstða á hótel í Glasgow FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RÁDHÚSTORGI 3 - SÍMI 25000. mm lengi búið við þrengsli í Dalvíkurhöfn og þegar „litla bryggjan“ var rifin nú í ágúst þótti hafnaryfirvöldum ekki annað fært en að grípa til ein- hverra aðgerða til að ráða bót á að- stöðuleysi trillueigenda. Samið var um kaupin í júlímánuði og uppsetn- ing hófst um miðjan september. Þetta er fyrsta bryggja sinnar teg- undar á Norðurlandi sett saman úr plasteiningum og út frá þeim ganga svokallaðir „fingur" sem mynda hverri trillu sérstakan bás. Hvert pláss er leigt til ársins og kostar það 40.000 krónur. Flotbryggjan liggur í norður frá smábátagarði og setur I ár hefur verið framkvæmt fyrir 26 milljónir króna við Dalvíkurhöfn og er það stærsta verkefni á Dalvík á þessu ári. Unnið var við dýpkun hafnarinnar í júní og júlí og voru þá grafnir út úr höfninni tæpir 48 þús- und rúmmetrar af efni. Þetta var orðin mjög brýn framkvæmd því stærri skip áttu erfitt með að at- hafna sig innan hafnar, en umferð um hana hefur aukist mjög á undanf- örnum árum. í athugun er að hefja á næsta ári framkvæmdir við gijót- vörn og breikkun norðurgarðs. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.