Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 28. SEPTEMBER 1989 Afínæliskveðja: Þuríður Briem, Reyðarfirði Það er ljúft og skylt að senda henni Þuríði Briem beztu velfarn- aðaróskir á þessum tímamótum með vermandi þökk fyrir veitular stundir. Vinátta okkar nær ansi mörg ár aftur og óneitanlega minnir það á hve örskotshratt líður stund og hve margar eru þær minningavörður sem vert væri að staldra við, þegar horft er svo langa leið til baka. Þegar sem unglingur man ég hana fyrst og þó er hún þá minnis- stæðust sem unga hagyrta konan í „Aldrei gleymist Austurland“ þar sem ljóst var að létt lék stakan á tungu með ákveðinni myndauðgi og ærinni hlýju til alls sem anda dregur. Þessi hlýja hjartans hefur svo orðið einkenni hennar í allri vináttu okkar ásamt þeim góðu eig- inleikum öðrum sem henni eru gefn- ir. Þuríður er skemmtilega glögg og greind kona, sem sannarlega hefði átt í æsku að sækja fram til meiri mennta, en mennt er ekki aðeins í skóla sótt, því mennt er manngildi háð og af sannri hugar- mennt á hún ærinn sjóð, — skýr í orði og skoðanaföst. Löngum hafa bækur verið at- hvarf hennar og yndi, ljóðelska hennar og leikni í meðferð málsins hafa eðlilega laðað hana að ljóðum og sögum og sjálf hefur hún alltaf á stopulum stundum gripið til þess að festa á blað hugsanir sínar í bundnu máli sem óbundnu. Þar er af ærnum hagleik haldið á penna, þó hógværð hennar hindri það að ég fari nánar út í þá sálma. Ég get þó ekki stillt mig að líta til baka til árlegra stórhátíða okkar Reyðfirðinga — þorrablótanna — þar sem Þuríður var hinn glaði gefandi góðra ljóða, sem leikandi létt var að raula, svo vel féllu þorra- bragir hennar að hveiju því lagi, er hún hafði af smekkvísi valið sér hveiju sinni. Atvikin hafa því hagað svo að ég gerðist býsna kunnugur fjöl- skyldu hennar allri. Gísli maður hennar varð traustur og góður vin- ur, sem með bjartsýni, áræði og dugnaði sínum geislaði lífskrafti út frá sér, þó heilsan stæði höllum fæti löngum. Börnum hennar kenndi ég öllum og kær urðu þau mér, þó samskipti og vinátta yrðu verðmest og dýrust við dóttur henn- ar Katrínu og hennar fólk. Og sjálf er Þuríður hinn einlægi vinur vina sinna, sem svo undur er gott að eiga við fund, mannbætandi og frískandi í senn. Það er mikill auð- ur fólginn í samfylgd slíks fólks. Hress í bragði með bros á vör ber hún með sér þekkan þokka hins vorbjarta viðmóts, sem ætíð bjarm- ar af og þar sem einlægni opins huga er öðru fremur einkennið. Hún er kona fríð með rösklegt fas og hefur skilað æviverki sínu vel og dyggilega. Við hjónin eigum margs góðs að minnast í tengslum við þau mætu hjón Þuríði og Gísla heitinn, en minnisstæðust verður síðdegisstund í sumarhúsinu þeirra sunnan við fjörð, þar sem elskusemi beggja umvafði okkur, þar sem glettni og glaðværð áttu öndvegi. Við eigum svo alltof fáar slíkar yndisstundir, sem merla svo bjartar í minning- unni. Þetta átti aldrei að vera annað en örstutt árnaðarkveðja með hug- umhlýrri þökk. Rétt skal tæpt á örfáum atriðum er varða ævihlaup hennar hingað til. Þuríður er fædd að Eyjum í Breiðdal eystra. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Hannesdóttir og Ólafur Haraldsson Briem, sem þar bjuggu. Reyðarfjörður hefur hins vegar verið heimkynni hennar allt frá því að þau gengu í hjónaband hún og Gísli Þórólfsson frá Sjólyst, útgerð- armaður og síldarsaltandi um ára- bil heima á Reyðarfirði. Þar áttu þau hjón fallegt og hlý- legt heimili, þar sem gestrisnin góð einkenndi allt. Gísli er látinn fyrir nokkrum árum. Börn þeirra fjögur eru: Kristinn fulltrúi hjá VR á Reyðar- firði, Katrín húsmóðir á Eskifírði, Þórólfur kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki og Dagbjört húsmóðir á Sléttu í Reyðarfirði. Má með sanni segja að þau hjón hafi barnalán haft. Þuríði sendum við hjónin svo ein- lægar árnaðaróskir í tilefni tíma- mótanna. Hún er enn ung í okkar vitund, ennþá gefandi með sínu glaða viðmóti og vonandi verða árin henni áfram góð og gjöful. Hjartans þakkir okkar fyrir ágæta samfylgd. Megi framtíðin verða farsæl og gift- urík um ókomin ár. Helgi Seljan Til greinahöfunda Aldrei hcfúr meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það cindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafh- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ckki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfúm á birt- ingu. Minningar- og aftnælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. Helgin framundan P^7aRH°lt| 20 S/'/Vl/ 23JJ Meiriháttar skemmtun á fjórum hæðum föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-03 WaterEnd Jazz Men dixílandband Frábærir listamenn frá Þýskalandi 29. og 30..september. Aðeins þessa einu helgi á 2. hæð. ROKKSVEÍt RÚNARS JÚLÍUSSONAR MANNAKORN PÁLMl GUNNARSSON, MAGNÚS EIRÍKSSON OG FÉLAGAR HLJÓMSVEITIN SAM BANDID RÍÓ TRÍÓ skemmta kl. 22 Opnum kl. 19 fyrir matargesti Marg rómaður matseðill - Borðapantanir í síma 2 90 9 8 Á næstunni Ríó Tríó skemmtirföstudagskvöld 6. okt. og laugardags- kvöld 7. okt. á 2. hæð. STÓR-FLUGUR Gunnars Þórðarsonar Perlur íslenskrartónlistar. Kynnir: Þo rg e i r Ástva I dsso n . Frumsýning 13.október. Bessi Bjarnason, SagaJónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson,Júlíus Brjánsson, ásamt dönsurum frá Auði Haralds sýna sápuóperuna á 3. hæð. ^ Frumsýning 6. okt. 2. sýn. 7. okt. 3. sýn. 13. okt. 4. sýn. 14. okt. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir: 6. okt. - 7. okt. - 13. okt. - 14. okt. Aldurstakmark 25 ára — Snyrtilegur klæðnaður. Sami miði gildir á allar hæðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.