Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 35 Læknar Landspítalans sinna vöktum á Fæðingarheimilinu FÆÐINGALÆKNAR Landspít- alans hafa tekið að sér að sinna vaktþjónustu á Fæðingarheimil- inu, samkvæmt samkomulagi sem Landspítalinn og Borg- arspítalinn hafa gert með sér. Fæðingarheimilið verður eftir sem áður rekið á vegum Mest óánægja með verð á kindakjöti I nýlegri könnun Neytenda- samtakanna kom kindakjöt verst út af búvörum hvað álit á verði snertir, tæpum 89% þeirra sem tóku afstöðu þótti verðið ekki nógu hagstætt. Missagt var um þetta í frétt sem birtist í blaðinu í gær um könnunina og formannaráðstefnu Neytenda- samtakanna. Næstmest óánægja reyndist vera með verð á kjúklingum, þá mjólk. En svínakjöt kom best út hvað þetta varðar, þó töldu 70% verðið á því ekki nægilega hagstætt. Þeir sem spurðir voru í könnun- inni voru mun ánægðari með gæði landbúnaðarafurða en verð. Rúm 92% þeirra sem afstöðu tóku voru ánægð með mjólkina, ríflega 60% töldu kartöflur nógu góðar og komu þær lakast út. Þar á eftir fylgdi kindakjöt, tæp 62% sögðu gæði þess nógu mikil. Reykjavíkurborgar, en sam- komulagið er liður í að efla starf- semi Fæðingarheimilisins. Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans, sagði að Borgarspítalinn hefði farið fram á það við fæðingalækna Landspítal- ans að þeir aðstoðuðu við nauðsyn- lega læknisþjónustu á Fæðingar- heimilinu. Samkomulagið gildir í fyrstunni til áramóta og verður þá væntanlega endurskoðað með tilliti til aukinna umsvifa heimilisins. Aðeins eru nýtt tíu rúm sem stend- ur á Fæðingarheimilinu og fer starfsemi aðeins fram á einni hæð af þremur í húsinu. „Við væntum þess að^stórefla Fæðingarheimilið auk þess sem mjög náin samvinna verður á milli þess og fæðingadeild- ar Landspítalans. Það stórvex sam- vinna á milli þessara stofnana, sem er auðvitað mjög ánægjuleg þró- un,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að engar ákvarðanir lægju fyrir um rekstur Fæðingar- heimilsins eftir þennan umtalaða reynslutíma, sem næði til áramóta. Að svo stöddu væri gert ráð fyrir Fæðingarheimilinu í höndum Reykjavíkurborgar, en ótímabært væri að ræða um hvort þeirri til- högun yrði breytt. Það væri pólitískt mál, sem hann gæti ekki tjáð sig um. Gunnlaugur taldi víst að öll starfsemi Fæðingarheimilsins yrði opnuð upp úr áramótum. Gunnlaugur sagði að Landspítal- inn hefði enga möguleika á að taka við öllum þeim fæðingum, sem yrðu Meðferðarheimili fyrir vímuefhaneytendur: Viðbrögð ríkisins valda vonbrigðum - segir formaður Krýsuvíkursamtakanna SIGURLÍNA Davíðsdóttir, for- maður Krýsuvíkursamtakanna, segir að það valdi samtökunum miklum vonbrigðum, að tilboði þeirra um að reka meðferðar- heimili fyrir unga vímuefiianeyt- endur í samvinnu við stjórnvöld haíí verið hafiiað. Samtökin verði nú að finna aðrar leiðir til að fjár- magna rekstur heimilisins í Krýsuvík. Krýsuvíkursamtökin gerðu sam- starfsnefnd í áfengis- og fíkniefna- málum tilboð um að koma á fót meðferðarheimili fyrir unga vímu- efnaneytendur í Krýsuvík og sjá um þjálfun starfsfólks þar, ef ríkið tæki að sér að greiða kostnað við rekstur þess. Ríkisstjórnin hafnaði þessu tilboði fyrir nokkru og ákvað að setja frekar á stofn heimili af þessu tagi á Kjalarnesi. Sagði Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra, að ástæður þess væru meðal annars, að mikil uppbygging væri eftir í Krýsuvík, samgöngur þangað væru erfiðar og rekstrarkostnaður með- . ferðarheimilis þar yrði meiri en heimilis sem staðsett væri á Kjalar- nesi. Sigurlína Davíðsdóttir, formaður Krýsuvíkursamtakanna, segir þessa niðurstöðu valda vonbrigðum. Sam- tökin hefðu átt í viðræðum við stjórnvöld í tvö ár og miðað allar áætlanir við tilboðið, sem þau hefðu lagt fram, þannig að ekki hefði verið leitað annarra leiða til að fjár- magna reksturinn. Það yrði hins vegar gert nú. Meðal annars hefði verið rætt við dómsmálaráðherra um að þeir sem afplána ættu dóma á Litla Hrauni ættu þess kost að afplána þá frekar í Krýsuvík, enda væri þar í flestum tilvikum um vímuefnaneytendur að ræða. Enn fremur væri fulltrúi samtakanna á höfuðborgarsvæðinu ef þeim héldi áfram að fjölga. Full þörf væri á að Fæðingarheimilið væri rekið áfram. Einn læknir Landspítalans verður á dagvakt á virkum dögum ásamt þeim Guðjóni Guðnasyni yfir- lækni Fæðingarheimilisins og Beni- dikt Sveinssyni fæðingarlækni þar. Síðan myndu læknar kvennadeildar Landspítalans alfarið taka að sér vaktþjónustu á Fæðingarheimilinu á kvöldin og um helgar. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Sveinn Einarson, yfirhleðslumaður við sæluhúsið á Steingríms- fjarðarheiði. Lionsklúbbur Hólmavíkur: Sæluhús á Steingríms- Qarðarheiði endurbyggt Laugarhóii, Bjamaríírði. LIONSKLÚBBUR Hólmavíkur hóf starf sitt í ágúst að þessu sinni. Var haldinn fúndur vegna þess að starf hófst við að endur- byggja sæluhúsið á Steingríms- fjarðarheiði. Þá var einnig hald- inn stjórnarfundur, þar sem skip- að var í starfsnefiidir vetrarins og starfið skipulagt. Hlaðna sæluhúsið efst á Steingrímsfjarðarheiði var síðast endurbyggt árið 1923. Var það þá illa farið. Að þessu sinni hafði þak þess fokið af og voru veggir og annað einnig illa farið. Síðustu helg- ina í ágúst mættu svo félagar í klúbbnum til vinnu uppi á heiði og var þá lokið við að endurhlaða vegg- ina og hreinsa tóftina að mestu. Á sunnudaginn 27. ágúst var svo boð- aður fundur í klúbbnum til að taka, ákvarðanir um framhaldið. Var ákveðið að reisa húsið með rekavið og klæða þak með timbri og pappa en þekja síðan með torfi. I fram- gafli hússins, sem snýr að vegi, er svo hlaðinn veggur og hurð, en timbur í risi ásamt glugga. Var síðan unnið fyrstu vikuna í septem- ber og siðustu daga ágúst við að koma þaki á húsið og að öðrum frágangi. Lögðu þar margir Lions- menn hönd á plóginn. Upphaf þessa að sæluhúsið var tekið á verkefnaskrá Lionsklúbbs Hólmavíkur, var að Gísli Sigur- björnsson, forstjóri elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar í Reykjavík, hafði stofnað sjóð við Búnaðarbankann á Hólmavík til viðhalds hússins. Stefán Gíslason sveitarstjóri benti stjórninni á að þarna væri þarft verk að vinna, en svo fauk þak hússins af og það var komið í mikla niðurníðslu. Á síðast- liðnu ári var svo ákveðið að vinna þetta verk við fyrsta tækifæri. Út- vegaði Stefán þá hleðslumann, Svein Einarsson á Egilsstöðum, til verksins. Kom hann og skoðaði aðstæður nú í ágúst, tók verkið að sér og hófst handa. Var kallað á Lionsmenn til aðstoðar honum síðustu helgina í ágúst og hleðslu lokið um þá helgi. Þá var Páll Traustason á Grund í Strandasýslu fenginn til að hjálpa honum við að koma þakinu á húsið og var því lokið með aðstoð nokkurra Lions- manna laugardaginn 2. september. Er þá aðeins eftir að setja tréverk í framgafl þess og svefnbekk og innréttingu inni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Lionsklúbbur á íslandi hefur starf sitt á ágústmánuði og sendir frá sér starfsskýrslu fyrir fundi og störf þann mánuð. Formaður Lionsklúbbs Hólma- víkur er Þórsteinn Sigfússon en með honum í stjórn eru Úlfar Páls- son ritari og Magnús H. Magnússon gjaldkeri. Varaformaður er Sigurð- ur H. Þorsteinsson. - SHÞ nú staddur í Svíðþjóð, þar sem hann ætti í viðræðum við fulltrúa heil- brigðis- og dómsmála, sem sýnt hefðu starfi þeirra áhuga. Sigurlína sagði að einangrun staðarins væri ein af ástæðunum fyrirþví að samtökin teldu Krýsuvík heppilegan stað fyrir stofnun af þessu tagi og jafnvel þótt þarna væri snjóþungt væri það vandamál ekki óyfirstíganlegt. Hún taldi að kostnaður við að gera upp húsið hefði heldur ekki átt að koma i veg fyrir að ríkið gengi að tilboði sam- takanna. Húsið væri nú að verða tilbúið og hingað til hefði ekki ver- ið leitað eftir ríkisstyrk vegna þess. Stjórn Lionsklúbbs Hólmavíkur frá vinstri; Úlfar Pálsson, Þorsteinn Sigfússon og Magnús H. Magnússon. Skagaströnd: Nýjar leiguíbúðir teknar í notkun Skagaströnd. TVÆR leiguíbúðir af fimm, sem Höfðahreppur hefúr látið byggja undanfarið ár, voru af- hentar leigjendum 31. ágúst sl. íbúðirnar sem þá voru teknar í notkun eru Qögurra herbergja og 106 fm að stærð, brúttó. Byggingarkostnaður hvorrar íbúðar fyrir sig er um 5,7 milljón- ir króna. Verktaki við byggingu . íbúðanna var Eðvarð Hallgrímsson byggingameistari á Skagaströnd. Hinar þrjár leiguíbúðirnar sem Höfðahreppur lætur byggja verða afhentar innan skamms en þar er um að ræða tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Bygg- ingárfyrirtækið Stígandi hf. á Blönduósi er verktaki að þeim íbúðum. - Ó.B. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Magnús afhendir Dagbjörtu Bæringsdóttur lykil að leiguibúðinni. Magnús Jónsson oddviti Höfðahrepps afhendir Guðrúnu Berndsen lykilinn að nýju leiguíbúðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.