Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.09.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundssor’. Heilsumál I dag ætla ég að fialla um heilsumál Tvíburans (21. maí - 20. júní) og þá líkamshluta sem sagt er að hann stjórni og útfrá því sjúkdóma sem honum er hætt við að fá. Nú sem áður þarf að hafa í huga að hver maður á sér nokkur stjörnumerki sem einnig hafa sitt að segja hvað varðar heilsumál. Tvíburi sem hefur t.d. Tungl í Krabba getur einnig verið veikur fyrir í þeim líkamshluta sem Krabb- inn stjórnar, eða maganum. Tvíburinn Heimur Tvíburans er heimur hreyfingar. Hann kemur og fer og skoðanir hans breytast eftir því sem nýjar upplýsing- ar koma fram í dagsljósið. Tvíburinn er ekki fastur í viðhorfum sínum, þolir ekki að vera bundinn niður og forðast vanabindingu og end- urtekningar eins og heitan eldinn. Tvíburinn er félags- lyndur og þarf ijölbreytni í félagslegt umhverfi sitt. Leiðindi Tvíburinn getur auðveldlega orðið þunglyndur ef orku hans eru settar of þröngar skorður. Þegar hann eldist geta þróast hjá honum geð- rænir sjúkdómar sem rekja má til leiðinda. Ef Tvíburinn hreyfir sig ekki og hefur ijöl- breytileika í daglegu lífi sínu, verður hann slappur, orkulít- ill og jafnvel veikur. Lungu Tvíburinn er viðkvæmur í lungum og hættir til að fá lungnakvef, berkla, asma eða eiga í erfiðleikum með öndun á annan hátt. Hreint loftslag er mikilvægt fyrir hann, og er t.d. sagt í erlendum stjörnuspekibókum 'að tært fjallaloft eigi vei við Tvíbura og þá sérstaklega ef hann er slappur til heilsunnar. Tvíburinn ætti að gæta þess að fara reglulega í hressandi göngutúra eða stinga höfðinu út um gluggann og teyga í sig hreint loftið. Taugakerfi Taugakerfi Tvíburans er oft viðkvæmt, og meðal hugsan- legra kvilla má nefna tauga- þreytu, taugabólgur og aðra kvilla sem tengjast tauga- kerfinu. Ástæðan fyrir því er oft sú að Tvíburinn tekur of margt fyrir í einu og á jafnframt erfitt með að slappa af og hvíla sig. Jóga- leikfími og hugleiðsla, sem m.a. gengur út á það að róa hugann er t.d. góð fyrir Tvíbura. Hugsun Tvíburans er oft of athafnasöm og því fær hann ekki hvíld þó hann reyni að hvílast. Hendur Auk lungna og taugakerfis stjórnar Tvíburinn höndum, handleggjum og öxlum. Hann á því til að vera við- kvæmur í þessum líkams- hlutum. Nudd getur hjálpað og sömuleiðis er gott fyrir hann að gera æfingar sem liðka fingur og hendur. Hugarró Tvö algeng vandamál Tvíbura eru leiðindi og eirð- arleysi. Ef hann hefur ekki nóg að gera verður hann þungur. Ef hann hefur of mörg járn i eldinum verður hann stressaður og fer úr einu í annað. Hann þarf að finna jafnvægi þama á milli: Gæta þess að hafa fólk í kringum sig og hafa nóg að gera en jafnframt að læra sjálfsaga og þróa með sér tækni sem hjálpar honum að róa .hugann .og slappæ af.t - GARPUR X ZJÓ&ft/ / S/CÓG/NUA4 EtJDALAOSA ... EG £ve EKKJ /nED„TAPA£> 06 FOMD/D "DEILP FVPJR TýNDAN /cörr- - en FVEsrAD die>eeuð /COMlN. . SANG/D / E/EINN &AG-B/, KON6ULD/N \/id VtSSULEGA, UA/LElD OS ÞÓSý’NU? /vtér? KONUNELEGA LEiTAR- SK'í/fZSLU! , 3/7 Iliiiiiiii GRETTIR ÓFAAUCJB AF þu! GOÐA J ÉG> S TEL. VESK/ þESSARAF O ÚFU- AP'ASTAR. B/eéF/ /HEOTÖLDU-Oó HON HeVNliT VERA SÚ SeM R/EOUR AAlK 1 HVABER þETTAf f jHÖFUNDA.þÖMUNT BetNi/JGAR. Tyþ frjZrx A a9í HalL VÁ, P<5 PI r óuo ÆÐISLE&A OT AE> PON JOHNSOH ER EINS CX3 KENGÚRA V/Ð HLIÐ/NA 'A MÉR. TOMMI OG JENNI SMAFOLK THIS GIRL CALLS ON THE PHONE ,.MV 5I5TER AN5WER5.. THE 6IRLTELL5 5ALLV.THAT she's an olp frienp of aáine... i c D H0LJ CAN THATBE? I PON'T HAVE ANV0LP FRIENP5..I PON'T EVEN HAVE ANV NEW FRIENP5.. I PON'T UNPER5TANP... Q. -n s c <B (/> 3 Q. 2 m 5 Þessi stelpa hringir og systir mín Hvernig getur það verið? Ég á enga svarar og stelpan segir Snúllu að gamla vini... ég á ekki heldur hún sé gamall vinur minn. neina nýja vini. Ég skil þetta ekki. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ' Þegar valið stendur á milli tveggja leiða sem virðast jafn líklegar til árangurs, láta flestir fegurðarskynið ráða valinu. í þessu tilfelli er glæsilegri leiðin líka örlítið betri: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G6 V Á65 ♦ ÁDG32 ♦ 875 Suður ♦ ÁK *7 ♦ 87654 + ÁK642 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass . 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 4 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: hjartakóngur. Lauftapari er yfiivofandi og svo er það spurningin um tígul- kónginn. Einn möguleiki er að svína fyrir kónginn, sem gefur klippt og skorið 50% vinningslík- ur. Annar möguleikinn er að hreinsa upp hliðarlitina og taka tígulás. Hjarta er þá trompað í öðrum slag og tígli spilað upp á ás. Detti kóngurinn ekki, er hjarta aftur trompað, ÁK í laufi spilað og síðan tígli. Með þess- ari spilamennsku verður trompið að vera 2-1, sem það er í 78% tilvika. Þar af er tígúlkóngurinn blankur í 26% tilvika, en því til viðbótar vinnst spilið ef sá sem á Kx í tígli á ekki fleiri en tvö lauf, enda neyðist hann þá til að spila út í tvöfalda eyðu. Og hver er tíðnin á því? Rétt rúm- lega 26%, því það er sennilegra að sá sem er lengri í tígli sé styttri í laufi! Flókinn útreikningur, en þeg- ar lipp er staðið gefur þessi spilamennska u.þ.b.53-4% vinn- ingslíkur, eins og lesandinn vissi allan tímann! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Biel í Sviss í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Tony Miles (2.570), sem nú teflir fyrir Banda- ríkin, og Ivan Sokolov, (2.525) Júgóslavíu, sem hafði svart og átti leik. Svarti tókst nú að not- færa sér fálmkennda uppstiilingu hvíta liðsins og vinna peð með fléttu: 16. - Be4!, 17. fee4 - lxe4, 18. De2 — Bxd6, 19. Rxd6 — Dxd6, 20. Hadl - Dh6, 21. Kgl - d6, 22. Hd4 — e3! og með peði meira og hagstæðari stöðu varð svarti ekki skotaskuld úr því að vinna skákina. Þessi skák var tefld í síðustu umferð og þýddí það að Sokolov náði þriðja sæti á mótinu, með 8 v., en Miles deildi fjórða sætinu með Hort með 7v. Sovét- mennirnir Ivanchuk, 21 árs með 2.660 stig og Polugajevsky, 55 ára með 2.585 stig, deildu hins vegar með sér efsta sætinu, hiutu 9 v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.