Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 37

Morgunblaðið - 28.09.1989, Page 37
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR .28. SEPTEMBER 1989 Philexfrance 89 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Eins og þeir vita, sem lesa þessa þætti um frímerki, hefur verið reynt að segja frá þeim frímerkjasýning- um, þar sem íslenzkir safnarar koma við sögu. Um tíma hefur leg- ið hjá mér stutt greinargerð frá umboðsmanni PHILEXF RANCE 89 hér á landi, Hálfdani Helgasyni, en nokkrir íslenzkir safnarar tóku þátt í þeirri sýningu. Verður nú sagt örlítið frá sýningunni og rakið hið helzta úr téðri greinargerð. Franskir frímerkjasafnarar komu þessari alHeimssýningu á laggirnar ásamt póststjórn sinni og nefndu PHILEXFRANCE 89. Notuðu þeir það tilefni, að 200 ár voru liðin frá frönsku stjórnarbyltingunni, en hennar var minnzt af Frökkum í júlímánuði síðastliðnum með mikl- um glæsibrag, svo sem öllum er enn í fersku minni. Sýningin var haldin dagana 7.-17. júlí í geysimikilli sýn- ingarhöll, Parc des Expositions de Paris, og engu til sparað að gera hana sem glæsilegasta. Voru sýn- ingarrammar tæplega 5.000 tals- ins, en í hvetjum ramma eru að jafnaði 16 albúmblöð. Hér hafa gestir því haft fyrir augum um 80.000 blöð til að virða fyrir sér, og það hefur tekið drjúgan tíma að skoða þó ekki hafi verið nema brot af öllu þessu mikla efni. Vegleg sýningarskrá í tveimur bindum var gefin út, og minnist ég ekki að hafa séð jafnfallega skrá áður. Því miður geta ekki aðrir notið hennar að fullu en þeir, sem hafa franska tungu á valdi sínu. Vissulega hefði farið vel á því, að ei tthvað af efni hennar hefði birzt t.d. á ensku, en stórveldin líta öll stórt á sig og vilja nota sem mest sína eigin tungu.. Að sögn Hálfdans var sýningin öll hin glæsilegasta. Skipulag allt var með afbrigðum gott, og margar nýjungar litu þar dagsins ljós. Al- menningi gafst m.a. kostur á að nota tölvur til ýmiss konar leikja og spurninga. Þá mátti með tölvum fá upplýsingar um öll söfnin og hvar þau væri að finna í sýningar- höllinni. Þá var þarna í fyrsta skipti hægt að nota tölvur til að skrifa og senda sérprentuð bréfspjöld. Segir Hálfdan, að langar biðraðir gesta hafi hvern dag myndazt til þess að komast að tölvunum í þessu skyni. Sýningin var afar vel sótt þrátt fyrir afbragðsveður í París þessa daga. Er jafnvel ekki ólíklegt, að hinn mikli hiti hafi einmitt stuðlað að mikilli aðsókn, þar sem menn hafi þá kosið að komast í skugga innan dyra. Þegar sýningin var nær hálfnuð höfðu að jafnaði um 30 þúsund manns komið á degi hvetj- um. Póststjórnir 47 ríkja sýndu frímerkjaefni í sérdeild, og var íslenzka póstjórnin í þeim hópi. Þá var einnig að venju sérstök sýning- ardeild dómara, og voru 26 söfn í henni. í samkeppnisdeild ' sýndu 812 safnarar mörg frábær söfn. Segja má, að keppni milli safnara harðni stöðugt. Fjórir safnarar úr okkar röðum tóku þátt í þessum leik, og hafði hver þeirra fimm ramma til umráða. Hálfdan Helgason sýndi islenzk bréfspjöld frá 1879-1920, en það safn er orðið vel þekkt bæði hér heima og erlendis. Fyrir það fékk hann gyllt silfurverðlaun. Páll H. Ásgeirsson sýndi íslenzkan flug- póst frá 1928-1945, en það safn er einnig vel þekkt. Hlaut það gyllt silfur. Hjalti Jóhannesson sýndi safn sitt af íslenzkum póststimpl- um, en það safn hefur einnig víða fárið. Fyrir það voru Hjalta dæmd silfurverðlaun. Sigurður P. Gests- kon sýndi safn sitt af norska póst- horninu frá 1872-1908. Það safn hafði í fy rsta skipti verið sýnt er- lendis á NORDIU 1989 í Noregi í júní sl. og þá fengið bronsverðlaun. Nú voru því veitt silfruð bronsverð- laun. Verður að telja það mjög góð- PHILiEX m RANCE an árangur, þar sem hér var um alheimssýningu að ræða. Söludeildir 63 póststjórna voru á PHILEXFRANCE 89, og um 180 frímerkjakaupmenn voru með sölu- bása. Var að jafnaði þröng á þingi í kringum þessar söludeildfr, enda eru kaup og sala frímerkja og ann- ars frímerkjaefnis orðin snar þáttur á öllum stærri frímerkjasýningum. Mjög vel var búið að fréttamönn- um og þeim, sem skrifa um frímerki í blöð og tímarit. Höfðu þeir sér- staka fréttamiðstöð til afnota með öllum fjarskiptabúnaði. Lesendur Mbl. hafa vafalaust tekið eftir tilkynningu um það, að greinar þurfi að vera sem stytztar, ef nokkur von á að vera til þess, að þær fáist birtar í blaðinu. Þessi frímerkjaþáttur fer engan veginn varhluta af þessari ráðstöfun. Verð- ur því fyrst um sinn a. m.k. reynt að stilla lengd hans í hóf. Þá eru föstudagar og laugardagar svo ásetnir, að ekki er tryggt, að þætt- irnir birtist á laugardögum, svo sem venja hefur verið alllengi. Síðasti þáttur kom t.d. á þriðjudegi. Ali pepperoni . . . hefurðu smakkað eitthvað hetra? W ú er komið á 11 markað nýtt og enn betra Soda- Stream. Bragðteg- undimar eru þrjár: Cola, Límonaði og Appelsín, með og án sykurs. SPARIÐ Veist þú að 0,5 1 af Soda-Stream kosta u.þ.b. 14 kr.* *Miðad við algengt verð í húðum. SOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.