Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 28.09.1989, Síða 38
MORGUNHLA&IÐ :FIMMTU|)AGUR| 2ijj.; SBPTEMBBR 1969 38 Af hverju? Er brauð með osti að verða munaðarvara? Maður skammast sín fyrir að hvetja fólk til að kaupa það. Það er -þó eitt af því nauðsynlegasta sem við borðum og handhægt að auki. Það er hægt að hvetja fólk til að baka brauð heima, en ostinn býr enginn til, þótt hægt sé að búa til kota- sælu. Af hverju heitir þessi ostur kotasæla, hann heitir á öllum tungumálum kotaostur, cottage cheese, vegna þess að hann var upphaflega búinn til á heimilunum — í kotunum — en kot er bara lítið íbúðarhús. Eg hefi aldrei skilið nafnið kotasæla, af hveiju er þessi ostur kenndur við sælu? Af hverju er þá sólblómasmjörlíki ekki kallað Sól og sæla? Ég hefi skrifað mikið um mat og þar með kotasæluna títtnefndu. Eg hefi oft fengið spurningar frá fólki sem býr erlendis. „Hvað er kotasæla“? Því dettur ostur ekki í hug. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Heimabakað brauð kostar ekki nema fimmta hluta þess, sem það kostar í búð, og það er enginn vandi að baka brauð. Mín regla nr. 1, 2 og 3 er, Ekki of heitur vökvi og ekki of þurrt deig. Ef passað er upp á þett, mistekst þetta aldrei. En eitt enn. Undan- farin ár hefur fengist mjög gott fínt þurrger í % kg pakkningum og er það ódýrt og hentugt. Það er lofttæmt og geymist árum sam- an og marga mánuði í kæliskáp, eftir að pakkinn hefur verið opn- aður. Af hvetju fæst þetta ger ekki lengur? Eg hefi leitað með logandi ljósi um alla Reykjavík, en án árangurs og hvergi er hægt að fá upplýsingar um hver flytur inn þetta ger. Af hverju? Ég kenni matreiðslu í skóla og nota mikið ger. Var svo ljónheppin, þegar ég var á ferð í haust að rekast á nokkra pakka í verslun norður í Mývatnssveit, og ég tæmdi hill- una. Nokkuð langt fyrir Sunn- lendinga að fara. Brauð með musli (muisli) 'h kg hveiti, 5 dl 150 g musli, 2 dl 3 tsk. fínt þurrger 14 tsk. salt 2 msk. matarolía 1 eggjahvíta 2 dl heitt vatn úr krananum 1 'h dl súrmjólk 1 eggjarauða + tsk. vatn 1 msk. musli til að strá yfir brauðið 1. Setjið hveiti, musli, þurrger, salt, matarolíu og eggjahvítu í skál. 2. Blandið saman heitu vatni og kaldri súrmjólk. Hrærið út í. Leggið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér á volgum stað í 45 mínútur eða lengur. 3. Takið deigið úr skálinni, setjið á hveitistráða borðplötu. Fletjið deigið örlítið út með kökukefli, vefjið upp. .Fletjið síðan út á hina hliðina, vefjið aftur upp. Lagið til svo að það myndi kúlu. 4. Leggið stykki yfir brauðið og látið lyfta sér á volgum stað í 25 mínútur eða lengur. 5 Setjið 1 tsk. af vatni saman við eggjarauðuna. Penslið síðan ‘L*/ **/ K brauðið með rauðunni. Stráið musli yfir. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180°C, setjið brauðið neðarlega í ofninn og bakið í 25 mínútur. 8. Leggið stykki yfir brauðið meðan það kólnar. Gróft brauð 5 dl hveiti 2 dl heilhveiti 'h dl hveitiklíð % tsk. salt 1 msk. fínt þurrger 1 msk. hunang 1 msk. matarolía 1 % dl köld mjólk 1 h dl heitt vatn úr krananum 2 tsk. sesamfræ 1. Kveikið á bakaraofninum. Hiti 210°C, blástursofn 190°C. 2. Setjið hveiti, heilhveiti, hveiti- klíð, salt og þurrger í skál. 3. Setjið hunang og matarolíu Út í. 4. Blandið saman kaldri mjólk og heitu vatni úr krananum. Stingið fingrinum ofan í vökvann, en hann á að vera fingurvolgur. 5. Setjið vökvann saman við mjölið og hnoðið saman. 6. Setjið deigið á hveitistráða borðplötu, hnoðið örlítið, fletjið síðan út með kökukefli. Vefjið saman. 7. Leggið brauðið á bökunar- pappír á bökunarplötu, samskeyt- in snúi niður. 8. Setjið heitt vatn í eldhúsvask- inn, setjið plötuna með brauðinu milli barmanna á vaskinum. Legg- ið hreint stykki yfir brauðið, látið lyfta sér í 15-20 mínútur. 9. Skerið rifur í brauðið með beittum hníf, smyijið það síðan með volgu vatni. Stráið sesamfræi yfír það. 10. Setjið á miðja rim í bakara- ofninum og bakið í 15-20 mínútur. lí. Leggið stykki yfir brauðið meðan það kólnar. í ÞIIMGHLÉI Island er eina samdráttar- ríkið í OECD Versta sóunin er atvinnuleysið! íslendingar eru um margt, máski flest, betur settir en þorri þjóða heims. Þeim hefiir samt sem áður haldizt miður vel á vel- gengni sinni: 1) Undirstöðugreinar í þjóðarbúskap okkar hafa verið og eru reknar með tapi, eigið fé þeirra hefúr þorrið og skuldir safíiast upp. 2) Umtalsverður halli er á ríkisbúskapnum þrátt fyrir mikl- ar skattahækkanir. 3) Dijúgur halli hefur verið — það er eyðsla umfram tekjur — í viðskiptum okkar við umheiminn. 4) Erlendar skuldir — og fjármagnsleiga til erlendra sparenda — hafa vaxið meir en góðu hófí gegnir. tsland er og eina OECD-ríkið sem. ekki nær fram hagvexti í ; áf- Spáð er 3,25% meðalhagvexti OÉCD-rílda 1989 — en 1,5%. í l mínus (neikvæðri hagþróun) hér. Þá bryddar á atvinnufeysi í. ' ^fyrsta skipti um langt árabil og landflótta, • eins og á fyrrr sam- dráttartímabilum. I Félagsmálastjórinn í Kópavogi segir m.a. í viðtali við Þjóðviljann 27. júlí sl.: „Síðustu mánuði hefur fjöldi þeirra sem leitar til okkar vegna fjárhagserfiðleika farið vaxandi - þvf er ekki að leyna. Það er alveg ljóst að atvinnuleysi er snar þáttur í vanda mjög margra og þá eink- um þeirra sem teljast til svokall- aðs jaðarhóps ávinnumarkaði... Bragi sagði að dæmi væru til þess að fólk væri að missa hús- næði f kjölfar atvinnuleysia" Félagsmálastjórinn í Reykjavík segif í víðtali við saraa blað: „Við höfum þegar fengið 48 milljóna króna aukafjárveitingu frá borginni til að geta sinnt aukn- um Qölda beiðna frá einstakling- um um fjárhagsaðstoð... Samkvæmt upplýsingum Sveins fjölgaði skjólstæðingum Félagsmálastofnunar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tima í fyrra úr 1.291 í 1.534 sem er tæplega 19% aukning." Loks hefur Þjóðviljinn eftir for- stöðumanni vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins: „Að Sögn Óskars..' virðist ekkert lát vera á gjaldþrotum fyr- irtækja um þessar mundir og eru þau úr öllum greinum atvinnulífs- ins. Mikið er um gjaldþrot fyrir- tækja í ýmsum þjónustugreinum en einnig úr undirstöðugreinum Iandsmanna eins og fiskvinnslu." II Framangreindar tilvitnanir í málgagn eins stjómarflokksins segja allt sem segja þarf um það, • hvern veg hefur til tekizt um framkvæmd þess ákvæðis í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnárinn- ar „að treysta atvinnuöryggi í landinu... og verja lífskjör hinna lægst launuðu". Því miður horfir ekki björgulega sé til næstu framtíðar litið. Málgagn forystu- flokks ríkisstjórnarinnar á Norð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.