Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 41
bresta kjark, hún flöktir í sinni vog- arskál eftir duttlungum líkamans. Skál líkamans verður loks óbærilega þung. Það er þá, sem Guð kemur og sækir ljósið sitt. Eftir liggur líkaminn, án lífs, án ljóss. Minningar mínar um Huldu Ró- bertsdóttur, svilkonu mína og vin- konu, eru digur sjóður sem vel verð- ur varðveittur. Hún fæddist vorið 1951 og lést 18. september sl., um það leyti sem haustið fór að segja til sín. Segja má, að hún hafi aðeins fengið að lifa vor og sumar lífsins. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1981, á heimili tengdamóður okkar Margrétar Sveinsdóttur. Sjálf- sagt höfum við skoðað hvor aðra í laumi, báðar jafn spenntar að kynn- ast konu hins bróðurins. Þrítug og þriggja barna móðir, hugsaði ég, ótrúlegt miðað við stelpulegt útlitið og hressilegt fas. Kynni okkar uxu og styrktust með tímanum. í raun varð hún mér sem systir. Hulda tók mig með sér í Álftanes- kórinn og þannig eignuðumst við sameiginlegt áhugamál og óborgan- legan félagsskap. Sá félagsskapur var henni alltaf mikils virði og er mér enn. Börnin okkar Kristjáns urðu á vissan hátt hennar börn iíka. Ingu minni var hún óhemju góð. Jafnvel síðustu dagana á sjúkrahúsinu, lum- aði Hulda-mamma alltaf á einhveiju sem setja mátti í litla dós og senda Ingu sinni. Stundum furðaði ég mig á því, hvað jafn skapheit kona og Hulda var, gat tekið veikindum sínum af mikilli ró. Á þeim bæ var ekki um að ræða neitt af hverju ég eða aum- ingja ég. Hún lifði lífinu lifandi og stóð á meðan stætt var, með fullri reisn. Huldu tókst, með hetjulegri bar- áttu sinni, að halda voginni í þolan- legu jafnvægi í nærri sex ár. Sá tími var ómetanlegur fyrir ung hjón með ung börn. Sár harmur er nú kveðinn að flölskyldunni. Örlög Huldu minnar voru engan veginn sanngjörn, að mínum dómi. Hún var allt of ung til að deyja, hafði alls ekki lokið hlut- verki sínu í lífinu. Staðreyndum lífsins fær enginn mannlegur máttur breytt. Við skulum muna Huldu unga, fallega og hressa. Við skulum láta ritningarorðin, sem Björn sonur hennar valdi sér þegar hann fermd- ist, verða okkur að leiðarljósi. Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu. Kristín S. Sigurleifsdóttir í dag kveðjum við kæra vinkonu, sem á sólríkum haustdegi kvaddi þennan heim eftir erfiða sjúkdóms- legu. Hulda var ein af stofnendum Álftaneskórsins sem á haustdögum 1981 komu saman til að syngja. Mikið hefur verið sungið og margt gerst þessi ár. Það er svo margs að minnast og margar ljúfar minningar sem koma upp í hugann þegar við lítum yfir farinn veg. Það er í raun ofvaxið skilningi okkar, hvað styrkur hennar var mik- ill, hún mætti á allar æfingar og athafnir sem hún mögulega gat. Þó vissum við félagar hennar að hún var oft sárþjáð. En Hulda var alltaf glöð og bjartsýn. Síðast söng hún með okkur við fermingu sonar síns sl. vor, og það sýndi okkur enn og aftur þann mikla viljastyrk sem í henni bjó. Við félagar Huldu í Álftaneskórn- um biðjum henni Guðsblessunar og sendum aðstandendum, eiginmanni hennar og börnum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kórfélagar Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. E. Ben. Hún Hulda er við kveðjum hinstu kveðju fæddist í Hafnarfirði. Hún fæddist inn í vorið, en kvaddi mannlífið á mildum haustdegi. Foreldrar hennar eru Þórlaug Guðmundsdóttir frá Nýja-Bæ í Krísuvík, húsmóðir og Róbert Bjarnasön fyrrverandi skrifstofu- stjóri á Sólvangi, Hafnarfirði. Róbert er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur. Þau hjón reistu sér hús í nálægð sjávar og Sundlaugar Hafnarfjarðar. Hulda sagði oft frá MÖRPWNljGAiHIH JIMMTUPÁGGIi/aS. ■. gEífl-EM^R iá því, að það væru forréttindi að fæð- ast og aiast upp rétt við sundlaug. Hún stundaði sund frá blautu barns- beini og varð góð sundkona. Hulda hafði það líka oft á orði að hún héldi að hún þrifist ekki nema við sjó. Henni þótti vænt um „Fjörð- inn“ sinn og fólkið sitt í Firðinum.' Hún hafði alla tíð náin samskipti við foreldra sína og systkini, en þau eru: Kristján læknir, kona hans Steinunn Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur, Bjarni Sævar bifvélavirki, kona hans er Nanna Ásmundsdóttir sjúkraliði og Sigurborg skrifstofumaður, henn- ar maður er Magnús Guðbjartsson húsgagnasmiður. Þau búa öll í Hafn- arfirði. Hulda ólst upp við ást og öryggi í fpreldrahúsum. í Flensborgarskóla kynntist hún jafnaldra sínum Sveinbirni Hrafni Sveinbjömssyni af Álftanesi. Þau gengu í hjónaband einn bjartan og fagran júpídag árið 1971. Þau sett- ust að á Álftanesi. Hulda var tiltölu- lega fljót að festa þar rætur, fljót að aðlagast nýju umhverfi og breytt- um aðstæðum. Hún var félagslynd og traustur meðlimur í félögum er hún var í og starfaði þar af lífi og sál. En fyrst og síðast voru það eiginmaður, börn og heimili er hún helgaði krafta sína. Börnin fæddusreitt af öðru. Elst er Hrafnhildur, f. 29. sept. 1971 nemi í menntaskóla, þá er Björn, f. 16. júlí 1974 og yngst er Margrét, f. 24. júlí 1980. Sumarið 1983 dró ský fyrir sólu. Hulda veiktist af krabbameini. Vonir stóðu til þess að hún næði heilsu á ný, en baráttan við sjúkdóminn stóð lengi og hann lagði hana að lokum að velli. Læknavísindum fleygir fram. Hin nýlega krabbameinsdeild Landspítal- ans ber vitni þess. Þar er samvalinn hópur fólks, sem læknar, hjúkrar og hjálpar. Það hefur sérmenntað sig í að fást við þessa miklu vá. Nær- gætni og skilningur við sjúkling og vandamenn hans gera lífið létt- bærara. Allir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, en allt kom þó fyrir ekki. Vikurnar sem Hulda var á Reykja- lundi í sumar gerðu henni á margan hátt lífið léttbærara, styttu henni daginn og sköpuðu tilbreytingu. Þar gat hún með góðri hjálp farið í sund- laugina. Hún naut þess líka vel að vera í iðjuþjálfun. Handavinnan hennar er hún kom með heim verður varðveitt vel. Á þeim munum má merkja hversu vandvirk hún var, handlagni hennar og smekkvísi. Enn- fremur einbeitni og vilja fram til hins síðasta. í upphafi sjúkdóms síns valdi Hulda þá leið að láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Hún gerðist félagi í samtökum krabbameinssjúkl- inga og vandamanna þeirra og var þar í stjórn. Hún lærði að lifa með sjúkdómnum og njóta þeirra gleði- stunda er gáfust. Hjónin ferðuðust bæði innanlands og utan. Fjölskyldan á hugljúfar minningar og myndir frá þeim ferð- um. Við sem næst Huldu stóðum viss- um að hún átti sínar erfiðu stundir. Hún vissi að baráttan var tvísýn, en hún barðist eins lengi og hún gat. Veikindi hennar settu að sjálf- sögðu strik í margar fyrirætlanir hennar, eins og t.d. nám er hún ætlaði að hefja haustið 1983. Hún Hulda átti von og hún átti trú. Hún trúði á mátt bænarinnar. Hún hafði oft verið bænheyrð. Hún vonaði og bað að henni entist heilsa og líf til þess að undirbúa og vera viðstödd fermingu einkasonar á sl. vori. Fermingin var gerð á skírdag. Hulda stóð á sínum stað á söngpalli í kirkjunni. Hún fagnaði síðan með ættingjum og vinum fram til mið- nættis. Hún veiktist daginn eftir, fór á sjúkrahús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Nú er hún horfin sjónum okkar „meira að starfa guðs um geim.“ Ég minnist Huldu er hún kom fyrst á heimili mitt, ung, falleg og glöð. Síðar átti ég eftir að kynnast mannkostum hennar. Ég þakka al- mættinu fyrir að hafa fengið að eiga samleið með elskulegri tengdadóttur öll árin hennar í ijölskyldunni. Margrét Sveinsdóttir Ég man Huldu er hún var að al- ast upp með foreldrum sínum og systkinum á Langeyrarveginum í Hafnarfirði. Þessi glaðlega telpa vakti athygli, hún var broshýr og létt í spori. Árin liðu og Hulda giftist og sett- ist að á Álftanesi, stofnaði heimili og eignaðist börn sín. Ég vissi að hún var félagslynd og tók virkan þátt í ýmsum málefnum hins vax- andi byggðarlags. En svo dró bliku á loft við sjúkdóm, er gerði vart við sig fyrir nokkrum árum. Fyrir tveimur árum lágu leiðir okkar saman á ný. Nú voru aðstæð- ur breyttar. Báðar höfðum við eign- ast okkar lífsreynslu og báðar glímdum við við sama vanda. En eitt var óbreytt. Hulda hafði ekki tapað eiginleikum sínum. Bros hennar var hið sama, viðmótið hlýlegt sem fyrr og hjálpfýsin og góðvildin söm við sig. Það reyndum við helst í starfi hennar fyrir félagið Styrk, er stofnað var fyrir tæpum tveimur árum, þar var hún í stjórn frá upphafi. Ollu mátti treysta sem hún tók sér fyrir hendur, hún vissi þörfina og brást við henni með því hjartalagi sem ávallt mýkir og styrkir þá sem í bágindi rata. Þetta þökkum við að leiðarlokum. Hulda bar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Sá sjóður heldur gildi sínu því að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Hann er eilífur. Við blessum minningu hennar og felum sálu hennar góðum guði. Samúð vottum við eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum og biðjum þeim styrks og blessunar. F.h. félaganna í Styrk, samtökum krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þein-a. Steinunn Friðriksdóttir Kveðja í minningu hjartkærrar mágkonu, systur og frænku. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnheiður Ófeigsdóttir) Steina, Kristján og börn HAUSTTILDOÐ KAUPFÉLAGANNA Motorsfell, 6 monno kr. 2.795 Kaffistell, 6 monno kr. 1.750 Dohemio krisfolglös — Floro rouðvínsglös kr. 165 Floro hvífvínsglös kr. 160 Flora koníaksglös kr. 165 Ideol ölglös kr. 120 KAUPFÉLÖGIN UIVI LAND ALLT OKEYPIS VETRARSKODUN Er ökutækið reiðubúið að takast á við Vetur konung? Við hjá væ.s.hf bjóðum eigendum ökutækja ÓKEYPIS vetrar- skoðun. í vetrarskoðun þessari er kjörið tækifæri fyrir bíleigand- ann að kynna sér ástand bifreiðarinnar fyrir veturinn. Eftirfarandi atriði verða athuguð: VÉL UNDIRVAGN ÖNNUR ATRIÐI 1. Frostþo! kælivatns 1. Otblásturskerfi ath. 1. Ljósabúnaður 2. Olíuleki á vél 2. Slit í stýrisbúnaði ath. 2. Rúðuþurrkur 3. Leki á vatnskerfi 3. Olíulekar á gírkassa ath. 3. Miðstöð 4. Olíuhæð á vél 4. Olíuleki á drifi(um) ath. 4. Hemlarf prófaðir) 5. Rafgeymir álagsmældur 5. Ástand hjólbarða ath. 5. Yfirbygging ath. 6. Startþol mælt 6. Ástand höggdeyfa ath. 6. Önnur stjórntæki 7. Hleðsla mæld 7. Ástand undirvagns ath. 8. Vélargangur ath. ' '' '' '' \'H í-.' Pantið tíma 767 V.Æ VÉLAVERKSTÆÐI, FOSSHÁLSI 1. T 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.